Alþýðublaðið - 27.02.1974, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 27.02.1974, Qupperneq 6
Hann er aídeilis ekki slakur þessi hraðaksturs- bíll/ sem sýndur er á bila- sýningu í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Höf- undur bílsins er hönnuðurinn Luigi Colani og á billinn að sýna, hvernig kappakstursbílar framtíðarinnar gætu litið út. Sennilega kemst þó sportbíll þessi aldrei í raunverulega framleiðslu, en fallegur er hann óneitanlega og myndi vekja mikla athygli hvar sem hann sæist. En það voru ekki aðeins kappakstursbílar og fram- tíðarbilar, sem sendir voru á sýninguna í Stuttgart. Sýningargestum gafst jafnvel tækifæri til þess að aka sjálfir þrjá hringi á kunnri kappasktursbraut — Brandts Hatch track — í Kent i Englandi. Að vísu var brautin ekki flutt á milli landa, en útbúin var ,,gerviakstursbraut" þar sem allar aðstæður voru sem likastar þeim raun- verulegu. Að sjálfsögðu var hér um hreina tækni- brellu að ræða og ,,öku- tækið" hreyfðist í rauninni aldrei af staðnum, svo engin slys urðu á fólki þegar hraðasjúkir áhuga- bílistar gáf u í botn á kapp- akstursbrautinni". En getu tækninnar eru víst engin takmörk sett nú orðið. EKKj SUK- 1 HflNN ÞESSI! Fólk í fréttum Knut Frydenlund HINN NÝI Fyrir nokkrum dögum var norski utanrikisráðherrann, Knut Frydenlund, hér á landi i opin- berri heimsókn. Frydenlund er nýr i starfi utanrikisráðherra og island var fyrsta landið sem hann kom i opinbera heimsókn til. i meðfylgjandi grein er fjallað um Frydenlund og sögu hans af norska blaðamanninum Gunnari Haraldsen. Þegar skrifstofustjórinn I utan- rlkisráðuneytinu, Knut Fryden- lund, var haustið 1969 kosinn á Stórþingið sem frambjóðandi ‘Verkamannaflokksins i Osló þá var eðlilegt að hann veldist í utanrikisnefnd þingsins. Það kann að hafa valdið nokkurri undrun þeirra, sem fylgdust með störfum Stórþingsins, að fljótlega kom i ljós, að hinn þjálfaðí em- bættismaður sýndi sig að verá einkar jarðbundinn einstaklingur með rikulega hæfileika til þess að túlka skoðanir sinar skýrlega og alþýðlega. Og þegar Bratteli myndaði aftur rikisstjórn nú i haust kom það fáum á óvart, aö Knut Frydenlund valdist i em- bætti utanrikisráðherra. Honum tókst fljótt að vinna sér orð sem utanríkisráðherra. En hann hafði einnig gengið i góðan UTANRIKISRÁÐHERRA BRATTELIS skóla vegna þess, að hann hefði um margra ára skeið verið nánasti samverkamaður Halvard Lange i utanrikisráðuneytinu. Sem hægri hönd Lange tók hann þátt i f jölmörgum al- eða fjölþjóð- legum ráðstefnum og þar lærðist honum, hvers menn kröfðust af hinum norska utanrikisráðherra. Vegna þess, að þegar allt sam- komulag var að sigla i strand, þá gutu menn gjarna hornaugum yfir til Lange i von um, að hann leysti nú hnútinn. Þetta var þvi góður skóli i samningatækni. Og ekki var það siður lærdóms- riktaðfá sem ,,fluga á veggnum” að fylgjast með viðræðum Lange við erlenda stjórnmálamenn. Þessir menn voru oft engir smá- kallar, heldur menn eins og Rapacki, Andenauer og Gaitskell — menn, sem allir virtu. Knut Olav Frydenlund fæddist i Drammen 31. mars 1927. Hann lauk stúdentsprófi frá Drammen 1946 eftir að hafa lokið burtfarar- prófi frá verslunarskóla árið áður. Hann nam lögfræði i Osló, laukprófiárið 1950 og tók sérstakt próf, sem norska utanrikisráðu- neytið