Alþýðublaðið - 29.12.1973, Síða 12

Alþýðublaðið - 29.12.1973, Síða 12
alþýðu I n RTÍTfll í dag er búist viö, að lygni i Reykjavík og ná- grenni og létti til eftir norðaustanáttina og snjókomuna i nótt. i fyrstu verður frostlitið, en siðar i dag er reiknað með 4—5 stiga frosti. í gær var austnorð- austanátt í Reykjavik og nágrenni og hiti við frostmark. Slydda var syðst á landinu og frost 1—4 stig. Fyrir norðan var 3—9 stiga frost og kaldast 12 stiga frost á Sandbúðum. KRILIÐ 30& /NN urt)L*■ 5W srefN UNfí i TRuFl fí mr/Ð VIRVIR | To’fVAS i 1♦ ÚR fjflLL INU HURL1 TflU(r II 2E/HS vmn srer.m &RKUK /IffflR 5 CTRQ LBU< KONN t VF/Ð /N £LT> fjflLL i Þaö gekk ekki erfiðislaust aökoma (h)rósinni i barm siö- asta rósarhafa ársins. Fyrir valinu varö aflaklóin Gunnar Arason, skipstjóri á Lofti Baldvinssyni EA, sem veitt hefur fyrir meira en 100 millj- ónir i ár, bæöi á loðnu og síld. Auk Gunnars var önnur afla- kló meö bátinn um tima, Þor- steinn Gislason. Þeir, og aðrir islenskir sjómenn eiga siðustu (h)rós ársins svo sannarlega skilið. Þaö var okkar maöur á Akureyri, Jón E. Guöjónsson, sem braust i erfiðri færð til Dalvikur, ásamt 15 ára blómarós, Margréti ólafsdótt- ur, sem festi rósina i barm Gunnars, en Jón tók myndirn- ar. Þeirra beið herleg veisla á heimili Gunnars. Gunnar var fámáll um afrek sitt, en hann dró þó enga dul á það, að án afbragös skiphafn- ar á Lofti hefði árið ekki orðið eins gjöfult og raun varð á. Við áramót Við kveðjum þetta góða gamla ár sem göngu hóf með eld og skattafár og bar i skauti þref og þorskastrið en það er kveðin visa og liðin tið, Við kveðjum þetta góða glistrupsár og gerum ekki neinar veðurspár þó það sé kannski allra veðra von i vetur kringum bjarna guðnason. Við kveðjum reifir þetta þorskaár og þó að daprist allar fiskispár við brosum gleittivið eigum óla jó sem ætti að vera langt um meira en nóg. (H)RÓS í HNAPPAGATIÐ KAKTUS- ORÐAN Ekki var jólakaktusinn okk- ar sóttur, og þvi rennur kaktus sá, sem myndin er af, nú yfir i það að verða áramótakaktus — eða kaktus ársins. Kaktus ársins fær Magnús Kjartansson, orkumálaráð- herra, fyrir að hafa af frá- bærri skarpskyggni sinni séð til þess, að landið er nú meira eða minna rafmagnslaust. INHUHSVIDSKIPH leið (TIL LÁNSVIOSklPTA ^BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS KOPAVOGS APOTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENDIBIL ASTOÐIM Hf FIMM 6 fðrnum vegi Ætlar þú að vinna eitthvert heit með nýja árinu? Markús Jósefsson, símvirki: Eg hef aldrei unnið heit um áramót og ætla ekki að gera neina undantekningu nú. Ég held að menn standi yfirleitt ekki við heitstrengingar. Kjartan Guðjónsson, skrif stofumaður: Nei, það geri ég aldrei. Mér finnst heitstrenging of alvarleg til að gera hana að ó- hugsuðu máli, og svo hefur mér reynst að heitstrengingar fólks geti reynst hálar eins og göt- urnar nú. Guðbjartur Ólason, bókari: Nei, ekki núna, en ég hef gert það. Eitt sinn ákvað ég t.d. að hætta að reykja, og hætti i sex ár. en nú er ég orðinn fullorðinn og lif mitt fastmótað. svo ég tel það ekki hafa tilgang. Jón B. Jónsson, sagðist vera gamalmenni: Nei. nei, nei, ör- ugglega ekki, það hef ég aldrei gert og ætla ekki að gera. Gunnar Albertsson, verslunar- maöur: Nei, ég hef aldrei gert það. né hugsað út í það, og hugsa mér ekki að bregða út af vananum nú. —

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.