Alþýðublaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 8
Þjálfari og leikmenn Reyndu að kippa handleggsbrotnum manni í liðinn! Þaö mun hafa komiö fyrir á æfingu hjá einu af 1. deildarliöunum f Reykjavik i handknattleik nú f haust aö einn af ieikmönnum liösins varö fyrir þvi óhappi aö hand- leggsbrotna. Þaöeri sjálfu sér ekki I frásögur færandi, nema hvaö bæöi þjálfari liösins og ieikmenn reyndu eftir mætti aö kippa handieggnum I liöinn!!!! Sem þeim ekki tókst og var þvi fariö meö hann i hasti á slysavaröstofuna þar sem i ljós kom aö leikmaðurinn var handieggsbrotin en haföi ekki fariö úr liöi! Valsmenn sigruðu sænska handknattieiksliöiö Hellas stórt i gærkvöldi. Lokatöiur ieiksins uröu 27-20, i háifleik höföu Valsmenn yfir 12-10. Leikurinn i gærkvöldi var oft fjörugur og sýndi ólafur H. Jónsson stórleik og skoraöi 7 mörk og átti auk þess margar linusendingar sem gáfu mörk. Þá átti Óiafur Benediktsson ágætan leik i markinu siöustu minúturnar. Hjá Sviunum var Mats Nilsson bestur enn sem fyrr og skoraði 7 mörk. Martin Chivers Tottenham hefur veriö á sölulista aö undanförnu. Nú er hugsanlegt að hann leiki fyrir Stoke I framtíöinni. Kaupir Stoke Chivers? Félagið hefur þegar gert Tottenham tilboð sem hljóðar uppá 250 þúsund sterlingspund fyrir að fá kappann til sín Um síðustu helgi átti framkvæmdastjóri Stoke Tony Waddington langar viðræður við hinn nýja framkvæmdastjóra Tott- enham Terry Neil um hugsanleg kaup á fyrrver- andi miðherja Englands, Martin Chivers. En hann lék hér á Laugardals- vellinum fyrir nokkrum árum gegn Keflavík eins og flestir muna. Stoke var spáö miklum frama i vetur, en liöið varð fyrir þvi óhappi að missa einn besta fram- linumann sinn John Ritchie sem fótbrotnaði i leik gegn Ipswich fyrir stuttu. Eftir það hefur liðinu ekki gengið sem best og var meðal annars slegið út I EUFA keppninni af Ajax Hallandi. Waddington sem þegar hefur tvo leikmenn frá London þá Geoff Hurst og Allan Hudson telur félagið enn eiga mikla möguleika á að ná i Englandsmeistara- titilinn takist honum að fá sóknarmann eins og Chivers i stað Ritchie. Neil gaf ekki ákveðið svar við hvort Chivers yrði seldur. Takist Stoke ekki að fá Chivers er búist við að félagið reyni þá við Peter Osgood (Southamton) eða Ian Hutchinson (Chelsea). „Old boys” 1 vetur mun handknattleiks- deild KR gangast fyrir æfing- um fyrir ,,01d boys”. Æft veröur einu sinni i viku i KR- heimilinu og veröa æfingarnar á föstudögum kl. 22:10. Hvetur stjórnin alla fyrrverandi handknattleiksmenn til aö mæta á þessar æfingar. íslandsheimsókn sænsku snillinganna HELLAS Johan Fischerström í kvöld gegn: FRAM í Laugardalshöll kl. 20.30 Dómarar:óli Olsen, Björn Kristjánsson. Forleikur I.R. — Víkingur, 2. fl. karla, kl. 19.45. Komið og sjáið spennandi leik Björgvin Björgvinsson. H.K.R.R. og ÍS - ÍR sigraði eftir framlengingu Boltinn var á leiðinni í körfuna þegar leikurinn var flautaður af IR — ÍS: 90:88 (eftir framlengdan leik) Þessi leikur var fjörugur og skemmtilegur á að horfa, 1S leiddi allan fyrri hálfleikinn, oft- ast munaði þetta 3-5 stigum á lið- unum og stundum minnkaði bilið i aðeins eitt stig fyrir 1S, en yfir komst ÍR ekki. 1 siðari hálfleik sóttu