Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 2
Sunnudagssaga Alþýöublaðsins Lífsvenjur eftir Peter Cheyney Latimer, Garche og Jones skoðuðu kinversku öskjuna að innanverðu i ibúð á Ritz: Hún var fagurlega útskorin, og var úr filabeini, og á botni hennar glampaði á eftirlikingu dem- antsins, sem var vandlega sett- ur á flauelspjötlu. Eftirlikingin var svo vel gerð, að það þurfti sérfræðilega athugun til þess að sjá, að um svik var að ræða. Latimer leit á Jones. ,,Þú veist svo mikið um þetta mál,” sagði hann, hörkulega, ,,að þú værir vis til þess að gefa meiri upplýsingar. Að öðrum kosti...” ,,Vertu ekki ókurteis, umsjón- armaður,” sagði Jones, „að öðrum kosti mun ég fara burt. Mig langar til þess að benda yð- ur og Monsieur Garche á einn hlut, og hann er þessi: Áður en Mr. Garche yfirgaf sveitasetrið i Auteuil i gær, þá reikna ég með þvi, að hann hafi álitið rétta demantinn vera i kassanum, eða hvað segið þér um það?” ,,En — auðvitað,” sagði Garche. „Þegar þjónninn minn kom með öskjuna inn i borðstof- una, þar sem ég sat að morgun- verði með leynilögreglumönn- unum, þá sýndi ég þeim hann. Ég minntist á undursamlegan glæsileik hans, og hið mikla verðmæti hans. Ég veit, aö þaö var hinn raunverulegi demant- ur.” „Frábært,” sagði Jones, „og þar sem ég fór ekki frá Frakk- landi, fyrr en þér voruð komnir til þessa lands — ég flaug milli landanna — þá verður Latimer foringi að viðurkenna að það er útilokað, að ég hafi á nokkurn hátt verið viðriðinn þennan þjófnað. Með öðrum orðum, ég hefi pottþétta fjarvistarsönnun, og hefi þarafleiðandi enga löng- un til þess að hlusta á neitt þvaður af vörum foringjans. Samt sem áður,” hélt hann áfram, „þá ætla ég að segja ykkur söguna, eins og ég álit, að hún sé sönnust og réttust: „Fyrir mörgum árum, þá eig- nuðust þér óvin, Monsieur Garche. Þér munuð muna eftir nafni hans —Galette. Allir álita, að Galette sé látinn, en hann er sko sprelllifandi, og hann var valdur að þjófnaðinum. Það var ástkona Galette, sem datt niður fyrir framan yður á landgangin- um, og það var sjálfur Galette, sem hafði skipti á öskjunum, á meðan þér voruð að reisa yður á fætur. Nú, nú, hér er ég með uppá- stungu. Ég gerði Galette einu sinni stóran greiða, og ég er þess fullviss, að hann muni vera til i að eiga viðskipti við mig. Ef Monsieur Galette er til i tuskið, þá mun ég ná sambandi við Gal- ette — sem ég hefi góða og gilda ástæðu til þess að álita að sé i London — og ég get mjög liklega gert við hann samning. Ég skal setja dæmið upp fyrif1 ykkur. Látið öskjuna aftur i peninga- skápinn hérna, Monsieur Garche, greiðið mér fimm hundruð pund, og ég gef yður mitt drengskaparloforð um, að klukkan ellefu i fyrramálið, þá skal rétti demanturinnn vera kominn aftur i öskjuna. Auðvit- að treysti ég á það, aö Latimer foringi taki þátt i leiknum, og haldi engan vörð um þetta hótel. Jæja, heiðursmenn, eigum við að eiga viðskipti?” Klukkan tiu morguninn eftir kom Jeremy Jones i heimsókn til Latimers leynilögreglufor- ingja hjá Scotland Yard. Honum varvisaðinn til þessa embættis- manns með slikum hraða, að það var auðséð, að þá var svo sannarlega búist við honum. Latimer stóð við gluggann, og sneri sér strax við, þegar Jones kom inn, og leit á hann með ruddalegu glotti. „Jæja, Hr. Jones,” sagði hann hrottalegar en nokkru sinni fyrr, „hefurðu unnið fyrir fimm hundruð pundunum, sem Monsieur Garche var svo vit- laus að láta þig fá?” Jones brosti ánægjulega. „Ég er ansi hræddur um að þér hafið ekki leikið yðar hlutverk alls kostar rétt, foringi,” sagði hann. „Vissulega var það hluti i ráðagerðinni, að þér ættuð ekki aö láta vakta hótelið. Ég veit aftur á móti mjög vel um það, að þér höfðuð hálfa tylft af yðar bestu mönnum dreifða i kring- um það til þess að...” „Gripa félaga yðar, þegar hann færi inn, til þess að taka til baka raunverulega demant- inn,” greip Latimer inn i. „Sjáið nú til, Jones, ég er búinn að fá nóg af yður — þú hefur