Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 10
Þessi mynd stóft nokkra tima I Olympiugarðinum i Munchen. Henni var komið fyrir I skjóii næturinnar og hvarf aftur sporlaust. Þaö var ungur listamaður Elmar Baum garten, sem gerði myndina og kallar hana Knattspyrnumaðurinn mikli. Þýski markmaöurinn Sepp Maier lýsti þeirri skoðun sinni aö verkið ætti að fá að vera þar sem það var komiö, en yfirvöld Munchenborgar voru á öðru máli. Nú er Karakumskipaskurðurinn i Asfu orðinn 970 km að iengd, og er þvi lengsti skipaskurður i heimi. Skurðurinn teygist æ lengra f vesturátt. Skuröurinn byrjar við Amu Darya I eystri hluta turmenska Sovétlýðveldisins, þaöan liggur hann f gegnum Karakum eyðimörkina og hefur þessi framkvæmd breytti eyðimörkinni f frjósamt svæöi. Nokkrar raforkustöðvar hafa verið byggðar við skurðinn. Skurðurinn hefur gjörbreytt lffi fólksins f Tyrkmenia en 80% af svæðinu var eyðimörk. Nú hefur norski herinn gert samning við Volvoverksmiöjurnar um smfði á beltabflum oghljóðar samn- ingurinn upp á 100 milljónir norskra króna. Fyrstu bilarnir verða afhentir 1976, en I þeim verður mikiö af norsksmiðuöum hiutum. Norðmenn hafa áður keypt beltisbiia frá Volvo. A .....................i4T.l _ ................................ ~íik» **********t*****f *********** ****,*******,ti****t>*^" ' Nú hefur franska útgeröarfyrirtækiö Generale Transatiantique tilkynnt að farþegaskipið France muni hætta siglingum yfir Atlantshafið I september. Skip þetta mun vera eitt glæsilegasta farþegaskip sem nú siglir um heimshöfin og er ekki nema m jög vei efnað fólk sem hefur ráð á að fara með bvf. Eins og kunnugt er á útgerð farþegaskipa erfitt uppdráttar nú vegna hinnar hörðu samkeppni við flugið. i Sovétlýðveidinu Kazakhstan eru um 32 milljönir sauöfjár, en það mun vera um fimmti hiuti alis sauð-jár i Sovétrikjunuin. Nú á að fjölga roliunum upp I 50 milljónir á tfu árum. öllum nýtizku aöferö um er beitt við rekstur fjárbúanna eins og sjá má á myndinni. Þetta lftur nú kannski ekki sem best út. Hvað eru stúlkurnar eiginiega að gera, þær ganga inn um dyr sem einungis eru ætlaðar karlmönnum. Þessi mynd er tekin f Englandi. Dyrnar liggja á kariasalerni, en þær liggja einnig á strætisvagnastöðina. En það eru aðeins þeir sem eru mjög kunnugir sem átta sig á þessu. Fulltrúi Frakklands i keppninni um titilinn Ungfrú Alheimur heitir Brigitta Flayac, ljóshærö 18 ára yngismær. Keppnin fer fram á Filipseyjum þann 21. júii. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll MYNDSJÁ © Miðvikudagur 17. júlí 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.