Alþýðublaðið - 28.02.1974, Qupperneq 12
alþýdu
Bókhaldsaðstoó
með tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KOPAVOGS APÐTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
í nótt fór austanáttin
vaxandi með rigningu
og spáð er hvassviðri
fram á daginn. Þá
bregður til vestanáttar
með áframhaldandi
hvassviðri og éljum.
Hitinn verður þetta 1-5
stig.
Listi ðnaðarmenn
undir einn hatt
Krossgátukrílið
Skýringar:
LARÍCTT:
1. Seigur. 5. Eldfjall. 7. Atvinna.
9. Tið hreyfing. 10. Timabil. 12
Mæla. 14. Lærð. 15. Finna lykt.
LÓÐRÉTT:
I. maturinn. 2. sigaði. 3. Sjúss.
4. ílát. 6. Matreiddu. 8. Fallegu
II. Kveðskapur. 13. Stafur.
Lausnsíðasta krílis:
LARÉTT:
1. Aka. 4. örk 5. AA. 7. Orsök. 9.
Húsavik. 11. Lasna. 12. Yr. 13.
Ert. 15. Stó.
LÓÐRÉTT:
1. Aö. 2. Kross. 3. Akranes. 5.
AÖI. 6. Akk. 8. Svart. 9. Hlý. 10.
Úar. 14. Tó.
Listiðnaðarmenn/ iðn-
hönnuðir og arkitektar
hafa nú stofnað með sér
félagsskap, Listiðn, í því
skyni að auka hlutdeild
sina í islenskum iðnaði og
Ibæta smekk fólks á list-
iðnaði og iðnaðarvörum.
Stofnfélagar eru 48, og
eru meðal þeirra arki-
tektar, auglýsingateikn-
arar, húsgagnaarki-
tektar, gullsmiðir,
leirkerasmiðir, vefarar,
textilhönnuðir og
Ijósmyndarar.
,,Á endurreisnartimanum var
sjónlistum svonefndum skipt i
fagurlistir og nytjalistir, og þá
höfðu listamenn stöðu iðnaðar-
manna, — þeir unnu handverk
sin fyrir viðskiptavini sina og
■lögðu i hvert þeirra eitthvað frá
sjálfum sér”, sagði Hörður
Ágústsson, formaður List-
iðnar, á fundi með frétta-
mönnum i gær. „Við iðn-
byltinguna varð breyting á
þessu”, hélt Hörður áfram, ,,og
listin og notin skildust að, — það
komst upp á milli þeirra náungi,
eins og hjóna, en þessi náungi
var vélin. Siðan jókst notagildi
hlutanna á kostnað listarinnar,
— listin var hunsuð að meira
eða minna leyti”.
Seinna fór að takast samvinna
milli þeirra, sem framleiddu
vörurnar og listiðnaðarmanna,
og upp úr þvi spruttu m.a. svo-
nefndir iðnhönnuðir, og list-
iðnaðarmenn. Langt er siðan
nágrannaþjóðir okkar tóku upp
þessa samvinnu við framleiðslu
sina, en tilgangur Listiðnar er
að koma skipulagi á hana hér á
landi, „benda framleiðendum á
praktisk not af listiðnaðar-
mönnum við að gera vöruna
betri og auðseljanlegri”, eins og
Hörður Agústss. orðaði það, ,,en
sjónlist er allt það sem mótað er
fyrir manninn og not hans, — til
dæmis stólar, borð bollar, bilar
og föt”.
Tilgangur Listiðnar er þvi
að stuðla að bættu listmati og
betri framleiðsluháttum
islensks lisliðnaðar, kynna
islenskan listiðnaö hér og
erlendis með sýningum, út-
gáfustarfsemi og annarri
fræðslu, stuðla að bættum
skilyrðum til menntunar i
listiðnum hér á landi og gæta
hagsmuna þeirra, sem starfa að
islenskum listiðnaði. Þetta
hyggst félagið m.a. gera með
þvi að vinna að auknu samstarfi
stjórnvalda, hagsmunasamtaka
iðnaðarins, og listiðnaðar-
manna og vekja athygli fram-
leiðenda og almennings á
þýðingu hinnar listrænu hliðar i
málum nytjahluta. Einnig
hyggst félagið stuðla að þvi, að
komið verði upp listiðnaðar-
miðstöð þar sem hægt verði að
miðla þeirrj reynslu, sem
islenskir listiðnaðarmenn geta
þegar miðlað af, og ólikum
sjónarmiðum i listiðn, iðn-
hönnun og iðnaði stefnt saman
til umræðu og úrbóta.
Að þvi er Gisli B. Björnsson,
skólastjóri Myndlista- og hand-
iðaskólans og ritari Listiðnar,
sagði á íundinum, eru enn sem
komið er fáar greinar listiðnar
kenndar við skólann. Þar er
ke’nnd auglýsingateikning,
vefnaður, textil og leirkera-
smiði. Sagði hann, að á hinn
bóginn vanti að mestu eða öllu
leyti greinar eins og fata-
hönnun, húsgagnahönnun, list-
ræna málmsmíði og listræna
ljósmyndun, en tilgangur
Listiðnar er m.a. að vinna að
þvi, að þessar greinar verði
kenndar hér.
Tvær tilraunir hafa áður verið
gerðar til að starfrækja félag á
svipuðum grundvelli og
Listiðjan. Stóð Lúðvig
Guðmundsson, fyrrum skóla-
stjóri Myndlista- og handiða-
skólans, að báðum félögunum.
Var annað stofnað árið 1952 og
hét Myndlist og listiðn h/f, en
hitt íslenskur listiðnaður, og var
það stofnað árið 1955. Stóð það
félag fyrir einni listiðnaðarsýn-
ingu, árið 1958.
Félagar i Listiðn geta allir
orðið, sem hafa lokið prófi frá
skóla, sem félagið viðurkennir,
eða hafa aflað sér sjálfsmennt-
unar og geta lagt fram verk til
mats.
á förnum vegí
Ert þú farin(n) að hugsa fyrir sumarleyfinu?
Birgitta Thorsteinson, nemi:
Já. Ég ætla að reyna aö fara
með vinkonu minni til Mallorca
um miðjan ágúst.
Þórhallur Filipusson: Nei, ég er
það nú ekki. Ætli það verði ekki
i júli, en ekki frekar ráðgert.
Laufey Kristinsdóttir, raf-
reiknid. Landsbankans:
Ekki get ég sagt það. Kannske
fer maður hringveginn kringum
landið, ef allt gengur vel.
Rúnar Hauksson, iðnnemi:
Ekkert ákveðið, en mig langar
til að fara til Kaupmannahafnar
og Spánar, ef nægur áhugi er
hjá 60 manna hópi, sem ég hefi
farið með þrjú undanfarin
sumur.
sii
Kristin Helgadóttir, Ijósmynda-
st. Hans Fetersen:
Nei, ekki alvarlega. En ætli það
endi ekki með þvi að fara til
Spánar i haust.
■r ASM