Alþýðublaðið - 28.02.1974, Page 2
HANDPRJÓNUÐU PEYSURNAR
VERÐA STÓÐUGT VINSÆLLI
Um heim allan verða handpr|ónaðar flíkur stöð-
ugt vinsælli og margir, bæði yngri og eldri, sitja nú
löngum stundum með prjóna, eins og í svartnættinu
hér áður fyrri. Sá, sem ekki kann eða nennir að
prjóna, getur svo keypt sér handprjónaðar flíkur,
en erlendis a.m.k. eru þær óheyrilega dýrar, þótt
hérlendis sé hægt að fá handprjónaðar flíkur á
gjafverði að áliti erlendra. Þessar handprjónuðu
f likur eru gjarna úr gróf u garni og munstrið er nor-
rænt.
Handprjónuð peysa, eins og þessi hér, mun kosta
eitthvaðnálægt jafnvirði 4.500 ísl. kr. í Skandinavíu
og sjálfsagt nærri tvöfalda þá upphæð vestur í
Ameríku.
— Nýtt fyrir neytendur ■=== .—
Leyndardómsfyllstu umbúðir samtímans:
SPRAUTUBRUSARHIR - HIN DÆMIBEBÐA
FRAMLEIÐSLA NEYTENDAÞJÓÐFELAGSINS
Sprautubrúsarnir eru nýjasta
uppfinning neytendaþjóðfélags-
ins. Þeireru alþekktir og viða i
notkun. Þó hafa vinsældir
þeirra á Norðurlöndum aldrei
orðið eins miklar og t.d. i
Bandarikjunum eða á megin-
landi Evrópu. Astæðurnar eru
m.a. taldar þær, að sprautu-
brúsarnir eru ekki auglýstir
nærri þvi eins mikið i sjónvarpi
þar og i USA eða á meginland-
inu. Það mun nefnilega vera
beint samband á milli sjón-
varpsauglýsinganna og sölunn-
ar á vörum i sprautubrúsum.
En engu að siður eru
sprautubrúsarnir norræn upp-
finning. Þessar leyndardóms-
fullu, þægilegu og dýru umbúðir
byggjast á aðferðum.sem Norð-
maður einn fékk einkaleyfi á
einhvern tima inálægt. árinu
1920. En hugmyndir hans nutu
litillar athygli lengi vel. Það var
ekki fyrr en konungborin
manneskja tók þær upp á sina
arma, sem sprautubrúsinn hóf
sigurför sina um heiminn.
Manneskja þessi var Farah
Dibah, keisaraynja i Persiu. Og
það var hárgreiðsla hennar,
sem var upphafið að öllu sam-
Hún var i fararbroddi þeirra
kvenna, sem ákváðu að íeggja
niður þann ævagamla kvenna-
sið að leyfa hárinu að liggja
eðlilega um höfuðið, en flækja
það þess i stað og setja það upp i
alls kyns myndum og „heysátu-
forkum”. Og til þess að halda
heysátunni við varð auðvitað að
„negla” hana fasta — með
lakki. Og þá kom sprautubrús-
inn til sögunnar.
Siðan hefur fjölmargt annað
en hárlakk verið sett á sprautu-
brúsa. Lengst hafa Bandarikja-
menn að sjálfsögðu komist. Þar
er nú hægt að kaupa alls kyns
matvæli s.s. grænmeti og salat-
sósur á sprautubrúsum.
En möguleikarnir eru svo
sem nógu margir nú þegar án
þess. Venjulegur dagur getur
t.d. byrjað með hárlakksspraut-
un og svitalyktareyðissprautun
undir hendur og annars staðar.
Siðan kemur að ilmvatninu,
sem að sjálfsögðu er á sprautu-
brúsa — og að raksápunni og
rakspiranum hjá körlum, sem
hvorttveggja er á sprautubrúsa.
Siðan gagnast sprautubrúsi til
þess að þiða hélu af bilrúðu,
annar til þess að ná isingu úr
hurðarlæsingu og sá þriðji til
þess að auðvelda igangsetningu.
