Alþýðublaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 11
FVLGII SAMRÆMI VID FORTfÐINA
Kunnur Reykvíkingur hefur komiö að máli viö Al-
þýöublaöiö, lýst yfir stuðningi við Alþýöuflokkinn i
þessum kosningum og béðið fyrir eftirfarandi grein,
en kýs þó, aö na f ns síns sé ekki getið.
Venjulegir,
borgara legir
pólitíkusar?
Alþýðubandalagið stendur
senn á timamótum.
Formaður þess segist vera
jafnaðarmaður, og leiðtogar
þess i ráðherrastólum sýnast
einfaldlega venjulegir borgara-
legir stjórnmálamenn og valda-
prúttarar.
Alþýðubandalagið gengst i
rikisstjórn fyrir stórfelldu
kaupráni og kjaraskerðingu,
ekki aðeins i blóra við verklýðs-
hreyfinguna, heldur án samráðs
og i fullum fjandskap við hana.
Undir handleiðslu Alþýðu-
bandalagsins i rikisstjórn semja
aðilar vinnumarkaðarins um
stóraukið launamisrétti, þar
sem hinir lægst launuðu hljóta
langminnstar launahækkanir.
Ráðherrar Alþýðubandalags-
ins vill semja við erlendan auð-
hring (Union Carbide) með full-
tingi Sjálfstæðisflokksins, en i
andstöðu við eigin þingflokk og
flokksstjórn.
Ráðherrar Alþýðubandalags-
ins hafa ekki einasta látið her-
inn sitja sem fastast i Keflavik
og jafnvel aukið umsvif sin,
heldur hafa þeir ekki einu sinni
látið stöðva sjónvarpsútsend-
ingar hersins. Og i þokkabót
stóðu þeir svo að þvi, að i eina
skiptið i sögu lýðveldisins voru
Bandarikjamenn látnir borga
fyrir aðstöðu sfna, en það voru
500—600 millj. kr. i flugvallar-
umbætur, sem islensku flugfé-
lögin þörfnuðust. — Þá komst
Island næst þvi að vera selt.
Drap ivið fleiri en sjálfur Hitler,
en átti ótrauða málsvara á is-
landi
Ofan á allt þetta lýsir svo
Magnús Kjartansson þvi yfir, að
hann útiloki ekki stjórnarsam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn eft-
ir kosningar!
Eru þá Magnús og Lúðvik
virkilega orðnir bara venjulegir
borgaralegir pólitikusar?
En hvílík fortíö!
En „þrátt fyrir þessa daga,
þrátt fyrir allt”, eru þetta þó
ekki alltént mennirnir, sem ót-
rauðastir allra ásamt Einari 01-
geirssyni vörðu hvert ofbeldis-
verk Rússa i Evrópu á fætur
öðru?
Þrættu þeir ekki i 20 ár fyrir
útrýmingar Stalins á milljón-
um, þangað til linan kom frá
Krúsjoff 1956, að þær útrýming-
ar væru engin auðvaldslygi,
heldur bláköld staðreynd?
Vörðu þeir ekki árásina á
Finnland 1939 og innlimun
Eystrasaltslandanna 1940?
Vörðu þeir ekki Rússa, þegar
þeir með harðri hendi bældu
niður uppreisnina i Póllandi
1953?
Vörðu þeir ekki innrásina i
Ungverjaland 1956 og Berlinar-
múrinn 1961?
Og voru þeir ekki hallærislega
volgir við innrásina i Tékkó-
slóvakiu 1968, þegar þeir liktu
Rauða hernum þar við herinn
hér i Keflavik og Magnús Kjart-
ansson neitaði i blaðadeilu að
taka afstöðu með eða móti þeim
umbótum i Téttkóslóvakiu, sem
innrásin var gerð til að brjóta á
bak aftur?
Og eru þetta ekki mennirnir,
Þetta eru kempurnar-.
Venjulegir
borgaralegir
pólitíkusar
sem voguðu sér i þokkabót að
taka afstöðu MEÐ Hitler um
tima? Þá var það auðvitað llnan
frá Moskvu, enda höfðu Hitler
og Stalin gert með sér griða-
samninga, og linan var, að það
væri „smekksatriði”, hvort
menn vildu virða eða hata
Hitlerismann, og „glæpsamieg
hcimska” að hefja styrjöld til að
tortima þeirri stefnu.
Jú, þetta eru sannarlega
mennirnir, Magnús Kjartans-
son og Lúðvik Jósefsson.
Og hvilik fortið! Dómur yfir
þvilikri fortið er ekki spurning
um hægri og vinstri, heldur heil-
brigði og siðferði.
Það er uppgjör
í nánd
Hvernig geta menn með þessa
fortið verið orðnir venjulegir
borgaralegir pólitikusar? Það
er sú spurning, sem heitast
brennur á kjósendum Alþýðu-
bandalagsins nú. Og það er
jafnframt þessi vandi, sem heit-
ast brennur á þeim Magnúsi og
Lúðvik um þessar mundir.
