Alþýðublaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 5
alþýöu| Útgefandi: BlaS hf. 11 PfTTl Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) 11] hUJ L11 Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19, sími 28R00 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðapnnt JAFNRETTI KYNJANNA Nú eru átta ár liðin siðan lögin um launajafn- rétti karla og kvenna, sem fela i sér, að konur og karlar beri jafnmikið úr býtum fyrir sömu vinnu, komu að fullu til framkvæmda. Með launajafnréttislögunum voru mörkuð timamót i jafnréttismálum hér á landi. Forsaga þessara timamóta er i fáum orðum á þessa leið: Rúmum sex árum áður en lögin komu að fullu til framkvæmda lagði einn af þingmönnum Alþýðuflokksins fram tillögu á Al- þingi þess efnis, að konur og karlar hefðu sömu laun fyrir sömu vinnu og yrði launajafnrétti kynjanna tryggt með lagasetningu. Þetta mál knúði Alþýðuflokkurinn siðan i gegn á Alþingi og i rikisstjórn, þó að fullnaðarframkvæmd þess- arar mikilvægu lagasetningar tæki reyndar heil sex ár. Samþykkt var, að launajafnréttið kæmi til framkvæmda i áföngum á umræddu sex ára timabili. Hér er talandi dæmi um það, hvernig Alþýðu- flokknum hefur tekist að knýja fram stórmál — mikilvæg baráttumál jafnaðarmanna — þó að hann sé i samvinnu við aðra flokka i rikisstjórn, sem leggja allt annað mat á stjórnmál og hafa allt aðrar grundvallarhugmyndir i þjóðfélags- málum en Alþýðuflokkurinn. Jafnréttismál kynjanna tók Alþýðuflokkurinn upp sem baráttumál i stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og honum tókst að knýja málið fram til sigurs. Við það breyttist réttar- staða islenskra kvenna mjög mikið, ekki sist verkakvenna i fiskiðnaðinum. Hér var stigið stórt skref fram á við til aukins og eðlilegs jafn- aðar. En nú þarf að stiga fleiri skref i jafnréttis- málum kynjanna. Við það verður til dæmis ekki unað lengur, að grundvallarhugmyndirnar á bak við lagasetninguna um launajafnrétti, sömu laun fyrir sömu vinnu, séu viða þverbrotnar i at- vinnulifinu. Við það verður ekki unað lengur, að atvinnurekendum og jafnvel sjálfu rikinu, sem er stærsti atvinnurekandinn i landinu, liðist að breyta starfsheitum þeirra starfa, sem konur inna af hendi, einvörðungu til að halda þeim i lægri launaflokkum en körlum. í tið fyrrverandi stjórnar lét Alþýðubandalag- ið i veðri vaka, að það berðist fyrir auknu jafn- rétti i þjóðfélaginu. Af hálfu Alþýðubandalags- manna var mikið talað, en hins vegar ekkert gert til þess að bæta réttarstöðu islenskra kvenna eða auka jafnréttið i þjóðfélaginu. Þannig eru vinnubrögð hinna hávaðasömu gasprara og lýðskrumara, sem hafa forystu fyr- ir hinum afdankaða kommúnistaflokki, enda stendur ekkert eftir, þegar þeir nú hafa yfirgefið stjórnarráðið, nema þá helst enn viðsjárverðara launamisrétti i landinu en áður hefur þekkst i áratugi. Alþýðuflokkurinn berst fyrir réttlátu og manneskjulegu þjóðfélagi og enn skortir mikið á, að jafnrétti og réttlæti riki á íslandi. Jafnað- armenn undir forystu Alþýðuflokksins eiga þvi enn mikið verk að vinna á íslandi. Alþýðuflokkurinn mun áfram vinna að jafn- rétti i þjóðfélaginu. Einn þáttur jafnréttisins er jafnrétti kynjanna. Þar er viða pottur brotinn. 