Alþýðublaðið - 09.08.1974, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1974, Síða 2
Alvöru nauðlending sýnd á Sandskeiði Flughátíð ’74 verður haldin uppi á Sandskeiði um helgina, ef veður leyfir, en bregðist það, verður aftur reynt þarnæstu helgi. A laugardaginn veröur flug- keppni, þar sem vélflugur munu leggja upp i yfirlandsflug, um 150 km. leið og má ekki skakka nema 15 sekúndum til eða frá að þær séu yfir réttum stöðum á réttum timum, miðað við áætlanir flugmannanna. Þá verður einnig keppt i fallftlifar- stökki. Daginn eftir verður svo sam- felld dagskrá á Sandskeiöinu, og er hún ætluð almenningi. Þar verður m.a. hópflug smáflugvéla, modelflug, fallhlifastökk, flugdrekaflug af toppi Vifilsfells, svifflug, storm- þyrla mun leika listir sinar, aðrar flugvélar sýna ýmsar listir, Ómar Ragnarsson verður með flug-grin, sem er enn leyndarmál hvað er, og loks verða veitt verðlaun fyrir árangur keppnisdaginn áður. Þá verða til sýnis flugtæki og ' flugvélar af ýmsum gerðum og tækjaútbúnaður Flug- björgunarsveitar Reykjavikur. Sex félagasamtök sjá um flughátiðina, og er öll vinna unnin i sjálfboðavinnu, og sem dæmi hefur einn áhuga- maðurinn, Hörður Hjálmarsson, eytt öllu sumar- frii sinu iundirbúninginn. Félögin eru Flugmálafélag Islands, sem er sambandsfélag flugáhugafélaga og er það gamalgróið. Svifflugfélag tslands, stofnað 1936, en það hefur notað Sandskeiðiö fyrir starfsemi sina siöan 1937. Flugmodelfélagiö Þytur, stofnað 1970, en tilgangur þess félags er að stuðla aö módel smiði og módelflugi og hefur æfingasvæði félagsins aðallega verið á Sandskeiöi. Fallhlifa- klúbbur Reykjavikur, stofnaður 1970, til húsa i gamla flug- turninum, Vélflugfélag íslands, stofnað i fyrra af áhuga- mönnum um vélflug, og Flug- björgunarsveitin i Reykjavik, sem stofnuð var 1950 með það markmið að leita að týndum flugvélum og bjarga fólki úr flugslysum. Væntanlega mun ekki koma til kasta hennar þótt alvöru nauðlending verði framkvæmd á Sandskeiðinu á sunnudaginn, eins og stendur i fyrirsögninni. Einn flugkennari úr Reykjavik, hyggst drepa alveg á hreyfli vélar sinnar i all mikilli hæö, og svifa án nokkurrar vélar- aðstoðar inn á völlinn og lenda, til þess að sýna fólki að smá- flugvélarnar detta ekki beint niður ef vélabilun verður, heldur er hægt að svifa þeim talsverðar vegalengdir. Þá hefur verið talað við stóru flugfélögin, um að vélar frá þeim fljúgi lágt yfir Sandskeiöið á sunnudag, á leið sinni til eða frá Keflavfkurflugvelli. Það atriöi veltur mjög á veðri. Vilja skapa flugíþróttinni aðstöðu við Sandskeiðið Aðgangseyrir að flughátiðinni á Sandskeiði á sunnudag, verður 100 krónur fyrir manninn, ekkert fyrir börn. Verði fjölmennt á sýningunni og komi einhver fjárhæð inn fyrir aðgangseyrinn, hyggjast flugáhugamenn verja þvi til uppbyggingar flugaðstöðu þarna á staðnum, bæði fyrir flugvélar, svifflugur, módelflug og fallhlifarstökk. Þegar eru til hugmyndir að þvi sem gera þarf, og frum- teikningar. Þar er m.a. gert ráð fyrir iagningu norður-suður brauta, bæði fyrir fiugvélar og svifflugur, en þær hefur vantað tilfinnanlega. Meiningin er að byggja upp góða aðstöðu til iðkunar flug- iþróttarinnar á Sandskeiði, og m.a. þess vegna verður flug dagurinn nú i fyrsta skipti haldinn þar, en ekki á Reykja- vikurflugveili. au«fl r. •«o Miklar stöðubreytingar í utanríkisþjónustunni Stjórn- mól Hvers vegna vill Al- þýðuflokkurinn samráð við verkalýðshreyfing- una? Hvers vegna leggur Alþýðu- flokkurinn höfuðáherslu á, að ný rikisstjórn, hvaða flokkar, sem að henni kunna að standa, hafi samráð og samvinnu við verkalýðshreyfinguna um lausn efnahagsmálanna? Þessari spurningu má að sjálfsögðu svara i mjög löngu máli, en hér verður aðeins bentá nokkur atriði, sem eru grundvallandi fyrir afstöðu Alþýðuflokksins i þessu efni. 1 fyrsta lagi erAlþýðuflokk- urinn á sama hátt og flokkar jafnaðarmanna alls staðar i heiminum fyrst og fremst verkalýðsflokkur. Uppruni flokksins er i verkalýðshreyf- ingunni og þvi stjórnmálaafli, sem hann hefur yfir að ráða, beitir hann til þess að hags- munir láglaunafólksins, verði ekki fyrir borð bornir. Alþýðuflokkurinn og verka- lýðssamtökin i landinu hafa háð mikla baráttu i áratugi fyrir bættum lifskjörum al- þýðunnar, auknu félagslegu réttlæti og félagslegum fram- förum. Þó að mikið hafi vissu- lega áunnist i þessum efnum, er enn