Alþýðublaðið - 13.01.1974, Side 7
„Sko á leiöinni til baka, þú
veizt, þá hittum við nokka
krakka sem við þekkjum, og
þau voru að fara i nýtt diskótek
úti „Þorpi”. Okkur fannst það
hljóma æðislega svo við fórum
með þeim.”
„Heyrðu, ég er ekki viss um
að ég hafi náð þessu hjá þér,”
sagði ég. „Eftir fóstureyðing-
una fórst þú að dansa? Er það
það sem þú ert að reyna að
segja mér?”
„Já, en bara i einn eða tvo
tima,” sagði hún.
„Ég skil,” sagði ég með
þunga og reyndi — með þungum
andardrætti þó —að hafa stjórn
á mér.
„Hva, hvað er eiginlega að
þér?” spurði hún.
„Well, ekkert nema það að á
meðan þú varst að dansa hefði
hæglega getað viljað svo til að
innyfli þin hefðu lekið niður úr
þér á gólfið, þú ert fjórum og
hálfum tima of sein og ég leyfði
mér að hafa pinulitlar áhyggjur
af þér.”
Hún leit á mig með ótrúlegum
vonbrigðum i svipnum. Síðan
hristi hún dapurlega höfuðið.
„0, vá,” sagði hún. „Ó, váh!”
Svo fór hún að sofa.
xxx
Samband okkar, ef fólk vill
kalla það þvi nafni, var ekkert
stórkostlegt eftir það. Fjórða
fóstureyðingartilraunin hafði
misheppnast og verið var að
undirbúa þá fimmtu, sem átti að
gera helgina eftir, þegar ég
þurfti að fara úr bænum, og
Shelley ætlaði að vera i ibúðinni
minni með vinkonu sinni á með-
an.
Þegar þar var komið sögu
hafði ég staðið Shelley að þvi að
segja mér ósatt nokkrum sinn-
um, til dæmis : (1) vinkonan
sem fór með henni til læknisins
var stundum vinkona sem hét
Cathy og stundum gamall kær-
asti sem hét Peter. Hún hélt þvi
framaðhann væribara „vinur”
sinn. (2) t þau tvö skipti sem
hún hafði riftað stefnumótum
víð mig til að vera með ekkjunni
móður sinni, sem hún sagði vera
einmana, . hafði hún reyndar
verið með móður sinni — og
Peter. (3) Vingjarnlegi, grá-
hærði kvenlæknirinn var alls
ekki vingjarnleg né gráhærð —
og þvi siður var hún læknir,
heldur hörkutól frá Puerto Rico,
sem hafði einhvern tima unnið
nægilega lengi hjá ólögmætum
lækni til að hafa lært galdurinn
og var nú farin að stunda fóstur-
eyðingar upp á eigin spitur. Að-
ferðin sem hún notaði við
Shelley var að fylla upp á
henni belginn með einhvers
konar mixtúru af sápu og pensi-
lini.
Mig hafði grunað tvö fyrri at-
riðin en alls ekki það þriðja.
Þetta kom allt i ljós i svefnher-
berginu minu þegar ég var að
búa mig af stað; timinn var svo
naumur að ég hafði ekki tima til
mikils annars en að hrista höf-
uðið, loka ferðatöskunni minni
og ganga út. Ég lét hana þó lofa
mér þvi að tala við lækninn
minn ef nokkuð kæmi fyrir;
lofa að hafa útidyrnar rækilega
læstar allan timann og hleypa
engum inn nema Cathy og að
nota ekkert sterkara en mariju-
ana og mér datt ekki einu sinni i
hug að hún hlustaði á mig.
Um leið og ég opnaði til að
fara stökk Shelley allt i einu á
mig. „Hey!” sagði hún og faðm-
aði mig mjög fast. „Mér þykir
svo leiðinlegt að hafa verið að
ljúga að þér,” sagði hún i eyra
mitt.
„Það er allt i lagi,” sagði ég.
„Þér þykir ekkert vænt um
mig lengur, er það?” sagði hún.
„Jú, auðvitað,” sagði ég.
„Auðvitað þykir mér vænt um
þig, Shelley.”
„Nei,” sagði hún dapurlega.
,„Ég veit það alveg. Ég laug
helling að þér og ég veit ekki
af hverju en það var svo asna-
legt... Og nú treystir þú mér
ekki lengur, en það er ekkert
skritið... En mér finnst það svo
leiðinlegt, af þvi að ég... ég
elska þig.”
Hún fór að hágráta. 1 fyrsta
skipti siðan ég hitti hana. Mér
hafði aldrei dottið i hug að hún
ætti eftir að segja eitthvað um
ást i minn garð — sjálfur hafði
ég yfirleitt aldrei minnst á ást
við nokkra sál allt mitt lif — og
ég fór eiginlega úr sambandi.
