Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 3
Eldur kviknaði í sprungnum hjólbarða Eldur kviknaði i bil frá Steypu- stöðinni hf., er hann var á leiðinni upp i Hvalfjarðarbotn með 9 rúm- metra af steinsteypu í brúar- stöpla. Óhappið varð með þeim hætti, að hjólbarði, sem hafði sprungið, hitnaði svo, að i honum kviknaði. Þegar þessa varð vart, fór ökumaður til að leita aðstoð- ar, en er hann kom aftur að bif- reiðinni, logaði eldur i diselvél- inni, sem snýr steyputunnunni i sifellu, þegar billinn er á ferð til byggingarstaðar. Við hitann af eldinum, sem lék um tunnuna, harðnaöi steypan svo, aðmeira en sólarhring tók aö brjóta steypuna með loftbor. Er af þessu talsvert tjón, liklega um eina og hálfa milljón króna, auk þess, sem steypubillinr- er að sjálfsögðu úr umferð nokkurn tima. Hreppsfélögin skjóta sér undan skyldum sínum við upprætingu minksins - segir fremsta skytta S-Þingeyinga, Þórður Pétursson. Þórður Pétursson, minka- bani á Húsavik og afkasta- mestur þeirra fimm veiði- manna, sem starfa i S-Þing- eyjarsýslu, hefur fellt 58 minka frá 1. mai i ár. Hann mundi ekki nákvæmlega úr hve mörgum grenjum þeir minkar voru, en benti á annan mann I Mývatnssveit, sem unnið hafði 11 greni á sama tima. Þórður felldi i fyrrinótt hinn fjórða af minkunum, sem sá- ust á Húsavik I fyrramorgun. Skaut hann þann viö grenið, sem fannst i garði hússins númer 10 við Asgarðsveg. — Ég tel liklegt að þeir séu eitt- hvað fleiri, sagði hann i sim- tali við fréttamann blaðsins I gærkvöldi, — þvi þetta er að- komið og þá er aldrei að vita. Annars er ég að fara út núna á eftir og ætla að sjá hvað finnst, ég egndi i nótt og ef eitthvaö hefur verið hreyft viö þvi, þá veit ég á hverju ég á von. Þetta er nú húsagarður þarna, eins og þið vitið, og þá er ekki gott að fara að grafa þetta upp. Þórður sagðist hafa farið með hunda upp eftir allri Búðará I gærkvöldi, allt upp að Botnsvatni, en einskis orðið var. Þar náðist þó einn minkur i gærkvöldi og var það ungur maöur úr plássinu, Gunnar Emilsson, sem það gerði. Gunnar gerði sér litið fyrir og hljóp minkinn uppi, greip I skottið á honum og rotaði hann með snöggu höggi I stuöarann á bilnum. A þessum tima árs er hvað mest um það, að læðurnar fari á ról með unga sina og sagðist Þórður Pétursson álita, að læöan I greninu i húsagarðin- um hefði ekki verið þar nema I mesta lagi einn sólarhring. XXX Þórður hefur verið minka- bani og veiðimaður I 16 eða 17 ár, sagði hann fréttamanni i gærkvöldi. A þeim tima hefur hann fellt liðlega 1000 minka. — Það versta við þetta starf, sagði Þórður, — er að þrátt fyrir að útrýming þessara kvikinda sé lögboðin, þá er alls ekki nægilega mikið sam- starf I þessum efnum á milli sveitarfélaganna. Það fór til dæmis að bera á mink á Tjör- nesi og hér i nágrenninu i fyrrahaust og þá hafði ekki veriö leitað þar i tvö eða þrjú ár. Sum hreppsfélaganna skjóta sér undan þessu og þá má náttúrlega alltaf eiga von á mink þar, sem i rauninni er leitaö. Ég vann til dæmis tvo minka af Tjörnesi á mörkum bæjarlandsins hér i fyrrahaust og sá þrjá. Veiðimennirnir, sem upp- ræta varginn fyrir hrepps- og sveitarfélögin, eru á launum við þá iðju en fyrir hvert skott eru borgaðar 700 krónur. Þannig er það varla pening- anna vegna, sem menn sleppa