Alþýðublaðið - 09.08.1974, Page 3
„Jesús, Júdas,
Pétur postuli”
í Mánum við
trommara sem
fjórða mann
iHM
Átakalausar umræður
um orsök þingrofsins
„Pálmi var akkúrat maður-
inn sem okkur vantaði i Mána til
að flikka upp á sönginn, enda
getum við nú boðið upp á mun
Fjölbreyttari tónlist en áður, og
verður mikið raddað hjá okkur
af öllu tagi” sagði Olafur Þórar-
insson, „Labbi i Glóru” i viðtali
við blaðið i gær.
Fyrsti dansleikur Mána með
Pálmá Gunnarssyni verður á
Borg i Grimsnesi annað kvöld,
en annars sagði Ólafur að þeir
aetluðu ekki að einskorða sig við
að spila fyrir austan fjall.
Hljómsveitin Mánar er orðin
niu ára, og hefur ólafur verið i
henni allan timann og Guð-
mundur Benediktsson einnig frá
upphafi, nema hvað hann þurfti
tvisvar að hætta vegna náms, en
byrjaði svo aftur.
Smári Kristjánsson, sem ver-
ið hefur með Mánum i mörg ár,
hætti fyrir skömmu. Þá er Sig-
urjón Skúlason f jórði liðsmaður
þeirra, og spilar á trommur.
Þótt Guðmundur Benedikts-
son hafi af og til hætt vegna
skóla, ólafur alltaf verið á Sel-
fossi og Pálmi alltaf i Reykja-
vik, eiga þeir þó það sameigin-
iegt að hafa allir leikið eða flutt
tónlist saman, en það var i söng-
leiknum Superstar, sem sýndur
var i Austurbæjarbió á sinum
tima.
Þá lék Guðmundur Jesús,
Pálmi Júdas og ólafur Pétur
postula. Eru þvi „Jesús, Júdas
og Pétur postuli” saman komnir
i baði á meðfylgjandi mynd og
hafa nú fengið trommuleikara
til liðs við sig, rétt eins og til að
vera nútimalegri.
Fundir voru haldnir i báðum
deildum Alþingis i gær. I neðri
deild fór fram tiðindalitil fyrsta
umræða um frumvarp til stað-
festingar á „timabundnum ráð-
stöfunum til viðnáms gegn verð-
bólgu”.
Við upphaf umræðunnar sagði
Ólafur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, að hann teldi ekki rétt, að á
þessu stigi færu fram efnislegar
umræður um frumvarpið, en
lagði til, að þvi yrði visað til
nefndar, sem siðan var samþykkt
við lok umræðunnar.
Auk forsætisráðherra tóku að-
eins til máls nokkrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins og vakti at-
hygli, að þeir héldu ekki upp efn-
islegri gagnrýni á efni frum-
varpsins. En sem kunnugt er eru
efnisatriði þess i aðalatriðum tek-
in upp úr frumvarpi Ólafs Jó-
hannessonar um viðnám gegn
verðbólgu, sem orsakaði þingrof-
ið i vor.
Gunnar Thoroddsen var aðal-
talsmaður Sjálfstæðisflokksins
við umræðuna i neðri deild i gær
og vék hann litið sem ekkert að
efni frumvarpsins, en ræddi um
alvarlega stöðu efnahagsmáia.
Sagðist hann vona, að Alþingi
gæti sem fyrst myndað sterka
rikisstjórn, sem tækist að skapa
traust, og fær yrði um að takast á
við erfiðleikana i efnahagsmálun-
um.
I efri deild var á dagskrá frum-
varp til laga um happdrættislán
rikissjóðs til að fullgera Djúpveg
,,Þéttbókað" í
utanlandsflug
„Nú er fullbókaö á allt
flug til Norðurland og
London til 20. ágúst og
þéttbókað fram undir
miðjan september,"
sagði Sigurður Ingvars-
son skrifstofustjóri hjá
Flugleiðum á Vesturgöt-
unni í viðtali við blaðið.
Sigurður sagði að ó-
venjumikið væri um flug
nú til Norðurlanda. (
hverri viku eru 14 ferðir
til Norðurlanda og hefur
þurft að setja inn auka-
ferðir í hverri viku til að
anna eftirspurn.
Til London eru 5 ferðir í
viku núna og er uppselt.
