Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 4
 ,,Ég er fædd og uppalin i ön- unarfirði, og var þar náttúrlega mina barnæsku, fram á ung- lingsár, þá fór maður að reyna að pota sér dálitið sjálfur. Ég er fædd 1926, og þegar ég var kom- in til vits heyrðist ekki talað um annað en kreppu. Ég var elst sjö systkina, og á þessum árum var nú ekki alltaf vitað, hvort mað- ur hefði brauðá morgun, — börn gerðu sér reyndar ekki rellu út af þvi, það voru foreldrarnir, sem það hvildi meira á. En samt sem áður held ég, að manniifið hafi ekki verið siður glatt, vegna þess meðal annars, að fóik hafði þá meiri tima til að talast við, svoleiðis, að þegar ég ber saman tvenna tima, — i dag og þá, — finnst mér, að þjóðlifið hafi ekki verið verr á sig komið, fólk hafi verulega veriö i betra andlegu jafnvægi þá”, sagði Hjördis, þegar við báðum hana að segja litillega frá sjálfri sér. „Ég gondraöi pínu- litið viö sjó" ,,Svo er þetta furðulega, að upplifa þetta, að framundir strið lifðu eiginlega lslendingar i svipuðu andrúmslofti og svip- uðu þjóðfélagi eins og þeir höfðu gert i þúsund ár. Á þessum tim- um lærðu börn ýmislegt, sem er fátiðara, að þau læri nú. Ég var til dæmis að gondra pinulitið við sjó. Meira var það nú til gam- ans, en þó af nauösyn stundum, þvi það var nauðsynlegt að fá mat, og ég fór stundum á fjörð. sem kaíiað var, með pabba, og ég lærði vinnubrögðin og aö átta mig á þvi sem var að gerast i at- vinnuháttunum. Það varð að nota hverja stund og hverja vinnandi hönd, þó hún væri smá, strax og maður gat eitthvað að hafa ofan af fyrir sér, og þá var maður með fullorðna fólkinu. Það var ákaflega mikið atriði, og ég var t.d. yfirleitt alltaf með föður minum i starfi. „Ég hef hitt margt gott fólk á lifsleiðinni" Maður skilur betur ýmsa hluti, þegar maður litur til baka, en þegar maður var barn og unglingur, og ég get ekki annað sagt en ég hafi verið ákaflega heppin, þvi ég hef hitt svo margt gott fólk á lifsleið- inni. Þar verð ég fyrst og fremst að nefna, þó mér sé málið kannski skylt, að besti maður, sem ég hef kynnst, er minn eigin faðir. Það er ekki af þvi að hann hefur talað svo margt, heldur er það hans lifernismáti, sem hefur verið stefnumótandi fyrir mig að mörgu leyti hin siðari ár. Svo er ég svo heppin, aö þegar ég var barn var ég fjögur sumur i sveit, að visu bara hinum meg- O O O O O O O O O in fjarðarins. Þar lenti ég á alveg afskaplega elskulegu heimili hjá konu, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á lif mitt, þó ég vissi það ekki þá. Hún tók að sér heimili systur sinnar, sem dó frá ungum barnahópi. Hún var á sinum manndómsárum, og lifið blasti við henni, en hún gerði þetta á svo óeigingjarnan hátt, að ég held það hafi aldrei hvarflað að henni, að þetta væri ekki nema sjálfsagt. Og hún kom þessu fólki öllu til manns. Hún heitir Kristin Egilsdóttir þessi kona og er lifandi enn, og þú kannast kannski betur við hana, ef ég nefni, að faðir barn- anna, sem hún tók að sér, var Bernharður Guðmundsson, afi séra Bernharðar Guðmunds- sonar, sem var æskulýðsfulltrúi kirkjunnar. „Hef ekki kunnað þaö, þakka þaö fyrr en seinna" En svona hef ég alltaf, alla mina ævidaga, verið að rekast á fólk, sem er velviljað og gott og skilið eitthvað eftir, þó ég hafi Fyrir rúmri viku voru háttvirtir Alþingismenn islendinga hirtir á aII eftirminnilegan hátt með hressilegum gusti vestan af fjörðum. Þeir voru ákærðir fyrir að eyða tima sínum í fánýtt f jas, f jas um fá- nýti, ekkert. Á