Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 3
CHANGE ERU KOMNIR AF STAÐ: „HÖFUM ALDREI UPPLIFAD ADRA EINS SAMSTÖÐU” Þá er hún upprunnin, helgin þegar CHANGE byrja. A fimmtudagskvöldið voru þeir i Klúbbnum og i kvöld, laugar- dagskvöld, eru þeir i Ungó i Keflavik. Allar græjur eru nýjar, prógrammið nýtt, lögin ný og flest frumsamin, svo ekki ætti að þurfa að hafa áhyggjur af að Changeséu með útjaskaða „brennivinsmúsik.” Change er ekki danshljóm- sveit eins og við þekkjum slik fyrirbæri, heldur koma þeir fram i á að giska tvo tima á kvöldi og gera sér sjálfir von um að fólk vilji fyrst og fremst hlusta. — Ef það gengur ekki, sögðu þeir, þegar tiðindamaður Tón- eyrans hafði tal af þeim fyrir skemmstu, —þá förum við út i það að spila heil böll sjálfir. Til að byrja með verðum við alltaf með hljómsveit eða diskótek með okkur. Það er bæði skemmtilegra fyrir okkur og fólkið — að þvi er við höldum. Það er allt of mikil deyfð rikj- andi i þessum málum núna. Change — Magnús Sigmunds- son, Jóhann Helgason, Birgir Hrafnsson og Sigurður Karlsson — stefna að þvi leynt og ljóst að verða frægir viðar en hér á íslandi. Þvi hafa þeir lýst yfir oftar en einu sinni — og þeim hefur miðað eitthvað áfram. Þeir eru á plötusamning við Orange Records i Bretlandi og þar geta þeir gengið inn hvenær sem þeim dettur i hug og tekið upp. — Þar ytra eru liklega til tiu eða tólf lög, sem við tókum upp þar i fyrra, sagði Magnús i rabbi okkar. —Sumt af þvi viljum við gera aftur, annað viljum við gera meira við og svo framvegis. Okkur liggur ekkert á, við förum út liklega i júni eða júli og gerum þá LP-plötu fyrir breskan markað. — Þá viljum við vera ekki minna en þrjá mánuði i Bret- landi, bætti Birgir Hrafnsson við. —Við viljum spila þar,enda þýðir ekkert annað en að fylgja hlutunum eftir. Stór hópur fólks átti mjög erfitl að átta sig á hvernig það mátti fara saman: villtur tón- listarstill þeirra Sigurðar Karlssonar og Birgis Hrafns- sonar annars vegar og þeirra Magnúsar og Jóhanns hins- vegar. Eins og menn muna byrjuðu þeir Magnús og Jóhann með svokallaða „kassagitara- músik” og ekki löngu siðar hættu þeir Sigurður og Birgir samstarfinu við Svanfriði, þvi þeir vildu spila hressilegri músik. Og enn eiga margir erfitt með að átta sig á að menn með svo ólika músikuppruna geti starfað saman á árangurs- rikan hátt. — Samstarfið gengur frábáir- lega vel, sögðu þeir og voru á einu máli um það. Enginn þeirra sagðist muna eftir öðrum eins „vibrum” i einni hljóm- sveit. — Að visu semjum við Jóhann megnið af þvi, sem við gerum, sagði Magnús, —en þeir Siggi og Biggi leggja sitt fram. Við gerum eiginlega ekki mikið meira i upphafi en að koma með laglinur og hljómaganga en siðan getur tempóið, lengdin, frasar, breik og allt þetta breyst mjög — þegar við höfum allir áttað okkur dálitið á þvi, sem við erum að vinna að i það og það skiptið. — En hvað varð um þessar tvær tveggja laga plötur, sem áttu að koma út i gjafa- pakkningum fyrir jólin? Magnús: — Ég talaði nú um daginn við þá i Orange og þá kom þeim mjög á óvart að heyra að þær væru ekki enn komnar til landsins. Frá þeim fóru þær i pressun fyrir jól og nú biðum við bara eftir þeim. Við vitum ekki meir — þær verða settar á markaðinn um leið og við fáum þær. Samningur okkar við Orange hljóðar upp á það, að við fáum ákveðna prósentu af allri plötu- sölu i Bretlandi og svo fáum við vissan eintakafjölda hingað upp okkur að kostnaðarlausu og seljum þær plötur sjálfir. Þessar tvær plötur eiga ekki að koma út i Bretlandi, heldur aðeins hér. En hvenær verða Change svo endanlega frægir — eins og þeir segjast allir hafa trú á að þeir verði fyrr eða siðar? — Við værum ekki að þessu ef við hefðum ekki óbilandi trú á þvi — nú er þetta bara tima- spursmál. Annars höfum við nógan tima — við þjáumst ekki af óþolinmæði. Og fyrir þá, sem ekki voru i Klúbbnum