Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 4
Jón Siprðsson, hagfræðingur: „Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt verður ríkur” Gengi Þá erum viö komin aö gengis- skráningunni. Þar varö sú breyting i lok siðasta árs, aö Al- þingi heimilaöi Seölabankanum aö ákveða — að höfðu samráöi viö rikisstjörn — markaösgengi krónunnar án nokkurrar form- legrar takmörkunar upp eða niöur frá hinu lögbundna stofn- gengi. Þessi lagabreyting, sem ekki var um ágreiningur á Al- þingi, staöfesti formlega þá stefnubreytingu, sem varð i gengismálum hér á landi á ár- unum 1972 og 1973, aö sjálfsögöu aö verulegu leyti vegna áhrifa frá breyttum viðhorfum til gengisbreytinga i veröldinni yfirleitt. Eftir þessa breytingu er ekkert þvi til fyrirstöðu aö beita tiöum smábreytingum gengisskráningar bæði til að mæta ytri sveiflum og innri vandamálum. Þetta veröur að skoöa sem verulega framför, þótt viö séum og hljótum aö vera bundnir af alþjóðasam- komulagi um gengismál, ef þaö þá næst á næstu árum. Hinu megum viö svo ekki gleyma, aö þótt sveigjanleg gengisskráning meö sigandi gengi sé kannski heppilegasta leibin til þess aö draga úr skaðlegum áhrifum innlendrar verðbólgu umfram erlenda á samkeppnisstöðu at- vinnuveganna (,,að halda at- vinnuvegunum gangandi”), þá er hætt viö, aö hún gæti átt þátt i aö ýta undir verðbólguþróun, ef ekki fylgja samræmdar aö- haldsaögerðir á sviöi peninga- og lánamála, þar meö sveigjan- leg vaxtastefna, auk aöhalds á sviöi opinberra fjármála og siö- ast en ekki sist hófsemi á vett- vangi launa- og verðlagsmála. V erðla gsmálatæki Verölagseftirlit i formi há- marksálagningarákvæða og há- marksverðákvæða hefur lengi tiðkast hér á landi og hefur haldist hér lengur en i flestum grannlandanna. Frá sjónarmiöi sveiflujafnandi'hagstjórnar, það er sem tæki, sem fyrst og fremst væri hugsað til aö ná markmiö- inu stööugt verðlag, eöa veita viönám gegn verðbólgu, held ég sé óhætt aö fullyrða, aö okkar núgildandi verölagseftirlitskerfi hafi reynst áhrifalitiö, þótt það kunni ab hafa haft margvisleg önnur áhrif, t.d. á skipulag at- vinnugreina, samvinnu versl- unar og iðnfyrirtækja, stærð landbúnaðarins o.s.frv. Þá hef- ur annað veifið verið gripiö hér til veröstöövana, eöa sérstaks heildaraðhalds að verðhækkun- um, oftast i tengslum við aukn- ar niöurgreiöslur eöa annarra tilfærslna og beinar aögeröir á sviöi launamála. Um þessar aö- geröir má yfirleitt segja, aö bæn hafi reynst skammgóður verm- ir. Sé þeim beitt án þess, aö öör- um hagstjórnartækjum, sem beinast að heildareftirspurn og peningaframboöi, sé samtlmis beitt til aðhalds, þá hrökkva „verðstöðvunaraðgerðir’ skammt. Hins vegar kann endurtekin beiting ráðstafana af þessu tagi aö draga á eftir sér slóöa aö þvi er varðar ráöstöfun framleiðsluaflanna, ef niður- greiðslu kerfi hleðst upp á löng- um tima. Verðstöðvanir eiga aðeins rétt á sér sem eins konar biöleikir i lengri leikfléttum og hefur raunar yfirleitt ekki verið beitt öðru visi, og oftast nær hafa þær aöeins verið fint nafn á niðurgreiðsluaukningu. Launaákvarðanir