þennan hátt hefur líklega aldrei fyrr verið hrist upp í hæstvirtum alþingismönnum. Ræðumaður var Hjördís Hjörleifsdóttir, varamaður Hannibals Valdimarssonar á þingi, — og hún líkti hinu háa Alþingi við þriðja leikhúsið í borginni. Alþýðublaðið átti tal af Hjördisi í vikunni, og gefst lesendum hér á eftir færi á að kynnast lítillega persónunni, sem veitti alþingismönn- um svoeftirminnilega hirtingu. Og hér fyrir neðan birtist þrumuræða Herdisar. ekki haft vit á að skilja það á stundinni, og þó ég þvi miður hafi ekki kunnaö að þakka það þá, hefur það komið til min seinna. Og ég má ekki gleyma að minnast á, að ég er búin að kenna hérna i 16 ár, og ég er svo lánsöm, að allt það fólk, sem ég hef starfað með, er úrvals- manneskjur, og mér svo fremri margar, en ég vil sérstaklega geta forstöðukonu minnar, frú Þorbjargar Halldórsdóttur frá Vigur fyrir allt það, sem við köllum heiðarleik, að vera sannorður, standa við orð sin og vera traustur. Ég veit ég skildi það ekki fyrst þegar ég kom hingað, en hún hefur opnað augu min fyrir þvi, hvað það er bráð- nauðsynlegt, bæði fyrir okkur og umhverfið, og það er eitthvað það lélegasta, sem við leggjum okkur i, að tala misjafnlega um náungann. Það er ákaflega mikils virði að kynnast svona fólki, og það mótar okkur viö löng kynni. Svo vil ég bæta einu við. Mér finnst ég, á hverjum vetri læra ýmsa góða hluti af nemendum minum, þeir eru alltaf að kenna mér eitthvað. „Halldór á Kirkjubóli er leiguliði minn" Svo er ég sveitamanneskja, það er i eðlinu liklega. Mér vildi það lán til, að mér var boðin til kaups jörð i önundarfirði, Mosvellir. Þaö var 1967, sem ég keypti hana af öðdr- uðum bónda, sem var að flosna upp. Ég vissi éiginlega ekki hvað ég var að gera, þegar ég keypti þetta, en mig hafði alltaf langað til að eignast ein- hvern samastað i sveit. Ég er þarna alltaf á sumrin, og það er alveg ómetanlegt að vera þarna eins fuglinn frjáls, og þeir sem þurfa að létta af sér einhverju fargi úr stórborginni, eru nátt- úrlega alltaf velkomnir. Og það má geta þess, að Halldór á Kirkjubóli er leiguliði minn. Hann leigir af mér slægjur. Það eru þessar viðjur, sem mér finnst vera á alltof mörgum Reykvikingum, streitan, sem mér finnst einkenna Reykja- víkurlifið allt of mikið núna. Ég var þar langtimum saman i eina tið, á árunum 1952—1958, og Reykjavik þá og nú eru tvær gjörólikar borgir. Og mér datt i hug um daginn, að kunningjar og vinir og frændfólk, sem ég á þar, eru orðnir eins og fulibókað hótel. Ef maður stansar hálfan mánuð eða svo, er ekki vist að það finni einhverja stund handa manni, — og það finnur þetta sjálft en veit ekki hvernig það á að losa sig úr viöjunum, það er vandinn”. Fór í pólitik fyrir tiljviljun „Hvernig ferð þú inn i pólitik- ina?” „Satt aðsegja var það hálf til- viljunarkennt. Mitt fólk hefur alltaf verið vinstrisinnað fólk. Ég byrjaði upphaflega, þegar Hannibal var i kosningabanda- lagi við Magnús Kjartansson og fleiri, — en hvernig það var ná- kvæmlega, man ég ekki. Ég hafði allavega mjög ákveðnar skoðanir á pólitik og var dálitið óvægin. Ég tók til dæmis mjög harkalega afstöðu til hægri eða vinstri, en ég er að sjá þaö betur og betur, eins og kemur kannski fram i ræðunni, aö þetta er ein- mitt ein af meinsemdunum. Ég lét mig i það að tala hér á pólit- iskum fundum og deila kannski A þessari mynd og myndunum á næstu siðu er Hjördis i hópi nemenda á matsveinamánskeiði, sem hún kenndi á, á siðastliðnu ári. persónulega á menn. og