Alþýðublaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 2
stjúrnmAl
Nokkur íslenskur
Glistrup?
Málshöfðanirnar gegn
danska skattsvikaranum
Mogens Glistrup og sá svika-
vefur, sem hann hefur ofiö um
áraraðir i heimalandi sinu,
vekja að vonum mikla athygli
hér á landi sem og annars
staðar.
Ritstjóri Timans kveður
Glistrup þennan meira að
segja óhugnanlegasta fyrir-
bæriö, sem skotið hafi upp
kollinum i stjórnmálum á
Norðurlöndum siðan nasist-
arnir hurfu i djúpið við hrun
býskalands i lok heimsstyrj-
aldarinnar. Og ritstjóri Tim-
ans spyr i niðurlagi greinar
sinnar: — Hver yrði uppskera
Dana, ef þeir lyftu Glistrup á
valdastól einn góðan veð-
urdag? —
Hér er um að ræða furðulegt
mál, sem ekki á sér margar
hliðstæður. En það er
athyglisvert, að Danir láta
ekki stórsvindlarann halda
iðju sinni áfram. Heldur draga
þeir hann fyrir dóm. Svo virð-
ist sem dönsk stjórnvöld séu
ákveðin i að uppræta
Glistrupsvikavefinn. Það er
merki þess, að danskt þjóðfé-
lag sé ekki eins sjúkt og skatt-
svik Glistrups og furöulegur
kosningasigur stjórnmála-
flokksins, sem hann hefur
myndað kringum sig og sin
sjónarmið, gefa tilefni til að
ætla.
Aö sjálfsögöu fordæma allir
siðaðir Islendingar skattsvik á
borð við þau, sem Glistrup
hefur gert sig sekan um. Eða
hvað?
Kannski er ástæða fyrir
okkur tslendinga að lita i eigin
barm. Hve lengi hefur ekki
verið sagt, að skattsvik væru
algengari hér á landi en góðu
hófi gegnir. Hafa menn ekki I
rauninni látiö sem svo, að
skattsvik skyldu látin óátalin,
svo lengi sem þau byggðust á
þvi, að menn notuðu sér
„smugurnar” i skattalögun-
um?
Hve lengi hefur það ekki
viðgengist hér á landi, að þeir
aðilar i þjóðfélaginu, sem hafa
aðstöðu til að fela neyslu sina
og eyðslu I bókhaldi eigin fyr
irtækja, og skammta sér laun
að eigin geðþótta, greiði lága
eða enga tekjuskatta? Hvað
skyldi orðiö „vinnukonuút-
svar” vera gamalt i isiensku
máli?
Þaö er ekki æði langt siðan,
að skattaeftirlit — stundum
nefnt skattalögregla —■ kom til
sögunnar hér á landi. Haft er
fyrir satt, að fjármálamenn-
irnir i þeim stjórnmálaflokk-
um, sem nú eru i rikisstjórn,
hafi alls ekki fagnað þvi, þeg
ar skattaeftirlitið var sett á
stofn. En það er ekki nóg að
hafa starfandi stofnun, sem
annar þvi hlutverki aö fylgjast
með þvi, hvort einstaklingar
og fyrirtæki greiði eðlilega
skatta. Enn viögangast skatt-
svik hér á landi. Sé blaðað i
skatt- og útsvarsskrám, vakn
ar meira að segja sá grunur,
Framhald á bls. 4
Hjálparsveit skáta
í Njarðvíkunum að
eignast bíl
Hinn alþjóðlegi forseti Lions
Johnny Balbo hefur hvatt Lion
menn um allan heim til þess að
gera 8. október að sinum degi,
með þvi að minnast sinna sam-
borgara á einhvern hátt. í tilefni
þessa dags gaf Lionsklúbbur
Njarðvikur Hjálparsveit skáta i
Njarðvik kr. 150.000.00, sem
framlag til kaupa á nýjum bil
sem hjálparsveitin er að festa
kaup á og notaður verður við
leitar- og björgunarstörf.
Nefnd stofnuð til
könnunar áburðarverðs
Vegna hinna stórfelldu
hækkana á verði áburðar á
heimsmarkaði, sem orðið hafa
og þeim örðugleikum, sem eru
við öflun áburðarefna erlendis
frá, skipaði landbúnaðarráð-
herra i fyrradag nefnd til nán-
ari könnunar þess vanda er af
leiðir. Verkefni nefndarinnar
er að kanna hver verði áhrif
þessarar þróunar i verðlags-
og framleiðslumálum i land-
búnaði og á efnahagslif al-
mennt, og gera tillögur til
rikisstjórnarinnar um úrbæt-
ur.
1 nefndinni eru: Jón Helga-
son, Seglbúðum, og Pálmi
Jónsson, Akri, tilnefndir af
Búnaöarfélagi íslands, Gunn-
ar Guðbjartsson, Hjarðarfelli,
tilnefndur af Stéttarsambandi
bænda, en hann er stjórnar-
formaður Aburðarverksmiðj-
unnar I Gufunesi, Bjarni
Helgason, jarðvegsfræðingur,
tilnefndur af Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins, Garðar
Ingvarsson hagfræðingur, til-
nefndur af Seðlabanka ís-
lands, Helgi Bachmann, hag-
fræðingur, tilnefndur af
Landsbanka Islands og Guð-
mundur Sigþórsson,
deildarstjóri I
landbúnaðarráðuneytinu, sem
er formaður nefndarinnar.
Sinfónían í
Borgarnesi
Sinfóniuhljómsvcit tslands
heldur fyrstu tónleika sina
utan Reykjavfkur að Loga-
landi i Borgarfirði
fimmtudaginn 10. október kl.
