Alþýðublaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 15
rrn mm 74 um iaim 74 iaím 74 Dáí Svíar misnot- uðu tvö víti Markvörður Pólverja bjargaði báðum stigunum i leiknum gegn Svlunum, þegar hann varði tvær vitaspyrnur I siðari hálfleik og Pólverjar fóru með sigur af hólmi 1-0. Markið skoraði Grzegerz Lato á 43. min I fyrri hálfleik. Vltaspyrnur sinar fengu Svi- arnir I siðari hálfleik og var það Staffan Tapper sem framkvæmdi báðar spyrnurnar. Það var álit allra að Svium hefði að minnsta kosti borið annað stigið I leiknum. Þjóðverjar töp- uðu og unnu Brasiliumenn sigruðu A-Þjóð- verja 1-0 I tilþrifalitlum leik I gærkvöldi. Eini ljósi punkturinn I leiknum var mark Brasillu, var það Rivelino sem skoraði markið beint úr frisparki I siðari hálfleik. Rivelino átti svo annað skot á A- þýska markiö úr aukaspyrnu, en knötturinn fór I hliðarnetið út við stöngina. Dómarinn, Thomas frá Wales, eyðilagði leikinn með si- felldum aukaspyrnudómum. V-Þjóðverjar sigruðu Júgó- slava 2-0 I gær. Helmut Schön gerði fjórar breytingar á liði sinu fyrir leikinn gegn Júgóslövum I gær. Það voru þeir Herbert Wimmer, Rainer Bonhof, Bernd Hölzenbein og Dieter Herzog. V- þýska liðið lék nú sinn besta leik i keppninni og voru það þeir Rain- er Benhof og Herbert Wimmer, sem settu betri svip á liðið. Fyrsta markið kom á 39. min. i fyrri hálfleik, var það bakvörður- inn Paul Breitner sá sami og skoraði fyrsta mark Þjóðverja i keppninni. Breitner átti svo siðar I leiknum þrumuskot I samskeyti marks Júgóslava og var jafn- framt þvi að leika I vörninni mjög virkur í sókninni. Seinna mark Þjóðverja skoraði svo markakóngurinn Gerd Mull- er, þegar 13 minútur voru eftir af leiknum. Leikmennirnir Gruyff álítur# að andleg spenna verði slík á heims- meistaramótinu, að jaðri við ótta og varnarleikur muni gera sumum þessum leikmönnum erfitt um vik að sýna stjörnuleik. 1. Johan Neeskensfrá Hollandi hefur verið lýst sem Billy Bremn- er og Duncan Edwards sam- einúðum i einum manni. Hann er besti vinur Cruyffs og „hann leik- ur yfirleitt um miðju, en hann getur skorað frábær mörk. Hann leggur sig allan fram i takklinu og vinnur vel, en ^hann kvartar Leikaðferð Brasilíumanna Þiálfari Brasilíumanna ákvað fyrir leikinn I Heimsmeistara- keppninni við Júgóslava að láta af erfiðu sóknarspili. A teikning- unni hér er mönnum auðveldað að skilja stormasaman leik heims- meistaranna. Fyrir framan markvörðinn Leao (1) er fjögurra manna varn- arkeöja, en aðeins Marinba (6), Perreira (2) og Nelhino (14), sem eru merktir með feitum punkti taka beinlinis að sér vörnina. Marinho (3) stormar oft fram af hjartans lyst eins og sést á löngu örinni. Það sem óvanalegt er, er að Piazza (5) leikur hlutverk Liberos á hægri væng og leikur fyrir framan varnarkeöjuna (en Libero leikur venjulega niður völlinn). Hann er þó oft i miöjunni og styrkir þar með vörnina. Markskyttan Rivelino (10) leik- ur frá miðju inn á júgóslavneska vallarhelmihginn. Miðherjinn Paulo Cesar (11) stormar frá vinstri væng yfir að miðju. Valdo- miro (13) leikur til hægri, en hann er alltaf i sókninni og eins er með Leivinha (8) á vinstri væng. í fararbroddi er svo i miöjunni Jairzinho (7), sem bregöur sér stundum á vinstri væng, en leikur yfirleitt langt út á hægri væng. RawJo Casor (tjl) k l Riveimo {10) Piöw-a (S) , w Pcrteira (2) Marinho <5> 0 9 9 Motínhe !