Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 11
Bjarni Jónsson, lengst til hægri i neðri röð, ásamt félögum sinum i Arhus KFUM, Myndin var tekin á sunnudaginn. Liðið kemur hingað i næsta mán- uði. Titill Bjarna í höfn... Eins og við sögðum frá á for- siðunni i gær, hefur Bjarni Jónsson tryggt sér Danmerkur- meistaratitil í handknattleik með fclagi sinu Arhus KFUM. Félagið á aðeins einum leik ólokið, og hefur fimm stiga for- ystu. Sigur félagsins er þvi mjög öruggur, einkum þegar þess er gætt, að siðasti leikur þess verður á heimavelli. Bjarni flytur til tslands i haust, að loknu tækninámi, og byrjar þá væntanlega að leika með Val, og kannski landsliðinu. En i næsta mánuði kemur Arhus hingað i boði Þróttar, og leikur nokkra leiki. Við birtum hér úrslit leikja um helgina, og siðan stöðuna i 1. deild: AGF-Helsingor ...........17-20 Skovbakken-Stadion ......19-14 Stjernen-Virum...........16-12 HG-Arhus KFUM............19-21 Efterslægten-Fr.KFUM .24-35 Staðan: Arhus KFUM....... 17 337-257 30 Helsingor........ 17 324-285 25 F.cia KFUM....... 17 348-295 24 Stadion.......... 17 290-288 19 HG............... 17 305-260 18 Efterslægten......17 317-322 15 Stjernen......... 17 263-281 14 Skovbakken........17 255-280 12 AGF...............17 250-290 11 Virum............. 17 254-385 2 Iþróttir Enn eiga ÍR-ingar í vandræðum Unnu Armaim eftir framlengingu ÍR — Ármann 91:81 (45:29) (eftir venjul. leiktima 77:77) Þetta var spennandi leikur þar sem sauð upp Ur i lokin. Ár- menningar byrjuðu mjög illa, og töldu margir Urslitin ráðin i hálfleik er staðan var 45:29 1R i vll, yfirburðastaða. En Ár- menningar jöfnuðu siðan leikinn og komust yfir mest 5 stig 75:70. En fyrir fádæma klaufaskap missa þeir það niður og 1R tekst að jafna og fá þar með fram- lengingu. Það var Jón Björgvinsson sem gerði fyrstu körfu leiksins fyrir Ármann, en Kolbeinn jafn- ar, og Kristinn og Agnar skora siðan næstu tvær körfur og stað- ar er 6:2. 1R komst siöan i 12:6 en þegar leikhlé var tekið var staðan 20:14 ÍR i vil. ÍR-ingar léku mun betur en Ármann i fyrri hálfleik. Ármenningar byrja svo strax eftir leikhlé að saxa á forskotið, t.d. var staðan 59:52 fyrir ÍR, og enn sækja Ármenningar sig og jafna siðan 64:64 með sérlega fallegri körfu Jóns Sigurðsson- ar. Siðan tekst Ármenningum að komast 5 stig yfir 75:70 og leikurinn alveg að renna Ut, og þegar aðeins 25 sek. eru eftir fær Jön Sigurðsson sina fimmtu villu og skiptir engum togum að Ármannsliðið án Jóns var yfir- spilað siðustu sekUndurnar og IR-ingum tekst með smáheppni að jafna 77:77, svo að fram- lengja varð leikinn. Framlengingin var alger ein- stefna 1R, sem gerði 14 stig gegn aðeins 4 stigum Armanns, en lið Ármanns var sem vængbrotinn fugl eftir að Jón Sig. hvarf af velli, svo að annars frábært ein- staklingsframtak hans nægði ekki. 1 fyrri hálfleik voru það 1R- ingar sem léku betur en i þeim siðari snerist dæmið við, Ár- menningar og þá sérstaklega Jón Sigurðsson. Agnar Friðriksson var lang- bestur i liði tR, og skoraði mikið Ur langskotum. Þá léku þeir Kol- beinn og Kristinn Jörundsson einnig mjög