Deginum getum við svo lokið
með þvi að fægja rúður með
fægilegi úr sprautubrúsa, fægja
húsgögn með hjálp annars og
sprauta piparupplausn i fésið á
væntanlegum ránsmanni úr
þeim þriðja.
Það hefur verið sagt um
sprautubrúsana, að sjálf tilvera
þeirra hafi skapað þarfir, sem
aldrei hefðu annars orðið til.
Sænska neytendablaðið RSd och
rön spyr t.d., hvort nokkurn
tima hefði verið farið að fram-
leiða sérstakan svitalyktareyði
fyrir klyftarnar, ef ekki hefðu
verið fyrir umbúðirnar. Þurfum
við t.d. dýr og óútskýrð efni til
þess að fíýta fyrir þornun nagla-
lakks eða til þess að betra sé að
losa sykurbrauðstertuna úr
forminu? — spyr blaðið. Og þeg-
ar talað er um þægindin og
timasparnaðinn, þá gleymist oft
mikilvægt atriði — sem sé það,
að timasparnaðurinn er oft
næsta litill.
Það tekur t.d. nokkuð lengri
tima að nudda ofn að innan með
ofnsápu en að sprauta henni um
hann með sprautubrúsa. En
tekur ekki þvotturinn sjálfur á
eftir nákvæmlega jafn langan
tima? Og er það ekki hann, sem
bæði er erfiðastur og tima-
frekastur. Og auk þess verður
maður alveg jafn skitugur undir
nöglunum, segir R^d och Rön.
Sprautubrúsarnir eru sjálf-
sagt leyndardómsfyllstu um-
búðir samtimans. Gefið t.d.
gaum að næstum ótrúlega tak-
mörkuðum vörulýsingum, sem
finnast á slikum umbúðum. Það
er ekki nokkur leið fyrir neyt-
endann að dæma um, hvort
borgi sig að kaupa vöruna i
þessum pakkningum, eða þeim
gömlu. Fyrir utan venjulegar
öryggisreglur — ekki má hita
brúsann eða reka gat á hann —■
er vart að finna nokkurt orð um
vöruna, annað en hástemmd
lýsingarorð um hin undursam-
legu áhrif. Oft er t.d. nettóþungi
innihaldsins alls ekki gefinn upp
og þá þvi siður, hversu mikið af
innihaldinu er gas og hversu
mikið hið raunverulega efni,
sem verið er að kaupa.
Að sjálfsögðu er sprautubrús-
inn framleiðsla neysluþjóð-
félags — á sama hátt og bilar,
pappirsborðbúnaður og raf-
magnsrakvélar. Allt á þetta að
gera daglega lifið léttara og
auðveldara — en fyrst og fremst
að skapa nýjar þarfir.
Og eins og er um flest annað,
þá geta sprautubrúsarnir verið
hættulegir. Þeir eru raunar litil
sprengja, og sprengjuaflið er
hreint ekki svo rýrt. Það geta
þeir borið um, sem reynt hafa.
En hvað af framleiðslu neyt-
endaþjóðfélagsins er ekki
hættulegt, sé það ranglega
notað. Menn hafa stundum étið
sig i hel. Er það frambærileg af-
sökun fyrir þvi að hætta að
borða?
NEYTENDUR
SEM BORGA
ÞJOFHADINA
i flestum löndum er nú farið
að telja þjófnaði með scm
kostnaðarliöi smásöluverslana -
þ.e.a.s. neytandinn er iátinn
borga það, sem búðarþjófarnir
stela. i Iloliandi liafa menn m.a.
reiknað út, að þar sé stolið úr
búðum fyrir jafnvirði 23ja millj.
isl.kr. á dag! Ef hægt væri að
stöðva þjófnaðina, segja samtök
holienskra kaupinanna, þá væri
sem sé hægt að lækka útsölu-
verð úr smásöluverslunum um
ca. 1% að jafnaði. Með öðrum
orðum: Neytendurnir eru iátnir
borga fyrir búðarþjófana.
