Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 6
fTTT 1 ,,Ég get varla svaraö þessu. Ég hef aöeins hugleitt þetta vegna þess, að málin gætu æxl- ast þannig. þó ég hafi ekki mikla trú á þvi. En það eru mörg mál, og ekki sist þetta stóra mál, sem ræða min var byggð utan um, sem mér er kappsmál, að fólk fari að skilja, hvað stórt er: Það er spurningin um þetta: Ef maður hefur tækifæri, hvort manni er leyfilegt aö færa sig til hliðar og ætla öðrum að gera hlutina. En ég held ég sé alveg hreinskilin i þvi, að ég hef kannski einhvern timann haft á- huga á þvi, en ég hef ekki lengur neina persónulega löngun til að láta ljós mitt skina”. Þingmenn mjög mishæfir „Telur þú, að allir þeir, sem eru á þingi núna, séu hæfir til þess?” ,,Þetta er dálitið vandasöm spurning. Mér finnst nú senni- legt, að þeir séu mjög mishæfir, en ég vil undirstrika, að ég held, að i öllum flokkum séu hæfir menn. En ég hugsa. að það lendi alltaf annað slagið inn á Alþingi menn. sem ekki ættu þar heima. Og mér þótti dálitið leitt þarna um daginn, að það eru til menn þarna á þingi, sem ég hef alla tið virt. Þar vil ég nefna mann eins og Eystein Jónsson. Ég virði hann vegna þess, að ég veit ekki til þess, að hann hafi nokk- urn timann reynt aö misnota að- stöðu sina. Hann er vinnusamur maður og heiðarlegur maður, og af þvi mér fannst ég verða að taka dálitið djúpt i árinni þá hlaut ég að stugga við mönnum, sem var ekki alveg veröskuld- að”. ,,Ég hef heyrt, aö Eysteinn hafi talað við þig á eftir og hálf- partinn skammað þig fyrir ádrepuna”. ,,Ég skal segja þér hvernig þetta var, þvi þær eru nú svo fljótar að fljúga fiskisögurnar og breytast. Það eina, sem Ey- steinn sagði mig við morguninn eftir, á fundi með menntamála- nefnd var, að þetta væri af van- kunnáttu, og það væri vanda- laust að koma svona utan að og segja svona hluti, og honum fannst þetta óverðskuldaö. En hinu bætti hann við, og það fannst mér drengilegt af hon- um. þvi þetta er sá maður, sem ég hefði sist viljað styggja, að sem betur fer væri hann ekki langrækinn. En það sem ég var að undir- strika i þessari ræöu, er sú skoð- un, sem ég er komin á eftir margra ára umhugsun og lestur og áhrif góðs fólks og kannski áhrif, sem ég ekki veit hvaðan koma, er að trúa og treysta ein- hverju sem er meira en ég er sjálf. Það er númer eitt, og á þvi verð ég aö byggja, og eins og ég kem lika inn á i ræðunni, aö Kristur á sinum tima gerir sér grein fyrir, að við erum jarðar- búar og jarðarbörn og við þurf- um að sinna ýmsum verkefnum, sem við köllum daglegar skyld- ur og störf. En það er ekki sama á hvaða hátt við byggjum það sem við erum að pota, mann- anna börn. „Smá í minni trú" ,,Ert þú trúuð?” ,,Ég má segja það já, en að visu má segja, aö ég sé veik i trúnni, ósköp smá. Ég finn það ekki sist i minu starfi, með nem- endum minum, að þaö er ósköp smátt, sem ég get veitt þeim ein og óstudd, þannig að trúin er orðin mér brýn nauðsyn, það er svo mikill léttir að henni. Það sem er erfitt, þar hefur maður stuðning, og lika þegar eitthvað gleður mann.” ,,Það er á ræðunni að sjá, að þú ert bindindismanneskja”. Ekki alla tíö nákvæm- lega bindindismanneskja ,,Já, ég er það. En ég hef þó ekki alla tið verið nákvæmlega bindindismanneskja. Vin sá ég reyndar aldrei sem barn, svo ég mætti nefna þvi nafni, það var ekki íarið með þaö á minu heim- ili. ég var svo lánsöm, og ég var orðin 21 árs gömul, þegar ég get sagt, að ég sæi vin. Það skeður þannig, að ég var þrjú ár sam- fleytt erlendis, fyrst i Bretlandi og siðan i Danmörku. Þar fór fólk með vin eins og við köllum að fara með það á finan máta, og þetta var yfirleitt létt vin, sherry og i mesta lagi