Alþýðublaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1974, Blaðsíða 4
FÚSTUREYÐINGAR HAFA VERIÐ MJÖG Á DAGSKRÁ UNDANFARIÐ. UM ÞÆR ERU SKIPTAR SKOÐANIR. EN ALLIR SKODANAHÚPAR LÝSA SIG SAMÞYKKA NAUÐSYN ÞESS, AÐ AUKA ÞURFIFRÆDSLU UM GETNADARVARNIR. EN SÚ FRÆÐSLA ER EKKI AUÐFENGIN Á ÍSLANDI. NÚ RJÚFUM VIÐ ÞAGNARMÚRINN OG HVER VERÐA ÞÁ VIÐBRÖGÐIN? ALLT, SEM ÞU VILT VITA: Er hætta á fósturláti, ef pillan er tekin of lengi? Hvað á að gera, ef pill- an gleymist? Hvers vegna nota svo fáar konur lykkjuna? Er hætta á blóðtappa? Hvenær á að byrja og hvenær að hætta að taka pilluna? Er von á einhverri nýrri getnaðarvörn? Nú fáið þið svörin við þessum og fleiri spurningum, þvi að hér er grein, sem segir allt um getnaðarvarnir. STAFROF GETNAÐARVARNANNA AÐSTÆÐUR. Það er viturlegast að taka tii- lit til aðstæðna, þegar getnaðar- varnir verða fyrir valinu. Sum- um finnst óþægilegt að rjúfa rómanttkina meö þvi að fálma við getnaðarvarnir, en þá er heppilegra að nota lykkjuna eða pilluna.Hins vegar er engin ástæða til þess, að kona, sem ekki lifir reglubundnu kynlifi, noti pilluna. Henni hentar betur að nota hettu (með eða á krems) eða láta manninn nota verju. Karlmenn, sem lifa með mörg- um konum ættu að nota verjur, þvi að með þeim fá þeir aukna vörn gegn kynsjúkdómum. ALDURSTAKMARK OG GETNAÐARVARNIR. Stúlkur, sem orðnar eru 15 ára geta fengið getnaðarvarnar- lyf hjá lækni án leyfis foreldra, en læknar eru ekkiskyldugir til að láta getnaðarvarnir af hendi né veita kynferðisfræðslu. Það er ef til vill ástæðan fyrir þræt- um lærðra manna um heppileg- ustu getnaðarvarnir fyrir unglinga. Sumir vilja aukna fræðslu, aðrir litla sem enga, en eitt eru þó læknar sammála um: Hvorki lykkjan né pillan eru heppilegar getnaðarvarnir fyrir stúlkur á unga aldri, þvi að þær eiga eftir að taka út fullan þroska og þvi er mjög ungum stúlkum ráðlagt að nota hettu og sæðisdrepandi krem, auk þess sem piltinum er ráðlagt að nota verju. ÁKVÖRÐUN TIOA Það er unnt að ákvarða tiðir með notkun pillunnar, þannig, að tiðir komi á ákveðnum tima, en það er lika unnt með þvi að taka pilluna, að sjá svo um, að tiðir komi ekki, þegar eitthvað stendur til eins og sumarleyfi t.d. Það er ekkert athugavert við að halda áfram að taka pilluna, þegar rétt hefði verið að hvila sig á henni I viku. Blæð- ingar koma ekki, ef byrjað er á nýjum pakka, þegar þeim gamla er lokið. Sumar konur þurfa að fá læknisráð áður en þær gera slikt og rétt er að byrja ekki á einum eða tveim dögum, þvi að þá er hætta á þvi, að timatakmbrkin gleymist eða ruglist gjörsam- lega. BLANDAÐA PILLAN. Hér er um að ræða allar þær pillur, sem fást hér á landi og sem i eru tvennskonar hvatar (gestagen og östrogen). Ef þú ætlar að taka blönduðu pilluna er hún tekin i 21 eða 22 daga, nokkra daga hvild og svo byrjað á nýrri gerð. Sjá undir RAÐ- PILLUR og MINIPILLUR hér á eftir. BLÓOTAPPI OG PILLAN Það er talið nú, að blóðtappi geti komið hjá einstaka konum við notkun pillunnar, en hættan ersvo litil, að það ætti ekki að koma i veg fyrir, að konur noti þá getnaðarvörn, ef