Þeim hlýtur að vera fullljós,
hve mögnuð óánægjan er með
Alþýðubandalagið: röðum kjós-
enda þess. Og þeim hlýtur að
vera fullljóst, að Alþýðubanda-
lagið mun tapa 500—1000 at-
kvæðum yfir til Fylkingarinnar
— og mundi tapa miklu meira,
ef Fylkingin ætti von um að fá
kjörinn mann. Þeim hlýtur þvi
að vera ljóst, að þeir verða að
gera það upp við sig innan
skamms, hvorum megin þeir
liggja, þegar til uppgjörsins
kemur. Vilja þeir halda áfram
brautina til borgaralegs, póli-
tisks hóglifis og keppa sem
„jafnaðarmenn” um atkvæða-
fylgi borgaraflokkanna og
segja þannig skilið við
fortið sina, samherja og
gamla og nýja kjósendur?
Eða vilja þeir snúa við og
taka upp þráðinn, þar sem
frá var horfið, hverfa aftur
til stéttabaráttunnar upp á
gamla móðinn, jafnvel berjast
fyrir sósialistiskri byltingu og
bera kinnroðalaust blak af
Rússum, á hverju sem gengur?
Uppgjörið er óumflýjanlegt.
Þessir menn geta ekki þóknast
harðsviruðum Moskvukomm-
únistum og hægfara jafnaðar-
mönnum i sama mund og i sama
flokki. Þeir verða að marka sér
bás i þessu langa litrófi. Og þeg-
ar dagur reikningsskilanna
rennur upp, þá hrynur af þeim
fylgi þeirrar stefnunnar, sem
þeir hafna.
Það er lærdómsrikt i þessu
viðfangi að minnast þess,
hvernig fór fyrir þeim tveim
jafnaðarmannaforingjum, sem
klufu Alþýðuflokkinn til að
gangá til samstarfs við
kommúnista. Það tók Héðin
Valdemarsson eitt ár að sjá sig
um hönd, hann dró sig út og
hætti afskiptum af stjórnmál-
um, þegar Sósialistaflokkurinn
varði árás Rússa á Finnland
1939. — Það tók Hannibal hins
vegar tiu ár að átta sig. En svo
aðframkominn var Sósialista-
flokkurinn 1956, eftir innrásina i
Ungverjaland, að Hannibal fékk
til umráða fyrir sjálfan sig og
sinn mann bæði annað og þriðja
sætið á Reykjavikurlista hins
nýstofnaða Alþýðubandalags
1956, sem bæði voru þingsæti.
Og hann varð formaður hins
nýja-flokks og ráðherra. Nei —
hans er sökin minni að hafa
klofið Alþýðuflokkinn þá. Hitt er
verra, að á úrslitastundu veitti
Ctrýmingar Stalins, Finnland, Eystrasaltslöndin, Pólland, Ung-
verjaland, Berlinarmúrinn, Velgja I Tékkósóvakiu. — ó, hvfllk for-
tið!
hann lifsblóði i Sósialistaflokk-
inn með þeim afleiðingum, að
menn eins og Magnús Kjartans-
son og Lúðvik Jósefsson hafa
getað gumað af 18—20% kjör-
fylgi i landinu. Hvað um það.
Það er liðin tið. Það er nútiðin,
sem skiptir máli, en framtiðin
þó mestu. Þess vegna er upp-
gjörið framundan i Alþýðu-
bandalaginu fagnaðarefni.
Trúfesti viö
kommúnismann eða
borgaralegt hóglífi
Saga samskipta þeirra Héð-
ins og Hannibals við kommún-
ista sannar, svo að ekki verði
um villst, að forustu kommún-
ista geta jafnaðarmenn aldrei
unað og aldrei kosið nema
skamma hrið.
Og nú er það að'koma á dag-
inn, að forustu værukærra, hóg-
lifra, borgaralegra pólitikusa
eins og Magnúsar og Lúðviks
getur ekki til lengdar haldist á
hvort heldur gamalgrónu eða
nýútsprungnu kommúnisku
kjörfylgi.
Magnús og Lúðvik þurfa þvi
ekki að ganga að þvi gruflandi,
að þeir eiga tveggja kosta völ:
annað hvort að hverfa á vit
sinnar gömlu og grimulausu
trúfesti við kommúnismann,
ellegar halda áfram á þeirri
braut borgaralegs, pólitisks
hóglifis, sem þeir hafa markað
sér undanfarin ár i rikisstjórn.
Og hvorn kostinn sem þeir
velja, þá hrynur af þeim fylgið.
Og þá verður fylgið i samræmi
við fortiðina.
Þeir studdu jafnvel hann lika
um tima: „Smekksatriði" aö
virða eða hata nasismann
„Glæpsamleg heimska” að
hefja (!) styrjöld gegn nasisma
Ekki er
Það verður fyrst og fremst að
vinna bug á verðbólgunni
A vegi blaðamanns i Njarðvik-
um urðu tveir góðkunnir menn
þar syðra, sem báðir eru góðir og
gildir kratar. Það voru þeir Ölaf-
ur Sigurjónsson, fyrrum oddviti,
og Helgi Sigvaldason, innkaupa-
stjóri Frihafnar á Keflavikur-
flugvelli.