á fimmtudags- kvöldið og verða heldur ekki i Ungó i kvöld, þá spurðum við á endanum hvernig músik þeir væru að spila: — Það er allt frá þvi, sem Magnús og Jóhann voru með og upp i þungt rokk. Allt þar á milli. Hljóðfæraskipanin segir kannski eitthvað til um sándið: Rafmagnsgitar (Birgir), kassa- gitar (Magnús), bassi (Jóhann) og trommur (Sigurður). Nú biðum við spennt... RIQ, NUTIMABORN. ÞRJU A PALLI OG FLEIRI Næsld sjónvarpsugra Jónasar R. Jónssonar verður um þjóð- laga- og visnasöng á Islandi á undanförnum árum, allt frá dögum Savanna-triósins. Jónas hefur safnað saman öllum helstu trióum, söngflokkum og söngvurum á þessu sviði frá þessum tima og á fimmtudaginn 14. mars, verður haldinn konsert i sjónvarpssal, þar sem ýmsir hinna bestu og skemmtilegustu koma fram. Til stóð að fá Savanna-trióiðmeðal annarra, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst ekki að ná sambandi við Þóri Baldursson, sem nú starfar við hljóðfæraleik i Míinchen i V-Þýskalandi. Aður höfðu þó þeir Björn Björnsson og Troels Bentsen lofað að koma fram ef næðist i Þóri. Þeir, sem koma fram i Uglunni eru liklega eftirfarandi (ekki hafði endanlega verið gengið frá öllu fyrir helgina): Rió-trióið, Nútimabörn, Þrjú á palli, Fiðrildi (myndin), Heimii og Jónas, llannes Jón llannesson, Arni Johnsen og Kristin ólafsdóttir. Að likindum verður þátturinn sýndur 16. mars. Enginn þessara hópa er starfandi i dag — nema jú Arni Johnsen og hann má liklega kalla „hóp”. Takist vel til má reikna með fádæma skemmtilegu kvöldi, þvi allir þessir aðilar áttu það sam merkt, að vera mjög skemmtilegir á sviði og láta ekki nægja að vera með fágaðan söng, heldur fylgdi yfirleitt með i kaupunum hressileg framkoma, brandarar og skemmtilegheit. Eins og áður hefur verið vikið að hér á siðunni er þessa stundina fátt um feita drætti á þessu sviði hérlendis, en þó eru einhverjir hópar að byrja, eins og til dæmis „Trióla” og svo hópur, sem ég man ekki lengur hvað heitir en slagsiða Morgunblaðsins mælti hressilega með ekki alls fyrir löngu — og þau meðmæli duga mér. __ntiQ ld PELICAN: Asgeir, Björgvin, Jón, Pétur og Ómar: — Þetta verður plata með okkur en ekki einhverjum ameriskum hljóðfæraleikur- um. plötum sinum þar i pressun. revna að komast i samband við áhugasama hljómleikahaldara. klúbbcigendur og svo framveg- is, skoða stórborgina. kynna sér helstu nýjungar og svo fram- vegis Við ætlum að gera þessa plötu algerlega sjáífir. sagði Pétur Kristjánsson.sörigvari hljómsveitarinnar. nýlega i spjalli við Tóneyrað. Þetta verður plata með Pelican en ckki einhverjum ameriskum session-mönnum. enda held ég að við getum þetta alveg sjálfir og þurfum enga utanaðkomandi hjálp. Það væri helst að við keyptum okkur einhvcrn til að stjórna sjálfri upptökunni i pro- dúsent). og það a allt að verða klárt þegar við komum út. T i ði n d a m a.ð u r Tó n e v r á n s verður með þeim félögum i för- inni vestur um haf og þvi má fullt eins gera ráð fyrir. að sagt verði itarlega l'rá upplökunni og sjálfri ferðinni þegar heim verður komið hinn 2:1. mars. TDNEYRAÐ Ómar Valdimarsson PELICAN TIL USA NU UM HELGINA - Tóneyrað með í ferðinni PKUCAN halda til Banda- rikjanna á morgun. sunnudag. þar sem þeir dveljast i hálfan mánuð. A mánudagskvöldið koma þeir til Stoekbridge i Massachusetts-riki, og hefjast þegar handa við hljóðritun i stúdióinu „Shaggy l)og". Meiningin er að vera i Stock- bridge i rúma viku og taka þar upp 12 lög á LP-plötu. öll frum- samin nema eitt Spi engisaml- ureftir Sigvalda Kaldalóns - og einnig verða teknar upp tvær tveggja laga plötur. sem koma út við fyrsta tækifæri. Stóra platan á svo að koma út þegar hérlendis er orðið bjart allan sólarhringinn. Þegar hljóðritun er lokið halda Pelican með Iriöu löru- neyti til New York City og koma Sunnudagur 10. marz 1974. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.