leggur fyrir alla þá, sem sækja þar um störf, árið 1953. Um leið réðst hann sem starfsmaður ráðuneytisins og starfaði fyrstu árin — eða fram til ársins 1955 — við sendiráðið i Bonn, siðast sem ritari sendiherrans. Frá Bonn lá leiöin heim i ráðuneytið, þar sem hann var fulltrúi 1955—1960, en þá fór hann til Br'ússel og gerðist þar blaðafulltrúi sendiráðs lands sins. Siðar varð hann fastafulltrúi i Evrópuráðinu. Það var i Strassburg, sem hann upplifði dýrðarskeið sitt i utanrikisþjónustunni þegar hann var formaður i nefnd staðgengla utanrikisráðherranna. Þegar hann kom til fundar i nefndinni var hann boðinn velkominn með ávarpsorðunum „herra forseti” eða „yðar ágæti”. Og slikt og þvi- likt styrkir jú sjálfstraustið. Á árunum 1966—1969 var hann svo fyrst deildarstjóri en siðar skrifstofustjóri i utanrikisráðu- neytinu. Það var á þeirri tið, sem hann átti að eigin sögn ,,að undir- rita það, sem aðrir höfðu skrifað og skrifa allt það, sem aðrir áttu að undirrita”. Á árun- um 1967—1969 var hann i leyfi frá störfum i ráðuneytinu og vann þá á skrifstofu Verkamannaflokks- ins m.a. við samningu dægur- málastefnuskrár fyrir flokkinn. Hann átti m.a. þátt i að semja verkefnaskrá þá, sem lögð var fyrir þing norska Alþýðusam- bandsins árið 1969 sem grundvöll- ur að framtiðarstefnumörkun sambandsins. Það starf hafði mikil áhrif á hann, vegna þess að hann varð m.a. að fara yfir lausn- ir meira en þúsund starfshópa verkamanna viðs vegar að af landinu. Og þar varð á vegi hans almenn og skýr stefnumörkun félagsmanna Alþýðuhreyfingar- innar um, að framtiðarþróun heimsmálanna myndi verða á þann veg, að nauðsynlegt væri fyrir Noreg að taka mjög aukinn þátt i alþjóðlegu samstarfi. Aður en hann tók við embætti utan- rikisráðherra hafði hann þvi haft tækifæri á að kynna sér skoðanir fólksins I landinu á utanrikismál- um. Utanrikisráðherrann er traust- ur lýðræðissinni, sem gjarna vill hvetja til rökræðna um utanrikis- mál. Hann er þeirrar skoðunar, að alla ákvarðanatöku i sambandi við utanrikisstefnu eigi að gera mun lýðræðislegri, en hún er nú og að þessa sjónarmiðs eigi m.a. að gæta i sambandi við val á fólki i sendinefndir á alþjóð- lega fundi og ráðstefnur. Til dæmis telur hann, að ekki aðeins norska Alþýðusam- bandið eigi að hafa sinn full- trúa, heldur einnig stjórnmála- samtök æskufólks.. Takmarkið hljóti að verða að mynda alþjóð- legt samstarf sem grundvallist á öðru en valdinu. Sem sérfræðingur um utan- rikismál hefur Frydenlund tekið þátt i starfi margra samtaka, sem fjalla um fjölþjóðleg mál- efni. Hann hefur setið i stjórn Evrópuhreyfingarinnar i Noregi siðan 1968 og einnig hefur hann tekið þátt i störfum stuðnings- mannahópa og — félaga vestrænnar samvinnu. En flokksstarfið hefur einnig tekið talserðan tima hjá Fryden- lund. Hann var i stefnuskrár- nefnd Verkamannaflokksins árin 1966—69, i utanrikismálanefnd flokksins frá 1967 og i stjórn flokksfélagsins I Osló frá 1968. Utanrfkisráðherrann er yfir- lætislaus og litillátur maður, sem vekur traust fóiks ekki aðeins vegna rólegs og æðrulauss yfir- bragðs heldur einnig vegna skýr- legs málflutnings. Hann er maður, sem stendur báðum fót- um þétt á jörðu. Hann hefur ritað eina bók — Utanrikisstefna Noregs i alþjóðlegu samstarfi eft- irstriðsáranna. -AAannréttindayfirlýsing S.