*) HiBlhiito (14) | taoo (1) sem Cruyff telur besta aldrei. Hann er svo góður, að hann uppörvar allt liðið”. 2. Dino Zoff hafði ekki tekið á sig eitt mark i 11 leikjum fyrir Italiu. „Mér finnst hann einhver stórkostlegasti markvörður heims. Eins og Banks er hann að- eins að verja markið, hvorki meira né minna. Hann hefur eng- an veikleika og hann leikur af skynsemi”. 3. Billy Bremner, skoski fyrir- liðinn, sem fyllir liðið eldmóði. „Hann þarfnast þolinmæði. Það vita allir, að það er æsingur i skoskum fótbolta. Þeir hlaupa og hlaupa, þegar betra væri að hægja á sér og hugleiða, hvert ferðinni er heitið. Fyrirliðinn á að stjórna”. 4. Ralf Edströmer 190 sm. hár Svii, sem hefur á tveim árum og i 16 alþjóðlegum leikjum skorað niu mörk og gefið fyrir 10 (aðal- lega til Sandbergs) af 33 mörkum Sviþjóðar. Hann er svo léttur, að hann virðist takast á loft og „hanga” i loftinu áður en hann tekur boltann. 5. Kazimierz Deynaer allt fyrir Pólverja. „Þegar hann nálgast markið er hraðinn svo mikill, að hann hefur tima til að skora ó- vænt”. A miðjum vellinum hefur hann frumkvæðið á eigin væng, þýtur fram og skiptist ef til vill á stuttu samspili við hægri væng og svifur siðan áfram eins og draug- ur að eyðunni, þar sem hann getur tekið við þversendingunni. 6. Hans-Jurgen Kriesche hinn gamaldags innri-framherji Austur-Þýskalands er „jafnvigur á báða fætur, fljótur að breyta um hraða og alltaf i fullkomnu jafn- vægi”. Hann felur sig bak við sterka framherja, en stelst svo fram til að skora, hingað til hefur hann skorað 27 mörk i 41 alþjóða- leik. 7. Gcrd Mullerer aðalmaðurinn i Vestur-þýska liðinu. Hann hefur skorað 64 mörk i 53 alþjóðaleikj- um. Hann kemur varnarmönnun- um i opna skjöldu og notfærir sér það. Andsvör hans eru hröð og kraftmikil og þyngdarpunkturinn liggur lágt. „Hann hefur eitthvað til brunns að bera, sem aðrir hafa ekki og það er ótrúlegt, hvernig hann skorar”. 8. Roberto Rivelino i samvinnu við Paulo Cesar eru aðalvopn Brasiliu til að jafna sig eftir missi Peles, Gersons og Tostao. „Rive- lino notar vinstri fótinn eins og hendi”. Nákvæmni hans með boltann er fullkomin og frispörk hans lenda inn i minnsta gati”. 9. Luis Pereiraog Jairzinho eru fulltrúar kraftanna i brasiliska liðinu. Hann er miðbakvörður og stormar fram i skotstöðu. „Hann er lika fullkominn i tökklun. Allir eru sterkir og hann takklar að- eins, þegar hann getur náð bolt- anum”. 10. Luigi Rivasem leikur svo oft einn frammi i italska liðinu hefur skorað 35 mörk i 40 alþjóðaleikj- um. Hann er grannur, alvarlegur og ómannblendinn maður, en afl vinstra fótar er gifurlegt og eðlis- ávisun hans óhugnanleg. 11. Dragan Dzajic er hinn segul- magnaði vinstri framherji Júgó- slavanna. Hann getur spyrnt bolt- anum úr ómögulegri stöðu. „Ef Dzajic hefur náð sér eftir fótbrot- ið fá áhorfendur að heimsmeist- arakeppninni að sjá leikmann i sérflokki”. 