Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 15

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 15
Ævintýri í sveitinni Borgarbörnin eiga að fara i sveit á sumrin, þvi þannig læra þau að meta náttúruna og gæði landsins og auk þess læra þau að vinna i heilnæmu lofti og umhverfi. Samkvæmt róman- tikinni og barnabókunum (sem urðu til á undan Olgu Guðrúnu) eiga borgarbörnin að vera i sveit hjá afa og ömmu, leika við islenska hunda i ilmandi heyi, borða pönnukökur á sunnu- dögum og fá rófupoka með sér heim á haustin. Afi og amma eru afskaplega góðleg á svipinn, hann er með grátt skegg og kann skemmtilegar sögur og amma er trúrækin og kann einhver lifandis býsn af vfsum og þulum. Svo koma töðugjöldin og þá fer að sjá fyrir endann á sumarævintýrinu. Við tekur skólagangan og ekki er það siður skemmtilegt. Skólasystkin min voru flest i sveit á sumrin þegar við vorum i barnaskóla. Þegar nokkur vor og haust voru liðin án þess að ég gæti tekið þátt i uppbyggilegum umræðum þeirra um sveita- sæluna varð mér ljóst, að ekki var hægt að láta það viðgangast öllu lengur að ég væri svo mikið borgarbarn, að ég þekkti ekki mun á hænu og hana, fór ég að fara fram á, að ég fengi lika að fara i sveit. Systur minar tvær, sem auðnaðist að sjá þennan heim nokkrum árum á undan mér, voru þegar farnar að fara i sveit hjá einhverju fólki á sumrin og ekki þótti þeim sportið ómerkilegra en skóla- systkinum minum. Svo kom að þvi. Þá hef ég liklega verið niu eða tiu ára. Yngri systirin var komin i sveitina og hafði tekist að sann- færa bóndann og konu hans um, að ég væri liðtækur vinnu- maður og auk þess ekki sérlega þurftafrekur. Þegar á reyndi kom i ljós að það þótti bóndanum og húsferyju hans minn helsti kostur. Einn sólrikan sumardag fékk ég þau skilaboð, að bóndinn væri i heimsókn hjá dóttur sinni i Kópavogi og myndi skjóta undir mig fari i sveitina siðar þann sama dag. Og til að hafa allt i stil, þá tók ég pokaskjatta minn og gúmmiskó og gekk af stað. Fyrir utan húsið stóð hið furðulegasta'farartæki, sem ég hef nokkru sinni augum litið. Liklega hefur það verið fyrsti Viponinn, sem framleiddur var, og löngu seinna virtist hafa veriðgerð ömurleg tilraun til að brynverja farartækið. Ég knúði dyra og dóttirin, feit og sælleg, kom til dyra. Ég sagði til min og var boðið til stofu, þar sem húsbóndi minn væntanlegur lá uppi sófa og hraut. Þetta var skömmu eftir kaffið og einhver hafði sagt mér, að bændur væru vanir að leggja sig eftir mat og kaffi, þannig að ég lét mér hvergi bregða. Eftir drykklanga stund áræddi dóttirin að vekja karl föður sinn, sem þá var tæplega fimmtugur, litill karl og visinn og með undarlega húfu á hausnum. Aldrei sá ég hann siðar taka niður húfuna — sem kannski er ekki rétt að kalla húfu, þvi þetta var hattur, sem börðin höfðu verið klippt af. Nokkru seinna var mér sagt, að sveitungar bóndans kölluðu þessa húfu aldrei annað en ,,Makarios” og sjá: Makarios erkibiskup á Kýpur gengur með nákvæmlega eins höfuðfat, þótt mig renni grun i, að hans útgáfa gegni einhverju öðru hlutverki. Aður en við gátum lagt af stað þurfti að koma „bilnum”, sem reyndar var kallaður „Hnusi” af stað og það gekk svo sannar- lega ekki andskotalaust. Orð- bragð húsbónda mins náði á endanum þvi hámarki, að enn þann dag i dag er ég sannfærður um, að hann hefur komið bilnum af stað með særingum og gjörningum einum saman. t Elliðaárbrekkunni kom lög- reglubill á móti okkur, stansaði hastarlega og siðan var okkur gefið merki um að stoppa. Húsbóndi minn bölvaði þeim svakalega og taldi fullvist, að ef hann stoppaði alveg, þá væri útséð um, að Hnusi kæmist af stað aftur. Þegar lögreglu- mennirnir höfðu starað á bilinn um stund kom i ljós, að það var einmitt meiningin: þetta skrimsli skyldi ekki lengra. En þar sannaðist mér i fyrsta skipti, að húsbóndi minn var með munninn fyrir neðan nefið og eftir að númerin höfðu verið klippt af fengum við að halda ferðinni áfram. Hnusa hafði bersýnilega sjálfum mjög mis- likað þessi aðför, þvi hann fór i gangi fyrsta og þurfti nú engar særingar til. Áður þurfti