Alþýðublaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 13
Sumarsýningar í Þjóðleikhúsinu Leikári Þjóðleikhússins lauk s.l. þriðjudagskvöld með sýningu á óperunni Þrymskviðu. Var húsiö þéttsetið og hefur verið á- kveðið að bæta við sýningum á óperunni i haust, þar eð hún hef- ur þegar hlotið miklar vinsældir og óvenjulega aðsókn. Þessi sýning var 309. sýning i vetur og hafa sýningar leikhússins aldrei verið fleiri á einu leikári. Tala sýningagesta var einnig ó- venjuhá, ef með er talin sýning- in á Jóni Arasyni á Hólum s.l. sunnudag, mun tala sýninga- gesta leikhússins vera um 100 þúsund og hefur aðeins 2—3 sinnum i sögu leikhússins verið náð þessari tölu. Það sem fyrst og fremst hefur aukið tölu sýninga, er sú nýja stefna leikhússins, að leita út fyrir sjálfa leikhúsbygginguna með fámennar sýningar og svo tilkoma litla sviðsins i kjallar- anum en þar voru sýnd 4 verk- efni i vetur. Annað sem einnig hefur áhrif er aukin áhersla á óperu- og ballettsýningar. A þessu leikári varð til fyrsti at- vinnudansflokkurinn á Islandi og gert nýtt átak i söngleikja- flutningi, m.a. með frumsýn- ingu á fyrstu islensku óperu leikhússins. Aðsókn var yfirleitt mikil, mest að Leðurblökunni, en á henni voru 50 sýningar fyrir 26290 leikhúsgesti. Aðsókn að öðrum verkum var og það mikil, að teknar verða upp sýningar á þeim i haust. Þetta á t.d. við um Klukkustrengi Jökuls Jakobs- sonar og Ég vil auðga mitt land eftir Þórö Breiðfjörð og þá matthildinga. Annars verður fyrst sérstök sumaropnun I tilefni þjóðhátið- arinnar. A timabilinu frá 25. júli til 8. ágúst verður leikhúsið með 91eiksýningar, 3 á Jóni Arasyni, 3 á Ég vil auðga mitt landog 3 á Litlu flugunni á Kjallarasvið- inu. Alls voru 20 viðfangsefni á verkefnaskránni I vetur, ef með er talin listdanssýningin á Listahátíð og sýningar Islenska dansflokksins á æfingasal. A aðalsviði voru 12 verkefni, þar af 2 fyrir börn. Af öðrum sýn- ingum voru þrjár flökkusýning- ar, Furðuverkið, Elliheimiliðog Inuk, sem sýnt verður að nýju I haust. Þá er og i september ráð- gerð leikför með Brúðuheimilið á Vestfjörðum og Austfjörðum. Auk þeirra sýninga, sem hér voru taldar, voru i tvigang gestaleikir, New York City Ballet og Helgi Tómasson i mars I boði leikhússins og leik- flokkur frá Dramaten i Stokk- hólmi með Vanja frændaá veg- um Listahátiðar I júnibyrjun. Myndin er úr „Kabarett”. KASTLJÓS #0#0#0 HVAÐ ER í UTVARPINU? 7.00 Morgunútvarp Veðurfregn- ir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Morg- unleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Sverrir Hólmarsson held- ur áfram lestri á sögunni „Krummunum” eftir Thöger Birkeland (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn Morgunpopp kl. 10.40 Hljóm- plötusafnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.) 13.00 A frivaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óska- lög sjómanna 14.30 Síðdegissagan: Or endur- minningum Mannerheims Sveinn Ásgeirsson hagfræðing- ur les þýðingu sina (5). 15.00 Miðdegistónleikar Peter Pongracz, Lajos Toth og Mi- haly Eisenbacher leika Trió I C- dúr fyrir tvö óbó og enskt horn op. 87 eftir Ludwig van Beet- hoven. Filharmóniusveitin i London leikur Serenötu i e-moll fyrir strengjasveit eftir Ed- ward Elgar, Sir Adrian Boult stj. Nedda Casei og Sinfóniu- hljómsveitin i Prag flytja.,,Po- éme de l’amour et de le Mer” eftir Ernest Chausson, Martin Turnovský stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 1 Norður-Ameriku austan- verðriFerðaþættir eftir Þórodd Guðmundsson skáld. Baldur Pálmason flytur (9). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19:00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand mag. flytur þáttinn. 