Ég þrýsti henni að mér og sagði
henni hversu mikils virði hún
væri mér vegna þess að allt i
einu varð hún mér mjög mikils
virði. Sennilega elskaði ég hana
lika, sagði ég henni, og ég hringi
i þig frá Chicago og vertu góð
stelpa. Svo fór ég út og tók
fyrsta leigubilinn sem ég fann á
First Avenue.
Sennilega hefði ég átt að
verða kyrr. Sennilega hefði ég
átt að afpanta flugið, aflýsa öllu
ferðalaginu og vera kyrr heima
hjá blessaðri litlu, ófrisku stúlk-
unni minni sem hafði gloprað
þvi út úr sér að hún elskaði mig.
En svoleiðis gera menn ekki i
daglegu lifi, aðeins i kvikmynd-
lim. í raunv'erul. lifi hættir mað
ur ekki við ferðalög og afpant-
ar hótelpláss; maður tekur
leigubilinn, fer út á flugvöll og
gengur um borð i flugvélina,
hversu ákaflega maður hefur á
tilfinningunni að eitthvað ægi-
legt eigi eftir að ske. Og i raun-
verulegu lifi fer maður ekki út
úr vélinni áður en hún fer á loft,
þrátt fyrir að maður verði þess
fullviss að hún springi i tætlur
einhversstaðar yfir Michigan,
þvi betra er að deyja hetjulega
en að verða að almennu athlægi.
Ég hringdi i Shelley frá heim-
ili foreldra minna i Chicago og
hún fræddi mig á þvi að fimmta
tilraunin hafði einmg mistekist,
en að sér liði vel. Ég lét hana
lofa mér að fara samt sem áður
og tala við lækninn minn og við
myndum útkljá þetta mál i eitt
skipti fyrir öll þegar ég kæmi
aftur til New York (hún var nú
komin á þriðja mánuð), svo hún
yrði að vera þolinmóð og fara að
öllu með gát. Svo sagði ég henni
að ég elskaði hana og myndi
koma heim mjög fljotlega og
svo lagði eg á.
8. HLUTI
t mörg ár hef ég lagt hart að
foreldrum minum að spyrja
nokkuð um hjúskaparáætlanir
minar, og þau reyndu svo ákaf-
lega að spyrja mig ekki um
stúlkuna sem ég hafði verið að
tala við i New York — og sagt
við: Ég elska þig, — að þau
fengu bæði höfuðverk.
Þegar ég kom aftur til New
York fór ég strax i simann og
gerði út um það að Sheylley færi
til Puerto Rico þar sem fóstrið
yrði fjarlægt i eitt skipti fyrir öll
undir sæmilegum kringumstæð-
um. Shelley virtist ekkert yfir
sig hrifin af hugmyndinni, en
féllst á hana þegar ég gætti þess
stöðugt að tala eins og sá sem
völdin hefur.
tbúðin min virtist svo gott
sem eins og ég hafði skilið við
hana, og ef einhver dóp-partý og
kynlifsorgiur höfðu verið hald-
in, þá sáust þess engin merki.
Samt datt mér allt i einu i hug
að athuga náttborðið mitt og
skrifborðið sömuleiðis til að at-
huga hvort ekki væri allt á sin-
um stað. Mér fannst ég hálf-
gerður skithæll að vera að
þessu, en gerði það samt.
Varasjóðurinn minn var
óhreyfður, báðar 35 mm
myndavélarnar voru lika á sin-
um stað, og ég var farinn að
skamma sjálfan mig fyrir tor-
tryggnina, þegar mér varð ljóst
að Minox-myndavélin var horf-
in.
Ég trúði þvi ekki. En allt kom
fyrir ekki, hún var horfin. Ég
tæmdi skúffurnar i skrifborðinu
og rótaði i gegnum öll skjöl og
pappira, setti alla ibúðina á
annan endann, en hvergi fann
ég þessa pinulitlu, dýrmætu
myndavél. Ég hringdi i Shelley
og sagði henni frá þvi.
„Ertu viss um að þú hafir leit-
að alls staðar?” spurði hún.
„Alveg handviss,” sagði ég.
„Veizt þú nokkuð hvar hún gæti
verið, elskan min?"
„Ég veit ekki einu sinni
hvernig Minox-myndavél litur
út." sagði hún og ég trúði henni.
,,Þú getur ekki látið þér detta
i hug að Cathy hafi tekið hana
einhverra hluta vegna,” sagði
ég. „Ekki til að stela henni,
meina ég, heldur bara til að fá
hana lánaða?"
„Til hvers ætti Cathy að gera
það?” spurði hún.
,,Ég veit það ekki,” svaraði
ég. „Heyrðu, Shelley min:
Sverðu að enginn hafi komi inn i
Ibúðina nema þið Cathy á með-
an ég var i burtu?”