læknir heimilar hana. Raunin er sú, að hættan á bloðtappa er mun meiri, þegar konan er barnshaf- andi, en þegar hún notar pilluna. östrogenmagn pill- unnar eykur hjá sumum konum blóðfrumurnar og tilhneiging þeirra til að þrýstast hver að annarri eykst. Það er þvi rétt að velja sér pillur, sem i er Htið af östrogeni. BLÆÐINGAR Þær koma stundum fyrir bæði, þegar pillan er notuð sér- staklega, ef lykkjan er notuð. Þá er ráðlagt að hafa samband við lækninn, sem ef til vill hefur gleymt að segja konunni frá þessu, þegar hann útvegaði kon- unni pilJuna eða Jykkjuna. BREYTINGASKEIOIO OG PILLAN Pillan hefur eftirfarandi áhrif nú eftir að rannsóknir á notkun hennar og áhrifum hafa verið gerðar: Pillan getur framlengt breytingaskeiðið, þannig að eggjastokkar, sem hafa „blundað" lengi geta rankað við sér, þegar fimmtug kona hættir við pilluna.. og þá getur þungun átt sér stað. Það er þvi rétt að hafa samráð við lækni um notkun pillunnar og hvenær sé rétt að taka hana. BRJÓST OG PILLAN Konur, sem hafa iitil brjóst fá oft stærri brjóst, þegar þær fara að nota pilluna og fyrstu mán- uðina a.m.k. finna flestar til eymsla i brjóstum. Stundum koma einnig ber i brjóst við notkun pillunnar, en það er yfir- leitt hættulaus ofvóxtur i mjólkurkirtlum, þó að rétt sé að biðja lækni um að lita á allt slikt — svona til öryggis. Það bendir ekkert til þess, að pillan auki hættuna á brjóst- krabbameini, en konur með krabbamein i brjósti fá ekki pilluna frá læknum. BÖÐ, HEIT 1 Japan hafa visindamenn komist að þeirri niðurstöðu, að heit böð komi i veg fyrir frjóvg- un, ef maðurinn fer i heitt bað. Sæðisf ramleiðslan verður hverfandi litil (þó að maðurinn séennfær um að hafa kynmök), ef hann situr þrjá daga i röð i st- undarfjórðung i baði, sem i er 45" heitt vatn. Ahrifin eiga að vara i fimmtiu daga... en það er nú engin trygging fyrir þvi! Hins vegar hafa visindamenn fundið upp vermihylki fyrir eistun, sem ætti að hafa sömu áhrif. EOLILEGT. Þyki þér kynlifið eðlilegt þyk- ir þér einnig eðlilegt, að verða hvorki barnshafandi né gera konur barnshafandi án beggja vilja. Það er lika -eðlilegt að leita læknisráða um getnaðar- varnir. EFTIRLIT Það er nauðsynlegt að fylgj- ast með konunni, hvort svo sem hún notar hettu, pillu eða lykkju. Stundum þarf að skipta um stærð á hettu, pillan hefur slæm áhrif, sem hægt er að koma i veg fyrir með þvi að skipta um tegund og lykkian veldur ertingu eða losnar. Við slika skoðun er oft tekin prófun til að kanna, hvort einhver merki séu fyrir hendi um leg- krabbamein. EGGLOS. Þá getur frjóvgun átt sér stað! Egglos á sér yfirleitt stað mitt milli tiða, en reiknið ekki með þvi. ÉG— EOA— ÞÚ. Aður fyr hljóðaði spurning- in þannig: Er það karlinn eða konan, sem á að sjá um getnað- arvarnirnar? Nú er það hins vegar konan, sem hefur völdin, en vörn karlmannsins er þó eftir sem áður verjan, sem ver hann m.a. gegn lekanda. Sé ekki um hjón að ræða er rétt að segja , ,bæði—ég—og— þú ". FÓSTUREYÐING Nú er vist að koma ný fóstur- eyðingalöggjöf, en þó er enn tal- ið r<étt að framkvæma ekki fóst- ureyðingu, siðar