mér finnst það núna, að það sé ó- hæfa, þvi það er að minu áliti eitt og allt fyrir islenska þjóð, að það komi ekki upp klofningur. Það er náttúrlega gott hjá okk- ur, að við höfum leyfi til að segja skoðanir okkar, en við verðum aðvirða aðra menn þótt þeir hafi aðra skoðun og séu á öðrum armi, og skilja, að þeir geta verið mætir menn. hvar i flokki sem þeir standa. Og þá vil ég gjarnan koma að einu, sem ég veit ekki hvort kom nægilega fram i ræðunni, en hefur angrað mig seinni árin. Ef pólitiskur andstæðingur gerir eitthvað verulega gott, og auö- vitað gera menn úr öllum flokk- um eitthvað gott, þá má aldrei viðurkenna það, að minnsta kosti ekki án einhvers fyrir- vara. Það er alveg fráleitt aö halda það, að ekki sé gott fólk i öllum flokkum, og þess vegna finnst mér svo hroöalegt, að þegar menn eru komnir út i pólitik skuli þeir ekki þora að viðurkenna þetta, þaö virðist vera einhver viðtekin skoðun. að þá séu menn orðnir pólitisk viðrini, þá er maður farinn að hlaupa út undan sér og svfkja sinn málstað”. Hefur ekki lengur áhuga á að láta Ijós sitt skina „Gætir þú hugsað þér að fara alveg á þing?” ► ►►►►► Hjördis Hjörleifsdóttir: Herra forseti! Ég vil byrja á þvi að þakka þá vinsemd, sem mér hefur verið sýnd. Þaö mál, sem liggur mér á hjarta, hefur verið þannig vaxið, að ég hef ekki get- að komið þvi fram á annan hátt en þennan. vegna þess hve minn þingtimi hefur verið stuttur. Annar mundi ég hafa flutt hér þingsályktunartillögu. Ég vona, að þetta tefji ekki þingstörf að mun, þvi að mér sýnist, að það hafi ekki legiö svo mikið á þá daga, sem ég hef verið hér i þinginu að koma ýmsu áleiðis, og það verður kannske ekki á næstunni og kannske ekki oftar, sem ég hef tækifæri til þess að segja fáein orðum það mál, sem mér hvilir á hjarta. Sem sagt, háttvirtu alþingis- menn. Ég fékk hér i það fyrra skipti, er ég kom inn á þing, plagg til undirskriftar, nokkurs konar eiðstaf, þar sem ég hét þvi, að i öllum málum skyldi ég fyrst og fremst fylgja sannfær- ingu minni, bera sannleikanum vitni að þvi marki, sem ég hef vit og getu til. Ég tók mark á þessu plaggi. Þess vegna hef ég risið upp og stigiö i þennan merkisstól, timburhólfið, þaðan sem rödd sannleikans, visdóms og ættjarðarástar er ætlað að hljóma út og suður. Hættulegur dragsúgur 1. mai fyrir tveimur árum stóð ég á torgi og hlustaði á hefðbundnar ræður hefðbund- inna manna á svölum Alþýðu- húss ísafjaröar. Að baki þeirra voru reist þrjú stór og mikil spjöld. Áritunin var: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Hann var hvass og vindhnútar köstuð- ust yfir söfnuðinn. Allt i einu sá ég, hvar jafnréttið og bræðra- lagið hófust á loft og bárust eitt- hvað út i buskann, i sjóinn að likindum, en enginn hefur séð þau siðan. Þarna var höfuð- skepna að verki, sem þreif úr höndum óviðbúinna manna tvö verðlítil pappaspjöld. Hér i söl- um hins háa Alþingis er sannar- lega enginn goluþytur, sem kastast að hnjúkum snjótypptra fjalla. En það er annars konar rok, hættulegur dragsúgur, sem hvirlfast út úr munni háttvirtra alþingismanna er leitast við að þeyta út úr hverju brjósti ekki aðeins jafnréttinu og bræðra- laginu, heldur frelsinu lika. Sá, sem á útkjálka býr og kemur ekki til höfuðborgarinnar nema á margra ára fresti, annað hvort til að láta gera við skemmda tönn eða sem sjaldn- ar vill þó til, taka setu á Alþingi, njóta þeirrar óvæntu náðar að setjast við viskubrunninn nema spekingum, ráðamönnum, hef- ur þótt ýmislegt fleira i huga. Hann langar þó gjarnan að lyfta sér upp um leið. Ég til dæmis var ákveðin i þvi að skjótast i leikhús, ef timi gæfist. 