Alþýðublaðið - 18.10.1974, Page 5
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19. simi 28R00
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10. simi 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900
Prentun: Blaðaprant
SJÓMONNUM ógrað
Ýmislegt bendir til þess, að rikisstjórnin hafi
enn ekki látið af óheillavænlegum afskiptum
sinum af frjálsri samningsgerð verkalýðsfélag-
anna i landinu. í Morgunblaðinu sunnudaginn
13. október s.l. birtist þannig viðtal við Matthias
Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, sem ómögu-
legt er að skilja á annan veg en þann, að rikis-
stjórnin sé að búa sig undir að skerða hlutskipti
sjómanna.
1 umræddu viðtali ræðir Matthias um sjóða-
kerfi sjávarútvegsins og nauðsyn þess að gera
það ,,einfaldara” —eins og hann kemst að orði.
Siðan segir Matthias orðrétt: ,,Til þess að svo
megi verða þarf hins vegar að gerbreyta hluta-
skiptafyrirkomulaginu og vil ég fyrir mitt leyti
vera þess hvetjandi, að það verði gert...”
Þessi ótviræða viljayfirlýsing Matthiasar
Bjarnasonar hlýtur að hafa vakið athygli sjó-
manna og stéttarfélaga þeirra. Með henni er
Matthias i rauninni að undirbúa það, að rikis-
stjórnin breyti hlutaskiptaákvæðunum — sjálf-
um grundvelli sjómannasamninganna — með
lagaboði. Svona yfirlýsingar, sem koma i kjöl-
far þess, að sjómenn segja upp samningum sin-
um, eru hrein og bein ögrun við sjómannastétt-
ina i landinu og er sjálfsagt ætlað að vera það af
hálfu rikisstjórnarinnar.
Edward Heath, formaður breska lhalds-
flokksins, notaði svipaðar aðferðir i viðureign-
um sinum við bresku verkalýðshreyfinguna á
meðan hann var forsætisráðherra. Hann fylgdi
sömu linu og ólafur Jóhannesson um, að það
væri hreint glapræði af rikisstjórn að reyna að
hafa samráð og samvinnu við verkalýðshreyf-
inguna til lausnar á efnahagsvanda. Þess i stað
ögraði hann verkalýðshreyfingunni til átaka
með þvi að segja: Það er ég sem ræð, og ég geri
það eitt, sem mér gott þykir alveg án tillits til
þess hver er afstaða verkalýðshreyfingarinnar.
En þessar starfsaðferðir reyndust Heath og
flokki hans ansi dýrkeyptar. Þegar hann efndi
til kosninga á Bretlandseyjum i febrúarmánuði
s.l. og spurði þjóðina: Hver á að stjórna? — þá
svaraði breska þjóðin: Ekki þú! Það svar end-
urtók hún svo i kosningunum nú á dögunum og
virðist stjórnmálaferill Heaths þar með allur.
Nákvæmlega sama hátt ætlar núverandi rik-
isstjórn að hafa á um samskipti sin við verka-
lýðshreyfinguna á Islandi. Ráðherrarnir ögra
henni með yfirlýsingum eins og þeirri, sem
Matthias Bjarnason gaf i Morgunblaðinu og
grunntónninn er: Það er ég, sem ræð!
En ef rikisstjórnin leitaði nú til almennings á
íslandi og spyrði hann i kosningum: Hver á að
stjórna? — þá fengi hún sama svarið og Edward
Heath fékk: Ekki þú!
Það er ógerlegt að leysa þann efnahagsvanda,
sem nú er við að fást, með þvi að stjórnvöld ögri
verkalýðshreyfingunni og ali á tortryggni eins
og gert er. En það virðist ihaldsstjórnin á Is-
landi ekki skilja — fremur en ihaldsstjórnin á
Bretlandseyjum á sinum tima.
alþýðu
i h i i
WILSON OG ADKOMAN I
BRESKA NÓ0ARB0IN0
Breskir kjósendur hafa einn
leiðan ávana: Þeir kjósa yfir sig
stjórn Verkamannaflokksins,
þegar illa árar, en fella hana,
þegar betri timar fara i hönd.
Þrisvar siðan seinni heimsstyrj-
öldinni lauk hefur Verkamanna-
flokkurinn tekið við stjórn Bret-
lands, þegar efnahagslegt öng-
þveiti hefur rikt i landinu: Á ár-
unum 1945, 1964 og 1974.
Efnahagserfiðleikarnir 1945
áttu rætur að rekja til styrjaldar-
innar og breytingunum á þeirri
efnahagsstefnu, sem fylgt var á
striðstimum annars vegar og á
friðartimum hins vegar. En bæði
1964 og 1974 fær rikisstjórn
Verkamannaflokksins það hlut-
verk að „hreinsa til” eftir ihalds-
stjórn.
Þegar Harold Wilson myndaði
sina þriðju rikisstjórn i byrjun
mars á þessu ári, blasti við algert
skipbrot i bresku efnahagslifi.
Komist var hjá skipbroti með
lausn á deilu kolaverkamanna og
öðrum vandamálum henni tengd.
En áfram rikir aivarlegt ástand i
Bretlandi. „Alvarlegasta ástand
siðan 1945”, að þvi sjálfur for-
sætisráðherrann segir.
