Alþýðublaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 3
Rúnar Georgsson, saxófón- leikari, hefur yfirgefið Ilauka eftir rúmlega mánaðar sam- starf. Hann hefur þess i stað slegist i liö með Pálma Gunnarssyni og Þuriði Sig- urðardóttur og nýstofnaðri hljómsveit þeirra. Rúnar mun hafa verið orðinn heldur leiður á verunni i Haukum, enda vill hann leggja meira i sina músik en Haukarnir hafa séð ástæðu til að gera, ,,þótt þeir geri vissu- lega ýmislegt vel”, segir Rúnar. — Haukar reyndust vera allt önnur hljómsveit en ég hafði reiknað með, sagði Rúnar á miðvikudagskvöldið, — og ég reikna með að geta lært miklu meira i hinni hljómsveitinni. bess vegna ákvað ég að skipta. bá hefur Már Elisson trommuleikari, yfirgefið hljóm- sveit ólafs Gaukstil að ganga i hina nýju hljómsveit Þuriðar og Pálma, en i staðinn fyrir hann fær Gaukurinn liklega Alfref Alfreðsson, trommuleikara, RÚNAR GEORGS HÆTTIR VID HAUKA sem má örugglega telja með fjölhæfustu og öruggustu trommurum þessa lands. Það hefur vera hans i stórbandi FIH sýnt og sannað. Hver kemur i stað Rúnars i Hauka er ekki vit- að ennþá, en likiega verða þeir aðeins fjórir áfram. Að sögn þeirra Þuriðar og Frá vinstri: Már, Pálmi, Þurföur, örn, Rúnar, Hlöðver Smári og Oddur. Pálma ganga æfingar á nýju hljómsveitinni mjög vel — ,,i rauninni miklu betur en við höfðum þorað að vona”, sögðu þau I vikunni. Auk þeirra Þurið- ar, Pálma (sem leikur á bassa með söngnum ), Rúnars og Más, eru i hljómsveitinni tveir ungir menn austan al' fjörðum, sem þar hafa leikið með ýmsum hljómsveitum, illöðver Smári Helgason, pianó-, orgel- og flautuieikari, sem jafnframt út- setur megnið fyrir hljómsveit- ina og gitar- og trompetleikar- inn örn Oskarsson. Hinn gitar- ieikarinn er Oddur Garðarsson, Keflvikingur, sem m.a. hefur verið með Júbó og sýnt á sér margar góðar hliðar. Þau hjón sögðust stefna að þvi að geta byrjað eftir um það bii hálfan mánuð — og að enn væru þau ekki búin að gefa upp von- ina um að ná i básúnu'leikara. Nýja Sigtún veröur þá væntan- lega opnað um mánaðamótin. Ný plata með SLADE í febrúar Ekki er ólíklegt, aö næsta plata SLADE, sem kemur út í febrúar og kallast ,,Old, New Borrowed, Blue", seljist þokkalega hérlendis, því samkvæmt nýjustu fregnum eiga þeir aö hafa verið hér skömmu áður. Enn hefur Umboðs- skrifstofa Ámunda Ámundasonar að vísu ekki fengið staðfesta dag- setningu hljómleika þeirra hér, því mögulegt er að SLADE fari til Hong Kong að lokinni fjórðu hljóm- leikaferð þeirra um Bandaríkin og áður en þeir koma hingað. — Ég fæ þá á hálfvirði og get þess vegna ekki verið með neinn kjaft, seg- ir Ámundi. Samkvæmt fregnum í erlendum blöðum og tima- ritum verður þessi nýja Slade-plata töluvert frá- brugðin þeim fyrri. Á henni verða að minnsta kosti þrjú eða fjögur lög, sem eru harla ólík fyrri lögum hljómsveitarinnar, en þá minnist maður þess, að með,, Kill 'em at the Hot Club Tonite" sýndu þeir á sér nýja og skemmtiiega hlið. Og eins og allar aðrar hljómsveitir, sem ná jafn langt og'Slade haf a náð, þá eru þeir farnir að tala um hversu gaman það væri, að spila í litlum klúbbum hér og þar um landið. — En við stef num að því að verða al- þjóðleg hljómsveit, þess vegna sækjum við svo stíft yfir til Bandaríkjanna, er haft eftir bassaleikaran- um Jimmy Lea. — Þess vegna verðum við að breyta eitthvað um stíl á plötunum okkar, innst inni verðum við hinir sömu. SLADE: Bassaleikarinn giimmergosinn Dave Hill. Jinny Lea og gitarleikarinn og NÝ PLATA MED JYLAN OG DAND 14. gullplata hans-áöur en hún kom út Hérlendis var töluverður á- hugi á að efna til hópferðar á hijómleikana i Chicaco og voru t.a.m. gerðar tilraunir tii að fá miða — en þar var á löngu upp- selt. Skyndikönnun mun hafa leitt i ljós, að nægur áhugi var hér fyrir að leigja eina þotu Loftleiða til fararinnar. Þessi plata kemur út á hæla plötunnar ,,Dylan” sem gefin var út af CBS, fyrrum hljóm- plötufyrirtæki meistarans, en á þeirri plötu voru afgangar frá upptökunni á ,,Self Portrait”, sem út kom 1971. Þá er einnig að koma út ný plata með Band. Á þeirri plötu eru ,,live” upptökur nýrra laga og voru þær upptökur gerðar á Watkins Glen-hátiðinni i fyrra- sumar, þar sem voru saman- komnir 600.000 unglingar. Hljómleikaferðalag Dylans, sem er hans fyrsta i fjölda ára, hófst i Chicago 3. janúar sl. og lýkur i Los Angeles 14. íebrúar nk. Þrátt fyrir að einungis 650.000 miðar hafi verið á boð- stólum, höfðu i byrjun desem- ber þegar borist pantanir 1 i 5 milljónir miða. Það sýnir og sannar, að Dylan er svo sannar- lega ekki búinn að vera. Ný LP-plata með Bob Dylan og hljómsveitinni Bander vænt- anleg á markað i þessum mán- uði og hefur þegar komið út i Bandar- en þar eru Dylan og Band á hljómleikaferðalagi um þessar mundir. A plötunni eru 10 ný iög, sem hljóðrituð voru mjög nýlega, og er platan sú fyrsta, þar sem op- inberlega er skráð samvinna Dylans og hljómsveitarinnar Band. Platan er jafnframt sú fyrsta, sem gefin er út af fyrir- tæki Dylans sjálfs, Ashes & Sands.en það hefur verið til allt frá árinu 1964. Platan. sem ým- ist hefur verið kölluð ..Going, Going, Gone” eða ,,Love Song”, var þegar um miðjan desember búin að seljast fyrir meira en milljón dollara, og varð þar með 14. gullplata Dylans. Þá má geta þess, að i næsta mánuði verða fluttir nokkrir út- varpsþættir um Dylan og tónlist hans, byggðir á ævisögu hans, sem út kom fyrir tveimur árum. —ó.vald. Sunnudagur T3. janúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.