40 MILLJÓNIR BRETA KJÓSA í DAG VERKAMANNAFLOKKURIDN SRURSTRAHGLEGASTUR Wilson: Kjósið ekki yfir ykkur atvinnuleysi. í dag ganga fjörutiu milljónir breskra kjós- enda að kjörborðinu og kjósa fulltrúa sina á þing i Westminster. Fyrir fjórum dögum, þegar Björn Hansen, blaðamaður við norska Arbeiderblaðið, skrifaði greinina um bresku þingkosningarnar, sem hér fer á eftir, mátti þegar sjá, að þreyta var farin að þjá breska stjórnmálmenn enda hefur kosningabaráttan verið eitilhörð. Eini maðurinn, sem þá rak kosningabaráttuna enn af fullum krafti og lét hvergi deigan siga, var f ors ætisráðherr ann, Harold Wilson. Wilson sagði í ávarpi til breskra kjósenda á sunnudag: „Kjósið ekki yfir ykkur atvinnu- leysi”. Kosningabaráttan hefur gengið vel fyrir Verkamannaflokkinn, en Wilson gerir sér fullkomlega grein fyrir þeim sveiflum, sem geta orðið á vogarskálum stjórn- málanna, jafnvel á siðustu stundu, og þá ekki sist þeirri hættu, sem það gæti þýtt fyrir hann sjálfan og flokk hans, ef kjósendur sýna sinnuleysi og tómlæti, þegar mest liggur við. Að loknum tvennum kosningum á aðeins sjö mánaða timabili og þeirri kosningabaráttu, sem þeim hefur fylgt, eru Bretar orðnir dauðþreyttir á hinni pólitisku baráttu. Bæði stjórnmálamennirnir og kjósendur hlakka þvi i rauninni til, að orrahriðinni ljúki vegna kosninganna, sem fram fara i dag. Niðurstöður allra skoðana- kannana um fylgi bresku stjórn málaflokkanna benda til þess, að Verkamannaflokkurinn hafi örugga forystu. Hinn pólitiski „barometer” sýndi um siðustu helgi, að Verka mannaflokkurinn hefði forskot fram yfir Ihaldsflokkinn, sem nemur 4,5—9%. Sunday Times hefur dregið saman niðurstöður skoðanakann- ana siðustu daga og telur, að forskot Verkamannaflokksins sé 7,5% og er það einu prósenti meira forskot en flokkurinn hafði fram yfir íhaldsflokkinn helgina á undan. Þannig er talið, að Verkamannaflokkurinn njóti fylgis 42,5% kjósenda, Ihaldsflokkurinn 35% kjósenda og Frjálslyndi flokkurinn 19% kjósenda og er þá miðað við meöaltal úr skoðanakönnunum á undanförnum dögum. Gefi þessar tölur rétta mynd af kosningaúrslitunum verður að fara aftur til ársins 1966 til að finna sambærileg úrslit og at- kvæðaskrið á milli kosninga. Samkvæmh niðurstöðum skoð- anakannana á Verkamannaflokk- urinn tryggan sigur I 50 af 100 kjördæmum i kosningunum til neðri deildarinnar. Eins og kunnugt er voru skoð- anakannanir fyrir kosningarnar 1970 og sömuleiðis I febrúarkosn- ingunum á þessu ári mjög „mis- visandi” um raunveruleg kosn- ingaúrslit. Af þessum sökum hafa þær stofnanir, sem framkvæma þessar skoðanakannanir, nú verið mjög varkárar I öllum spám sin- um. Sömuleiðis hafa dagblöðin ekki gert eins mikið veður úr niðurstöðum skoðanakannana fyrir kosningarnar nú og fyrir tvennar fyrri þingkosningarnar og veigrað sér við að draga mjög ákveðnar ályktanir út frá þeim. Eitt af þvi, sem stofnanirnar, sem annast framkvæmd kannana á hugum breskra kjósenda, hafa gripið til, er að spyrja háttvirta kjósendur, hversu ákveðnir þeir séu I þvi að nota atkvæðisrétt sinn á