„Vá,” sagði hún. „Hvað held-
urðu að við höfum gert? Boðið
öllum i partý og sukkað i dópi?
„Nei, auðvitað ekki,” sagði
ég, en auðvitað hélt ég það.
„Sverðu það bara fyrir mér að
enginn hafi komið hingað nema
þið Cathy á meðan ég var i
burtu.”
„0, váh!” sagði Shelley.
„Viltu sverja það ?”
Það var löng þögn hinum
megin á linunni. Svo:
„Ef ég segi þér svolítið, verð-
urðu þá reiður?”
„Hvað?” sagði ég varfærnis-
lega.
„Ja, sko á laugardaginn komu
nokkrir krakkar sem ég þekki
og þau vildu endilega fá að
koma aðeins inn...”
„Já..?”
„Ja, sko, ég sagði þeim að ég
hefði eiginlega lofað þér að láta
engan koma inn nema Cathy og
allt svoleiðis...”
„Já...?”
„Sko, ég meina.. svo þurfti
einn að fara á klósettið og
allt...”
„Já...?”
„Well, ég meina, ég gat ekki
bannað þeim að fara á klósetlið,
eða hvað?”
„Og eftir að þau höfðu notað
baðherbergið mitt, föru þau
þá?”
„Já já, eiginlega.”
„Fóru þau eða fóru þau ekki
eftir að hafa farið á salernið?”
„Ja, eiginlega já. Kannski
ekki nákvæmlega þá, nei, en
þau stoppuðu ekki lengi.”
„Shelley,” sagði ég, „Minox-
an sem ég sakna var i efstu
skúffunni i náttborðinu minu. Ef
þú getur fullvissaö mig um að
þú hafir verið með þessum vin-
um þinum allan timann sem þau
voru I ibúðinni, er ég reiðubúinn
að gleyma þessu öllu saman.
Ertu reiðubúin að fullvissa mig
um það?”
„0, vá!”
„Jæja?”
„Eg meina, núna þegar ég fer
að hugsa um það, þá fór einn
strákurinn, hann heitir Joe, það
er möguleiki á að hann hafi far-
ið niður i svefnherbergið, bara i
nokkrar sekúndur til að kikja i
kringum sig. En hann
kom strax út aftur, ég veit það
og ég veit lika hann hefur ekki
tekið þessa Minox. Ég er alveg
pottþétt á þvi.”
„Hvernig geturðu verið svona
viss um það?”
„Af þvi bara. Hann gerir ekk-
ert svoleiðis. Ekki lengur,
meina ég. Ég meina... ekki sið-
an hann kom aftur.”
,, llvaðgerir hann ekki eftir að
hann kom hvaðan?”
Það var andvarpað þungt i
tólið hinum megin. „Ég veit að
þú færð rangar hugmyndir út
frá þessu,” sagði hún.
„Segðu mér það samt,” sagði
óg-
„Jæja, Joe er nýkominn úr
fangelsi fyrir að stela bil. En ég
meina, það er einmitt ástæðan
fyrir þvi að hann hefur ekki stol-
ið myndavélinni. Hann er laus
til reynslu, skilurðu?”
Nú var komið að mérað vera
þögull. Það var ljóst, að þvi
lengra sem ég kafaði inni þetta,
þvi verra yrði það, en nú var of
seint að hætta.
„Shelley,” sagði ég yfirveg-
aðri röddu. „Þú íofaðir mér áð-
ur en ég fór, að enginn kæmi inn
i fbúðina nema þú og Cathy ig
þegar ég kom aftur, sórstu að þú
hefðir haldið loforðið. Og nú hef-
ur þú viðurkennt að þú hafir
hleypt manni, sem hefur verið
látinn laus til reynslu eftir að
hafa drýgt alvarlegt afbrot, inn
i svefnherbergið mitt og þú
heldur þvi fram að hann sé ekki
ábyrgur fyrir hvarfi Minoxvél-
arinnar minnar. F'innst þér ekki
dálitið rökrétt að ég hafi minar
grunsemdir?”
„0, váh! Allt i lagi. Ég veit að
Joe for inn i svefnherberg. þitt,
en ög veit lika aö hann tók ekki
þessa skrattans myndavél, af
þvi að ég sá hann fara i gegnum
skúffurnar og ég veit að hann
tók bara eitthvert drasl.”
Ég vissi að það varð að fara
að koma að þvi, að ég hætti aö
spyrja spurninga. Ég hreinlega
varð.
„Hvers konar.... „drasl” tók
þessi glæpamaður þinn úr nátt-
þorðinu minu ” sagði ég.
4 <3 1 .OOO.OOq kr. .
4 - 5QO.OOD — . . :||Í^iÉ)ÖÖ;Í^i;ÍÍÍÍii
2.700 vinningar aö fjárhæö 28.000.000 krona.
Sunnudagur 13. janúar 1974