1 fávisku minni hélt ég, aö þau væru að- eins tvö, og þangað yrði ég að fara og kaupa mér miða. En svo lengi lærir, sem lifir. Aðalleikhúsið Mánudaginn þann 18. þessa mánaðar uppgötvaði ég allt i einu mér til stórrar furðu, að ég sat i aðalleikhúsinu, að visu ekki i stúkusæti, en þó allgóðum stól. Og án alls fyrirvara upphófst það furðulegasta sjónarspil, sem ég á allri samanlagðri ævi minni hefi séð. Ekki veit ég, hvað þessi komedia eða öllu heldur tragedia hefur heitið. Hafi hún verið kynnt með nafni, þá fór það að minnsta kosti al- veg fram hjá mér. Ég er ekki skarpari en i meðallagi, svo að háttvirtir þingmenn fyrirgefa mér vonandi, þótt eitthvað hafi farið fyrir ofan garð og neðan. Til dæmis verð ég að játa rúmri viku siðar að ég veit ekki hverj ar voru aðalpersónur og hverjar auka. Það mátti svo virða sem háttvirtur þingmaður frú Ragn- hildur Helgadóttir, væri primadonna númer eitt. Henni lá að minnsta kosti mikið á hjarta. Hæstvirtur iðnaðarráð- herra hafði að sögn fjölmiðla móðgað útlenska svo freklega, að líklega mun aldrei um heilt gróa. Samt hef ég óljósan grun um, að hún hafi bara verið statisti. Aðalleikararnir hafi allan timann staðið að tjalda- baki, kannske með kvef, hver veit. það er að ganga. A tima- bili leit svo út sem senuþjófur væri kominn i pontuna. Pétur, háttvirtur alþingismaöur Sig- urðsson. Ég vissi ekki fyrr hve feiknalegur ræðuskörungur sá maður er. Þarna fer lika allt saman, látbragðið, hreyfing- arnar, sem innan sviga gátu þó alls ekki notið sin vegna þrengslanna og siðast en ekki sist fram úr skarandi heflað málfar. Hann talaði um, að Ölafur nokkur Pálmi mætti vart lyfta læri án þess að einhverjir menn, ég greip ekki alveg hverjir, stjörfnuðu af aðdáun og forundran. Hann sagði, að hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra hefði slefað upp annarri hendi með hinni til að greiða atkvæði sitt með sátta- bréfi Breta. Aumingi ég, sem aðeins hafði lesið Þórberg og Kiljan, varð að kingja þeim beiska sannleik, að þeir menn sem ég taldi nota tunguna af hvað mestri iþrótt, fölnuðu i skini þessarar nýju stjörnu. Og má ég skjóta þvi hér inn i, að ræða háttvirts þingmanns rétt áðan jók enn á aðdáun mina. Ég skal viðurkenna, þótt fá- vislegt sé, að i upphafi hélt ég, að einhver væri að meina eitt- hvað. En þegar á leikinn leið, rann upp fyrir mér sá grái sann- leikur, að öll þessi súpa af orð- um, allur þessi taugaveiklunar- kenndi hávaði táknaði ekki nokkurn skapaðan hlut, á tveggja klukkustunda meiningarlausan vaðal mátti kannske hlusta i þessu virðu- lega þjóðarleikhúsi, þegar sýn- ingin var ekki bara ókeypis, heldur einnig borgað þokkalega fyrir að vera áheyrandi. Mig varði sist, að þetta væri bara fyrsti þáttur. Maðkar í mysunni En næsta dag, þriöjudaginn þann 19, var skellt á mann senu nr. 2. og nú voru plöggin um ævintýri iðnaðarráðherra kom- in i réttar hendur, svo að menn gátu tekið til við að húðstrýkja hvern annan i fúlustu alvöru. Að visu var skotið inn einum og einum aukaþætti, eins og þegar einn aðalleikarinn skellti þvi á vesalings stjórnina okkar, að stefna hennar væri sú að láta fá- visa sjómenn veiða loðnu til þess að hafa svo ánægju af þvi að neyða þá til að sturta henni steindauðri i sjóinn aftur. Ekki efa ég, að þingmaðurinn hafi þarna talað af fyllstu sannfær- irigu. Fljotlega i upphafi 1. þátt- ar hafði læðst