Alþýðublaðið - 10.10.1974, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 10.10.1974, Qupperneq 9
Fékkekki að leika með lands- liðinu Ralf Edström, Svíinn/ sem leikur meö hol- lenska félaginu PSV fékk ekki leyfi til að leika með sænska lands- liðinu sem lék gegn landsliði Hollands á dög- unum og tapaði 1:5. Astæðan var sú að PSV átti að leika gegn Feyenoord fjór- um dögum siðar i deildar- keppninni. Sú ákvörðun var lika rétt hjá forráðamönnum PSV,. þvi liðið sigraði Feye- noord 3:2 og skoraði Edström öll mörk PSV. Liö Hollands sem lék gegn Sviþjóð var skipaö eftirtöldum leikmönnum, Jonbloed, Surrbier, de Jong, Schneider, Krol, Haan, (Peters), Neesk- ens, van Hanegem (Notten), Rep, Cruyff og Rensenbrink. Ein sóknarlota blenska liðsins aft marki N-tra, en miftverfti þeirra tekst aft skalla frá áftur en GuAmund- ur Þorbjörnsson nær knettinum. Segja má aft nær útilokaft sé aft Islenska liftift komist áfram i keppninni eftir að hafa tapaft heimaleiknum. Unglingaliðið átti moguleikana til sigurs í leiknum við N-íra Þrjú upplögð tækifæri fóru forgörðum eftir að staðan var orðin 1:0 íslenska liðinu í hag — Við það tvíefldust N-írarnir og skoruðu tvö mörk og sigruðu Ekki er hægt að segja að heppni hafi verið með ís- lenska unglingaliðinu sem lék við N-lra á Melavellin- um í Evrópukeppni ung- lingaliða á þriðjudags- kvöldið. Þrívegis í seinni hálfleik áttu þeir upplögð tækifæri til að skora en inn vildi boltinn ekki og N-ir- unum tóks svo að skora tvö mörk á síðustu minút- unum og sigruðu í leiknum 1-2. Til marks um óheppni ís- lenska liðsins þá komst Hálfdan örlygsson einn inn fyrir, skot hans fór í stöngina, þaöan rúllaði boltinn eftir marklinunni yfir í hina stöngina og varnarmanni N-lra tókst að hreinsa. Þarna vantaði að sóknarmenn íslenska liðsins fylgdu á eftir skoti Hálfdans, hefðu þeir gert það, er ekki að efa að þeim hefði tekist að skora í þessu tilviki. Ekki var mikið um fina drætti I fyrri hálfleik og var leikurinn að mestu miöjuþóf og komst hvorugt liðanna áleiðis. íslenska liðið hafði i fullu tré við Irana likam- lega, en knatttæknin var ekki sú sama hjá þeim og trunum. 1 seinni hálfleik byrjaði is- lenska liðið með miklum látum og strax á fyrstu minútunni lá bolt- inn i marki Iranna. Þá fékk Guð- mundur Þorbjörnsson stungu- bolta inn fyrir vörn Iranna, sneri af sér varnarleikmann og skoraöi framhjá markverðinum sem kom út á móti með hnitmiðuðu skoti. Fimm minútum siðar komst Atli Eðvaldsson I gegn og vippaði yfir markvörðinn úr nokkuð þröngri stöðu, en boltinn lenti of- an á þverslá og afturfyrir. Rétt á eftir átti svo Sigþór Ómarsson hörkuskot á markið, en varnar- manni tókst á siðustu stundu að bjarga i horn. Upp úr hornspyrn- unni tókst liðinu að skora, en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Irarnir fóru nú að sækja meira og á 55. min. (Leikið var i 80 min.) bjargaöi Jón Þorbjörnsson I markinu mjög vel, þegar hann hirti boltann af tám eins Irans eftir að hann komst inn fyrir vörnina og átti aðeins mark- manninn eftir. Tveim minútum siðar komst svo Hálfdan I gegn eins og áður sagði, en inn vildi boltinn ekki og við þetta var eins og liðið gæfist upp. Það kunnu Irarnir að notfæra sér og á 70. min. jafnaði David McGrerry með fallegu skoti frá vitateig efst I markhornið, algjör- lega óverjandi fyrir Jón og þrem minútum fyrir leikslok tókst þeim svo að skora sigurmarkið eftir varnarmistök Islenska liðsins. Það verður þvi erfiður róður hjá islenska unglingaliöinu þegar það leikur seinni leikinn ytra siö- ar i þessum mánuði og verða þeir Flugttkastménn ! Kastnámskeið þau, er' 'Stangaveiðifélag Reykjavikur,' 'Stangaveiöifélag Hafnarfjarðar og Kastklúbbur Reykjavikur hafa haldið sameiginlega und- anfarin ár hefjast að