Alþýðublaðið - 18.10.1974, Side 1

Alþýðublaðið - 18.10.1974, Side 1
KAPÍTALISTI, SEM EKKI VILL VERA ÞAÐ alþýðu FÖSTUDAGUR 18. okt. 1974 - 205. tbl. 55. árg. Tveir tólf ára strákar fóru aö heiman frá sér á Akureyri um niuleytið á sunnudagsmorguninn. Flæktust þeir um bæinn þann dag og fram eftir kvöldi, en þá voru þeir orðnir leiðir á fánýti umheimsins og vildu hasar — og mat, enda ekkert látið ofan I sig allan daginn og misst af sunnudagssteikinni. Upp úr miðnættinu héldu þeir niöur að höfn og brutust þar inn í þrjár eða fjórar triliur til að leita sér að mat. Ekkert fundu þeir þar og þá sneru þeir sér að björgunarbátunum. Þar var heldur ekkert mat- arkyns og sáu þeir því ekki aðra leið til björg- unar en að leggja á haf út og fara i viking. Settu þeir eina trilluna, þriggja tonna. i gang og sigldu yfir fjörðinn á Svalbarðsströnd. Þar voru þeir orðnir heldur þreyttir og slæptir, svo þeir lögðust fyrir i hlöðu og sváfu fram eftir mánudagsmorgninum. Foreldrar þeirra voru heldur farnir að óttast um þá, en að sögn lög- reglunnar á Akureyri er þetta ekki i fyrsta skipti, sem þessir tveir taka til sinna ráða. Endar Silli & Valdi í sprengingu vegna leigu- samningsins við S.S.? „Það er engin breyting á þvi. Við höfum bindandi samning við fyrirtækið Silla & Valda og samkvæmt honum hef jum við verslunarrekstur i Glæsibæ 1. nóvember n.k.”, sagði Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, i viðtali við Al- þýðublaðið i gær. „Það er rétt, ég skýrði frá þvi á fundi með leigjendum i Glæsibæ, að engin breyting yrði á verslunarrekstrinum og að Silli & Valdi yrðu áfram með matvöruverslunina”, sagði Baldur Ágústsson, verslunarstjóri Silla & Valda i Glæsibæ, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. „Sveinn Snorrason hefur tilkynnt okkur það, að engin breyting verði. Annað veit ég ekki”. Fyrir skömmu vakti Alþýðublaðið athygli á auglýsingu i Lögbirtingablaðinu, þar sem Helga Jónsdóttir, ekkja Sigur- liða Kristjánssonar, kaupmanns, — Silla, veitti Sveini Snorrasyni, hrl„ „fullt og ótakmarkað umboð til að hafa umsjón allra eigna minna, hverju nefni sem nefnast, og ráðstafa þeim með hverjum þeim hætti, sem hann telur þjóna best hags- munum minum, með sömu réttaráhrifum og ég hefði sjálf verið að verki”. Fyrirsögn Alþýðublaðsins á þessu var: „Hvað er að gerast hjá Silla & Valda?,, Sveinn Snorrason svaraði Alþýðublaðinu þá, að hann vildi ekki gera að blaða- máli þær ástæður, sem lægju á bak við þessa auglýsingu i Lögbirtingablaðinu. Valdimar Þórðarson, kaupmaður, — Valdi, gerði eftir fráfall Sigurliða og um tiu dögum áður en framangreind aug- lýsing birtist i Lögbirtingablaðinu leigusamningfyrir hönd fyrirtækisins Silla & Valda við Sláturfélag Suðurlands, þar sem SS tók á leigu matvöruverslunarhúsnæði það, sem Silli & Valdi reka nú verslun i i Glæsibæ. Miðar samningurinn við það að SS yfirtaki verslunina 1. nóvember n.k. Eftir þvi sem Alþýðublaðið kemst næst var það venja Silla og Valda i áratuga samstarfi þeirra, að aðeins annar þeirra undirritaði leigusamninga fyrir hönd fyrirtækis þeirra og gilti undirskrift annars bindandi fyrir báða i samskiptum þeirra. Hins vegar virðist nú sem Sveinn Snorrason vilji að engu hafa samning Valdimars Þórðarsonar við Sláturfélag Suður- lands, en Valdimar stendur fast á sinu að standa við samninginn, eins og orð Jóns H. Bergs hér að framan bera með sér. Alþýðublaðinu tókst ekki að ná sambandi við Svein Snorrason i gær. Fari svo sem horfir, virðist þvi endirinn á samsteypunni Silli & Valdi, sem þeir Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson ráku af einstökum dugnaði, ætla aö veröa meiriháttar sprenging. Hinn 1. desember n.k. hefði Silli & Valdi orðið 49 ára. LEIDABÚK SJÚFARENDA OFÁANLEG - VAR SIÐAST PRENTUÐ ÁRIÐ 1951! Leiðsögubók sjómanna er nú ófáanleg og hefur ekki fengist i mörg át,_ Hún var siðast prentuð og útgefin 1951 og að sögn Gunnars Bergsteinsson- ar, forstöðumanns Sjó- mælinga íslands, geta lið- ið að minnsta kosti eitt eða tvö ár þangað til hún verður gefin út næst. — Við höfum verið uppteknir við kortaútgáfu og endurskoðun á kort- um, sagði Gunnar i sam- tali við fréttamann blaðs- ins i gær, — og þvi hefur leiðsögubókin verið látin sitja á hakanum. Sjókort- in eiga að fylla i skarðið að nokkru leyti, þvi eftir þvi sem kortin batna, þeim mun minni þörf verður fyrir leiðsögubók- ina. Ekki eru þó allir skip- stjórnarmenn jafn ánægðir með, að leið- sögubókina sé hvergi að fá. Magnús Þorsteinsson, skipstjóri á Bakkafossi, kvartaði yfir skorti á bók- inni I útvarpsþættinum „Við sjóinn” i gærmorg- un, og sagði ástandið bagalegt fyrir sjófarend- ur. A hverju ári er prentað i Sjómannaalmanakinu endurskoðaður og endur- bættur kafli úr leiðsögu- bókinni, „Vitar og sjó- merki”, og gegnir hann að sjálfsögðu sinu hlut- verki. 1 Vita og sjómerki vantar þó nær allar leiöa- lýsingar. Gunnar Bergsteinsson sagði öll þessi mál vera i endurskoðun um þessar mundir viða erlendis, þannig að „við erum ekk- ert sérstaklega verr stæö- ir en aðrar þjóðir”. Með 40 rjúpur eftir daginn „An þess að ég slái neinu föstu, býst ég við að rjúpan i ár verði á svip- uðu verði og i fyrra, og hækki ekki, sagði Páll Guðjónsson, verslunar- stjóri i Kjötverslun Tómasar við Laugaveg, er við spurðum hann i gær hvort að hann væri kom- inn með rjúpur til sölu. Hann sagði að svo væri ekki, það yrði ekki fyrr en eftir helgina, og þá yrði einnig búið að ákveða verðið. Rjúpan kostaði i fyrra 270 kr. en þar sem búist er við mun meira framboði nú en þá, mun verðið liklega ekki hækka. „Hér er mikið af rjúpu og i gær komust menn i upp undir 40 rjúpur yfir daginn og algengt var að þeir hefðu um 30 stykki,” sagði Hafsteinn Ólafsson, veitingamaður að Forna- hvammi, er við töluðum við hann i gær. 1 gær var hinsvegar þoka á heiðunum og ekki veiðiveður, en Hafsteinn bjóst við, að mikið yrði um að vera um helgina. — VERÐIÐ A RJÚPUNNI SVIPAD OG í FYRRA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.