að mér sá grunur, að hér væru maðkar i mysunni. En þegar 2. þáttur var til enda leikinn, var eins og hula væri dregin af augum mér. Sá skelfi legi sannleikur leyndist sem sé ekki lengur, ef maður hafði kjark til þess að sjá hann, að fólkið, sem landsmenn hafði kosið til þess að vinna og hugsa af ábyrgð og samhug um mikilsverð þjóðþrifamál, leyfði sér að hafa uppi auðvirðilegustu kúnstir allt i þeirri trú, að orð þeirra og athafnir kæmust út i fjölmiðlana, næðu til fólksins i landinu, svo að það gæti glaðst yfir bragðvisi og skilnings- kúnstum foringja sinna. Hvar er sú þjóð, sem best er komin, að kyntir séu eldar sundurlyndis og haturs i brjósti hennar? Hvar er sú þjóð, sem á það skilið að vera svikin af forsvarsmönnum sin- um i öllum þeim málum, sem mestu skipta? Hvar er sú þjóð, sem á það skilið, að þingmenn hennar séu svo óeðlilega skap- aðir, að þeir hafi tungur tvær og tali sitt með hvorri? Er það is- lensk þjóð? Sé svo, þá er hún lánlausari en ég hafði vonað. Ég ákæri A meðan kvöl og neyð plága svo til hvern einasta tslending meðvitað og ómeðvitað, blygð- ast háttvirtir alþingismenn sin ekki fyrir að eyða mjög svo dýr- mætum tima i fáránlegar orða- hnippingar út af engu. Og það, sem verra er. Þeir vita gjörla, að fjas þeirra snýst um fánýti, ekkert. Emil Zola ákærði á sin- um tima sumt af sinu fólki fyrir andstyggð, sem það hafði fram- ið gegn Alfreð Dreyfusi. Ég er ekki Emil Zola, ég er ekki held- ur háttvirtur alþingismaður Hannibal Valdimarsson. Ég er ekki einu sinni háttvirtur al- þingismaður Ellert B. Schram, og þó leyfi ég mér að hrópa út yfir þennan þingsal, já, út til ykkar allra. Ég ákæri hvern einasta þingmann, er hér hefur sæti, fyrir misnotkun á þvi valdi, sem þeim er léð og ég á- kæri ekki sist sjálfa mig fyrir að hafa þagað til þessa, þó að mér hafi ekki verið auðvelt um vik. „Við viljum ekki deyja" Ég nefndi kvöl og neyð. Hver er þá sú hin mikla kvöl og neyð, sem knýr mig til að kveða upp svo þungan dóm yfir yður, þér alþingismenn með leyfi hæstvirts forseta. Grein úr Tim- anum föstudaginn 22. febrúar 1974. Yfirskriftin er: „Viö vilj- um ekki deyja, við viljum lifa lengur," heyrðu lögreglumenn barnið segja fyrir innan læstar dyrnar: „Um kl. 2 í fyrrinótt var hringt til lögreglunnar úr fjöl- býlishúsi i Vesturbænum, og hún beðin um að koma þegar i stað til að kanna ástæðuna fyrir miklum látum, sem kæmu úr kjallaraibúð hússins. Þegar lög- regluþjónar komu að dyrum ibúðarinnar, var þar allt slökkt og ekkert hljóð heyrðist. En þegar þeir lögðu við hlustirnar, heyrðu þeir barnsrödd segja: „Við viljum ekki deyja, við vilj- um lifa lengur”. Var barninu auðheyrilega mikið niðri fyrir, og réðust lögregluþjónarnir þá á hurðina og brutu hana upp. Þar inni fundu þeir litla telpu og konu, sem var með mikið sár á höfði og yfir þeim stóð liðlega þritugur maður. Konan skýrði lögreglunni frá þvi, að maður- inn, sem hún þekkti, hefði komið i heimsókn fyrr um kvöldið, hann hefði verið drukkinn og veriðmeðhótanir við sig, ef hún hætti að hafa samneyti við hann, en það hafði hún tilkynnt honum áður. Hann hafði haft með sér byssu, og þegar hún vildi ekki ræða viö hann lengur, tók hann hana upp og skaut að konunni skoti. Fundu lögreglu- mennirnir far eftir kúluna i vegg bak við sófa, sem konan sat i, þegar hann hleypti skotinu af. Þarna var um að ræða ein- skotabyssu, svokallaða kinda- byssu, og hafði hann stolið henni i húsi, þar sem hann býr fyrir austan fjall. Eftir að maðurinn