Alþýðublaðið - 17.07.1974, Page 16

Alþýðublaðið - 17.07.1974, Page 16
Ljótt útlit og slæm umgengni er ekkert einkamál trassanna Það er ekki vansalaust, að eigendur stór- verslunarhúsa skuli bjóða vegfarendum jafn ferlega vanrækta fram- hlið og sjá má á þessari mynd. Vera má, að hún dragi að sér viðskipti, þótt við leyfum okkur að draga það f efa. Inni við Súðarvog virðist það regla, að hús séu ekki fullbyggð. Ár og dagur líður svo, að Eiliðaár- vogurinn speglar einhvers konar nýtísku fátækrahverfi í einhverju yngsta iðnaðarhverf i borgarinnar. Má þar varla á milli sjá, hvor vanrækir almennar skyldur, þegar litið er til frágangs húsa og gatna. En að öllum skyldum slepptum, hvar er smekk- vísin? Það er ekkert einkamál umhverf istrassa, hvernig þeir leyfa sér að láta hús og önnur mann- virki sin Ifta út hérna í borginni. Viðhald og önnur hirða er ekki eins oft og eins mikið fjár- hagsatriði og margir halda. Vanræksla á þessum sviðum er oftar en ekki smekkleysi einstaklinga og fullkomið tillitsleysi við samborgarana. Sem betur fer skilja flestir þýðingu þess að viðhalda eigum sinum. Kemur þar til bæði skynsamlegt verö- mætamat og almennt fegurðarskyn, sem og skilningur á þvi, að góður borgarbragur krefst ákveðinnar umhyggju fyrir umhverfi. Þegar sól hækkar á lofti hvert sumar, má hvar- vetna sjá fólk að störfum við snyrtingu á húsum, görðum, girðingum og grindverkum, og ööru nánasta umhverfi, sem blasir við augum hvers einasta manns. Þetta framtak iýtur að litlu leyti efna- hagslögmálum, sem best sést á þvf, að hvað snyrtilegasta umgengni má oft sjá um hús og umhverfi þeirra, sem eldri eru og oft efnaminni, en láta sér þvi annarra um eigur sinar og tillit til náungans. Alþýðubiaðið hefur löngum látiðtilsín taka umhverfismál i höfuðborginni. Má i þvi sambandi minna á greinaþátt Þetta gamla, failega versluna rhús við Hafnarstræti á sér langa sögu. Viðhaldið er vafalaust kostnaðar- samt, en eins og á myndinni sést, er þó gert það, sem hægt er að gera til þess að það haldi reisn sinni og prýði. Sum hinna nýrri og stærri mega blygðast sín. um mengun i borginni og nágrenni hennar siðastliönu ári. Hafði hann mikii áhrif til bóta i umhverfismálum og hlaut verðugar vinsældir — allra annarra en umhverfis- trassanna. t gær litaðist Ijósmynda- vélin hans Friðþjófs um I bænum. Var sums staöar ófagurt um að litast, og fer þvi viðs fjarri, að myndirnar, sem teknar voru, sýni það ljótasta, sem húseigendur borgarinnar láta sér sæma að bjóða sam- borgurum sinum að horfa á alþýðu Bókhaldsaðstoð meótékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENVIBIL ASTÖDIN Hf fimm a förnum vegi Heldur þú að Geir takist að mynda stjórn? Agúst Björnsson, bílstjóri hjá MS: Eg held að það veröi afskap- lega erfitt fyrir hann, það ber svo mikiö á milli og Alþýðuflokkurinn einn, nægir honum ekki til stjórn- armyndunar. Einar Agústsson, nemi: Ég held að Geir takist það, t.d. með Framsóknarflokknum, eða jafn- vel Alþýöubandalaginu, ef þeir eru nógu skynsamir til þess. Sólveig Leifsdóttir, hárgreiðslu- dama: Já, ég mundi halda það, en ég treysti mér alls ekki til að spá um með hvaða flokk eöa flokkum. Konráð Axelsson, verslunarmaö- ur:Ég vona það, en ekki vil ég tjá mig um með hverjum. Ég er þó viss um að það mun ganga illa og taka talsverðan tima. Jón Bergsteinsson, vigamaður: Ef honum tekst það, þá er ég fluttur úr landi. Þó held ég aö vinstra samstarf geti orðið erfitt þar sem markmiðið ætti aö vera herinn burt, en það samrímist ekki yfirlýstri skoðun Alþýöu- flokksins I herstöövarmálinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.