gert hálfvita úr mér áður, en að þessu sinni fellur það i þinn hlut!” „En ef demanturinn er kom- inn á sinn stað á réttum tima...” sagði Jeremy. Síðari hluti Latimer glotti. „Jafnvel, þótt svo takist til, þá ætla ég að handtaka yður, með þá ákæru i höndunum, að þér hafið tekið við fimmhundruð pundunum úr hendi Garche á röngum for- sendum —. yöur datt þaö ekki i hug, er það?” Jones brosti aftur. Siðan leit hann á úrið sitt. „Alitið þér það ekki góða hug- mynd, að þér hringduð til Garche. Það er möguleiki á þvi, að rétti demanturinn sé núna kominn aftur i öskjuna.” Latimer leit á hann. Hann sá eitthvað i brosi Jones, sem stöðvaði hann. Siðan greip hann heyrnartólið. „Jú, jú, Monsieur Latimer,” sagði Garche, þegar heyrðist til hans á linunni, „demanturinn — raunverulegi demanturinn — er kominn aftur i öskjuna. Ég hlýddi fyrirskipunum hins klóka Monsieur Jones, skilyrðislaust. Ég leyfði engum að vakta dyrn- ar. Ég er mjög þakklátur Hr. Jones.” Latimer lagði tólið á. Hann leit á Jones, og þrátt fyrir það, þótt i móti blési, þá færðist háðsglott yfir andlit hans. „Það litur "helst út fyrir, að þér hafið fengið yðar áformi framgengt enn einu sinni,” tautaði hann. „Ég veit, að þér eruð sekur um fyrsta upphaf- lega þjófnaöinn. Ég veit, að sag- an, sem þér sögðuð Garche um Galette og atvikið i landgöngu- brúnni, var buil og vitleysa. En takið eftir þvi, sem ég segi, Jones, einn góðan veðurdag mun ég ná tangarhaldi á þér, og þegar það skeður, þá...” „Þá munu svinin taka upp á þvi að fljúga, skaut Jeremy ismeygilega inn i. „Jæja, for- ingi, ég þakka fyrir alla fyrir- höfnina. Ég ætla að freista gæf- unnar með þessum fimm hundr- uð pundum við spilaborðin i Monte Carlo. Ég þarf á hvild að halda. Verið þér sælir, foringi, verið þér sælir!” Bros hans var glaðlegra en nokkru sinni fyrr, þegar hann gekk tigulega á burt. Klukkan hálfátta þennan sama dag, kom sendill úr hérað- inu með bréf, sem var stilað til Latimer, c/o Scotland Yard. Morguninn eftir las umsjónar- maðurinn það. Það var frá Jones, og hljóðaði svo: „Kæri umsjónarmaður, Ég hefi verið að huglciða þetta Garche demantsmál, og mér hefur komið i hug hugsan- leg lausn á þvi. Hér kemur hún: Hugsum okkur, að eirihver hafi þóst vera blaðaljósmynd- ari, og hafi mútað þjóni Garche tii þess að leyfa sér að taka mynd af Garche demantinum, á meðan Garche og mennirnir yö- ar tveir sátu að morgunverði. Þetta myndi tryggja honum, að hann væri einn hjá demantinum i bókaherberginu. En hann tekur alis ekki neina mynd af demantinum. t stað þess, þá steiur hann frumsmið- uðu öskjunni, og setur nákvæma eftirlikingu hennar i staðinn. Eftiriikingin er með fagurlega gcrðum fölskum botni sem geymir vél, er vinnur i tuttugu og fjórar klukkustundir. Á ann- arri hlið flauelispúðans liggur eftirliking af Garche demantin- um, og á hinni raunvérulegi demanturinn. Timavélin i eftir- likingunni tryggir það. að tuttugu og fjórum klukkustund- um eftir að kassanum er lokað, snýst púðinn við, setur upp fals- aða demantinn, og felur hinn. Tuttugu og tveimur klukku- stúndum eftir þetta snýst púð- inn aftur við, og raunverulegi dcmanturinn kemur i ljós. Þetta myndi orska það, að skiptin hafa getað átt sér stað, þrátt fyrir það, að þér hafið haft sex mcnn, til þess aö vakta hótelið! En þér getið fljótlega komist á snoðir um það, hvort ég hafi á réttu að standa. Látið Monsieur Garche athuga botninn á kass- anum. Ef hann kemst að raun um það, að botninn er falsaður, og á hinni hlið púðans sé eftir- likti demanturinn ennþá, þá munuð þér vita allt um þetta mál. Segið Garche, að hann skuli láta lagfæra öskjuna, að öðrum kosti mun púðinn halda áfram að snúast á tuttugu og fjögurra tima fresti, þangað til timavélin er ónýt. Að lokum flyt ég yður minar innilegustu kveðjur, kæri um- sjónarmaður. Virðingarfyllst, Jeremy Jones.” Baldur Kristjánsson þýddi ______2___y-, Ai Sonnudagur 10. marz 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.