Alþýðublaðið - 13.01.1974, Síða 2
Rokkhorniö
hreinlega falskt, þá er um
stórlega gallaða pressun á
plötunni að ræða. Það er á
ferðinni ákaflega mis-
heppnaður flutningur á lagi,
sem i upprunalegri mynd sinni
er stórgott, en verður hall-
ærislegt i flutningi Pónik.
Hitt lagið syngur Erlendur
Svavarsson og kemst betur frá
sinu en Þorvaldur. Sú hlið
freistar min til að halda, að
pressugallinn sé ekki svo
slæmur, heldur sé það Þor-
valdur, sem ekki stendur sig
nógu vel. „Lifsgleði”, sem
þeir Þorvaldur og Erlendur
munu hafa gert textann við i
sameiningu, hentar Erlendi
ágætlega og gengur liklega
ágætlega á böllum þessarar
endurvöktu hljómsveitar, sem
á að verða helst keppinautur
Hauka á dansleikjamarkaðn-
um.
Upptaka Péturs Steingrims-
sonar er slæm, enda gerð við
kolómögulegar aðstæður.
Hljóðfæraleikur er i meðallagi
en i „Lifsgleði” ber á slökum
bassaleik Þorvaldar. Undar-
legt með hann annars, Þor-
valdur var áðurfyrr afspyrnu
skemmtilegur, en sumir njóta
sin ekki hvar sem er. Hann
getur þó miklu betur en þetta,
það vitum við öll.
Þessi plata á ekkert erindi á
markaðinn, ekki frekar en
plata Roof Tops. Dansleikur,
þar sem er gifurlegur hávaði
af „músik” og hrópum, köil-
um og hlátrasköllum gesta, er
allt annað en hljómplata. Það
virðast islenskir hljómplötu-
útgefendur — og músikantar
— seint ætla að skilja. Þessar
tvær plötur eru þær slökustu,
sem A.A.---hljómplötuur hafa
sent frá sér hingað til og það
er mér i rauninni gleðiefni, að
þær skuli hafa komið út fyrir
áramót. Það hefði verið
þokkalegur fjandi, eða hitt þó
heldur, að fá þetta i byrjun
árs. —ó.vald.
Fyrr
má nú
rota...
PÓNIK : Þorvaldur, Kristinn Sigmunds, Kristinn Svavarss., Sævar og
Erlendur.
um siðan. Hitt er eftir
Thomas (sem i rauninni er
góður gitaristi), Ara Jónsson,
trommuleikara, og Gunnar
Guðjónsson, gitarleikara. Það
er litlu betra, en dugar liklega
ágætlega á böllum i einhverju
félagsheimilinu.
Allur frágangur og vinna
plötunnar er langt fyrir neðan
meðallag. Hljóðfæraleikur er
slappur, söngur slæmur og
upptaka hörmuleg. Vel má
segja mér, að þeir afsaki sig
með þvi að segja, að þeir hafi
ekki fengið nema þrjá eða
fjóra daga til undirbúnings, en
það breytir engu. Hljómsveit,
sem vill gæta sóma sins, lætur
ekki bjóða sér slikt. Og hljóm-
plötufyrirtæki, sem vill gæta
sóma sins, býður ekki upp á
það.
PÓNIK
Lifsgleði/Hvi þá ég?
45 sn. — stereo
AA-009, A.A.—hljómplötur
Þorvaldur Halldórsson, sem
syngur lag Kris Kristofersons,
„Why Me, Lord?”, sem með
islenskum texta Jónasar Frið-
riks heitir „Hvi þá ég?”, hefði
ekki getað valið sér verra lag
til að syngja. Það hæfir honum
alls ekki og ef það er ekki
ROOF TOPS
Tequila Samba/Astro
Projection
45 sn. — stereo
AA-010, A.A.—hljómplötur
Það er ekki svo langt siðan
að ég man eftir Roof Tops sem
hressilegri rokkhljómsveit.
Miðað við þessa plötu virðist
sú minning nú heyra sögunni
til. Við hér á mölinni ákærum
oft hljómsveitir dreifbýlisins
fyrir að vera á eftir, gamal-
dags, hallærislegar og svo
framvegis, en þykjumst eiga
hér fyrir sunnan ekki annað en
áhugasama og skapandi tón-
listarmenn. En leynist eitt-
hvert sannleikskorn i þessu,
þá tel ég nær fullvist, að þeir
fimmmenningarnir 1 Roof
Tops eru nú einu ibúarnir i
Kolbeinseyjarhreppi.
Bæði eru þessi lög með þvi
ómerkilegra, sem heyrst hef-
ur af islenskum tónsmiðum á
plötu hér lengi. Mér þykir af-
skaplega leitt að segja það, en
þó held ég að „Astro
Projection”, lag Thomasar R.
Lansdown, hins bandariska
gitarleikara hljómsveitar-
innar, sé mun verra. Liklega
er það samið fyrir 6 eða 7 ár-
Hljómplötur:
FER BJORGVIN I HLJOMA
ÞEGAR BIRGIR ER HÆTTUR?
Change eru að byrja af krafti
Menn hafa töluvert velt vöng-
um yfir þvi, hvað Björgvin Hall-
dórsson hyggst fyrir þegar hann
hættir endanlega i Brimkló um
næstu helgi. Liklega geta allir
veriðsammála um að Björgvin er
besti söngvarinn á þessu sviði, en
i hvaða hljómsveit gæti hann
gengið? Pelican koma ekki til
greina, án Péturs Kristjánssonar
væri sú hljómsveit ekki til. Þá eru
ekki eftir nema Hljómar og þá
vantar mann. Birgi Hrafnsson
þyrstir i villtari músik, sem hann
fær hjá Sigurði Karlssyni,
trommuleikara, og Magnúsi og
Jóhanni i Change—og þangað fer
hann, um leið og Hljómar hafa
fengið mann i staðinn fyrir hann.
Vissulega myndi Björgvin
sóma sér vel i Hljómum — það
hefur hvort eð er alltaf verið
draumur hans að starfa með
Gunnari Þórðarsyni — og þegar
hann fór með þeim til Bandarikj-
anna og söng tvö lög á plötu
þeirra, sem kemur út i næsta
mánuði, þótti ýmsum sá draumur
vera að rætast.
t dag, sunnudag, fara Hljómar
4- Birgir en + Björgvin og Óttar
Hauksson til Bandarikjanna á ný
og ljúka þar við hljóðblöndu plöt-
unnar. Verður i þeirri ferð liklega
tekin afstaða til þess, hvort
Björgvin verður tekinn i hljóm-
sveitina. Hljóma vantar að sjálf-
sögðu mann, en þeir vilja helst
ekki vera fimm og verða þá að
velja á milli söngvarans Björg-
vins og einhvers hljóðfæraleik-
ara, sem ekki hefur verið nefnd-
ur. Björgvin getur að visu eitt-
hvað spilað á gitar og hefur að
sjálfsögðu hæfileika til að læra þá
kúnst betur, en þegar konungur
vill sigla, hlýtur byr að ráða.
Change munu ætla að fara að
hella sér út i dansiböllin en þó
reyna að hækka plar.ið eitthvað,
þannig að þeir komist hjá þvi að
vera með „Lóu litlu á Brú” i pró-
gramminu. Svoleiðis lög gera þá
nefnilega ekki heimsfræga.
Rúnar Júllusson
Birgir Hrafnsson er að hætta...
...og kannski kemur
Halidórsson i stabinn.
Björgvin Engilbert Jensen
Gunnar Þórðarson
o
Sunnudagur 13. janúar 1974