nýju i I- þróttahöllinni i Laugardal á sunnudaginn kemur, og verður þeim hagað i aðalatriðum eins og undangengin ár. A námskeiðum þessum kenna ýmsir af snjöllustu veiðimönn- um landsins köst með flugu og kaststöngum og samtímis er veitt tilsögn i fluguhnýtingum að sigra i þeim leik og skora að minnsta kosti tvö mörk til að eiga möguleika á að komast áfram i keppninni. Leikinn dæmdi Reynolds frá Skotlandi, sá sami og dæmdi landsleikinn við Finna og geröi það óaðfinnanlega. og hnútum sem að gagni mega koma við stangaveiði. Aðsókn hefur verið mjög mik- il aö þessum námskeiðum á undanförnum árum og veruleg aukning nú siðustu árin. Félags- menn sitja I fyrirrúmi, en þátt- taka er annars heimil öllum á meðan húsrúm leyfir og er þá einkum von fyrir utanfélags- menn að komast að á fyrstu námskeiðunum. Fram að jólum verður hluti hallarinnar notaður til kennslu i spinnköstum og er það sérstak- lega gert fyrir unglingana. Áhugi manna á léttum og lipr- um veiðitækjum hefur farið vaxandi á undanförnum árum og er tilgangur félaganna með námskeiðum þessum fyrst og fremst sá, að kenna rétta með- ferð slikra tækja, og gera mönn- um kleift að hefja þessa skemmtun sina upp úr þvi að vera tómstundagaman viðvan- inga, i það að vera iþrótt. Kennt er alla sunnudaga kl. 10.20 til 11.50 og stendur hvert námskeið fimm sunnudaga. Vill láta byggja yfir völlinn Nokkur orörómur hefur ver- iö á kreiki um aö knattspyrnu- maöurinn Francisco Marinho sem var einn skásti maöurinn I HM liöi Brasiiiu fari til Evrópumeistaranna Bayrn Munich og ekki sist núna eftir hina slæmu útreiö sem félagiö hefur oröiö fyrir i fyrstu leikj- unum I Bundensligunni. ,, Jú, ég heföi svo sem ekkert á móti þvi aö ieika meö Bayrn”, sagöi Marinho. ,,En þó aöeins meö þvi skilyröi aö byggt yröi yfir völlinn og fyrir yröi komiö góftu hitakerfi, þvi þaö er svo fjandi kalt þarna i Evrópu”. Ult er fertugum fært Allt er fertugum fært. Það hefur uruguayski leikmaður- inn Alcides Ghiggia svo sann- arlega sannaö, þó rúmlega fertugur sé. Ghiggia varð heimsmeistari með liði Uruguay 1950 og hefur siöan leikið knattspyrnu sleitulaust siðan. Núna nýlega gerði hann samning við þekkt félag i Uruguay og væri það ekki i frásögur færandi ef Ghiggia væri ekki 47 ára. Heimsmeistaramótið í fimieikum veröur í Búlgaríu 16.-24. október - Baráttan veröur á milli Olgu Korbut og Ljúmíla Túríshjevu i kvenna- greinunum 4 Þó að yfirþjálfari sovéska kvennalandsliðsins i fimleik- um, hafa ekki enn skýrt end- anlega frá þvi, hverjar verða i liðinu, sem fer til Búlgariu, eru ekki mjög margar sem koma til greina. Vitaö er um tvær fimleika- konur með fullri vissu. Það eru Olympiumeistararnir Ljúdmila Túrishjeva og Olga Korbút. Þær deildu um sigur inn á Bikarkeppni Sovétrikj- anna i Vilnjus, en það var sið- asta úrvalskeppnin fyrir heimsmeistaramótið. Hin 19 ára Olga Korbút reyndi aö ná yfirburðum eftir ósigurinn á Sovétmeistaramótinu i mai. Eftir skylduæfingarnar i Vilnjus voru keppinautarnir jafnir að stigum, en i lokin datt Olga af slánni og Túris- hjeva varð bikarmeistari i fimmta skipti. Túrishjeva, sem veröur 22 ára I nóvember, gerði æfing- arnar frá Olympiuleikunum að undanteknum frjálsu æf- ingunum. 1 hverju atriði sýndi hún framúrskarandi hæfileika sina. Það leikur enginn vafi á tæknilegum undirbúningi hennar og öryggi. Olga Korbút lenti i fjórða sæti og það hlýtur að teljast til tilviljana. Hún er með flókn- asta prógramm i heiminum. Eftir Olympiuleikana i Miínchen bætti hún við nokkr- um skemmtilegum atriðum, sem hafa vakið mikla hrifn- ingu áhorfenda. Hún vann gullverðlaun I tveim greinum, en Túrishjeva tók ekki þátt i keppni I einstökum greinum. o Fímmtudagur. 10. október. 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.