Alþýðublaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 6
Getnaðarvarnir — ___ _ 'x> framhald úr opnu Þeir eru að kanna pillu fyrir karlmenn i Eng- landi, en hún ku hafa lik áhrif og antabus... öryggið er ágætt, en 100% er það ekki. Aukaverkanir eru margs- konar. T.d. blæðingar, hvit klæöaföll og viss óþægindi meöan legið venst lykkjunni. LYKKJAN FJARLÆfGÐ Að visu kemur það oft fyrir, að lykkjan losni sjálfkrafa, en gallinn er sá, að konan getur ekki losnaö við hana, þó að hún vilji það. Læknir verður að sjá um allt slikt, en það er sárs- aukalaust. LYKKJULOS Það kemur fyrir margar kon- ur, að þær geta ekki haldið lykkjunni, en sumar vita ekki af þvi, þegar hún fer og þvi er eft- irlit nauðsynlegt. Yfirleitt er hættutiminn tveir mánuðir eða svo. LÆKNIRINN Hann er ekki skyldugur til að gefa ráð um getnaðarvarnir, en hann hefur ekki leyfi til að dæma einn né neinn. Ef lækn- irinn neitar þér aðstoðar ber að fara til annars læknis, þvi að læknar hafa þagnarskyldu og lika, þegar foreldrar eiga i hlut. MEYJARHAFT. Stúlkur meö ósnortið meyjar- haft geta fengið hettuna! Lækn- irinn getur auðveldlega rofið þessa óþörfu húö fyrirhafnar- laust. MÓÐURLIFSBÓLGA. Konur, sem haf tilhneigingu til móðurlifsbólgu ættu ekki aö nota lykkjuna, en lykkjan veld- ur ekki móðurlifsbólgu nú orðið, þó að oft komi fyrir hvit klæða- föll við notkun hennar fyrstu mánuðina. MÓTEFNI t háskólanum i Michigan hafa verið gerðar ransóknir til að skapa mótefni gegn þungun á kaninum. Þær rannsóknir lofa góðu, þvi að það væri heppilegt að fara með unglingsstúlku til læknis og láta hana fá mótefni við sæði karlmannsins, svo að sæðin geti ekki fjölgað sér i lik- ama hennar.. og án þess aö hefta þroska hennar nokkuð. Þetta mótefni myndi hrifa ævi- langt, en þó væri unnt að koma i veg fyrir áhrif þess með öðru efni, sem konan fengi, ef hana langaöi til að verða barnshaf- andi. Við vitum, að sumar konur virðast hafa ónæmi fyrir sæði eiginmannsins. Er þetta inni- byggt ónæmi...? OGNIO-KNAUS. Það voru þeir, sem komust að þeirri niðurstöðu, að konu væri óhættaðhafa samfarirá vissum dögum.. eða ekki milli 19. og 11 dags milli blæðinga, ef tiöir væru með 28 daga millibili. Og þetta væri eina getnaðarvörnin i veröldinni ætti vist þriðja hvert barn að heita annað hvort Ognio eða Knaus. ÓGLEÐI. Ein af hverjum tiu konum fá óþægindi, þegar þær byrja að nota pilluna. Aðallega er um ó- gleði að ræða, en auk þess kem- ur til greina höfuðverkur, tiða- truflanir, verkir i brjóstum, aukin þyngd eða taugaveiklun. Þessi áhrif hverfa oftast, þegar likaminn hefur vanist pillunni, en stundum er rétt að skipta um tegund. P-PAPPIR. Pillan er oft skrifað meö stóru P- ég hef ekki gert það hér, en nú er það um P- pappir að ræða, svo að P-ið verður vist að vera með upp- hafsstaf. Það er vist svo, aö vis- indamenn i Bandarikjunum séu að reyna að fullkomna pappir, sem sýnir með einum dropa munnvatns, hvort konan geti frjóvgast eða ekki. Þessi pappir á sum sé að sýna hvatastarf- semi konunnar. PILLAN Pillan (samband af getagen og östrogen) virkar svona: Blóðið flytur hvatana til heila- dingulsins og með þvi minnkar framleiðsla eggjahvatlosans. Það er þvi hvorki um egglos né þroskun eggs að ræða. Slimhúð legsins þroskast heldur ekki þannig, aö frjóvgað egg geti tekið sér búfestu þar og gesta- gen-ið i pillunni myndar slim- tappa i leghálsi svo, að sæöið kemst ekki inn til eggsins. Hver var að segja, að pillan gerði ekki