hafði skotið að konunni, sló hann hana með byssunni i höfuðið og ógnaði henni og dóttur hennar þar til lögreglan kom. Maðurinn var settur i járn og siðan fluttur i fangageymslu lögreglunnar. Við yfirheyrslu i gær neitaði hann að hafa ætlað að skjóta konuna, en aðeins verið að hræða hana með þvi að skjóta i vegginn. Hann hefur nú verið úrskurðaður i 60 daga gæslu- varðhald og til geðrannsóknar”. Forkostulegt ævintýr Og má ég skjóta hér inn i, að nærri þvi 100% af afbrotum, sem framin eru i þessu þjóðfé- lagi, eru gerð af mönnum, sem eru undir áhrifum vins og herra Bjarki Eliasson yfirlögreglu- þjónn upplýsti alls ekki fyrir löngu i útvarpinu, að fslend. væru að þvi marki frábrugðnir öðrum þjóðum, að þeir yfirleitt legðu aldrei á ráðin um glæpi fyrirfram. Snertir þessi grein um þetta litla vesalings barn og þá konu, sem i hlut á, snertir þetta ekki strengi i nokkurs manns brjósti? Þorið þið — ég segi, þorið þið að yppta öxlum? Horfa hvert á annað og yppta öxlum? Hafið þið um óttuskeið haft i örmum ykkar 17 ára stúlkubarn, grátandi kalt og klæðvana, titrandi inni I innstu kviku sins unga lifs af ótta við krumlu vinguðsins, sem sett hafa á hana sin dökku fingra- för? Dettur einhverjum ykkar kannske i hug að yppta öxlum afgreiða málið á þennan and- styggilega hefðbundna hátt. Blessuð góða, á svona löguðu er ekki mark takandi, það volar, flest þetta fólk, þegar það er orðið einum of hifað. Hefur ekk- ert ykkar þurft að hirða pilt upp úr forinni, séð tómleikann, ótt- ann og vonleysið skina i gegnum ölmóðuna. Þetta er nú skemmt- un, sem bragð er að, skal ég segja ykkur. Ef þið eruö alveg reynslulaus á þessu sviði, þá get ég fullvissað ykkur um, að þið þurfið ekki að ganga um þvera götu á venjulegu föstudags- kvöldi til að tækifæri gefist á að reyna svona forkostulegt ævin- týr. Frelsarinn talaði um kalk- aðar grafir. Vonandi þarf ekk- ert okkar að taka það til sin. Tölur. Sannfæra þær nokkurn mann? Eitthvert langbesta tækifæri til að blekkja og rugla fólk svo mjög eru mjög svo mik- ið notaðar af nútima stjórn- málaskörungum. En örfáar töl- ur koma sér hér samt, tiltölu- lega auðvelt að komast að þvi, hvort þarna er enn ein tölulygin á ferðinni. Þjóðartekjur og vín- neysla Sumir taka mark á rússnesk- um hagfræðingum. Hvað segja þeir? 10% minni þjóðartekjur vegna vinneyslu. Aðrir halla sér meira til vesturs, trúa banda- riskri tölvisi. Þeirra hæfustu hagfræðingar segja nákvæm- lega það sama: 10% meira verðmæti handa á milli væri hægt að útrýma drykkjusýki. Og hvað með heimaslóðir? Mælt er af ábyrgum mönnum, er best þekkja til, að nálægt 90% af þeim börnum, er koma til með- ferðar á taugadeild Barna- spitala Hringsins, séu i þessu sjúklega ástandi vegna drykkjuskapar aðstandenda. Hugsið þið, 90% af litlum börn- um, sem eru með sjúkdóm, sem kannske verður aldrei, aldrei á þeirra ævi læknaður, og þau koma til með að liða alla ævi fyrir. Og hvað með heimaslóð- ir? sagði ég. Má ég spyrja, úr hverju eruð þið eiginlega gerð herrar minir og frúr, ef þið ætlið enn að láta sem ykkur sé þessi skelfilega vitneskja óviðkom- andi? Þótt margt sé hægt i okk- ar tölvisa þjóðfélagi að mæla og reikna út, þá veit ég ekki enn nokkurn þann hagfræðing með tól eða tölvu er gæti sett inn á gataspjald kvöl og böl og sorg þúsunda i þessu landi, sem eru i klóm Bakkusar eða eiga sina i þeim darraðardansi. Mér hefur t.d. verið tjáð, að tölur þær, sem gefnar eru út um fjölda sjúklinga á Kleppsspitala vegna ofdrykkju, nái