vel, og skoruðu þessir tveir 12 af 14 stigum 1R i framlengingunni, svo ljóst er að þessir þrir leikmenn bera höfuð og herðar yfir aðra leikmenn liðsins, i þessum leik fengu að- eins 6 leikmenn að leika fyrir 1R, en 4-5 varamenn fengu ekki að koma inná eina einustu min- Utu, jafnvel þótt 1R hefði stund- um 10-13 stiga forystu i fyrri hálfleik. Þegar á heildina er litið verð- ur þessi leikur að teljast mjög lélegur hjá Ármanni, það voru aðeins þeir Jón og Simon sem eitthvað kvað að af viti, menn eins og Birgir Birgis, Hallgrim- ur og Atli gerðu sig seka um al- gerar byrjendavillur hvað eftir annað og Haraldur og Jón Björgvinsson voru mjög slappir að þessu sinni. Þá stóð Björn Christensen sig ekki nógu vel. En hann var þó með mun betri leik en 5 siðasttöldu leikmenn- irnir. Stigahæstir: 1R: Agnar 30, Kristinn 24, Kol- beinn 22 og Jón 11. Ármann: Jón Sigurðsson 28 og Simon 22. Vitaskot: ÍR: 20:15. Armann: 10:7. —PK ...og hagur Geirs vænkast! Hagur Göppingen, félags Geirs llallsteinssonar, vænkaðist mjög i suðurdeildinni þýsku um helgina. Göppingen sigraði þá toppiiðið Huttenberg (sem boðið hefur Axei Axelssyni samning) 17:16, og á sama tima tapaði lið no 2, Rinthcim, 12:18 fyrir Mil- bertshofen. Tvö efstu liðin kom- ast i úrslit, og má telja Göpping- en öruggt i Urslit, ef félagið sigr- ar Rintheim á heimavelli i næsta leik. Göppingen á eftir tvo leiki. Staða efstu liðanna er nU þessi: Huttenberg 15 11 1 3 257:220 23 Göppingen 14 9 2 3 272:230 20 Rintheim 14 10 0 4 245:218 20 A botninum er staða Dietzen- bach (sem einnig hefur boðið Axel samning), orðin slæm eft- ir enn eitt tap. I norðurriðlinum unnu bæði Wellinghofen og Gummersbach, og eru nær örugg i 4-liða Urslit- in. Fyrirlestur um Norðurlandamenntun á sviði leikhúss og fjölmiðla i Norræna húsinu fimmtudaginn 21. mars kl. 20:30. Forstjóri Bertil Lauritzen frá Dramatiska institutet i Stokkhólmi flytur fyrirlestur um þá menntun, sem hægt er að fá á Norð- urlöndunum til að starfa við leikhús, út- varp, kvikmyndir og sjónvarp. NORRÆNA Verið velkomin. HUSIÐ Starf fulltrúa Starf fulltrúa i starfsmannadeild er laust til umsólknar. Laun samkvæmt kjarasamningum rikis- starfsmanna. Umsóknarfrestur til 13. april 1974. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegur 116, Reykjavik. Loftpressur Tökum að okkur múrbrot, fleygun, borun og sprengingar i húsgrunnum og holræsum. Vélaleiga Simonar Simonarsonar simi 19808. Lokað í dag, miðvikudag vegna útfarar dr. Þórðar Þorbjarnarson- ar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Kynnisferðir um söguslóðir Reykjavíkur 874-1974 Tveggja tima ökuferð um gamla bæinn með sögufróðum fararstjóra. Nokkrir sögulegir staðir sem skoðaðir verða og fjallað verður um: Arnarhóll, Sölvahóll, Jörundarvigi, Skuggi, Móakot, Tobiasarbær, Frosta- staðir, Skólavörðuholt, Landshöfðingja- húsið, Þingholt, Skólabrúin, Ingólfsnaust, Ingólfsbrunnur og landnámsjörðin Reykjavik. Farið verður frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu n.k. sunnudag 24. mars kl. 13.45. Miðvikudagur 20. marz 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.