sitt? Það eru vist ófáar konur hérlendis, sem nota pill- una, en ef til vill vilja þær vita, hvað þær eru að taka. Sumar skipta kannski um gerð og fá sér aðra, sem i er minna östrogenin eftir lestur þennan. PILLULAN Það er algengt, að unglings- stelpur fái pilluna lánaða hvor hjá annarri, en slikt ber að var- ast. Pillan er aðeins afhent gegn lyfseöli frá lækni og ástæðan er sú, að læknir þarf að hafa eftirlit með þeim stúlkum, sem taka hana. Ef kornung stúlka tekur pilluna getur hún orðið ófrjó um aldur og ævi, þvi að kynhvatar hennar fá ekki að þroskast i friði. Svo þarf einnig að taka pilluna rétt og með rétt er átt við, að hún sé tekin þann tima, sem stendur á lyfseðlinum. Það er ekki til neins að gleypa pill- una einu sinni i þeim tilgangi að skemmta sér. Konan þarf að taka hana i mánuð áöur en hún getur verið örugg um árangur hennar sem getnaðarvörn. PINCUS Gregory Pincus, sem lést árið 1967, kynnti pilluna árið 1956. P- pillan, sem flestar konur þekkja vel ber upphafsstafinn P eins og Pincus! RAÐLEGGINGAR Það er rétt að leita læknis og fá ráðleggingar bæði fyrir karla og konur, ef óttast er um frjóvg- un, en réttara er að gera það fyrr en seinna. Sé heimilislækn- ir ekki fús til að gefa góð ráð og veita aðstoð ber að biðja hann um tilvisun til sérfræðings i þessum efnum, þvi að slik að- stoð kostar minna, en ef leitað er til sérfræðingsins án tilvisun- ar. Sjúkrasamlagið greiðir þá hluta kostnaðar. ROFNAR SAMFARIR Þvi miður eru þær enn notað- ar semgetnaðarvörn en ástæðan fyrir orðunum ,,þvi miður” er sú, að þetta er afar ótryggt og þreytandi bæði fyrir karl og konu. Það er þvi ástæða til að benda á það, að þrátt fyrir þá trú, að rofnar samfarir komi i veg fyrir getnað, ef þess er gætt að rjúfa þær áður en til sáðloss kemur, getur konan samt orðið barnshafandi, þvi að rétt fyrir sáðlos eru nokkrar sáðfrumur fyrir hendi — eða fáeinir drop- ar, skulum viö segja, en i hverj- um dropa eru svona 50 þúsund sáðfrumur. Aðeins eina þarf til að frjóvga eggið! SKOLUN Þessi þreytandi og oft erfiða aðferð til getnaðarvarna er naumast lengur i tisku, en töflur i skolvatnið eru til i lyfjabúðum. SPRAUTAN Þriggja-mánaða-sprautan pr enn notuð til reynslu hér á landi. 1 henni er hvatinn medroxy-pro- gesteron-acetat, sem virkar lengi sé honum sprautað i vööva. Kosturinn er sá, aö þú þarft ekki að hafa áhyggjur, þó að þú gleymir þér smástund, en gallarnir eru þó nokkrir. Konur fitna, þeim liður illa likamlega og stundum verður vart við minnisleysi. Sumum konum finnst það ,,rangt”, að þær hafa alls ekki á klæðum, ef þær nota þriggja-mánaða-sprautuna. SÆÐISDREPANDI KREM Það er unnt að veikja hreyf- anleika sæðisfrumanna eða drepa þær alveg með kremi eða froðu, en sæöisdrepandi krem á alltaf að nota með hettunni og það er auðvelt að fá þau i lyfja- búðum. Kremið er sterkt og sumar konur fá útbrot — of- næmi —við notkun þess. Svo ber þess að gæta, að kremið virkar ekki nema skamma stund. TILHNEIGING TIL FÓSTURLATS OG PILLAN Sumir læknar telja, að konur, sem hafa notað pilluna og hætt þvi til að eignast barn, ættu að biða i hálft ár áður en þær verða barnshafandi. Sú staðreynd er nefnilega fyrir hendi að konur, sem hafa tekiö pilluna lengi, hafa meiri tilhneigingu til fóst- urláts en aðrar konur. TÍMAMÖRK Ef konan óskar þess að eign- ast barn seinna er ráðlegt fyrir hana að taka sér hvild frá pill- unni eftir tvö ár eða svo. Annars eiga þær á hættu, að kynhvat- arnir verði