12. Rubcn Ayala frá Argentinu ereinn þeirra manna, sem Cruyff hefur mikið álit á. „A Spáni er hann kallaður litla músin. Hann er skotmaður hinn besti og vinnur mjög mikið”. ÞANNie LEIKA V-NðfiVERIAR Allur leikur þýska liðsins mun snúastum nr. 12 (Overath). Hann er á miðju vallarins, tekur á móti sendingum frá eigin vörn og stýr- ir þýska sóknarliðinu. Hann leik- ur einkum knettinum á sóknar- miöjuna. Að baki Overath er fjögurra manna varnarkeðja og I miðju hennar er Beckenbauer, sem tengir alla vörnina saman. Hann leikur einnig fram völlinn, ef þvi er að skipta. Schwarzen- beck (4) hefur einnig það hlut- verk að hafa gætur á sóknar- broddi andstæðinganna og Vogts (2) og Breitner (3) eiga að ein- angra útherjana, en Breitner á einnig að leika mikið fram völl- inn. Culmann (8) er miðherji, sem gegnir varnarhlutverki (þegar Beckenbauer fer i sókn- ina). Hocness (14) er eingöngu i sókninni og honum fellur best að leika á hægri væng. Hann leikur á Grabowski (9) og markskyttuna Muller (13). Heynekes (11) vinstri framherji er kunnur sömuleiöis fyrir að finna alltaf beinustu leið að marki. Hollendingar burstuðu Argentínu Hollendingar gjörsigruðu Argentinu i leik landanna i gær- kvöldi i Gelsenkirchen að við- stöddum 55 þúsund áhorf- endum. Þar af voru 30 þúsund Hollendingar sem æptu sig hása af hrifningu yfir frammistöðu landa sinna. Það var súperstjarn- an Johan Cruyff sem skoraði fyrsta mark Hollendinga á 11. min. og Krol lagaði stöðuna i 2-0 á 25. min. 1 siðari hálfleik skoraði Jonny Rep þriðja mark Hollendinganna og Johan Cruyff það fjórða þegar leiktiminn var að renna út. Dagskipun Hollendinganna var, sækið eins fljótt og mögulegt er frá öllum hliðum. Argentinumenn áttu aldrei möguleika i leiknum, gegn hinu frábæra liði Hollendinga og áttu aðeins eitt umtalsvert skot i leiknum. Lausar hjúkrunarkennarastöður við heilsugæslustöðvar Við heilsugæslustöðina i Stykkishólmi með aðsetri i Grundarfirði og við heilsu- gæslustöðina á Patreksfirði með aðsetri á Bildudal eru lausar stöður hjúkrunar- kvenna frá 1. september n.k. Upplýsingar um stöðurnar gefur heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 26. júni 1974. ®ÚTBOÐ Innlend tilboð óskast i smlði dyrabúnaðar og loftrista I dreifistöðvar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 2000 króna skilatryggingu. I ilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18 iúíi 1974, kl. 11.00 f.h. ' INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuv9Í3^-;Sími25800 ’ Karlmannaföt kr. 4300 og 5990. Terelynebuxur, allar stærðir. kr. 2090 og 2365,- Stakir jakkar, stór númer (mittismál allt að 130 sm) Nýkomnar skyrtur, nærföt, sokkar, úlpur o.fl. Mjög lágt verð. Andrés, Skólavörðustlg 22, simi 18250. Ryðvörn — Ryðvörn Eigum nokkra tima lausa. Pantið strax i sima 85090. Ryðvarnarþjónustan, Súðavogi 34, siini 85090. Lokað - Saab Það tilkynnist hér með að verkstæði vort verður lokað vegna sumarleyfis starfs- fólks 8. júli-6. ágúst- Sveinn Björnsson og Co., Skeifan 11. Stúlka óskast strax til sumarafleysinga á Sjúkrahúsi Bolungarvikur. Upplýsingar gefnar i simum 7147 — 7247. Bæjarskrifstofur Bolungarvikur. © Fimmtudagur 27. júni 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.