þó húsbóndi minn að gefa hátiðlegt loforð um, að hann færi aldrei framar með Hnusa út á vegi, götur eða troðninga, þar sem mátti búast við öðrum farar- tækjum. Eftir fjögurra tima ferðalag um tveggja tima leið var komið „i sveitina”. Eftir fagnaðar- fundi mina og systur minnar gafst mér tækifæri til að sjá hitt heimilisfólkið, sem var hús- freyjan, hálfum áratug eldri en bóndinn, og tæplega tvitugur sonur þeirra. Kerlingin horfði fyrirlitlega á mig og þótti ég greinilega ekki mikill bógur: við hverju var annars að búast af þessum borgarhálfvitum? Mér hafði ekki þótt karlinn ógæfulegur að sjá, en strax leist mér illa á húsfreyju hans, og þótti hún misbjóða fegurðar- skyni minu. Ekki reikna ég með, að ég hafi verið einsdæmi niu ára gamall fyrir að láta útlit fólks hafa þessi áhrif á afstöðu mina til þess. Sonurinn sat á traktornum og kinkaði vingjarnlega kolli til min; hann varð siðar slikur vinur minn, að hann reyndi að kenna mér á traktorinn. Mér var ekki til setunnar boðið. Systur minni hafði greini- lega tekist vel upp i að sannfæra þau um, að ég væri góður vinnu- maður, þvi það fyrsta, sem hús- freyja sagði við mig, var: „Jæja, best að sjá hvað þú dugir. Farðu og mokaðu flórinn.” Ef mig misminnir ekki illi- lega, þá var það i fyrsta skipti sem ég kom inn i fjós — og raunar var það systir min elskuleg, sem sagði mér, að flórinn væri i fjósinu. Hún sagði mér lika hvernig væri heppi- legast að gera þetta og bað mig að vera fljótan, þvi ég ætti að koma strax niður á engjar. Þennan fyrsta dag var allri rómantik svipt fruntalega af sveitasælunni minni. Þetta var bölbað púl, engar pönnukökur, engir glaðlegir hundar, ekkert grátt skegg og peysuföt. Ekki vantabi það, að fallegt væri i sveitinni minni; i gegnum dalinn rann silfurtær á, þar sem mátti sjá fallega fiska skjótast um, kvöldsólin skein og það ilmaði vel úr heyinu. En það var komið miðnætti, þegar loks var stungið upp á þvi að fara að sofa og þá vissi ég ekki lengur hvað ég hét. Auk þess var ég orðinn illilega hungraður — hafði ekkert fengið að borða allan daginn nema hundasúrur, sem ég sleit upp af þúfu. Og alltaf vann ég eins og hestur. Sjálft ibúðarhúsið var fremur litið, tvilyft, og álika þrifalegt og fjósið. Bað var nátturlega ekkert og klósett i kassa, sem hafði verið negldur utan á fjósið. Þar voru dag- blöðin geymd, snyrtilega rifin niður. Auk þess voru nokkur dagblöð notuð sem veggfóður i stofunni, sem ekki var notuð á meðan ég var i sveitinni. Hund- arnir lágu i ganginum, eins og mér skilst að sé alsiða i sveitum, og þar voru lika koppar og kyrnur, sem enginn vissi til hvers voru. Úr ganginum var mjór tréstigi upp á loftið, þar sem svefnherbergin voru. 1 horninu fyrir ofan rúm bóndans og húsfreyju hans var þykkur kóngulóarvefur og mold um allt gólfið. Þau voru vön að fara úr stigvelunum þar inni. Við systkinin áttum að sofa i sama rúmi. Mig rak i rogastans, þegar ég sá það. Þegar systir min hafði komið snemma um sumarið varð allt i einu ljóst, að ekki var til rúm handa henni i herbergi, sem hún átti að hafast við i blá- nóttina. Var þvi brugðið á það ráð að fara út i hlöðu, þar sem ýmislegt leynist, og leita að einhverju fleti. Þar fannst gamall gripur, sem áður fyrr hafði verið divan, en var nú ekkert nema grindin og gormarnir. Bóndi þóttist hafa himin höndum tekið en varð jafnframt ljóst, að ekki dugði þetta nægilega svona útlits. Hann leitaði betur og fann þá gamla strigapoka og heysekki, henti þvi á „divaninn” og þar með var þettaþað mikla vanda- mál leyst. Með þetta hélt hann hróðugur út tilsystur minnar, sem lét sér ekki sérlega illa líka og þótti oröið hið prýðilegasta rúm, þegarég kom um mitt sumar. A þessu sváfum við saman á meðan ég var i sveitinni og þegar ég reyndi vatnsrúm mörgum árum siðar var munurinn i rauninni ekki annar en sá, að gormarnir rákust upp i bakið á manni — en það gerðist ekki með vatnsrúmið, einskonar hæg undiralda. Min daglegu skyldustörf voru að moka flórinn, sitja yfir beljunum, svo þær ætu ekki kálið, og vinna á engjunum. Beljurnar reyndust mér erfiðastar, allar