og geti i rauninni eingöngu náð til þeirra sem beinlinis hafa verið eöa eru haldnir þessum sjúkdómi. Á þeim stað er það hald manna, að eigi séu þeir færri, er þar dvelja vegna taugaveiklunar og enn á- takanlegri sjúkleika, sem orsakaðist beinlinis af þvi að hafa búið við drykkju hins sjúka manns. þangað til jörðin skriðn- aði undan fótum þeirra, þrekið til að bera harmana brást. Ég hef drepið á ungtfólk, illa komið ungt fólk hvirflast út i svallið. Hvað þá með hina ráðsettu, vitru og þroskuðu kynslóð, sem kallast nú fullorðin. Er hún ekki fyrirmynd hinnar ungu, sem dugir til viðmiöunar og stuðn- ings? Maður skyldi nú halda það. Að nefna drottins nafn Þingveisla fer i hönd. Hún verð- ur liklega þurr að vanda. Von- andi er, að þar verði einhver ungmenni til aö læra, hvernig á að drekka á finan máta. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Úr þvi að enginn annar hefur haft uppi verulega tilburði til þess að segja sannleikann um þessi mál, þar sem þau eiga heima, er mér það fullkomin ofraun að þegja lengur, ekki vegna þess að ég veit, að ég er svo sem ekki mikil kerling, heldur einmitt vegna þess að ég veit, að hér er ég ekki nein sérstök stærð eða hátt skrifuð. Óþekkt varaskeifa komin utan af landi rétt til að fylla út í autt sæti um hálfs mánaðar skeið og þvi einu búist við og ætlast til af mér, að ég þegi og rétti upp höndina, þegar það á við, en hafi svo vit á að halda henni undir borði á rétt- um stað og réttri stundu. Þó er ég hrædd, eöa öllu heldur, likami minn er hræddur, svo hræddur, að fætur minir skjálfa og ég verð að halda mér, þótt ég treysti fótum minum til að bera mig allt til enda þessarar tölu. En það, sem meira er og sjálf- sagt enn óheyrilegar, ég treysti almáttugum guði tíl að veita orðum minum brautargengi, sjá til þess, að eyru ykkar heyri og augu ykkar sjái. Og nú er ég heldur betur búin að gefa á mér höggstað, þvi að það mega sannarlega vera stórar stundir i sögu þjóðarinnar til þess að nokkur hér hætti sér út á þann hála is að nefna drottins nafn. Hann á nefnilega bara heima á ákveðnum stöðum á ákveðnum stundum vegna gamallar hefð- ar, t.d. i upphafi þings, þegar allur skarinn gengur i hátiðar- skrúða úr dómkirkjunni yfir i alþingishúsið. Hvílík reisn Ég skal ekki dirfast að gera litið úr nokkrum manni eða geta mér til um skoðanir hans i þessu máli. En hitt finnst mér stund- um furðulegt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, að jörðin skuli þurfa að skjálfa og rifna og spúa eldi og eimyrju yfir blóm- lega byggð til þess að fólki hinn- ar islensku þjóðkirkju þyki óhætt að nefna guðs nafn, án þess að halda, að það sé lagt sér út til skammar eða athlægis, þá hrinan er hjá liðin ætla menn enn á ný að stjórna ferðinni og látast þá hafa ráð undir rifi hverju. t nafni drottins starfa stórir skarar fólks, bæði hér- lendis og erlendis, til hjálpar þeim nauðstöddu, þeim, sem vinið tók allt frá. Það þarf býsna kokhraust fólk til að lemja höfði við stein og segja, að þessi leið sé svo sem ekki betri en önnur, þegar sannað er með tölulegum rökum, að sú aöferðin gefst svo langtum betur en nokkur þeirra, sem viðhöfð er eftir félagsleg- um leiðum. Þetta fólk, sem er brennandi i andanum og að sögn formanns áfengisvarnarráðs si- fellt tilbúið að rétta fram hend- ur sinar af kærleika og óeigin- girni, er nánast þagað i hel, fær naumast nokkra fjárhagsfyrir- greiðslu. Þó veit ég, að hér eru til nokkrir menn, sem vilja gera sitt besta, en það nægir bara