Alþýðublaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 11
Haukanna.
Hér skorar hann úr
Stigunum skipt bróðurlega
JAFNT HJÁ ÁRM. OG HAUKUM
Armann og Haukar skiptu
bróðurlcga milli sin stigunum i
viðureign sinni i fyrrakvöld.
Lokatölurnar urðu 17:17, eftir
að staðan i hálfleik hafði einnig
verið jöfn, 9:9. Þetta var mikill
baráttuleikur, sviptingar á báða
bóga og gangurinn oft æði ein-
kennilegur. Leikurinn var
nefnilega ekki eins jafn og úr-
slitatölurnar segja til um, það
var velgengni eina minútuna og
allt i kalda koli aðra minútuna.
En þrátt fyrir þennan
skrykkjótta gang, verður ekki
annað sagt en úrslitin hafi verið
réttlát.
Ármann hafði frumkvæði i
byrjun, en þegar staðan var 3:2
byrjaði óreglan. Haukar skora
fimm næstu mörk og breyta
stöðunni i 7:3. Þegar hér var
komið sögu hefja Armenningar
endurreisnarstarfið, og rétt
fyrir leikhlé eru þeir allt i einu
komnir yfir, 9:8. En jafnt var i
hálfleik, 9:9.
Armeningar halda sinu striki i
byrjun s.h. og komast i 12:9, en
þá verða enn þáttaskil i
leiknum, Haukar skora fimm
næstu mörk og hafa allt i einu
yfirhöndina, 14:12! Það sem
eftir var leiksins var öllu meira
jafnvægi á hlutunum, og jafn-
teflið var staðreynd, 17:17.
Armenningar léku varnar-
leikinn vel eins og fyrri daginn,
og Ragnar var þokkalegur i
markinu. En sóknin er meira
• •
Orugg forysta FH-inga
FH er nú komið með mjög
trausta stöðu á toppi 1. deildar,
en staða Þórs er orðin erfið:
FH
Valur
Fram
Vikingur
Haukar
Armann
ÍR
Þór
5 0
3 3
4 0
2 3
2 2
2 1
1 1
161-147
161-153
170-168
147-161
117- 125
147-164
118- 149
10
9
8
7
6
5
3
Þessir eru markhæstir:
Axel Áxelsson, Fram, 57
Einar Magnússon, Viking, 51
HörðurSigmarss., Haukum, 45
Viðar Simonarson, FH, 45
Agúst Svavarsson, ÍR 43
Gisli Blöndal, Val, 43
Gunnar Einarsson, FH, 43
Sigtr. Guðlaugsson, Þór, 38
Stefán Jónsson, Haukum, 33
Vilhj. Sigurgeirsson, 1R, 32
Guðjón Magnúss., Viking, 30
vandamál. t þessum leik var
Jón Astvaldsson drjúgur að
skora með hoppskotum, og hafði
það mikið að segja, Vilberg var
annars besti maður liðsins.
Hjá Haukum var Stefán
Jónsson mjög friskur i f.h. en
sást varla i þeim siðari. Þá var
Gunnar markvörður einnig
mjög góður i f.h. Litið bar á
Herði Sigmarssyni.
Mörk Armanns: Vilberg 6(2
v), Jón 5, Björn 2, Olfert 2,
Björn og Hörður eitt hvor.
Mörk Hauka: Stefán 7,
Hörður 3(2v), Elias 2, Ólafur 2,
Arnór 2 og Sig. J. eitt mark.
Ekki má skilja svo við þennan
leik, að ekki sé minnst á dóm-
gæsluna. Hún var heldur slök
hjá þeim Jóni Friðsteinssyni og
Hauki Þorvaldssyni i leik ÍR og
Vals, en þó bar hún af sem gull
af eiri dómgæslu þeirra Vals
Benediktssonar og Magnúsar V.
Péturssonar i seinni leiknum.
Einhver hafði orð á þvi að þarna
væri um að ræða sýnikennslu i
þvi hvernig á ekki að dæma.
Mennirnir eru greinilega ekki i
neinni æfingu, og bar dómgæsla
þeirra þess greinileg merki.
—ss.
Stefán Jónsson var markhæstur
heldur þröngri aðstöðu.
FH-ingar hafa það náðugt
Horfa bara á meðan Valur
og ÍR vinna fyrir þá mótið!