21.00. Tónleikarnir eru haldnir
á vegum Tónlistarfélags
Borgarfjarðar. Stjórnandi
veröur Páil P. Pálsson. A
efnisskrá eru verk eftir Grieg,
Strauss, Haydn, Suppé og
Dvorak. Næstu reglulegu tón-
leikar verða haldnir 17.
október, og verður stjórnandi
þar Samúel Jones frá
Bandarikjunum en einleikari
Michael Roll píanóleikari,
sem leikur Pianókonsert nr. 5
(Keisarakonsertinn) eftir
Beethoven, en önnur verk á
efnisskránni verða Adagio
fyrir strengi eftir Samuel Bar-
ber, Sorgarforleikur eftir
Brahms og Sjávarmyndir eftir
Britten.
Alþjóðapóstsambandið 100 ára
Það var á fundi i Bern I Sviss i
september 1874 að fulltrúar 22
rikja sömdu um stofnun Alþjóða-
póstsambnds Póstmanna, sem
stundum hefur verið nefnt Bern-
arsáttmálinn. Var hann undirrit-
aður 9. október sama ár. Dan-
mörk var eitt fyrrnefndra stofn-
rikja, og þar eð hún fór þá með
málefni Islands, telst tsland hafa
átt hér hlut að máli. Hins vegar
varð landið svo aðili sambandsins
sem fullvaida riki árið 1919.
Annars höfðu póstferöir hafist
hérlendis meira en öld áöur, þvi I.
reglugerð frá 1776 er tilskipun um
póstferðir, sem reyndar hófust
ekki fyrr en árið 1782. Tæplega
öid siðar, eða 1872, komst meiri
festa á þessi mál með stofnun
póstmeistaraembættis i Reykja-
vik og opnun pósthúss. Þannig
hefur póstþjónustan þróast I öll-
um löndum, misjafnlega fljótt og
ört, en i Alþjóðapóstsambandinu
sitja allir við sama borð og aðild-
arríki Sameinuðu þjóðanna veröa
sjálfkrafa aðilar sambandsins.
Tilskilið er að 2/3 hlutar meðlima
styðji upptökubeiðni annarra
þjóða.
Nú eru 153 riki innan vébanda
sambandsins, og er öll heims-
byggðin nú orðin eitt póstsvæði,
þvi i 1. grein stofnskrár Alþjóða-
póstsambandsins segir að öll þau
lönd, er samþykki stofnskrána,
myndi eitt póstsvæði til gagn-
kvæmra skipta á bréfapóstsend-
ingum.
Um 550.000 póststöðvar, $em
hafa I þjónustu sinni 4 1/2 miljón
manna, sinna nú daglega þessum
mikilvægu störfum, og eru þau að
vissu leyti grundvöllur alþjóð-
legra viðskipta og hverskonar
samskipta þjóða heims. Arlega
flytur þannig póstþjónustan yfir
250 þúsund milljónir bréfa,
böggla og annarra eininga milli
fólks — og nú orðið með þvflikum
hraða, aö eðlilegt þykir að bréf,
sem póstlagt er i Reykjavik, ber-
ist viðtakanda i nágrannalandi
innan tveggja til þriggja daga.
Ein meginstofnun Alþjóðapóst-
sambandsins er Framkvæmda-
ráðið, og hefur það umsjón með
helstu þáttum starfseminnar og
framfylgir þeim samþykkum,
sem mótaðar eru á þingum sam-
bandsins og haldin eru á 5 ára
fresti. 1 Framkvæmdaráðinu
sitja fulltrúar 40 aðildarrikja,
fimm ár i senn, og á þessu ári
tekur fulltrúi íslands einmitt sæti
á þvl.
Þótt segja megi að Alþjóða-
sambandið eigi að þjóna öllum
löndum jafn vel, gefur það auga
leið, aö tilvera þess er ekki hvað
sist til hags fyrir afskekkt riki og
fámenn. Sumum þeirra berst lika
meira póstmagn að utan en þau
senda frá sér, og svo er einmitt
um Island. A þingi sambandsins,
sem haldið var i Tokyo 1969, voru
samþykktar reglur til jöfnunar
útgjalda fyrir þau rlki, sem eru I
þessari aðstöðu. Þar af leiðandi
fær ísland nú greiðslur i hlutfalli
við það póstmagn, sem dreift er
hérlendis umfram það sem ís-
lendingar senda sjálfir til út-
landa.
Þannig er stööugt leitast við að
jafna útgjöld og auka og bæta þá
þjónustu, sem þessi alþjóðlega
samvinna veitir heimsbyggðinni.
Með siauknum og bættum sam-
göngum heimshorna i milli færir
póstþjónustan þjóðirnar saman
og hefur sig yfir úthöf, landamæri
og allskyns hindranir, sem hafa
verið — og eru enn — óhjákvæmi-
legar i samskiptum þjóöa I milli.
1 tilefni þessara merku tima-
móta gaf Póst- og simamála-
stjórnin út tvö ný frimerki á af-
mælisdaginn, 9. október, og eru
þau tileinkuð Alþjóðapóstsam-
bandinu. Verðgildi merkjanna er
17 og 20 krónur, myndin á fri-
merkjunum minnir á þá mikil-
vægu þjónustu, sem pósturinn
innir af hendi, og á þeim er llka
merki Alþjóðapóstsambandsins.
Gömul mynd af póstsorteringu I Reykjavfk
Það hefur aila tið verið ábyrgöarmikið starf að flytja bréf og boð miili manna
Hafnarfjarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
í GlflEflBflE
/ími 84200
0
Fimmtudagur. 10. október. 1974.