fram af sér beislinu við að elta minka, heldur hin svokallaöa „veiðigleöi” og sagði Þórður að á Húsavlk I fyrradag heföi verið „eins og á þjóðhátið”. HORNIÐ Misheppnuð sumardagskrá hljóðvarpsins „Flestir geta liklega verið sammála um, að dagskrá hljóð- varpsins hefur batnað mjög á undanförnum árum. Þegar það fór svo að spyrjast i vor, að ein- hverjar breytingar yrðu gerðar á dagskránni frá þvi, sem verið hefur I vetur, þá lyftist enn brúnin á mönnum og var nú tal- ið vist, að enn yröi sjónvarpið að láta i minni pokann. En jafnvel sjónvarp I frii er betra en þessi dagskrárhörm- ung, sem „sumardagskrá út- varpsins” hefur reynst vera. Til dæmis eru laugardagarnir orönir svo hrútleiðinlegir, að ekki einu sinni þaulsætnustu menn nenna að sitja yfir þvi. Ekki eru sunnudagarnir betri og þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóöarinnar er kominn I fri á föstudagskvöldi eftir misjafn- lega skemmtilega vinnuviku, þá er boðið upp á búnaöarþátt. Ekki er mér kunnugt um hvort bændur almennt telja þetta heppilegasta timann fyrir þenn- an þátt en sé svo, þá á hann að sjálfsögðu fullan rétt á sér þarna. Þá veröur að teljast mjög hæpin ráðstöfun aö flytja þátt- inn „Tiu á toppnum” af laugar- dögum yfir á sunnudaga. Það hefur kröftug mótmælaalda hlustenda þáttarins sannaö en svörin, sem Rikisútvarpið gef- ur, eru á þessa leið: „Einhvers- staðar verður að koma þessu öllu fyrir á dagskránni.” Það er náttúrlega ekki nema satt og rétt — en dagskrárefni ætti að koma fyrir þar, sem flestir hlustenda vilja hafa það. Rlkisútvarpið er ekki einkafyr- irtæki þeirra, sem starfa við þaö — og þvi slður aðstandenda þeirra. Dagskrárdeild hljóðvarpsins og útvarpsráð, sem samþykkti dagskrárdrög dagskrárdeildar, verða að viðurkenna, að sumar- dagskráin er gjörsamlega mis- heppnuö og þvi fyrr, sem henni verður breytt, þvi betra.— ÓV.” Lokað vegna sólskins „Lesandi” hafði samband viö okkur vegna fréttar okkar i gær um sólarfriið hjá Gunnarskjöri I Hafnarfirði og kvaöst muna annað dæmi og eldra úr versl- uninni. „Það var 1945, að I glugga L.H. Múllers I Austur- stræti stóð „Lokað vegna sól- skins” og þennan dag bauð eig- andinn öllu starfsfólkinu upp I skföaskála I mat og var dvalið þar 'allan daginn I góðu yfir- læti”. Pósthús á Þingvöllum A þjóðhátiðinni á Þingvöllum þann 28. júli verður starfrækt sérstakt pósthús og sérstakur hátiðarstimpill notaður. öll pósthús á landinu munu taka viö frimerktum umslögum, kortum o.s.frv. til stimplunar á Þingvöllum. Slikar sendingar veröa að sjálfsögðu að vera fri- merktar fyrir réttu burðar- gjaldi. Fólki er eindregið ráðlagt að hafa þennan háttinn á, ekki sist, ef það hefur I hyggju að fá stimpluð umslög með þjóöhátið- armerkjunum ellefu, en þau eru nú öll komin út og fást i pósthúsum. Með þvi móti spar- ar fólk sér óþarfa fyrirhöfn á Þingvöllum þann 28. júli. Síldarskýrslan X tímabillnu frá 8. til 13. júlf s.l. hafa eftirtalln sxldvelðiskip selt afla sinn í Danmörku: Magn Verðm. Verðm. lestir : ísl. kr.: EE.,. fcfc. 8. júlí Magnús NK. 57.9 2.242.580,- 38.73 8. t* Faxaborg GK. 3.6 83.323.- 21.93 9. »» Guðmundur RE. _9LJL 3.o72.oll.- 31.41 9. n Svanur RE. 38.7 1.18o.8ol.- 3o.51 9. »» Harpa RE. 32.7 1.140.124.- 34.87 9. i» ísleifur IV. VE. 24.1 824.694.