kokktei 11 af og til, og mér fannst þetta svo bráð-eðlilegt. Ég veit ekki hvort ég á aðsegja, að ég hafi fundið á mér, jú kannski smá-breytingu, svo ég varð opnari. En á þessum árum sá ég aldrei drukkinn mann. Þegar ég kom altur heim og fór á Húsmæðrakennaraskólann snerti engin af skólasystrum minum vin, svo þetta datt alveg út úr lifi minu aftur. Svo þegar ég kom hingað vestur var ein- staka fjölskylda, sem fór með vin á þennan hátt, sem mætti kalla prúðmannlegan, og mér fannst ekkert athugavert við aö taka sherryglas með vinum og kunningjum. En það var ekki fyrr en þégar ég var orðin kenn ari og húin að vera það nokkur ár, að vandamálið fór að koma. Ég er húsvörður hérna og vaki eftir stúlkunum, og þar sem þetta var mér enginn akkur, ég lét ekkert á móti mér, geröi ég það bara upp við mig að láta vinið alveg vera. Ég hugsaði það þannig, að væri ég að fara með vin, við skulum segja i nokkuð sama mæli og nemend- urnir eru skrifaðir upp fyrir og siðan kannski reknir eftir þrjú brot, væri það afskaplega mikil tvöfeldni, ef ég er að ávita þær fyrir nákvæmlega það sama og ég er að gera.” Þjóðin má ekki klofna ,,Ert þú fylgjandi vinbanni?” ,,Ef á ferðinni er hreinlega þjóðarvoði, þannig aö það er brýn nauðsyn, þá gæti vinbann um stundarsakir hjálpað. En ég trúi aldrei á valdbeitingu, það sem ég trúi á er hugarfars- breyting, það er það eina, sem gildir til frambúðar. Það bætir t.d. ekki ástandið að fjölga lög- regluþjónum. þegar afbrotum fjölgar, — það heldur þvi aðeins i skefjum og verndar borgar- ana”. ,,Og að lokum, til að slá botn- inn i þetta samtal. Hver er af- staða þin i því máli, sem nú er efst á baugi, varnarmálunum?” ,,Það er nú ekkert leyndarmál fyrir þá, sem þekkja mig. Ég hef alltaf verið á móti her i land- inu, alltaf frá fyrstu byrjun. En ég held, að þegar allt kemur til alls. þá skipti minna máli, þótt einhverjir dátar séu lengur eða skemur á islenskri grund, el' þjóðin hefur ekki klofnaö. Það er meira virði, að þjóðin haldi saman sem heild, hún skiptist ekki i tvær óvinafylkingar, þaö er það mest ógnvekjandi, sem getur komið fyrir nokkra þjóð. Þá erum við i sjálfu sér her- numin. og það gagnar litið þótt einhverjir dátar á Keflavikur- flugvelli fari i burtu. Ég hef nefnilega afskaplega mikinn mentað fyrir Islands hönd. Þá á ég ekki við þennan gamla þjóð- ernishroka, heldur er sérstaða okkar einstök. Við komum hér að hreinu og ósnortnu landi, og þótt einhverjir írar hafi verið hér fyrir fara ekki sögur af þvi, að viðhöfum úthellt miklu blóði, þegar við tókum landið. Annað hefur mér alltaf fundist sér- stakt, en það er kristnitakan á tslandi. Þegar að þvi er komið að skerast i odda, að þá skuli menn fela einum manni að taka ákvörðun. Hann leggst undir feld og þegar sú ákvörðun er tekin kemur fram sú skynsemd, að menn megi blóta á laun. Hann skildi, að það var ekki hægt að draga linuna alveg. Og það vil ég hafa lokaorð min, aö við eignumst aftur Þorgeir Ljósvetningagoða til að leysa ágreiningsmál eins og varnar- málið”. ÞORKI Kraftaverk Tökum að okkur öll venjuleg „KRAFTAVERK” og jafnvel fleira. Ilöfum til þess Traktorspressur og gröfur, ásamt þrælvönum möniium. * m Þór og Smári, _]m J_J Jnf Vélaleiga Sími 41834 íP4C)a® Bifreiðasala Vesturbæjar Höfum opnað bilasölu að Bræðraborgar- stig 22. Leggjum áherslu á öryggi við- skiptanna. —• Látið skrá strax á sölulista. Biiasalan Bræðraborgarstig 22. Simi 26797. Volkswageneigendur Höfum f'yrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun (iarðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Alþýðublaðið inn á hvert heimili Sunnudagur 10. marz 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.