tuttugu. Ekki veit ég hvers vegna þær voru i tvo eða þrjá daga látnar vera heima i túnfætinum i stað þess að bita gras i haganum eins og venjulega, en hitt veit ég, að ég þurfti að sitja yfir þeim og vernda kál og kartöflugrös. Svo gerðist það auðvitað, að ein beljan hljóp til og byrjaði að háma i sig ávextina lorboðnu og á meðan ég var að koma henni út úr kálgarðinum aftur, átu hinar það, sem eftir var. Þessi nautgripavernd var slikt vandaverk, að mér gafst ekki timi til að fara heim á bæ til að næra mig, heldur kom hús- freyja einu sinni á dag með heimabakað brauð með bláum bræðingi og kaffi i krukku. Sú krukka á sér áreiðanlega merkilega sögu, þótt ég kunni hana ekki nema að mjög litlu leyti og finnst mér full ástæða til að geta hennar hér: Þegar húsfreyju, sem alltaf hafði sömu óbeitina á mér, skildist að úr einhverju þurfti ég að drekka kaffið, leitaði hún i skápum sinum og hornum að sliku iláti. Það fannst þó ekki fyrr en eftir rannsóknar- leibangur mikinn út i ljós, þar sem krukka stóð i glugganum og var notuð fyrir grafhýsi af flugufjölskyldunni þar. Hús- freyju þótti krukkan af mátu- legri stærð, deif henni einu sinni eba tvisvar ofan i kalt vatn, sem lék um saltfiskbirgðirnar, og hellti i hana kaffinu. Um ferkari hreingerningu á krukkunni var ekki að ræða á meðan ég var á staðnum. Mataræðið i „sveitini” var tiltölulega fábreytt — fyrir utan ósköpin að fá ekki pönnu- kökurnar og heita súkkulaðið, sem bækurnar höfðu lýst svo fjálglega. Á þessu stigi málsins er liklega rétt að útskýra, að i upphafi var samið um, að ég yrði i sveitinni i vikutima til að byrja með og að þeim tima liðnum átti að ráðast hvort ég framlengdi vinnusamninginn. (Það eina, sem okkur kerlingu tókst að verða sammála um til- tölulega fljótlega, var að ég væri jafn leiðinlegur og hún og færi þvi strax heim að viku liðinni.) Á hverjum degi var boðið upp á soðið júgur. Til þessa dags hefur ekki nokkur lifandi maður trúað þeirri staðhæfingu minni úr endurminningasafninu, en engu að siður er það satt. Þó veit ég ekki hvernig það er á bragðið, en bóndinn sagði mér i fyrsta skiptið, sem þessi osköp voru borin á borð, að spenarnir væru bestir — enda var hann löngu búinn að éta þá alla. Vinnudagurinn var langur og strangur. Upp úr sex á morgnana kom bóndi venjulega með úfinn hausinn inn um gat á veggnum á herbergi okkar syst- kinanna og hrópaði: „Klukkan er orðin sex, bráðum orðin sjö og farin að ganga átta! Ætlið þið aðsofa ykkur til óbóta? ,, Þá vorum vib búin að sofa i fimm eða sex klukkutima. En karlinn átti það lika til að vera skemmtilegur. Einn daginn var hann meira að segja svo skemmtilegur, að ég sem var óvanur þessu mataræði, gerði hreinlega i buxurnar i hláturskasti. Hins vegar fannst mér það ekki skemmtilegt þegar hann refsaði mér éinn daginn með þvi að neita að gefa mér heitar flatkökur, sem hús- freyja hans hafði bakað og komið með niður á engjar. Ástæðan fyrir refsingunni var sú, að mér hafði orðið á að kasta af mér vatni utan i eina hey- sátuna og þegar flatkökurnar komu hlammaði hann sér niður á þann sama stað með hendurnar á undan sér. Þegar hann fann vætuna og sá svipinn á mér, lagði hann saman tvo og tvo og fékk út fjóra — sem þýddi, að hann fékk mina flat- köku og ég ekki frekari matar- bita þann daginn. A sjötta degi hringdi ég til foreldra minna og sagðist vera að koma heim. Það varð að samkomulagi, að þau myndu sækja mig daginn eftir og er ég bar húsfreyju fréttirnar sagði hún ekki óvingjarnlega: „Jæja, það var ágætt. Ekki veit ég hvort okkar verður fegnara, ég eða þú." Daginn eftir fór ég heim rófu- pokalaus, skitugur og þreyttur. Þó var ég reynslunni rikari og gat tekið þátt i samræðum skólasystkina minna um haustið — en þá rak ég mig aftur á, að einhversstaðar leynist sannleikskorn i sögunum sem við vorum að lesa þann veturinn. Aftur á móti töldu þau hvergi leynast sann- leikskorn i minum sögum. —ó.vald. Svipmyndir, þrungnar aldamóta rómantík, af landbúnaðarferli w Omars Valdimarssonar ALLRA VAL OPAL Mánudagur 17. júní 1974 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.