en á tólftu viku meðgöngutimans. Það þarf þó vottorð frá heimilislækni, land- lækni og fleirum áður en hægt er aö fá fóstureyðingu þrátt fyrir það, að fóstureyðingar verði ef til vill frjálslegri en hingað til, ef frumvarpið er samþykkt. FÓSTUREYÐINGAR- PILLAN Nú hefur lengi verið reynt að búa visindalega til pillu, sem framkallar fóstureyðingu um leið og frjóvgun á sér stað. Allar slikar kannanir eru byggðar á prostaglandin (hvati, sem kyn- kirtlar karlmannsins framleiða en sem unnt er að framleiða efnafræðilega á annan hátt), en sá hvati fær leg konunnar til að herpast saman og þrýsta með þvi út frjóvguðu eggi. Það hafa þegar verið gerðar itrekaðar rannsóknir á þessu sviði — en undirstaðan er alltaf hin sama: Konan þarfnast aðeins meðferð- ar, ef hún hefur ekki á klæðum. Kona, semekki notar getnaðar- varnir getur hugsanlega orðið barnshafandi annan eða þriðja hvern mánuð. FYRSTA SKIPTI Það er hugsanlegt að fá hettu eða pillu áður en þú hefur sam- farir i fyrsta skipti, en sé slikt ekki fyrir hendi á stúlkan ein- dregið að krefjast þess, að karl- maðurinn noti verju. FÆÐINGAR OG GETNAÐARVARNIR Eftir fæðingu er oft boðið upp á getnaðarvarnir og þá er auð- velt að nota tækifærið til að setja lykkju i konuna. Það er ráðlegt að forðast pilluna á meðan barnið er á brjósti. Eftir fæðingu er einnig rétt að aðgæta aftur stærð hettu, ef ákveðið er að nota hana. Við höfum stundum lesið um nýfædd börn, sem fæddust með Þú getur lesið um einu öruggu leiðina undir L—og hún er að sjálfsögðu sú að láta það bara eiga sig.....því ekki að láta það þá bara nægja að haldast einfaldlega í hendur. Það er líka svo rómantískt, eða hvað finnst ykkur? lykkjuna I hendinni! Það hefur hins vegar hvorki áhrif á móður né barn, þó að konan verði barnshafandi, ef lykkjan er á sinum stað, þvi að hún er fyrir utan fósturbelginn, en barnið hvilir vel varið fyrir innan. GESTAGEN Gestagen-hvatinn er yfirleitt i öllum gerðum af pillum. Það er að segja getnaðarvarnar-pill- um. Þessi hvati kemur þvi til leiðar að það myndast smáslim tappi i leghálsinum, sem kemur tiltölulega vel i veg fyrir að egg og sæðisfruma mætist. 1 Minípillum er gestagen eini hvatinn, en i öðrum er einnig notað östrogen eins og hægt er að lesa i grein þessari. GLEYMSKA OG GETNAÐARVARNIR Aðalhættan við getnaðarvarn- ir er sú, að þær gleymist. Ef lykkjan ér á sinum stað og fylgst hefur verið með henni, er sú hætta úr heiminum, en hvað um pilluna? Nú, þú getur bætt fyrir gleymskuna og tekið hana, ef þú manst eftir þessu innan við 12-16 klst. Annars færðu bara óvænta blæðingu inn á milli og þá er hætta á frjóvgun. Notaðu þvi bæði pilluna og allt annað, sem þú veist um til að koma i veg fyrir að verða barns- hafandi þangað til að þú ert aft- ur komin inni þetta mánaðar- lega samband milli þin og pill- unnar. Það á engin kona að treysta á 100% vörn fyrr en hún hefur tekið heilan skammt (21 pillu) og haft á klæðum. HÁRVÖXTUR Sumar konur fá hárvöxt á þeim stað, sem þær óska sist, þegar þær taka pilluna — i framan! Þetta er östrogen- magninu að kenna