Svipaða sögu er að
segja frá fluginu til
Bandaríkjanna. í hverri
viku er flogið 22 til
Bandaríkjanna þar af 17
sinnum til New York og 5
sinnum til Chicago. Mjög
er þéttbókað í allar þess-
ar ferðir,
Nú er vegurinn um Skeiðarársand orðinn ein fjöl-
mennasta ferðamannaleiðin á tslandi, og þar með
er orðinn greiður aðgangur að lengstu sandströnd
landsins — það tekur aðeins fáeinar klukkustundir
að ganga þangað frá veginum. Ekki er þó von til
þess, að þessi sandströnd verði gerð að baðströnd,
en það getur verið gaman að sandinum þótt ekki sé
hægt að liggja þar og sleikja sólskinið eftir að hafa
buslað i sjónum. tslendingar geta fengið nóg af sliku
suður á Spáni. Það getur verið fullt eins gaman að
ganga i sandinum og skoða hann og horfa á öldur-
nar brotna eftir ferð sina yfir Atlantshafið, — eða
hlaupa eins og strákurinn á myndinni og þreyta
kannski kapp við öldurnar.
HORNIÐ
SJOMANNASTOFA?
Lúðvík þreytir lax
meöan hinir þreyta
við stjórnarmyndun
Það vakti nokkra athygli og
umræður manna á milli i bak-
sölum Alþingis i gær, að Lúð-
vik Jósefsson, sjávarútvegs-
og viðskiptarábherra, — hinn
sterki tnaður Alþýðubanda-
iagsins — var fjarverandi.
Skýringin á fjarveru ráð-
herrans er sögð sú, að hann sé
á laxveiðum og þvi hefur hann
ekki tekið þátt i viðræðum
stjórnmálaflokkanna fjögurra
uin stjórnarmyndun siðustu
tiu dagana.
„Sjómaður” skrifar:
„Hvar er sjómannastofan i
þessu landi? Ég spyr bara
vegna þess, að ég hef verið hér á
bátum og fragtskipum sem hafa
bækistöð og höfn i Reykjavik, og
hef ekki enn haft spurnir af
neinu afdrepi fyrir sjómenn,
sem eiga ekki fast heimili hér i
höfuðborginni. Ég hef viða farið
um heimsins höf og oft leitað
hafnar, en hvorki fyrr né siðar
fyrirhitt neitt i likingu við Sjó-
mannaheimilið á Siglufirði.
Hafi ég nokkurn tima átt heimili
utan eigin heimilis, þá var það
þar. Gott kaffi var alltaf á könn-
unni og meðlæti. Þar voru blöð-
in. Þar var hægt að fara i bað.
Þar var hægt að skrifa heim.
Þar lágu bréf, sem maður var
að vonast eftir. Þar var hreint
og hlýtt, laust við allan tepru-
skap. Ég man aldrei eftir þvi,
þau sumur sem ég var á sild, að
þessu heimili væri nokkru sinni
sýnd óvirðing, hvorki með á-
fengisneyslu eða annars konar
óhófi. Þetta var heimili, sem við
lá að maður saknaði siðar.
Mörg sjómannaheimili hef ég
komið á, sem ég er þakklátur
fyrir, en ég sakna þess, að hérna
i Reykjavik skuli ekki vera neitt
heimili, sem likist þvi að vera
sjómannaheimili.
Það vantar hér og vantar illa.
Enginn talar um þetta, mitt i
allri velferðinni, nema aðkomu-
sjómenn sin á milli. Ég leyfi
mér, fyrir mina hönd og minna
félaga, að óska þess, að þvi
verði gaumur gefinn fyrr en sið-
ar, að hér er um að ræða mikils-
vert mál fyrir alla, sem það
varðar”.
Þeir
fengu
° >)
lán 2
Grundarfjörtiur:
29. Hratifrystihús Grundarfjartiar h.f-
Lán v/endurbóta á hraSírystihúsi 2.000
30. Ingólfur Jón Sigurtissow
Lán v/kaupa á m/b Frosta SH-181 100*
31. Kristinn Arnberg:
Lán vAaupa ‘á m/b Gullfaxa VE-
102 ............................. 266*
32. Jón Kjartansson:
Lán v/kaupa á m/b Hafbjörgu
NK-7 .................................. 225*
33. Gnýfari h.f.:
Lán v/endurbóta á m/b Gnýfara
SH-8 ............................ 800
Stykkishólmur:
34. Kristinn Finnsson:
Lán v/kaupa á pípugerðarvélum
o. fl..................... 300
35. ösp h.f.:
Lán v/byggingar og trésmíöavéla 700
36. Konráti Júlíusson:
Lán v/kaupa á m/b Sigurvon AK-
56 «tö5*
37. Sigurtiur s.f.:
Lán v/kaupa á m/b Hlyn RE-93 788*
38. Sigurtiur Ágústsson h.f-:
Lán til endurbóta á frystihúsi .. 1.200
39. Þorvartiur Gutimundssoru
Lán v/nýsmiði 35 lesta fiskibáts
5% .................................. 1.150*
40. Hjörleifur Jónssorv
Lán v/ m/b Kóps SH-132 ................ 340
41. Trésmitija Stykkishólms h.f.
Lán v/viðbyggingar og vélakaupa 600
42. Skelfiskvinnsla Stykkishólms h.f_•
Lán v/uppbygg. skelfiskvmnslu 2.700
Klofningshreppur:
43. Hnúksnes h.f.•
Lán v/endurbóta á frystigeymslu 100
Reykhólahreppur:
44. Sjávaryrkjan h.f.:
Styrkur v/undirbún. þangvinnslu 400
Bartiastrandarhreppur:
45. Hreppurinn:
Styrkur v/lendingarbóta ......... 150
46. Einar Gutimundssorv
Lán v/nýsmí8i 2,5 lesta fiskibáts
5% ............................... 28*
Rautiasandshreppur:
47. Hreppurinru
Styrkur til viSgerSar á bryggju a8
Gjögrxun ........................ 300
48. Samúel Bjarnasorv
Lán v/endurbóta á m/b Kóp KE-
132 .................................. 100*
Palreksfjörtiur:
49. Fiskimjölsverksmitijan Grótti h.fs
Lán v/endurbóta á verksmiSjunni 500
50. Mjólkursamlag V.-Bartiastrandars.
Lán v/tækjakaupa ................ 350
51. Hratifrystihús Patreksfjartiar h.f.:
Lán v/byggingar nýs frystihúss .. 4.500
52. Skjöldur h.f.:
Lán v/vélakaupa o. fl. i frystihús 600
53. Rœktunarsamb. V.-Bartiastrandars.:
Lán v/grei8sluerfi81eika v/jar8ýtu-
kaupa ............................... 1.000
54. Gestur h.f.:
Lón v/raflínulagnar a8 hóteli í
Flókalundi .................... 1.000
55. Oddi h.f.:
Lán v/vi8byggingar vi8 fiskverk-
unarhús ....................... 1.000
56. Patrekshreppur:
Lán til kaupa é tækjum og til
endurbóta á áhaldahúsi .... 600
Blldudalur:
57. Sutiurfjartiarhreppur:
Lán til þess a8 endurlána v/kaupa
á m/b ViSey RE-12............... 500
58. Grastiir h.f.:
Lán v/endurbóta á m/b Jörundi
Bjarnasyni BA-64 ................ 225*
59. Jens H. Valdimarssom
Lán v/endurbóta og tækja i kjöt-
vinnslustöð ...................... 400
60. Kristberg Finnbogasorv
Lán v/kaupa og endurbóta á m/b
Dröfn BA-28 ..................... 390*
61. Einhamar h.fs
Lán v/nýsmiði 150 lesta fiskibáts
5% ................................. 3.125*
62. Vélver h.f.:
Lán v/endurbóta og vélakaupa fyr-
ir bifreiSa og vélaverkstœ8i.... 400
63. Smitijan h.f.:
Lán v/uppbyggingar járn- og vél-
smiðju .........................
64. Sókn h.f:
Lán v/tjóns á m/b Árna Kristjáns-
syni ................................. 300
65. Sutiurfjartiarhreppur:
Lán til þcss að endurlána Sókn h.f. 200
Tálknafjörtiur:
66. Hratifrystihús Tálknafjartiar h.f.:
Lán til endurbóta á fiskimjölsverk-
smi8ju .......................... 90°
Autikúluhreppur:
67. Hreppurinn:
Braðabirgðalán v/vcgagerðar .... 400
Þingeyri:
68. Trésm. Gunnars Sigurtissonar h.f.:
Lán v/uppbyggingar trésmíðavcrk-
stæðis ............................... MOO
Flateyri:
69. Hjálmur h.f.:
Lán v/uppbyggingar frystihúss .. 2.000
70. Kaupfélag önfirtiingœ
Lán v/vélakaupa og endurbygg-
ingar á fiskverkunarhúsi.............. 300
71. Flateyrarhreppur:
Lán v/byggingar áhaldahúss .... 500
H
Föstudagur 9. ágúst 1974