svo ógnarstutt og hið islenska fjár- málakerfi malar svo hægt, að meðan verið er aö ganga frá Heródesi til Pilatusar verður margur maðurinn úti. Hugleys- ið og hugsunarleysið riöur hér húsum. Þó að helftin af þjóðinni sé á dundrandi svalli frá föstu- degi og fram á mánudag, marg- ir þannig á sig komnir, að þeir mæta ekki til vinnu sinnar i upp- hafi viku, helliö þið ykkur af fjálgleika i fleiri klukkustunda umr. út af þvi, hvort z eigi að hverfa úr islensku máli eða ekki. Hvilik reisn. Hvilik reisn á Alþingi Islendinga. Hvernig vogið þið ykkur að viðhafa svona vinnubrögð og gera jafn- framt tilkall til þess að vera virt og mark sé á ykkur tekið. Heil iþróttaþing leysast upp i svalli. 17. júni er drukknaður, dottinn út úr vitund þjóðarinnar öðru- visi en fyrirkviðanlegur dagur, dagur þjáninga og skammar, en ekki eru nema tæp tvö ár siðan lögreglan varð að koma ör- bjarga börnum til sins heima fram á rauðamorgun að aflok- inni þjóðhátið i Reykjavik. Þaö virðist vera alveg gleymt. Þjóðin fylgist með gerð- um ykkar Tvö ár i röð er búiö að koma hér á framfæri frumvarpi flutt af mönnum allra flokka um þaö, að hæstvirt stjórnvöld þessa lands veiti ekki vin i opinberum veislum. Þetta á að þegja i hel. Þess vegna kalla ég ykkur hug- laus. Þið þorið ekki að mót- mæla. Hugsanlegt væri, að slikt sé ekki skynsamleg pólitik. Þess vegna á að þegja svo lengi og dyggilega, að máliö hreinlega dagi uppi. Hvernig er það?,fTók svona langan tima fyrir hv. þm. að skammta sér kaupið sitt? Ljósið, sem i þér er, hvar er það? Ég vil ekki og get ekki trú- að þvi, að þaö sé ekki lengur lif- andi. þótt i minum augum skini það ekki bjarl þessa stundina. Vitið þið kannske ekki, að það pólitiska munstur, sem islenskir stjórnmálamenn hafa lifað og hagað sér eftir s.l. 30-40 ár, er vonlaus. dauft og einskis nýtt. Veit ég vel, að það þarf að reisa hús, hlaða vegi og byggja brýr. Það þarf að endurbæta hafnir. hlynna að bændum og búaliði. sjómönnum og öðru vinnandi fólki um allt tsland. En það þarf fyrst og fremst að snúa sér að þvi, sem nauðsynlegast er. hætta að vera Marta og taka sér Mariu til fyrirmyndar, hætta að vantreysta hverri sál og koma til dyranna eins og maður er klæddur. Þjóðin fylgist með gerðum ykkar, orðum og at- höfnum. Verulegur hluti hennar trúirekki lengur neinu, sem þiö segið eða gerið. Áratuga gömul plata hefur ekki lengur nein áhrif á þjóðina, sem þiö eigið að stjórna. Ef þiö sjáið þetta ekki sjálf, þá uggir mig, að þið verðið látin sjá þaö innan ör- fárra ára. Þið hafið, stjórn og stjórnarandstaða. unnið að þvi ljóst og leynt aö gera hvort ann- að ómerkilegt i augum þjóðar- innar. Þvi eruð þið sjálf orðin nokkurs konar ómerkingar. Enginn segir. að ekki sé hægt aö sjá að sér. Enginn segir. aö sá þurfi endilega að vera ofurseld- ur aðhlátri, sem áttar sig á þeim táknum, sem sifellt eru að birt- ast. tslensk þjóð getur smæðar sinnar vegna verið til fyrir- myndar, þvi að hún er nánast litið annað en ein stór fjöl- skylda. Þetta verður oft berlegt á stóru stundunum. En þær eru snöggtum færri en hinar venju- legu mannlifsstundir. Ég veit drottinn. að örlög manns eru ekki á hans valdi né það heldur á valdi gangandi manns að stýra skrefum sinum. Nemið staðar viö veginn. litist um og spyrjið um gömlu göturn- ar, hver sé hamingjuleiöin og farið hana. svo aö þið finnið sál- um vðar hvíld. Ég þakka fyrir. <r Sunnudagur 10. marz 1974. Sunnudagur 10. marz 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.