19.40 Hallgrimur Pétursson — 300 ára minning.Séra Jón Einars- son I Saurbæ flytur synoduser- indi 20.10 Frá listahátið. Finnski bassasöngvarinn Martti Tal- vela syngur. Vladimir Asjken- azý leikur á pianó. Siðari hluti tónleika i Háskólabiói 15. þ.m. a. Fimm lög eftir Yrjö Kilpin- en. b. Fimm lög eftir Sergej Rakhmaninoff. c. Söngurinn um flóna eftir Módest Muss- orgský (aukalag). 20.45 Leikrit „Einvigiö eftir Finn Havrevold Þýðandi: Torfey Steinsdóttir Leikstjóri: Þór- hallur Sigurðsson. Persónur og leikendur: Eirikur, ungur pilt- ur Hjalti Rögnvaldsson, Gunn- ar, faðir hans Helgi Skúlason, Maria, móðir hans Kristbjörg Kjeld, Hlif, vinkona hans Helga Jónsdóttir 21.30 Samleikur I útvarpssal Karsten Andersen, Jón Sen, Graham Tagg, Giesla Depkat og Einar B. Waage leika Strengjakvartett I G-dúr op. 77 eftir Antonin Dvorák. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþátt- ur Gisli Kristjánsson ritstjóri talar við Guðmund Þorsteins- son bónda á Skálpastöðum um baráttuna við júgurbólgu. 22.40 Manstu eftir þessu? Guðmundur Jónsson pianóleik- ari sér um tónlistarþátt. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. HVAD ER A iSKIÁNUM? Keflavík 2.55 Dagskráin 3.00 Fréttir 3.05 Að handan 3.25 Dinah’s Place 3.45 Óskaþátturinn 4.10 „Blondies Reward”, kvik- mynd 5.25 Barnatiminn 5.55 Dagbókin 6.00 Humanist Alternative 6.30 Scene Tonight 7.00 Heimur dýranna 7.25 Dick Van Dyke, skemmti- þáttur 7.50 Mancini — kynslóðin 8.15 Sakamálaþáttur 8.45 Hawaii 5-0, sakamálamynd 9.35 „Allt I fjölskyldunni” 10.05 Frægir menn 11.00 Fréttir 11.15 Helgistund 11.20 Jack Parr, skemmtiþáttur BIOIN KIÍPAVOGSBÍÖ Simi 11985 Einvígið á Kyrrahafinu Snilldarlega leikin og æsispenn- andi mynd, tekin i litum og á breiðtjaldsfilmu frá elmur Pictures. Kvikmyndahandrit eftir Alexandcr Jacobs og Eric Bercovici skv. skáldsögu eftir Reuben Bercovictoh.Tónlist eftir Lalo Schifrni. Leikstjóri: John Brovman. Leikendur: Lee Marvin, Toshiro Mifune. ISLENZKUR TEXTI. Endursýnd kl. 5.15 og 9. STJÚRNUBIO s.mi 1893« Frjáls sem fiðrildi (Butterflies are free) Islenzkur texti. Frábær ný amerisk úrvalskvik- mynd i litum. Leikstjóri Milton Katselas Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Edward Albert. Sýnd kl. 9 Siðasta sinn. Leið hinna dæmdu Buck and The Preacher ISLENZKUR TEXTI. Vel leikin og æsispennandi ný amerisk kvikmynd i litum. Mynd- in gerist i lok Þrælastriðsins i Bandarikjunum. Leikstjóri: Signey Poitier. Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Harry Belafonte, Ruby Dee. Sýnd kl. 5,7 og 11. LAUGARASBÍÚ Simi 32075 Eiginkona undir eftirliti Frábær bandarisk gamanmynd i litum, með Islenzkum texta. Myndin fékk gullverðlaun kvikmyndahátiðinni Sebastian. Leikstjóri: Carol Reed. Aðalhlutverk: Mia Farrow og Topolsem lék fiðlarann af þakinu og varð frægur fyrir. Sýnd kl. 5, 7 og 9. á San HÁSKÖLABÍÓ Simi 22140 Myndin, sem slær allt út Skytturnar Glæný mynd byggð á hinni heimsfrægu skáldsögu eftir Alexandre Dumas. Meðal leikara eru Oliver Reed, Charlton Heston, Geraldine Chaplin o.m.fl. Islenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9. TONABÍÓ Simi 31182 Hetjurnar Hetjurnar er ný, itölsk kvikmynd með ROD STEIGER i aðalhlut- verki. Myndin er með ensku tali og gerist i siðari heimsstyrjöld inni og sýnir á skoplegan hátt at- burði sem gætu gerst i eyði merkurhernaði. Leikstjóri : Iluccio Tessari. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. 'rssí IMNARBÍÚ Siirii 16111 Sómakarl Sprenghlægileg og fjörug. ný bandarisk litmynd, um feitan karl, sem fyrir utan að vera hundleiðinlegur trúmaður, kvennabósi og þrjótur, var mesti sómakarl. tslenzkur texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautuii (iarðars Sigmundssonar Skiphofti 25. Simar 19099 og 20988. ANGARNIR Fimmtudagur 27. júní 1974. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.