Alþýðublaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 3
Fólksfjölgun en ekki þing- mannafækkun úti á landi „Að mínu viti væri hyggilegra fyrir stjórnmálamenn að stuðla að örari fólksfjölgun út um landið og jafna með þeim hætti gildi hinna pólitisku atkvæða, sem misst hafa gildi sitt við Faxa- flóa,” sagði Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, á fjórð- ungsþinginu fyrir skömmu. Hann rökstuddi málflutning sinn með eftirfarandi: „Að afloknum alþingiskosning- um nú i sumar, var talsvert um það rætt á vettvangi stjórnmál- anna, hver ójöfnuöur væri orðinn á tölu þingmanna milli einstakra kjördæma, ef miðað væri við fjölda kjósenda. Var einkum bent á Vestfirði, sem að þessu sinni eiga sjö þingmenn. Fækkun landsbyggðarþing- manna jafngildir aðför að hinum dreifðu byggðum. Þeir, sem fylgst hafa með baráttu þing- manna landsbyggðarinnar, fyrir málum þeim á Alþingi, sem snerta landsbyggðina sérstak- lega, dylst ekki, að þurft hefir harðsnúið lið landsbyggðarþing- manna til að fá dreifbýlismálum framgengt á Alþingi, jafnvel á sama tima og stórmálum, sem snerta mesta þéttbýli landsins, hefir verið ráðið til lykta með samningum utan Aiþingis, en þingmenn svo látnir að formi til afgreiða málin. Nægir að benda á byggingu 1200 ibúða i Breiðholts- hverfi, sem landsbyggðin hefir þurft og þarf ennþá að súpa rammt seyðið af. Það er ástæðulaust að sverfa að landsbyggðafólki á einum vett- vangi til viðbótar, sjálfu lög- gjafarþinginu, með þvi að svifta það með lögum hluta af þing- mannaf jölda sinum. Þvi fólki sem ennþá býr út um land, verður ekki um það kennt, að þar hefir fækkað fólki. Fólk, sem býr hér á Vestfjörðum, og annarsstaðar út um landið, hefir barist hetjulegri baráttu við þá erfiðleika, sem verið hefir við að etja heima fyrir, og við sogkraftinn frá Faxaflóasvæðinu, oftog tiðum við takmarkaðan skilning stjórn- valda á þvi, að sporna þyrfti gegn fólksfækkun út á landi með opin- berum aðgerðum.” Bara loðnan kemur vel út úr klakinu — þorsk- urinn varð verst úti Að loðnu undanskilinni fjarða norðanlands en má segja að árið 1974 haf i oftast áður. verið eindæma lélegt Hins vegar var út- klakár, segir í fréttatil- breiðsla og magn loðnu- kynningu frá Hafrann- seiða meiri en undanfarin sóknastofnuninni, og er ár og virðist vera um þá átt við klak helstu teg- metárgang að ræða. Þess unda nytjaf iska. ber að gæta að loðnuár- Þessar upplýsingar eru gangur undanfarinna fengnar eftir seiðarann- ára, hafa allir verið mjög sóknir við ísland og sterkir sem seiði. Grænland, en þetta er 5. Sigfús Schopka, fiski- árið sem þessháttar fræðingur, sagði í viðtali rannsóknir eru fram- við blaðið í gær, að þetta kvæmdar. ástand í ár, þyrfti ekki að í niðurstöðunum segir hafa afgerandi slæm m.a. að öfugt við þorsk- áhrif eitt sérstakt ár, í klakið i fyrra, sem tókst náinni framtíð, þar sem mjög vel, hefur klakið í þessir fiskstofnar væru ár mistekist og er mjög mismunandi fljótir að ná lítið í samanburði við þeirri stærð, sem mest er hvað það var í fyrra. Eins veitt af hverju sinni, og og hjá þorskinum, hefur því kæmi þessi brestur ýsuklakið gengið illa, en fram á nokkurra ára þó illskár. Heildarmagn tímabili. Eitt ár sem karfasei'ða var í slöku þetta þyrfti ekki að hafa meðallagi. Tegunda eins mjög alvarlegar afleið- og steinbíts, grálúðu, og