Þeir eiga náðuga daga
meistaraflokksmenn FH. Þeir
sitja á áhorfendabekkjunum og
horfa á, þegar Fram og tR eru
að vinna fyrir þá íslandsmótið!
Fyrst Fram með þvi að leggja
Val og Viking að velli, og nú sið-
ast ÍR með þvi að sigra Val. FH
hefur nú sex stiga forystu i
deildinni, og úr þessu getur fátt
komið i veg fyrir að tslandsbik-
I arinn fari frá Hliðarenda i
Sjónarhól i Hafnarfirði, nú á
þjóðhátiðarárinu.
Sigur ÍR yfir Val i fyrrakvöld,
21:20, getur ekki aðeins skipt
sköpum i toppbaráttunni, held-
ur einnig á botninum. Þar er
Þór frá Akureyri nú kominn i
nokkuð erfiða aðstöðu, en þó
langt i frá vonlausa.
Annars gekk leikur Vals og ÍR
þannig fyrir sig, að Valsmenn
náðu fljótlega mjög sterkri
stöðu, voru komnir i 6:3 eftir 20
minútur. Sóknarleikur IR-inga
var ósköp ráðleysislegur á þess-
um byrjunarminútum, en þegar
miðið var komið i lag, fóru
mörkin að koma, enda má segja
að nær hvert einasta skot sem
að marki kom hafi lekið inn, svo
slök var markvarsla Ólafs
Benediktssonar. t ÍR-markinu
var aðra sögu að segja,
Guðmundur „Valsbani”
Gunnarsson var i sinum gamla
ham, og varði mjög vel, þar af
tvö viti. Staðan i hálfleik var 9:8
ÍR i hag.
Það sem eftir var leiksins
hafði IR svo alltaf yfir, utan
einu sinni að Valur jafnaði,
11:11. En aldrei náðu Valsmenn
frumkvæðinu, þrátt fyrir alla
sina landsliðsmenn. örfáum
minútum fyrir leikslok var 1R
með yfir 21:17, en einstaklings-
framtak Hermanns Gunnars-
sonar hafði nær fært Val annað
stigið, en hann gerði þrjú sið-
ustu mörk leiksins. Mikil læti
voru á lokaminútunum, og
hagnaðist 1R heldur á þeim ó-
sköpum öllum.
Mörk tR: Ágúst 5, Þórarinn 4,
Guðjón 3, Asgeir 3, Vilhj.3(2v),
Gunnlaugur 2 og Hörður Arna-
son eitt mark.
Mörk Vals: Gisli 7(3 v), Ólaf-
ur 4, Hermann 3, Gunnst. 2,
Stefán 2, Agúst og Jón K. eitt
hvor.
Þrátt fyrir þennan sigur, lék
IR engan glansleik, langt i frá,
heldur meira af skynsemi.
Guðmundur markvörður var
öðrum fremur maðurinn bak við
sigurinn. Þá kom Þórarinn
Tyrfingsson in að nýju, og lék
mjög vel. Aðrir leikmenn IR
áttu góðan dag, og baráttuand-
inn var til fyrirmyndar.
Það er greinilegt að mórallinn
er á uppleið hjá IR-ingum á
sama tima og hann er á hraðri
niðurleið hjá Val. Liðið er ó-
þekkjanlegt frá i fyrra. Flestir
léku langt undir getu, og engir
þó meira en hetjurnar frá iands-
leiknum um daginn. Ólafarnir
tveir. Hermann sýndi athyglis-
vert einstaklingsframtak i lok-
in, enda sveltur á bekknum
fram að þvi. Gisli var sprækur i
byrjun, en siðan var það gamla
hoppið á annarri löppinni.
„Mulningsvélin” heyrir greini-
lega til þjóðsögunni. Vonandi
vakna Valsmenn brátt af dval-
anum, þvi það blundar mikið i
þessu liði. —ss
i i > ►
Á stærri myndinni sést Agúst
Svavarsson skora 21. mark 1R
upp úr aukakasti, og innsigla
sigurinn. A litlu myndinni sést
Jón Jónsson sloppinn I gegn, en
hann fékk viti. Ljósm. Friðþjóf-
íþróttir
o
Föstudagur 25. janúar 1974.