IR-ingar heldur i sig veðrið og mátti sjá á töflunni 56:53 og 64:60fyrir IS, og 64:64 og 68:66 fyrir ÍR, og siðustu minúturnar voru spennandi og þá skiptust liðin á um forystuna, og þegar aðeins 6 sek. eru eftir af leiknum og staðan 80-78 fyrir IR er brotið á Steini Sveinssyni fyrir- liða ÍS, og fær Steinn þvi tvö vita- skot, hann hittir úr báðum skot- unum og tryggir liði sinu fram- lengingu. Ingi Stefánsson 1S og Agnar Friðriksson IR léku ekki i fram- lengingunni vegna þess að þeir voru báðir komnir með 5 villur, i framlengingunni nær IS góðri for- ystu 84:80 og hefði með skynsam legum leik átt að halda þvi for- skoti þar sem lítið var eftir af leiknum, en leikmenn beggja liða voru taugaóstyrkir og á ýmsu gekk, og margar fljótfærnis vit- leysur voru gerðar. Þegar aðeins 5 sek. eru eftir af framlengingu var staðan 88:88 og spenningurinn i algleymingi, þá leikur Kolbeinn Kristinsson upp allan völl og skýtur langskoti að körfunni um leið og flauta tima- varðar gellur, en þar sem Kol- beinn hafði sleppt boltanum áður en flautað var til leiksloka, og boltinn i loftinu, þá var karfan gild, IR-ingar fögnuðu innilega sigurkörfu Kolbeins, en leikmenn IS voru að vonum ekki eins ánægðir. Bjarni Gunnar Sveinsson mið- herji Stúdentanna var besti mað- ur liðsins með 24 stig, en Steinn og Ingi Stefánsson 15 áttu ágætan leik. Þorsteinn Guðnason átti góðan leik meö IR að þessu sinni og auk hans voru þeir Jón Jör- undsson, Agnar og Kolbeinn bestu menn liðsins, og var Jón með 23 stig og sýndi hann mikið öryggi i vitaskotum, Kolbeinn gerði 21 stig en Agnar 16. PK KR sigraði auðveldlega KR — Valur: 83:68 (46:30) Þessi leikur var aldrei spennandi, til þess var hann of ójafn, Vals- menn voru óvenju daufir i leikn- um og ekki bætti það úr skák fyr- ir þá að þeirra besti maður sið- ustu árin Þórir Magnússon lék ekki með. Hjá KR-ingum átti Bjarni Jó- hannesson bestan leik og gerði hann 27 stig, en Kolbeinn Pálsson var með 15, Torfi Magnússon var stigahæstur Valsmanna með 20 stig en Kári Maríasson var með 19, með þessu tapi misstu Vals- menn alla möguleikana á Reykjavikurmeistaratitlinum. PK #j Einstefna Ármann — Fram: 79:50 (36:18) Það fór eins og menn grunaði, annarrardeildarlið Fram veittist Ármenningum létt viðfangs, og þurftu leikmenn Armanns ekki að leggja mjög hart að sér til að ráða við mótherjana, sem allir eru ungir og óreyndir leikmenn. Staða Ármanns er nú sterk i mótinu, og er Armann nú eina taplausa liðið en þrátt fyrir það getur allt skeð enn, KR, IR og Stúdentar eiga örugglega eftir aö láta að sér kveða. Það er erfitt að dæma Ármannsliðið eftir þennan leik, þar sem ekki reyndi mikið á leikmenn liðsins, Jón Sig. var þó óvenju daufur að þessu sinni, bestur var Simon Olafsson mið- herji liðsins. Eins og áður sagði eru allir leikmenn Fram ungir að árum og með öllu reynslulausir, en þeir eiga framtiðina fyrir sér, i þessum leik voru þeir Rúnar Óskarsson og Reynir Jónasson bestir. —PK Staðan i Reykjavíkurmótinu er nú þessi: Armann 3 3 0 stig 218:173 6 IS 3 2 1 211:203 4 KR 2 1 1 149:203 2 1R 2 1 I 158:160 2 Valur 2 0 2 122:149 0 Fram 2 0 2 99:131 0 Fimmtudagur. 10. október. 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.