og oft er gott að breyta yfir i aðra tegund. HETTAN Hettan er yfirleitt sett fyrir leghálsinn og kemur þvi i veg fyrir að sæðið nái til eggsins. Það þarf að taka mál til þess að fá hettu og eftir hverja fæðingu þarf að aðgæta nýja stærð. Hett- an er góð getnaðarverja, ef not- að er sæðisdrepandi krem með henni, en það má ekki taka hana út fyrr en 7—8 klst. eftir samfar- HITAMÆLING Hitinn hækkar ögn við egglos og þvi er unnt að finna hvenær mestarlikur eru á frjóvgun með þvi að mæla sig hvern morgun, en þessi aðferð er næstum þvi jafnótrygg og Ogino-Knaus-að- ferðin. (Sjá Ogino-Knaus). HVATAHRINGURINN Hvatahringurinn er eitt af þvi, sem nýlega hefur verið kynnt af læknum. Þessi hringur er settur inn i legið og þar skal hann vera i 21 dag, en ámeðan gefur hann frá sér hvata, sem koma i veg fyrir þungun. Konan getur sjálf tekið hringinn á brott, en læknir þarf að setja hann i hana mánaðarlega. Og það er stórgalli! HVATAIGRÆÐSLA Það hafa verið gerðar tilraun- irmeð græðslu hvata innan húð- ar — þetta eru hvatar af gestagen-gerð. Hylkið þarf ekki að vera stærra en hrisgrjón. Hvatinn þrýstist smám saman út um hylkið og álit visinda- manna er það.að unnt sé að búa til hylki, sem geti varað i tuttugu ár... það er aðeins tekið á brott, ef konan vill verða barnshafandi. Gæðin eru þau, að hér getur engin gleymska átt sér stað. KARLMAÐURINN OG PILLAN Nú er búið að búa til pillu fyrir karlmenn og hún er i reynslu i Englandi. Það þurfti sjálfboöa- liða til, en þessi pilla á að virka á eistun og gera sæðisfrumurn- ar óvirkar. Gallinn er hinsvegar sá, að þessi pilla virkar likt og antabus... og það eru vist marg- ir menn, sem óttast Um mann- dóm sinn, þó að sannist, að pill- an þeirra hafi engin slik áhrif. KOSTNAÐUR Nú erum við að tala um kostn- aðinn á getnaðarvörnum og hann er dálitið iskyggilega hár, en þó ekkert miðað við það að eiga að sjá fyrir barni til sautján ára aldurs. Það vita vist flestar konur, að það er kostnaður mánaðarlega af þvi að taka pilluna, en þó'er ódýrara að kaupa stærri skammta en mánaðarlega. Lykkjan kostar minna i notkun, en það er samt nauðsynlegt að fara árlega til læknis og láta fylgjast með sér og eins er með hettuna. Verjur er hægt að kaupa i hvaða lyfjabúð sem er. Hettan fæst lika I lyfjabúðum og sæðisdrepandi krem einnig, en það er eins með hana og lykkjuna — læknisskoðun af og til. Allt þetta miðar að þvi að fyrirbyggja frjóvgun og þvi er nauðsynlegt að.kynna sér það sem fyrst. KRABBAMEIN OG VARNIR GEGN ÞVI Það er engan veginn sannað, að pillan valdi krabbameini. Margir álita, að lykkjan valdi legkrabba, en rannsóknir lækna og vísindamanna sanna, að þar er ekki farið með rétt mál. Krabbi i legi hefur oft fundist, þegar verið var að taka mál af konu vegna lykkju og þar með bjargað henni frá dauða. KYNDEYFÐ Orsakir kyndeyfðar kvenna eru oft skortur á getnaðar vörn- um eða óttinn við óæskilegar barneignir. Það er oft gott að nota getnaðarvarnir, sem ekki þarf að hugsa um skömmu fyrir samfarir svo sem pilluna eða lykkjuna, en hvorugt hefur áhrif á kyndeyfð i sjálfu sér. Nú