Ég læt þetta nægja um opin- berar verðlagsaögeröir og sný mér þá að ákvöröun launa. Þar meö yfirgefum við eiginlega sviö opinberra aðgerða, þvl launaákvarðanir liggja hér á landi aö mestu utan við venju- legt áhrifasviö rikisvaldsins, nema sem samningsaðila viö opinbera starfsmenn. Hér eru þó undantekningar, fiskverðsá- kvaröanir og búvöruverðsá- kvaröanir, sem að verulegu leyti ráða launum fjöjjnennra stétta. A þessum vettvangi hafa þótt sérstakar ástæöur til þess að koma á fastri skipan með lögbundnum yfirnefndum með oddamanni eöa úrskuröaraöila frá opinberum stjórnvöldum, eöa hæstarétti. Ástæðurnar til þessa eru einkum þær, aö venjulegir tvihliöa samningar eöa ffjáls verðlagning hefur ekki verið talin gefa „rétta” niöurstööu vegna misvægis milli aöila eöa sérstakra mark- aösaöstæöna. Á sviði fiskverðsins eru viöa dæmi um sameiginlega hags- muni eigenda báta og fisk- vinnslustööva, þannig aö sjó- menn fengu skarðan hlut. Þetta var meginástæöan til stofnunar Verölagsráös sjávarútvegsins. Starfsemi Verölagsráösins hef- ur gefist vel aö minni hyggju, þótt þar hafi komiö fram I nokkrum mæli sumir sömu gall- arnir og skýrastir eru I verö- lagningu búvöru, þ.e. beinn samanburöur og sjálfkrafa tenging viö launakjör annarra stétta án tillits til markaösað- stæöna. Þótt slikur samanburö- ur hafi skipt verulegu máli viö ákvaröanir á fiskverði, þá hafa raunsæjar ákvaröanir oft og einatt veriö teknar á þessum vettvangi. Búvöruverömyndun- in er hins vegar um margt göll- uö, og sjálfkrafa tengsl tekna bænda við tekjur annarra stétta i skjóli innflutningsbanns á bú- vörum er án efa mikilvægur partur I veröbólguvélinni. Almennar launaákvaröanir eru hins vegar sem kunnugt er yfirleitt teknar með svokölluð- um frjálsum samningum. Ég held, aö á siöustu árum hafi komiö fram á þessum vettvangi meö einkar skýrum hætti mikil- vægir þættir i okkar þjóöskipu- lagi, sem varöar styrk og skipu- lag samningsaöilanna á vinnu- markaönum og samningsaö- feröina sjálfa, meö tilheyrandi verkfalls- og verkbannshótun- um. Með dálitiö hættulegri ein- földun gætum við sagt, aö launaákvaröanir hér á landi hafi oft reynst úr hófi háar vegna þess, að verkalýöshreyf- ingin sé i senn afar sterk og afar veik. Hún er sterk i þeim skiln- ingi, að hún getur yfirleitt kom- iö fram vilja sinum I kaup- gjaldamálum i heild. En hún er veik I þeim skilningi, aö hún hefur ekki megnaö aö móta skynsamlega, árangursrika og innbyröis samræmda stefnu i launa- og efnahagsmálum. A næstu árum þarf aö leita leiöa til þess að nálgast ósættanleg launahlutföll á öllum vinnu- markaönum. Þetta erekki verk, sem veröur unniö á fáum dægr- um og lýkur raunar aldrei, en viöleitnin skiptir hér öllu. Til þess þarf aö efla félagsþroska og bæta skipulagsgerö aðila vinnumarkaöarins. 