- 34.22 9. tt Víöir AK. 23.0 793.078.- 34.48 9. »» Öskar Magnúss. AK. 31.8 1.091.452.- 34.32 9. tt tt tt 0.6 26.o34.- 43.39 2) 9. tt Loftur Baldvinss. EA. 60. o 2.142.489.- 31.51 9. »» tt tt 3.8 192.663.- 5o.7o 2) 9. n Súlan EA. 39.5 1.316.612.- 33.33 9. n Hrafn Sveinbjarnars. GK. 31.9 1.096.871,- 34.38 9. tt Jón Garöar GK. 37.9 1.3oo.425.« 34.31 lo. tt Heimir SU. 35. o 1.234.536.- 35.27 lo. tt tt 5.0 316.341,- 63.27 2) lo. n Tungufell BA. 42.2 1.4o6.o92.- lo. tt tt 12.3 98.773,- 8.o3 1) lo. n Albort GK. 48.5 1.533.951,- 31.63 lo. tt Orri ÍS. 52.6 1.611.945.- 3o.65 lo. tt tl 3.3 26.810.- 8.12 1) lo. tt Þórður jónass. EA. 3.3 2o7.185.- 62.78 2) lo. n II tt 16.0 472.657.- 29.54 lo. tt Víðir NK. 41.9 1.341.406.- 32.ol lo. n Héðinn ÞH. 24.0 838.294.- 34.93 lo. tt ólafur Sigurðss. AK. 25.4 800.733,- 31.52 lo. »t Xsgeir RE. 45.6 1.445.2o9,- 31.69 lo. tt Svanur RE. 6.7 6o.951.- 9.1o 3) 11. n Svelnn Sveinbjörnss. NK. 20.3 934.365,- 33 • o2 11. n Faxaborg GK. 22.8 228.386.- 10.02 11. 4.o 3o.432.- 7.61 1) 11. tt Bjarni Ólafss. AK. 29.3 934.643.- 31.9o 11. n Faxi GK. 3o.6 1.oo5.597,- 32.86 11. n Fífill GK. 41.9 1.341.878.- 32. o3 11. n bórkatla 11. GK. 36.0 1.233.662.- 34.27 11. tt Náttfari ÞH. 87.9 895.772.- 32.11 12. Júlí Asberg RE. 32.3 944.222.- 29.23 12. Svanur RE. 22.5 471.675,- 2o.96 12. tt Þorsteinn RE. 15.1 428.175.- 28.36 121 He^ga II, RE. 3.8 lo2.941.- 27.o9 121 0.7 42.668.- 60. 95 2) 12. »t tt 2.8 30.611.- 10.93 1) 12. tt Gísli Xrni RE. 35.8 1.261.288.- 35,23 12. tt ísleifur VE, 55.5 1.531.6o8.- 27.60 12. n 5.3 57.8o3.- lo.91 1) 12. n Víðir AK. 1.1 62.oo4.- 56.37 2) 12. tt 11.2 266.7ol.- 23.81 12. tt óskar Magnúss. AK. 37.6 930.437.- 24.75 12. tt tt 23.8 260.371.- lo.94 1) 12. Eldborg GK. 23.8 7o4.363. - 29.6o 12. Jón Finnsson GK. 36.0 584.367.- 16.23 12. tt tt 15.0 161.llo.- lo.2o 1) 12. Örn KE. 52.6 1.774.721.- 33.74 12. BJarni Xsmundar ÞK. 17.4 542.996.- 31.21 13. tt Grímseyingur GK. 11.5 392.839.- 34.16 13« Keflvíkingur KE. 22.6 774.451.- 34.27 13. Vörður ÞH. 24.3 764.024.- 31.44 13. tt o.S 36.12o.- 60.2o 2) 13. Dagfari ÞH. 2o,6 678.271.- 32.93 13. Staberg SU. 23.3 739.698.- 31.75 13. tt 0.5 26.557.- 53.11 2) 13. Óskar Halldórss. RE. 25.5 678.972.- 26.63 13. II II 7.5 79.568.- 10.61 1) 13. Hilmir SU. 3.6 261.146.- 3o.37 13. tt o.4 19.197,- 47.99 2) 13. tt 13.4 143.142,- I0.68 1) Síld 1. 515.1 47.376.481.- 31.27 Bræðslusíld 94.9 949.571.- 'lo.ol Makríll 16.0 928.769.- 58«o5 „,2s,i2 1) Bræoslusíld. 2) Makrfll. 3) Brtsðslusíld, afg . frá deginum áður. Samanburður á síldarsölum erlendis á þessu or á s. 1. ári: Frá 23. maí - 14. júlí '73: Tonn: 10.482.1 Kr. 212.114.376 .- 2o.24 pr . kg. Frá 7. maí - 13. júlí '74: Tonn: 11.436.1 Kr. 273.346.788 .- 23.9o " tt Krjú aflahæstu síldveiSiskini n frá 7. maí - 13. júlí s.l. eru sem her segir: Lestir: Kr.: Pr. kg.: GuSmundur RE. 1.111.6 30.234.499.- 27.2o Loftur Baldvinss. EA. 875.9 22.7o4.961.- 25.92 Faxaborg GK. 838.8 17.920.883.- 21.36 32 Rl E3 Það verður vestan kaldi og skýjað á SV landi i dag, en senni- lega ekki úrkoma. Hitinn getur komist i 13 stig, en fer varla niður fyrir átta, yfir daginn. Lægð er yfir NA landi og önnur á vestanverðu Græn- landshafi. Miövikudagur 17. júlí 1974. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.