„Hvað leggið þið mesta áherslu
á i þessum kosningum?”
„Höfnina, að sjálfsögðu. 1 henni
hefur ekkert verið gert siðan fyrir
5—6 árum, og þær framkvæmdir,
sem þá voru gerðar hafa að veru-
iegu leyti ekki náð tilgangi sinum
vegna skorts á framhaldsfram-
haldsframkvæmdum. í þær hefur
ekki verið ráðist vegna þess, að
við höfum ekki fengið fjárveiting-
ar..”
„Ifvað þurfið þið mikið til viö-
bótar?”
„Ja, ætli við þurfum ekki einar
100 millj. miðað við núverandi
verðgildi krónunnar, til þess að
hægt sé að ljúka raunverulega
við höínina, en á þvi bólar ekki
ennþá og núverandi rikisstjórn
hefur engin fyrirheit um fram-
haldsframkvæmdir gefið”.
„Og svo spáið þið f hitaveitu”.
„Já, það er okkar annað aðal
mál i þessum kosningum. Aætlun,
sem nýlega var gerð hljóðaði upp
á um 100 milljónir króna bara i
dreifikerfið i Ytri-Njarðvik svo nú
verðum við Suðurnesjamenn að
fá rikisstjórn, sem að minnsta
kosti hiustar á okkur”.
„Hefur fólk á Suðurnesjum það
c-kki annars nokkuð goti?”
„Jú, það má nú segja það, en
það er nú fyrst og fremst vegna ó-
hóflega langs vinnudags eins og
við höldum að það sé viðast hvar
á landinu, þar sem fólk hefur það
þolanlegt. Annars kom launa-
skeröing um siðustu mánaðamót
afar ílla við almenning. Þessi
visitöluskripaleikur i verðlags-’og
kaupgjaldsmálum verður að
hætta. Það gengur t.d. alls ekki,
þegar fatnaður og innflutt mat-
væli hækka, að greiða bara niður
landbúnaðarafurðir, til þess að
koma i veg fyrir kauphækkanir”.
„Hvað á að gera eftir kosning-
ar?”
„Það verður fyrst og fremst að
vinna bug á verðbólgunni og
reyna að koma efnahagsmálun-
um i viðunandi horf. Það kostar
mikið átak og til þess þarf styrka
efnahagsstjórn. Alþýðuflokkur-
inn fór með þau mál i siðustu
stjórn og sýndi þá, sérstaklega á
sildarleysisárunum, þegar draga
varð saman seglin, að hann á
menn, sem kunna sitt fag. Við
sjáum ekki, að hægt sé að treysta
þeim, sem nú fara með völdin, og
I góðæri hafa komið þjóðarbúinu
á vonarvöl, til þess að koma þeim
málum i lag, sem þeir sjálfir hafa
komið i öngþveiti. Það verður ó-
hjákvæmilega að skera niður i
bili framkvæmdir og rekstrar-
kostnaö rikisins. Milliliðagróða
verður að minnka niður i lágmark
og sitt hvað fleira. Alþýðuflokkn-
um viljum við fela þá ábyrgð að
gæta hagsmuna láglaunastétt-
anna i þessum efnaaðgerðum.
Suðurnesjamenn verða að sýna
það i verki, að þeir eiga nú kost á
að fá kjördæmakosinn Suður-
nesjamann með þvi að kjósa Karl
Steinar á þing. Það er langt siðan
við höfum átt þess kost að fá
mann á þing, sem búsettur er á
Suðurnesjum, svo okkur finnst
það sjálfsagt, að við sýnum það i
verki með þvi að kjósa A-listann á
sunnudaginn kemur”.
kúrsinn hár
í Fjörðum vestur halda menn
látlaust fundi, eins og i öðrum
kjördæmum um þessar mundir.
Það heíur vakið athygli, að aðal-
ræðumaður Framsóknar, Stein-
grimur Hermannsson, ritari
flokksins, hefur eitt og sama við-
lagið i öllum sinum ræðum:
Vinstri stjórn, sem á lif sitt undir
atkvæði Karvels Pálmasonar,
verður ekki mynduð eftir kosn-
ingar.
Skýringin á þessu, er ekki að-
eins, að Framsókn er farin að
hugsa hlýtt til Sjálfstæðisflokks-
ins, eins og fvrr á árum, heldur
lika sú, að Framsóknarbroddarnir
haía skömm á Karvel og geta
ekki fyrirgefið honum vantraust-
ið á siðasta þingi, þó að hann hafi
reynst þess alfús að gleyma þvi til
að komast i framboð.
Þegar ekki einu sinni Fram-
sóknarbroddarnir vilja þiggja
stuðning Karvels Pálmasonar, þá
er kúrsinn á honum ekki hár.
í INNANLANDSMÁLUM VILL ALÞÝÐUFLOKKURINN
ÖRUGGA ATVINNU OG ÓÐAVERÐBÓLGUNA FEIGA X
Fimmtudagur 27. júní 1974.
o