þreyttir, þvi að þeir hafa ekkert fengið að gera! Yfirleitt er konan sérstaklega frjó eftir að hún hættir að taka pilluna, en kornungar stúlkur, sem byrja að taka hana og halda þvi áfram um skeið, geta oft orðið ófrjóar. Þær hafa ekki egglos, en þarfnast læknishjálp- ar til að slikt verði og þá fá þær aðra hvata. Konan, sem notar lykkjuna þarf ekkert að hugsa um tima- mörkin. Hún getur notað hana alla ævi, ef hún man eftir þvi að láta lækni fylgjast reglubundið með sér. UPPKÖST OG PILLAN Það er rétt að gæta sin vel, ef uppköst hefjast 3-4 klst. eftir að pillan var tekin. Ef þau liða hjá innan 12-16 klst. er unnt að taka aðra pillu til að verja sig úr aukapakkanum, sem hver ein- asta kona ætti að eiga til að koma i veg fyrir að ruglingur komist á „þennan venjulega”. Að öðru leyti ber að lesa kaflann GEYMSKA. VERJUR KARLMANNA Verjan er aftur oröin vinsæl og notuð ásamt öðrum getnað- arvörnum kvenna. Astæðan er m.a. sú, að verjan er mjög góð vörn gegn lekanda, sem virðist algengur á tslandi sem öðrum löndum. VERKIR MED TlÐUM Þær konur, sem þjást af tiða- verkjum geta talið pilluna Guðsgjöf, þvi að verkir og önnur óþægindi hverfa oftast við notk- un hennar. Blæðingar verða reglubundnari og minni. Það má þó enginn ætla, að blæðingin sé venjulegar tiðir! Eggmyndun og egglos verða ekki, éf östro- gen er i pillunni (það er ekkert östrogen i LITLU-PILLUNNI) og þvi engar venjulegar tið- ir.Blæðingar eru bara til að sýn- ast, en vilji konan losna við hana verður hún að halla sér að þriggja-mánaða-sprautunni. Sjá SPRAUTAN. VÖNUN Það er sifellt algengara er- lendis, að karlmaðurinn láti vana sig, þegar hjónin hafa eignast þau börn, sem þau vilja eiga og má þar nefna England sem dæmi. Hér á landi þarf að sækja sérstaklega um slikt, en þess ber að geta, að þetta er til- tölulega auðveld aðgerð fyrir karlmanninn og hefur engin áhrif á kyngetu hans. .. Það er erfiðara að gera konu ófæra til barneignar og til þess part hun ekki aðeins aö sækja um leyfi til landlæknis heldur og að leggjast um tima inn á sjúkrahús. Yfirleitt er þá ,,bundið fyrir” eggjastokkana einsog það er kallað eða með öðrum orðum — eggjaleiðarar skornir sundur, svo að egg geti ekki komist niður i legið. Egglos og tiðir halda áfram eins og áð- ur og það er unnt með uppskurði að sauma eggjaleiðarana sam- an aftur og i einstaka tilvikum hafa þeir gróið sjálfkrafa sam- an og konan orðiö barnshafandi á ný. X-IÐ X-ið er það óþekkta i getnað- arvörnum. X-ið merkir það, að til eru bæði karlar og konur, sem viljaalls ekki 100% getnað- arvarnir, þó að þau vilji hins vegar ekki eignast börn. Þetta hefur áhrif bæði á kynhvötina, kyngetu og kyndeyfð.. og þvi er ofthætta á „viljandi” gleymsku i getnaðarvörnum. Stutt og lag- gott: hættan er lifsins krydd! ÞYNGDIN OG PILLAN Margar konur fitna, þegar þær byrja að taka pilluna. Flestar jafna sig eftir fáeina mánuði, en aðrar ættu að skipta um pillugerð. Þessi aukaáhrif eru ekki jafnáberandi með nýju piliunum og þeim eldri. ÆÐAHNUTAR Það er ekkert að óttast, þó að konan hafi æðahnúta og vilji taka pilluna, en læknar eru þó tregir til að gefa lyfseðil á hana, ef konan hefur haft æðahnúta, þvi að þeir auka likur til þess, að hún fái bloðtappa, ef hún tekur pilluna samtimis. ÖRYGGIR DAGAR Sjá OGNIO-KNAUS. ÖSTROGEN Þetta er hvatinn, sem hindrar egglos og álitið er að valdi flest- um aukaáhrifum pillunnar. 0 Sunnudagur 13. janúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.