Þ. 25 ára ENGIN ÞIOD I VEROLDIHNI HELDUR HANA reyna að leyna þvi, að þau halda ekki ákvæði hennar. A hverjum degi er hægt að lesa i blöðum um gróf brot gegn yfirlýsingunni. Þjóða- morð i Vietnam, pyntingar i Brasiliu, ólæsi i Pakistan, hungur i Eþiópiu, kúgun kvenfólks i Marokkó, fang- elsanir, pyntingar og opinber fjötrun á frjálsar skoðanir i Sovétrikjunum, spilling, kynþáttahatur og persónu- njósnir i Bandarikjunum, stjórnmálaleg kúgun á Spáni, kosningasvindl i Grikklandi, kúgun blökku- manna i Suður-Afriku. Helmingur ibúa heimsins sveltur. A.m.k. hálf milljón manna er i fangelsum vegna stjórnmálaskoðana. Talið er, að 200 þús. pólitiskir fangar séu i S-Vietnam einu saman, 50þús. i Indónesiu og 10 þús. i Brasiliu. Pyntingar eru alvanalegar. Pyntingar eru alvanalegar i fjölmörgum löndum 1 Suð- ur-Ameriku og jafnvel i bandalagsrikjum okkar i NATO — Portúgal og Tyrk- landi — eru pyntingar svo ai- vanalegar, að ekki er einu sinni reynt að skýla þeim. Allir vita, hvernig ástandið er I kommúnistaheiminum. Hvergi er heitið haldið. Þriðjungur ibúa jarðar kann hvorki að lesa né að skrifa. 1 Afriku eru 7 af hverjum 10 ólæsir. I Suð- austur-Asiu 6 af 10. Á Haili deyja 190 af hverjum 10 þús. ungabörnum á fyrsta aldurs- ári. I Boliviu eru 2 læknar á hverja 10 þús. ibúa. I Guate- mala er aðeins 1 af hverjum 100 verkamönnum í stéttar- félagi. Kynþáttahatur á Norðurlöndum Jafnvel Norðurlöndin með sinn hreina og hvita skjöld eru marg-brotleg gegn Mannréttindayfirlýsingunni. Hvernig er t.d. farið með er- lenda verkamenn af suður- evrópsku kyni I Danmörku og Sviþjóð? Hvert er viðhorf almennings þar i löndum til sigauna. Og hvað með okkur tslendinga? Borgum við sömu laun fyrir sömu vinnu? Eru kynin jafn rétthá hér? Og hvað um aðra kynþætti? Gerðum við ekki samning um það við Bandarikin skv. skjölum, sem nú hafa verið gerð opinber, að negrar mættu ekki vera i herliði Bandarikjanna hér? M annréttindayf irlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur nýlega haldið 25 ára afmæli sitt hátiðlegt. Ljós- myndirnar, sem fylgja þessari grein, sýna, að hún er ekki haldin. Jafnvel hið háþróaða, lýðræðissinnaða tsland heldur ekki öll 30 ákvæði hennar: Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um mannleg rétt- indi var samþykkt af Alls- herjarþingi S.Þ. i desember- mánuði árið 1948. Það var skömmu eftir eitthvert grimmilegasta strið mann- kynssögunnar — fram til þess tima. Hörmungarat- burðirnir, sem gerðust i út- rýmingarbúðunum, máttu aldrei endurtaka sig. Og það myndi heldur ekki gerast ef þjóðir heims gætu tekið höndum saman um að setja reglur, sem bönnuðu það. Allir eru frjálsir og jafnir Grundvallarhugmyndirn- ar i Mannréttindayfirlýsingu S.Þ. voru sóttar aftur til frönsku yfirlýsingarinnar frá 1789, þar sem segir, að allir menn séu fæddir frjálsir og jafnir — með sama rétt. Yfirlýsing S.Þ. bannaði þvi aðgreiningu á grundvelli kynþátta, húðlitar, kyns, tungumáls, trúar, stjórn- málaskoðana, þjóðernis og félagslegrar aðbúðar. Hún bannaði pyntingar og þrælkun. Hún fyrirskipar jafnan rétt til handa konum og körlum og algert trúar- bragðafrelsi. Hún ábyrgist tjáninga- frelsi, frelsi tij náms og starfs að eigin vali og sömu laun fyrir sömu vinnu. Allt út um þúfur Þetta hljómar jú fallega og vel — næstum of fallega og of vel. Og þetta var heldur ekki haldið — ekkert af þessu. Það er þvi ekki ofsagt að segja að Mannréttindayfir- lýsing S.