Alþýðublaðið - 15.08.1974, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 15.08.1974, Qupperneq 7
 nefnt, að varsla var að hluta greidd af Stanga- veiðifélaginu. Árið 1972 gerði rekstr- aráætlun, sem stóðst einnig nær alveg, ráð fyr- ir, að tekjur af ánni yrði kr. 1.740.000.00. Þá var leiga kr. 484.000.00. út: ár lítur dæmið þannig Hver stöng, hvern hálf- an dag, kostar kr. 3.500.00 Þannig er veitt: 10/6—19/6 3 stengur, hvern hálfan dag 20/6—30/6 4 stengur hvern hálfan dag. 1/7—9/9 5 stengur, hvern hálfan dag. Heildartekjur — en allir dagar eru nú sagðir seldir — sýnast því ætla að verða nær þrjár milljónir króna. Fimmta stöngin er þvi nú seld daglega, í allt sumar, þótt kunnáttu- mönnum um árnar þyki Ijóst að þrátt fyrir mikla laxagengd í sumar, að þær þoli vart — sé nokkur skynsemi höfð með í ráð- um — slíkt álag. Fyrr á árum var aldrei veitt nema með fjórum stöngum. Fimmta stöng- in var yfirleitt aldrei not- uð, fyrr en eftir 10. júlí. Nú er hún seld frá 1. júlí. Heimild fyrir fimmtu stönginni fékkst fyrst og fremst vegna þess, að nauðsynlegt þótti, að hægt væri að veita gest- um Reykjavíkurborgar fyrirgreiðslu, þegar þá bæri að garði, gestum sem kæmu fyrirvaralítið, og hefðu ekki, tíma vegna, tækifæri til þess að fara i langferðir til veiða. Hjá því verður ekki komist að álíta, að hér sé um misnotkun að ræða, í gróðaskyni. RÆKTUNIN Er ræktunaráætlunin, sem fyrr var minnst á, var samþykkt, féllst Reykjavíkurborg á að greiða fyrir seiðin. Þvi var síðar komið til leiðar, að þau seiði, sem sleppt var í vatnasvæði Elliða- ánna voru seld Reykja- víkurborg á svonefndu kostnaðarverði. Þar á móti kom aftur, Stanga- veiðif élagi Reykjavíkur til góða, að það hefur, ár hvert, fengið nær allan sinn klaklax úr Elliðaán- um, með ádrætti, eftir veiðitíma. Samkvæmt skýrslum félagsins, 1972, fékk klak- og eldisstöðin það ár um 111 lítra hrogna, megnið úr Elliða- ánum. Verð hvers lítra hrogna var þá um 3.000.00 krónur. Má það teljast allgóð búbót. HVER ER MEGIN- KJARNI MALSINS? Meginkjarni málsins er þó sá, að sífellt er unnið að endurbótum við árnar, og sýnist hugur leigusala — forráðamanna Reykja- víkurborgar — Ijós: Þeir vilja, að Reykvikingar geti gengið að sinni eigin, fyrir þrjú þúsund króna inntökugjald í Stanga- veiðifélag Reykjavíkur, og eitt þúsund króna árs- gjald, geti þeir fengið út- hlutunarrétt — en án ó- hóflegs álags. Því sýnist ekki annað rétt vera en, að Reykvik- ingar geti notið þeirrar tillitssemi ráðamanna borgarinnar, sem leigu- samningurinn ber með sér. Með öðrum orðum, að Elliðaárnar, eign Reyk- víkinga, sé ekki notuð sem féþúfa þröngs hóps, heldur: A) Að Elliðaárnar verði ekki seldar til Reykvík- inga með hærra söluálagi (álagningu) en gert er, þegar, til dæmis bændur við Stóru-Laxá i Hrepp- um, eiga í hlut. Veiðileyfi þar hafa verið seld með 15% (fimmtán prósent) álagi. Mega Reykvíking- arekki njóta sömu kjara? B) Fallist Stangaveið- félag Reykjavíkur ekki á að veita Reykvikingum sömu þjónustu og þeim er veitt, er félagið selur veiðileyfi í Hreppum, þá taki Reykjavíkurborg annað hvort söluna á veiðileyfum í Elliðaánum í sínar hendur, eða feli Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að gera það á þann hátt, og í þeim anda, sem forráðamenn Reykjavíkurborgar hafa hugsað sér. Verði verðlagi haldið ó- breyttu, og haldi félagið leigurétti og söluréttind- um, þá sýnist ekkert eðli- legra en að ágóða — að frádregnum eðlilegum sölukostnaði, sem áður er minnst á — verði varið til ræktunar Elliðaánna, og fegrunar umhverfis þeirra, en bæjarfélagið ver nú tíma, vinnu, þekk- ingu og peningum til þess sérstæða starfs, sem þar fer fram. Yrði ágóðanum af sölu veiðileyfanna betur varið — til starfs, sem allir Reykvíkingar eiga eftir að njóta, um ókomin ár? Fimmtudagur 15. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.