1 þvi sam- bandi þarf aö hafa hugfast, að launaákvarðanir eru sennilega ekki mjög afkastamikið tæki til tekjujöfnunar a.m.k. viröist reynsla okkar — og raunar margra annarra — sýna þaö. Aörar leiðir (bætur trygginga, heilbrigöisþjónustan, mennta- kerfiö og skattakerfiö) eru sennilega miklu áhrifarikari til þess aö ná réttlátri skiptingu lifsgæöa. Hér þarf einnig að huga aö sérstökum aðstæöum á vinnu- og verksölumarkaöi, ekki sist launasamningum milli aöila I sumum greinum, þar sem aðilar virðast fremur eiga hagsmunasamleiö en andstæöir hagsmunir vegist á viö samn- ingaboröiö. Stundum er sasgt, aö samiö sé á kostnaö þriöja aöila, sem hvergi fær nærri aö koma. Um sumt minnir þetta á fiskverösákvaröanir. Kannski ættu hér viö hliðstæðar aöferöir og þar eru notaöar. Enginn vafi viröist á þvi, aö á þessum vettvangi er mikil þörf fyrir skipulagsframfarir. Skipulag samtaka vinnuveit- enda, sem er aö ýmsu leyti laust I reipum, kemur hér einnig viö sögu. Næsti áfangi i þróun verk- lýðshreyfingarinnar á íslandi, SEINNI HLUTI þegar hún hefur fundiö sam- takamátt sinn jafn óumdeilan- lega og hún hefur i dag, er aö efla félagsþroska og innra skipulag og samkomulag, sem þarf til að tryggja farsælar framfarir efnahagslega og fé- lagslega I hinu fjölþætta þjóðfé- lagi nútlmans. Verklýöshreyf- ingin ræöur þegar yfir miklu afli, en hemur það kannski ekki alltaf — einsog hendir krafta- menn. 1 þessu sambandi held ég, aö tæknileg atriöi launaá- kvöröunar, eins og visitölubind- ing kaupgjalds, sem hefur veriö æöi fyrirferöarmikil i umræöum um Islensk efnahagsmál, sé ekki aðalatriðiö, þótt óneitan- lega geti nærtækar afleiöingar vlxlhækkana veriö erfiðar viö- Þetta erindi flutti Jón Sigurðsson, hag- fræðingur í Munaðar- nesi 28. apríl sl. á ráð- stefnu Stjórnunar- félags Islands um áhrif opinberra að- gerða á atvinnulífið. Erindið nefndi Jón: „Framtíðarviðhorf í opinberum hag- stjórnarmálum". fangs, eins og efnahagsvandinn, sem á okkur brennur þessa dag- ana sýnir. En sem eina skýring veröbólgunnar dugir hún engan veginn. Til dæmis viröist ekki slöur ástæöa til aö rjúfa eöa slæva annars konar formbundið vélgengi i samhengi verölags — og kaupgjalds, t.d. sjálfvirkni I búvöruverösákvörðun og raun- ar á fleiri sviöum veröákvörö- unar og verölagseftirlits eins og þaö hefur þróast I landinu á siö- ustu áratugum. Þótt hófsemi á almennum launaákvöröunum sé nauösynlegur þáttur allrar viöleitni til þess aö hemja verö- bólguna, hrekkur hún skammt, ef almenn eftirspurn og pen- ingamagn leika lausum hala. Ég ætla mér ekki að fara fleiri oröum um einstök hagstjórnar- tæki, þannig hleyp ég i reynd yf- ir beinar magntakmarkanir og skömmtunarkerfi og beina þátt- töku rikis I atv.lifinu (utan hins venjubundna sviös rikisaf- skipta hér á landi). Þetta er ekki af þvi að ég telju þessi efni ekki umræöuverð, en frá sjónarmiði hagstjórnar til sveiflujöfnunar hafa þau ekki skipt verulegu máli að undan- förnu. Markalinan fyrir stærð rikisgeirans hlýtur alltaf að vera óljós. Ég ætla mér ekki að blanda mér i vigorðastrið um æskilega stærö opinbera geir- ans. Ég læt mér nægja að rikið sé til og hafi hagstjórnarskyld- ur. Stærð opinbera geirans i þjóöarkökunni er háð stjórn- málalegum ákvörðunum og sögulegri þróun. Ýmsir hafa haldiö þvi fram, aö vöxtur ríkis- útgjalda sé sem slikur valdur að veröbólgunni. Aö