er það sannað mál, að slikar varn- ir hafa áhrif á sumar konur, þó að aðrar verði enn daufari, þvi að nú vantar alla áhættu. Þær vilja þó ekki eignast barn. Það er að visu órökrétt, en fyrir hendi samt! KYNHVATAR Adolf Buteanandt framleiddi fyrst hreina hvata og varð Nóbelsverðlaunahafi 1939 fyrir afrekið, en kvenhormónarnir eða kvenhatarnir — gestagen og östrogen — voru fyrst uppgötv- aðir i lok nitjándu aldar. KYNÞÖRF Löngun konunnar til samfara er mjög háð beinni eða óbeinni vörn til getnaðar. Sumarkonur segja, að pillan auki kynþörf þeirra, en aðrar hafa aðra skoð- un. LÁTTU ÞAD BARA VERA Þetta er það eina, sem er 100% öruggt, en þar með er ekki sagt, að það sé 100% skaðlaust! LEGFRODA Það er hægt að kaupa sæðis- drepandi froðu i sprautudósum, sem sprautað er inn i legið strax eftir samfarir. Öryggi þess efnis er mikið og þvi gott að mæla með þvi við konur, sem hvorki mega né þola að taka pillu eða hafa lykkju. | NOKKRAR fALGENGAR LYKKJUR í. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Antigon-lykkja Lippes-slaufa Kairó-hjarta Birnberg-bogi Massouras-þríhorn Dalcon-skjöldur Margulies-gormur 8. Gormfjööur-slaufa 9. Ota-hringur 10. Yusei-hringur 11. Lykkju-,,7" 12. „Grenitré" 13. Lykk"|u-„T" 1 I V.. fil £ke&!íbgafi@f$$^ LIFRASJUKDÓMAR 1 mjög fáum atvikum getur pillan valdið skaða á lifur, en það er lifrin, sem vinnur hvat- ann úr henni. Margir álita, að östrogenið hafi þessi áhrif, sem valda kláða og oft á tiðum gulu, en öll einkenni hætta, þegar konan tekur ekki pilluna lengur. LITLA PILLAN Já, það er nú þetta með þessa pillu, sem stundum er, kölluð mini-pillan, þvi að i henni er svo litið af gestagen-hvatanum, að hann hefur engin eða litil áhrif á tiðir. Hann myndar samt slim- tappa fyrir leghálsi, svo að sæð- ið getur ekki þrengt sér til eggs- ins og þvi ættu ekki að vera nein áhætta af blóðtappa, sem talið er að orsakist af östragen-fram- leiðslunni. En litla-pillan er ekki næstum þvi eins trygg og sú venjulega og meiri hætta er á blæðingum. LYFSEÐILL EOA GETNAOARVARNIR? Munurinn er svo til enginn, en aðeins læknar gefa út lyfseöla á lyf. Getnaðarvarnarlyf eins og pilluna og lykkjuna er aðeins hægt að fjá hjá læknum. LYKKJAN Með lykkjunni er átt við allt það, sem sett er inn i legið til að varna frjóvgun. Lykkjan geng- ur undir ýmsum nöfnum hér og er stundum kölluð gormurinn eða „spirall-inn". Það tekur aðeins smástund að setja lykkjuna inn i leg konunn- ar og aðgerðin sjálf er sárs- aukalaus. Hins vegar er hún yf- irleitt aðeins notuð handa kon- um, sem þegar hafa átt barn og konum, sem hafa reglubundnar tiðir. Enginn veit, hvers vegna lykkjan kemur i veg fyrir getn- að. Og ef til vill er erting slim- húðarinnar, sem kemur i veg fyrir að eggið festist — eða ein- hver breyting á starfandi eggja- leiðaranna. Það bendir ekkert til þess, að kona, sem notar lykkjuna verði siður barnshaf- andi en aðrar konur — hún þarf aðeins að losna við lykkjuna — framhald á næstu síðu | m e Sunnudagur 13. janúar 1974 Sunnudagur 13. janúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.