ingar í f ör með sér, ef ár- ársgamals hrognkelsis ið á undan og eftir væru varð minna vart en oftast góð, en enginn veit áður á undanförnum ár- hvernig næsta ár verður. um. Talsvert fékkst af Loðnuseiðin lofa góðu, ársgamalli sumargotsíld en þau seiði, sem nú í Hvalfirði, en minna sáust, koma ekki til veiða varð vart við hana inn- fyrr en eftir þrjú ár. — Haustsýning Félags íslenskra myndlistarmanna Haustsýning FIM verður haldin á Kjar- valsstöðum 7. til 22. september. Eyðublöð fást á sama stað i dag og á morgun kl. 14—18. Tekið verður á móti myndum föstudaginn 30. ágúst kl. 14—19. FIM sér um tryggingu verka gegn greiðslu iðgjalds. Þátttökugjald er kr. 2000.00. Sýningarnefnd |FÍM. Vita- og hafnarmálastofnunina verður að skipuleggja upp á nýtt Þjónusta Vita- og hafnar- málastofnunarinnar er nú orðin svo léleg, „að hvorki Hafnar- málastofnunin eða þeir, sem hún á að þjóna, geta lengur við unað”, er ályktun Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. 1 skýrslu sinni ræddi fram- kvæmdastjóri sambandsins Jóhann T. Bjarnason þetta mál og er ályktun þingsins mjög samhljóða máli hans. Benti Jóhann á nauðsyn þess að stofn- uninni verði skipt upp I deildir, sem starfi úti um land i nágrenni við verkefnin. „Sú reynsla, sem nú þegar er fengin af deild Vegamálaskrifstof- unnar á Isafirði, þann stutta tima, sem hún hefir starfað, ætti að vera örugg vísbending i þessu efni”, sagði Jóhann. 1 ályktun Fjórðungssambands Vestfiröinga sem hélt fjórðungs- þing i Bolungarvik 23. — 24. ágúst sl., um hafnarmál segir: „Sifelld stækkun og endurbætur hafnarmannvirkja hefir viðast hvar haft forgang á fjárhags- áætlunum sveitarfélaganna. Framkvæmdum hefir þó oft miðað hægar en þörf var fyrir. Þvi hefir oft verið kennt um , að fjárveitingar á fjárlögum væru ónógar, en nú siðari árin hafa hins vegar orðið æ háværari kvartanir vegna þjónustu Vita- og hafnarmálastofnunarinnar. Svo almennar eru þessar kvart- anir orðnar, að hvorki Hafnar- málastofnunin eða þeir, sem hún á að þjóna, geta lengur við unað. Eitt brýnasta verkefnið I hafnarmálum landsins er þvi að taka starfsemi Hafnarmála- stofnunarinnar til gagngerrar endurskoðunar og gera þær breytingar á henni, sem þeir, er þjónustunnar eiga að njóta, geta verið ánægðir með. Við slika endurskoðun á starfsháttum verður að gera þá kröfu, að stofnuninni verði skipt upp i deildir, sem starfi út um land, I nágrenni við þau verkefni, sem leysa þarf. Er þess að vænta, að með þeirri skipan verði nánari tengsl milli hönnuða, verkefnis- ins og þeirra, sem unnið er fyr- ir.” Samdráttur í fram- kvæmdum borgarinnar Borgarráð Reykjavíkur — sem gegnir hlutverki borgarstjórnar meðan hún er í sumarf ríi — samþykkti i gær tillögu Birgis (sleifs Gunnarssonar, borgar- stjóra, um samdrátt í framkvæmdum Reykja- víkurborgar. Einnig sam- þykkti borgarráð í gær að heimila borgarstjóra að semja um lántöku að upp- hæð 700 milljónir króna. Meðal þeirra fram- kvæmda sem ákvörðun borgarráðs nær til eru framkvæmdir við skóla- byggingar, barnaheimila- byggingar, leikvallagerð og undirbúning nýrra byggingasvæða í Reykjavík. Þar á meðal verður að mestu leyti frestað framkvæmdum vegna nýrra einbýlishúsa- og keðjuhúsabygginga í Seljahverfi og sömuleiðis byrjunarframkvæmdum á Eiðsgrandasvæðinu og í nýja miðbænum og víðar, þar sem undirbúningur nýrra íbúðasvæða áttu að hef jast á þessu ári. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá á dögunum hef- ur þróun f jármála Reykja- víkurborgar verið mjög óhagstæð á þessu ári. Læt- ur nærri, að reksturs- kostnaður borgarinnar haf i hækkað á árinu — eða frá því fjárhagsæaætlun var gerð í desember 1973 — um 670 milljónir króna. Og er talið, að greiðslustaða borgarinnar eigi eftir að versna til muna frá því, sem þessi tala gefur til kynna, og muni halla- reksturinn á þessu ári nema að minnsta kosti 700 milljónum króna. Til þess að mæta hinum miklu kostnaðarhækkun- um að undanförnu hefur borgarsjóður yfirdregið svo nemur hundruðum milljóna króna á hlaupa- reikningi sínum í Lands- banka Islands. En nú er ætlun borgarstjórans að reyna að semja við Lands- bankann um, að þessum mikla yfirdrætti verði breytt i föst lán. Þess vegna af laði hann sér í gær heimildar borgarráðs til að semja um lántöku að upp- hæð 700 milljónir króna. — Stöðvar hreppsnefnd Mos- fellssveitar BP á Geithálsi? Eftir þvi sem Alþýðublaðið hefur komist næst, mun ekki verða af þvi að Oliuverslun Is- lands h/f, BP ljúki við þær fram- kvæmdir, sem hafnar eru við Geitháls i landi Mosfellssveitar. Þar hefur verið steyptur grunnur bensín- og veitingasölu en i sumar hafa framkvæmdir legið niðri, þar sem ekki hefur fengist,,grænt ljós” frá heilbrigðisnefnd Mos- fellssveitar. Nærri Geithálsi eru vatnsból nærliggjandi byggða, s.s. Reykjavikur, Kópavogs, Sel- tjarnarness og Mosfellsveitar og hefur heilbrigðisnefnd Mosfells- sveitar lagst eindregið gegn starfrækslu bensínsölu á Geit- hálsi. Svan Friögeirsson, stöðvar- stjóri hjá BP, sagði i samtali við fréttamann blaðsins i gær, að þeir gerðu sér vonir um að geta haldið áfram mjög fljótlega og að skiða- menn fengju einhverja þjónustu á Geithálsi i vetur. — Það stendur á hreppsnefndarfundi, sem á að taka endanlega ákvörðun um málið, og hann verður haldinn einhvern næstu daga, sagði Svan. — Vatnsveitustjórinn i Reykjavik setti ýmis skilyrði fyrir starf- rækslu þessarar stöðvar og þau hafa öll verið uppfyllt af okkar hálfu. En I Mosfellsveitinni var annað hljóð i strokknum. Sigsteinn Páls- son, hreppstjóri, kvaðst að sjálf- sögðu ekkert geta fullyrt um endanlega afstöðu hreppsnefnd- arinnar, en hann benti á, að heil- brigðisnefnd byggðarinnar hefði leitað umsagnar fjölmargra að- ilja, er væri málið viðkomandi, og hefði alls staðar fengið neikvæö svör. — Mengunarhættan er talin allt of mikil, sagði Sigsteinn, er fréttamaður blaðsins hafði sam- band við hann i gær, — og án þess að ég vilji nokkuð fullyröa, þá finnst mér heldur neikvætt hljóð I mönnum hér gagnvart þessu. 21 árs Akureyringur ráðinn framkvæmdastjóri í Tónabæ Borgarráð staðfesti á fundi sin- um i gær ráðningu Ömars Einars- sonar i stöðu framkvæmdastjóra Tónabæjar. Var ráðningin stað- fest með 3 samhljóða atkvæðum: minnihlutinn sat hjá. Ömar Einarsson er 21 árs gamall Akureyringur og lauk sl. vor tveggja ára námi i æskulýðs- leiðsögn og starfrækslu æskulýðs- og tómstundaheimila I Göteborgs Folkhögskola i Sviþjóð. Hann hefur siðan starfað hjá Æskulýðs- ráði Reykjavikur. Handíðakennara drengja vantar við Barnaskóla Akraness. — Umsóknarfrestur til 5. september. Fræðsluráð Akraness. Miðvikudagur 28. ágúst 1974. Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.