þvi tilskildu, aö beitt sé samtimis réttum fjármála- og peningamálaað- gerðum til þess aðhalda aftur af öörum útgjöldum, er ekki hægt meö rökum aö telja vöxt rikis- geirans sjálfstæöan veröbólgu- vald. Hitt er svo annað mál sem vel er kunnugt, aö án sllkra aö- geröa til þess að skapa raun- verulegt svigrúm fyrir rlkisút- gjöld, getur útgjaldaaukning rlkisins, eins og önnur útgjöld umfram efni, valdiö misvægi I þjóöarbúskapnum. Opinber stjórnvöld Meö þessum orðum er ég þá kominn aö hinum opinberu stjórnvöldum, sem leiðirnar velja og framkvæma aðgeröirn- ar. Þá er nú komiö aö stjórnvis- indum, sem ætti aö eiga vel viö I þessum félagsskap. Hver eru annars þessi opin- beru stjórnvöld? Þingiö er handhafi löggjafarvaldsins, en framkvæmdavaldiö er I höndum ríkisstjórnar og sveitarstjórna er venjulega sagt. En þvi fer fjarri, aö hér sé um vel afmark- aöa og heilsteypta aöila að ræöa. Það er ekki nóg, aö þjóö- hagsspárnar séu óvissar og vit- neskjan um samhenei efna- hagslifsins ófullkomin, heldur eru hin opinberu stjórnvöld i sjálfum sér flókin kerfi, semvið þekkjum ekki nægilega vel, eða höfum a.m.k. ekki glöggvaö okkur nægilega vel á I öllum greinum, þegar stjórn efna- hagsmála er á döfinni. Skipting rikisstjórnarinnar I sérráðu- neyti meö tilheyrandi reipdrætti þeirra I milli um fjárveitingar, ekki sist sé niöurskurðar talin þörf, er öllum vel kunn. Þar gildir ekki siður en annars stað- ar I þjóðfélaginu, aö hverjum er sárt um sinn hlut. Ráðherrarnir eru sennilega yfirleitt nokkuö varir um sig og ekki sérlega fús- ir til aö ganga fram fyrir skjöldu til niöurskuröar. Ráö- herra, sem einu sinni hefur boö- ist til aö taka á sig niöurskurö umfram aöra, gerir þaö senni- lega ekki ótilneyddur aftur. Til hvers ráöherra og ráöuneytis liggja leynt og ljóst ýmsir þræö- ir: Ahrif frá hagsmunasamtök- um, sem heyra til þess sviös og sem reyna aö koma slnu fram, aö ekki sé minnst á áhrif em- bættismanna á hverju sérsviöi kerfisins, sem eiga frama og heiöur undir áþreifanlegum framgangi „sinna” mála. Sér- greining stjórnarráösins hefur sem kunnugt er farið vaxandi hér á landi á siöustu árum og áratugum, sem án efa felur i sér aukinn vanda hagstjórnar, ekki sist þar sem samsteypustjórn r nokkurra flokka er hið venju- lega stjórnarform. Staöa sam- ræmingaraöilanna innan rikis- stjórnarinnar, fjármála- og/eöa forsætisráöherra og ráðuneyta þeirra til aö koma fram sam- ræmdri aðhaldssamri stefnu, hefur yfirleitt ekki reynst nægi- lega sterk. Vel má vera, aö ná megi árangri með skipulags- breytingu þ.e. meö eflingu fjár- málaráöuneytis eöa þess ráöu- neytis, sem fer með efnahags- mál. Hér er þó engan veginn um einfalt framkvæmdaatriöi að ræöa. Fyrst og fremst þarf á- kvarðanir af stjórnmálalegum toga til þess aö breyta hér til. Til viðbótar þessum innbyröis mál- um rlkisstjórna koma slöan tengsl hennar við Seölabankann og banka- og sjóðakerfi yfirleitt, en þar er um verulegan sam- ræmingarvanda að ræöa, ef tryggja á heilsteypta stefnu. Sveitarfélögin eru ekki siður mikilvæg, og raunar er erfitt ti-1 lengdar að