mjög margt ógert. Al- þýðuflokkurinn á enn miklu hlutverki að gegna i islensku þjóðfélagi, og hann mun þvi halda baráttu sinni áfram i samræmi við hugsjónir sinar um lýðræðisiega jafnaöar- stefnu fyrir enn auknu rétt- læti, frelsi og bættum lifskjör- um. Nú blasir við mjög alvarlegt ástand i efnahagsmálum og lausn þessara vandamála verður hið berandi verkefni nýrrar rikisstjórnar, hver sem hún verður. En alvarlegt ástand i efnahagsmálum er á hverjum tima ógnun við lifs- kjör vinnustéttanna i landinu og ógnun við efnalegan og fé- lagslegan rétt alþýðunnar. Þetta má einnig orða þannig, að hið alvarlega ástand, sem nú rikir i efnahagsmálum þjóðarinnar, getur orðið hættulegt ávinningum áratuga baráttu Alþýðuflokksins og al- þýðuamtakanna i landinu. Um þessa ávinninga stendur Al- þýðuflokkurinn dyggan vörð, hvort sem hann er aðili að rikisstjórn eða ekki . Það er ekki ný bóla, að efna- hagserfiðleikar steðji að is lensku þjóðinni, en engu að siður eru slikir erfiðleikar jafnan hættulegir þeim félags- legu verðmætum, sem áunnist hafa. Eittþað fyrsta, sem ógn- ar er hættan á atvinnuleysi. í þessu sambandi má geta þess, að i Danmörku, þar sem veru- leg efnahagsvandamál hafa gert vart við sig að undan- förnu, rikir nú umtalsvert at- vinnuleysi t.d. I byggingariðn- aðinum. Samkvæmt siðustu tölum munu nú um 30.000 danskir byggingaverkamenn vera atvinnulausir og talin er Framhald á bls. 4 ■ * ~ ' i Dr. Oddur Guðjónsson var hinn 2. þ.m. leystur frá störfum sem sendiherra i Sovétrikjunum frá 1. september 1974 að telja og jafnframt i Búlgariu, Rúmeniu og Ungverjalandi frá 1. október 1974 að telja. Hann var sama dag skipaður sendiherra skv. lögum nr. 39/1971 og falið að starfa I utanrikisráðuneytinu. Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar var hinn 2. þ.m. skipaður sendiherra skv. lögum nr. 39/1971. Honum hefir verið faliö aö taka við starfi sendiherra i Moskva. Eirikur Benedikz, sendiráöu- nautur i London hefir verið skipaður sendifulltrúi skv. lög- um nr. 39/1971 frá 15. ágúst 1974 aö telja og falið að gegna áfram störfum i Löndon. Hannes Hafstein, deildar- stjóri i utanrikisráðuneytinu, hefir verið skipaður sendifull- trúi skv. lögum nr. 39/1971 frá 15. ágúst 1974 að telja og falið að gegna störfum við sendiráð Is- lands i Brussel frá sama tima. Þorleifur Thorlacius, sendi- ráðunautur i Bonn, hefir verið skipaður sendifulltrúi skv. lög- um nr. 39/1971 frá 15. ágúst 1974 að telja og falið að gegna störf- um við sendiráð íslands i Kaup- mannahöfn frá 1. september n.k. að telja. Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, sendiráðsritari i Paris, hef- ir veriö settur deildarstjóri i utanrikisþjónustunni frá 1. oktober 1974 að telja og verið falið að gegna störfum i utan- rikisráðuneytinu frá sama tima. Sigurði Hafstað, sendifulltrúa i Moskva, hefir verið falið að taka við starfi sem sendifulltrúi i Osló frá 1. september 1974 að telja. Helga Gislasyni, sendiráðs- ritara I Kaupmannahöfn, hefir verið falið að taka viö starfi sem sendiráðsritari I Moskva frá 1. september 1974 að telja. Ólafi Egilssyni, sendiráðu- naut I Brussel, hefir verið falið að taka við starfi sem deildar- stjóri I utanrikisráðuneytinu frá 1. september 1974 að telja. Höllu Bergs Vetlesen, sendi- ráðsritara i Osló, hefir verið falið að taka viö starfi sem sendiráðsritari i Stokkhólmi frá 1. september 1974 að telja. Sveini Björnssyni, sendiráðs- ritara i Stokkhólmi, hefir verið falið að taka við starfi sem sendiráðsritari i Bonn frá 1. september 1974 að telja. Korneliusi Sigmundssyni, fulltrúa i utanrlkisráðuneytinu, hefir verið falið að taka við starfi sem sendiráðsritari i Genf frá 15. ágúst 1974 að telja. Jóni ögmundi Þormóðssyni, fulltrúa i utanrikisráðuneytinu hefir verið falið að taka við starfi sem sendiráðsritari I Paris frá 1. september 1974 að telja. Tómas Karlsson, ritstjóri, hefir verið skipaður fulltrúi i utanrikisþjónustunni frá 1. september 1974 að telja og faliö að starfa við fastanefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðúnum I New York frá sama tlma. Hörður H. Bjarnason, M.A., hefir verið ráðinn fulltrúi i utan- rikisþjónustunni frá 1. septem- ber 1974 að telja og faliö að starfa i utanrikisráðuneytinu. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. 0 Föstudagur 9. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.