Þ. sé með öllu misheppnuð.Flest lönd nenna ekki ekki einu sinni að leggja á sig það erfiði að Þessi heimsfræga fréttamynd sýnir þar sem hinn suöurvietnamski hershöfðingi Ngoc Loan tekur lögin I sinar hendur og skýtur Vict Cong liösforingja. Víetnamstriöiö og meöferö Saigons- stjórnarinnar á pólitiskum föngum sýnir, aö þetta hvoru tveggja er eitt stórt brot á Mannréttindasáttmálanum. Hungriö f Eþíópfu er enn eitt dæmi um, aö ákvæöi25. greinar um, aðhver og einn hafi rétt til matar fyrir sig og fjölskyldu sina, eru ekki haldin. Þaö er vart nokkur huggun fyrir þessa hungruöu konu, sem reynir að gefa barni sinu að drekka úr uppþornuðum brjóstunum, þótt hún kunni ekki að lesa um þessi réttindi sin. Milli Austur- og Vestur-Þýskalands liggur múr, sem á aö hindra fólk I aö flýja frá austri til vesturs. Hinn 18 ára gamli Peter Fechter tók áhættuna — og var skotinn til bana af „alþýðulögreglu” Austur-Þýskalands, sem lét hann liggja umhiröulausan í heila klukkustund eftir að hann haföi verið skotinn og þar blæddi honum út. i Grikklandi hafa hcrforingjarnir enn einu sinni látiö til sin taka ,En kosningarnar i fyrra eru ekki þær fyrstu, sem verið liafa skripaleikur. Leiðtogar landsins eru valdir fyrirfram og vilji þjóðar- innar skiptir alls engu máli. Þcir, sem eru á annarri skoðun — cins og námsmaður þessi i Aþenu — cru brotnir á bak aftur af hermönnum. Gæsluvarðhalds- ákvæðin I 11. grein Mannréttinda- yfirlýsingarinnar segir t.d., að sérhver, sem ákærður er fyrir einhvern refsiverðan verknað, beri að teljast sak- laus uns sekt hans er sönn- uð.... en ætli flestir, sem hafa verið i gæsluvarðhaldi, geti boriðum það, að sú meöferð, sem þeir fá þar, geti t.d. ver- ið verri en þeir fá, sem dæmdir hafa verið sekir: m.a. vegna þess, að gæslu- varðhaldsfangar eru yfirleitt hafðir i einangrun. Og hversu margir, sem ein- hvern tima hafa komist i kast við lögin, eru ekki ávallt þeir, sem grunur berst fyrst að hafi þeir verið i nágrenn- inu þar sem afbrotið var framið. Rétturinn til starfs Og spyrjið þá, sem ekki hafa atvinnu við sitt hæfi, hvað þeir segi um grein 23, þar sem sagt er, að allir hafi rétt til þess að vinna. Eða spyrjið rauðsokka um, hve mörg dæmi þeir hafi hand- bær þar sem sömu laun séu ekki borguð fyrir sömu vinnu — jafnvel þótt i grein 23. standi, að allir hafi rétt til sömu launa fyrir sömu vinnu. Samkvæmt 25. grein yíir- lýsingarinnar hefur hver og einn rétt til þess viðurværis. sem nægilegt getur talist til þess að viökomandi geti haldið heilsu sinni og velllð- an. Þetta hlýtur að hljóma eins og háð fyrir hina öldr- uðu, öryrkja, þá sem þjást af ólæknandi sjúkdómum eða geðsjúkdómum. Skyldum við gera nálægt þvi nóg fyrir þetta fólk? ◄ ◄ Herforingjastjórnin i Cliile h e f u r v a r p a ð stuðningsmönnum Allende I fangelsi ásamt vinstri sinnuðum stjórnmála- mönnum og verkalýðs- leiötogum. iþróttavöllurinn i Santiago var notaður fyrir hina gömlu og þrautreyndu iþrótt — að pynta fólk og drepa án dómsupp- kvaðningar. Kynþáttahatrið blómstrar i S.-Afriku. Hér handtekur hvitur lög- reglumaður biökkudreng. Miðvikudagur 27. febrúar 1974 Miðvikudagur 27. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.