halda þeirri einföld- un, aö þau séu órjúfanlegur hluti af opinbera kerfinu frá sjónarmiði hagstjórnar, eins og viö venjulega viljum vera láta. Samtök sveitarfélaga, sem myndast hafa á siöustu árum hafa einnig fengið sterka stöðu sem þrýstingstæki, ekki sist vegna þess, að þau bera ekki framkvæmdarábyrgö. Þetta gerir aö verkum, að bæta ætti I likön hagfræöinganna lýsingu á atferli verulegs hluta opipbera geirans, fremur en aö skoða hann sem einn óskiptan, óháöan aöila utan viö kerfiö. Þegar sagt er, aö stjórn sé við völd, veröa menn að gera sér ljóst, aðgeta stjórnar til að taka ákvaröanir og fylgja þeim eftir, er yfirleitt háö mýmörgum tak- mörkunum og ytri áhrifum öör- um en eigin mati — eöa efna- hagsráögjafa hennar — á horf- um og markmiðum og vali leiöa. Valdahlutföll I sam- steypustjórnum gera oft aö verkum, að sjálfur ákvöröunar- tökuferillinn verður afar taf- samur og óviss, og oft háður þvi, sem viö fyrstu sýn gætu virst smávægileg, ytri atriði. Það er furöu oft „sem rófan dillar hundinum”, svo snúið sé á Is- lensku kunnu ensku orötaki. Slöan tekur þingiö við, en þar geta — eins og vel er kunnugt — komiö upp fjölmörg atriði önnur en þau, sem varöa yfirvegað mat aöstæöna út frá hagfræöi- legum sjónarmiöum. Um þetta mætti nefna mörg dæmi. Fjárveitinganefnd alþingis, sem ásamt fjárhags- og við- skiptanefndum deildanna ætti aö vera vettvangur efnahags- mála á þingi, hafa I reynd orðið i mörgum hreinn framkvæmdar- aðili, sem ákveður úthlutun fjárveitinga út i ystu æsar, en fer kannski með glans yfir heildar áhrif fjárlaganna á þjóöarbúið á einu siðdegi i skammdeginu. Þvi fer þó fjarri, aö viö þingið eitt sé að sakast, þótt það hafi lengi veriö vinsælt aö gagnrýna vinnubrögö þess. Hér er einkum um það að ræöa, aö farvegur efnahagsmála er yfirleitt lauslega markaöur i stjórnkerfinu. Ég held, að hér gæti m.a. komiö til greina aö gera almennum efnahagsmál- um hærra undir höföi I þinginu. Til dæmis meö sérstökum efna- hagsumræöum einu sinni eöa tvisvar á ári á grundvelli yfir- litsskýrslna og e.t.v. með sér- stakri efnahagsmálanefnd beggja deilda. Auk þess, sem staöa efnahagsmálanna ætti aö markast skýrar innan rikis- stjórnarinnar, annaö hvort meö eflingu forsætis- eða fjármála- ráöuneytis eöa sérstöku ráöu- neyti, og er fyrri kostúrinn án efa betri. Stjórnmálasaga sið- ustu áratuga bendir til þess, aö stjórnarfariö hafi dregist aftur úr veruleikanum I þessum efn- um, og svo oft hafa efnahags- málin orðið tilefni stjórnar- skipta, aö stjórnmálamenn gætu orðið þessu a.m.k. aö ein- hverju leyti sammála. AÖan nefndi ég samtök vinnu- markaöarins, en einkenni okkar aldar — okkar aldarháttur — viröist vera aö mynda samtök um alla mögulegaí og raunar stundum ómögulega) hags- muni. 011 þessi sérgreining 1 fé- lög eftir hagsmunum hefur stór- aukist á slöari árum, en jafn- framt má merkja tilhneigingu hjá þessum hagsmunasamtök- um til þess aö fá fljótt á sig hálf- opinberan svip. Samtökin lita gjarnan á sig sem eins konar 0 0 Miðvikudagur 17. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.