Svona getur mishugsaður áróð-
ur vöruseljcnda oft vakiö at-
hygli á staðrcynd, sem fáum
var kunn.
PLASTIÍRGANGUR GERÐUR AÐ JARÐVEGSBÆTIEFNI
Enginn mannlegur máttur
getur unnið á plastefnum, eftir
að þau hafa einu sinni orðið til.
Þau brenna ekki, rotna ekki,
leysast ekki upp — þeim er ekki
hægt að eyða. Þvi mun heimur-
inn á nokkrum áratugum kaf-
færa sjálfan sig i plastúrgangi
— hinu eilifa efni, sem
aldrei eyðist. Þetta var hin ótta
lega framtiðarmynd af heimi
mannsins — þar til nú fyrir
nokkrum vikum.
Þá tilkynnti breskt fyrirtæki,
að þaö hefði loks fundið lausn-
ina. Leynilegt efni, sem blandað
er saman við plastefnin um leið
og plastið er búið til, veldur þvi,
að sé plastið grafið i jörð, þá
eyðist það á nokkrum mánuðum
fyrir áhrif efnakljúfa, sem eri i
jarðveginum. Eyðingartiminn
er þetta 2-6 mánuðir fyrir venju-
lega plastbrúsa að sögn fyrir-
tækisins.
Eyðingarhraðinn fer eftir þvi,
hve mikið er notað af hinu leyni-
lega upplausnarefni við plast-
framleiðsluna. Og — þótt ótrú-
legt megi virðast — þvi meira af
upplausnarefninu, sem notað er
i framleiðsluna, þeim mun
ódýrara verður plastið: Upp-
lausnarefnið er nefnilega ódýr-
ara, en plasthráefnin og for-
ráðamenn breska fyrirtækisins
telja, að með notkun þess, sé
hægt að lækka framleiðslu-
kostnað plasts um 25%.
Fagtimaritið „Packing
News”, sem skýrir frá þessu,
tekur undir, að þetta hljómi
ótrúlega. Stjórn fyrirtækisins
fullyrðir hins vegar, að allt sé
satt og rétt, sem sagt hefur ver-
ið um kosti hins nýja upplausn-
arefnis og segir, að þetta muni
hafa i för með sér byltingu i um-
hverfismálum. Ýmsar tilraunir
hafi verið gerðar með efnið og
engir vankantar hafi komið
' Þvert á móti sé mjög auð-
velt og ódýrt að framleiða efni
þetta, og það hafi engin áhrif á
gæði eða útlit plastsins. Það
auki rúmmál plastumbúða án
þessað rýra styrkleik þeirra og
vinni auk þess sem jarðvegs-
bætandi efni, þegar búið er að
grafa umbúðirnar i jörð.
Fyrirtækjasamsteypan, sem
framleiðir®fni þetta, heitir Col-
orall og hefur einskorðað sig við
framleiðslu á plastpokum og
plastveggfóðri. Samsteypan
hefur sótt um alþjóðlegt einka-
leyfi á uppfinningunni og hefur
nú þegar fengið fyrirspurnir um
það viða að úr heiminum.
Þessi aðferð er hin fyrsta
sinnar tegundar til þess að eyða
plasti — þ.e.a.s. sú fyrsta, sem
byggist á efnakljúfum, sem fyr-
ir eru i moldarjarðvegi, og það
var einn af visindamönnunum,
sem við fyrirtækið starfa, sem
af hendingu datt ofan á aðferð-
ina, þegar hann var að gera til-
raunir með poluethylen með allt
öðru markmiði.
VEISLUM ATUR KALT-BORÐ <T? Sendum heim jnSM Ö® 831 50 Lj
Hafnarfjarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
Skipholt 20 — Síini 24t(i(>
BLÓMAHÚS
simi 831
Skipholti 37
Opió til kl. 21.:
Einnig laugardi
og sunnudaga.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KRON
Duno
í GUEflBflE
/ími 64900
o
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974.