Það eina, sem stjórnmála-
mennirnir gátu lofað kjósendum
sinum fyrir kosningarnar 10.
október siðastliðinn, var hófsemi
I efnahagsmálum.
Fjórða rikisstjórn Harold Wil-
sons stendur frammi fyrir þvi
grundvallarverkefni að koma
efnahagsmálum landsins i sæmi-
legt lag. Þar ber langsamlega
hæst, að henni takist að draga úr
verðbólguvextinum, minnka
greiðsluhallann við útlönd og
halda fullri atvinnu i landinu.
Vandinn er ekki sá að ráða fram
úr einhverju af þessu þrennu,
heldur að leysa öll þessi stóru
verkefni af hendi samtimis.
Rikisstjórnin getur ef til vill
dregið úr verðbólgunni á svipað-
an hátt og gert var á millistriðs-
árunum, þegar milljónir manna
urðu atvinnulausir. Greiðsluhall-
ann við útlönd mætti lika bæta
með þvi að skerða mjög verulega
lifskjör almennings i landinu. Og
atvinna getur haldist, eigi rikis-
stjórnin að taka þá áhættu, að
áfram verði mikil þensla i efna-
hagsmálum. En þetta eru ekki
réttu úrræðin að áliti Verka-
mannaflokksins.
Þegar Wilson lét af völdum árið
1970, tók Heath og Ihaldsflokkur-
inn við hagstæðustu greiðslustöðu
við útlönd, sem dæmi eru um i
breskri stjórnmálasögu. I vetur
tók svo Wilson við bresku þjóðar-
búi á nýjan leik og þá var
greiðslustaðan gagnvart útlönd-
um verri en nokkru sinni i sög-
unni og hafði gengi sterlings-
pundsins þá fallið um 20%.
Það hlýtur þvi að vera biturt
fyrir Wilson og félaga hans að
taka til við hreingerningu eftir
stjórnartið Ihaldsflokksins. En
hjá þessu verður ekki komist og
reyndar eru skilyrði Verka-
mannaflokksins til að leysa að-
kallandi verkefni vel af hendi alls
ekki sem verst.
Fyrir kosningar lýsti Verka-
mannaflokkurinn þvi skýrt yfir,
að hann myndi ekki beita sér fyrir
lausn i efnahagsmálum, sem
hefði i för með sér fjöldaatvinnu-
leysi i landinu.
Einstaka stjórnmálamenn á
hægra væng Ihaldsflokksins hafa
reynt að blása lifi i gamla drauga
frá sparnaðartimabili millistriðs-
áranna. En það kemur annað
hljóð úr horni frá fjármálaráð-
herranum, Denis Healey. Hann
mun i næsta mánuði gera grein
fyrir endurskoðun á fjárlögum
rikisins, sem miðar að þvi að örva
hagvöxt, en hindra, að atvinnu-
leysi aukist i landinu. Healey
leggur meiri áherslu á, að at-
vinna haldist, en draga úr verð-
hækkunum. Atvinnuöryggið er
mál, sem hefur forgang.
Mikið hefur verið rætt og skrif-
að um efnahagserfiðleikana i
Bretlandi að undanförnu. En
ástæða er til að benda á, að sumt
bendir til þess, að þar sé ekki allt i
kalda kolum. Það hefur komið i
ljós, að útflutningur frá Bretlandi
hefur aukist á siðustu mánuðum.
Greiðsluhallinn við útlönd, sem
ekki stafar af hækkun oliuverðs,
er nú ur sögunni og gengi sterl-
ingspundsins virðist vera orðið
stöðugt aftur.
Þessir „ljósu punktar” gefa þó
alls ekki til kynna, að efnahags-
kreppan sé yfirstigin. Bretar eiga
þess varla að vænta, að þeir verði
varir mikilla breytinga næstu tvö
árin. En ástandið nú gefur ekki
tilefni til algers vonleysis um
framtiðina. Bretar hafa hingað tii
sýnt undraverða hæfni til að kom-
ast i gegnum efnahagserfiðleika.
Breska þjóðin ræður yfir mjög
verulegum orkuauðlindum, hin-
um mestu i Vestur-Evrópu.
Kosningarnar 10. otkóber
fæddu af sér rikisstjórn, sem er
reiðubúin að heyja baráttu gegn
félagslegu óréttlæti og misrétti,
sem einkennir breskt þjóðfélag.
misrétti, sem kann að verða
bresku þjóðinni miklu þyngri
byrði en hin bráða efnahags-
kreppa, sem nú er mest um rætt.
FLOKKSSTARFIÐ
KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS
í REYKJAVÍK
lieldur félagsfund mánudaginn 21. október
n.k. kl. 20.30 i Iðnó (uppi).
GylfiÞ. Gislason, formaður Alþýðuflokks-
ins, ræðir um stjórnmálaviðhorfið.
STJÓRNIN
FRAMHALDSAÐALFUNDI
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS
REYKJAVÍKUR
veröur fram haldið þriðjudaginn 22. októ-
ber kl. 20.30 i Alþýðuhúsinu (niðri).
Dagskrá: Lagabreytingar. Framsögu-
maður Helgi Skúli Kjartansson.
Lög félagsins og drög að nýjum lögum
liggja frammi á skrifstofu Alþýðuflokks-
ins.
STJÓRNIN
Föstudaqur. 18. október. 1974