kjördegi. Svörin við þessari spurningu benda til þess, að I- haldsflokkurinn hagnist á hinum „óákveðnu”. Þess vegna má vafalaust draga að minnsta kosti 1% frá áðurnefndu forskoti Verkamannaflokksins. En engu að slður benda niðurstöður skoð- anakannananna I heild til þess, að Verkámannaflokkarinn vinni hreinan meirihluta I þingkosning- unum í dag. Stærsta vafaatriðið, sem áhrif getur haft á heildarúrslit bresku þingkosninganna, er fjöldi þeirra, sem ekki höfðu ákveðið nokkrum dögum fyrir kjördag, hvaða flokk þeir ætli að kjósa og sömuleiðis sá fjöldi, sem hugsanlega kemur til með að sitja heima og greiða ekki atkvæði. „Upprisa” Frjálslynda flokksins virðist ætla að dragast enn um sinn. En i kosningunum i febrúar hlaut Frjálslyndi flokk- urinn þó verulegan byr og varð það flestum ljóst, þegar kosn- ingabaráttan þá var um það bil hálfnuð. Flokkurinn fékk þá um 20% greiddra atkvæða, en vegna þeirrar kjördæmaskipunar og þeirra kosningalaga, sem gilda I Bretlandi, fékk flokkurinn aðeins 14 þingmenn kjörna til neðri deildarinnar af þeim 635 þing- mönnum, sem þangað eru kjörn- ir. I kosningunum nú býður Frjálslyndi flokkurinn fram um 100 fleiri frambjóðendur en I kosningunum i fyrravetur, en þaö virðist ekki hafa bætt neitt stöðu flokksins með tilliti til kosning- anna i dag. Allt bendir þvi til þess, að Frjálslyndi flokkurinn muni raunverulega tapa i þessum kosningum. Bæði Jeremy Thorpe, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Edward Heath, leiðtogi Ihaldsflokksins töluðu til kjósenda á sunnudaginn var. Heath virtist þá þegar „sleg- inn út”, þó svo að hann vegna skyldurækni við flokk sinn og væntanlega kjósendur hans léti i ljós bjartsýni á sigur. I sjónvarpsviðtali á mánudag gagnrýndi Heath Verkamanna- flokkinn fyrir að vera andvigur tillögu ihaldsmanna um myndun þjóðstjórnar, samsteypustjórnar allra flokka. En þetta mál hefur verið höfuðmál Heaths i kosn- ingabaráttunni, en þetta höfuð- mál sitt hefur honum aldrei tekist að draga nema að hálfu leyti að húni á flaggstöng thaldsflokksins. Um helgina virtist Heath hafa að mestu gefist upp á að halda þess- ari tilraun sinni til myndunar þjóðstjórnar i Bretlandi til streitu. A mánudag fjallaði Harold Wil- son, forsætisráðherra aðallega um atvinnumálin, ástandið i atvinnumálum, I ræðu, sem hann flutti til breskra kjósenda. Hann réðist harkalega á foringja I- haldsflokksins, m.a. á Sir Keith Joseph, fyrrverandi félagsmála- ráöherra, sem lagt hefur til, aö hamlað verði gegn verðhækkun- um með þvi að auka atvinnuleysi. Forsætisráðherrann hefur vafalaust rétt fyrir sér, að sinnu- leysi meðal kjósenda getur kostað Verkamannaflokkinn afdrifarik atkvæði og jafnvel það, að hann missi völdin. En hann hafði einmitt I huga furbulega stefnu hins fyrrverandi félagsmálaráðherra og hugsan legt sinnuleysi og áhugaleysi kjósenda á kosningum i dag, þeg- ar hann lýsti þvi yfir að stuðning- ur við Ihaldsflokkinn væri hið sama og að kjósa yfir bresku þjóðina aukið atvinnuleysi, sem flestir munu vist ásáttir um, að sé nógu mikið fyrir i Bretlandi. Fimmtudagur. 10. október. 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.