Alþýðublaðið - 18.10.1974, Side 6
Ginger Feld:
Fyrirmyndarhæli
fyrir
taugaveikluð börn
un eða uppeldisfræðilegir lækn-
ar með langa starfsreynslu.
Einn hefur starfað að almenn-
um félagsmálum. Loks eru
drengirnir undir eftirliti tveggja
sálfræðinga, konu og karl-
manns.
Allir drengirnir i Flattich-
húsinu sækja almenna skóla.
Náið samstarf og samvinna er á
milli allra kennara skólans og
starfsmanna hælisins og sækja
skólakennararnir vikulega
fundi á hælinu, þar sem rætt er
um starfið.
„Þetta er þýðingarmikið, þvi
að við verðum að vita, hvernig
drengirnir okkar hegða sér i
skólanum, þvi að oft var það
einmitt hegðun þeirra i skóla,
sem leiddi til þess, að þeir voru
sendir til okkar”, segir Dieter
Schwald, og hann bætti við, ,,en
mest er undir þvi komið, að hafa
sem nánast samband við for-
eldrana”.
Þeir eru háværir og kátir,
drengirnir, sem eru að standa
upp frá matarborðinu. Þeir eru
búnir að bera fram diskana og
ýta stólunum að borðinu. Stefán
hafði þjónað til borðs i þetta
sinn. Hann þurrkar af borðinu.
En nú syngur hátt i honum og
hann hrópar: „Þeir setja alltaf
blett á dúkinn — bara til að
striða mér”.
Stefán er ellefu ára, kemur
frá góðu heimili, að þvi er virð-
ist. Báðir foreldrarnir vinna ut-
an heimilisins og Stefán á tvö
systkini. En nágrönnunum er
það ókunnugt, að samkomulag-
ið milli hjónanna er slæmt —
þau eru stöðugt að rifast. Faðir-
inn ber enga hlýju til drengsins.
Þegar ljóst var, að konan átti
von á barni — sem varð Stefán
— var faðirinn erlendis i erind-
um fyrirtækisins, sem hann
vinnur hjá. Hann hélt, að konan
hefði verið sér ótrú, bg þótt
blóðrannsókn væri látin fram
fara, eyddi það ekki tortryggni
mannsins. Hann fékk hatur á
syni sinum.
Wilfred togar laumulega i
hornið á lakinu. Loks kastar
hann lakinu yfir stóran blett til
að fela hann. Aftur hefur hann
vætt rúmið um nóttina. Wilfred
er átta ára. Hann er lika frá
myndarheimili, að þvi er best
verður séð. Hann á engin syst-
kini. Móðirin elskar drenginn
meira en allt annað. En ná-
grannarnir vita ekki, að konan
er ekki ánægð i hjónabandinu.
Hún reynir allt til þess aö
drengurinn geti sem fyrst tekið
við hlutverki fullorðins manns
og fyllt þannig tómarúmið i sál-
arlifi hennar. Hún þjakar hann
með tilfinningasemi sinni og
tali, sem hann skilur ekki. Si-
fellt kveður við: „Þú veröur að
vera i hvitum buxum og þú mátt
ekki óhreinka þær.
Einmanaleiki
Stefán og Wilfred eru heil-
brigðir drengir. Báðir eru góð-
um gáfum gæddir, en báðir eru
haldnir taugaveiklun, sem
hamlar getu þeirra, hefur óeðli-
leg áhrif á framkomu þeirra og
veldur þvi, að þeir eiga erfitt
með að umgangast annað fólk. 1
báðum tilfellunum má rekja á-
stæðurnar til heimilisbragsins.
Báðir þurfa þvi að komast i ann-
að umhverfi, hljóta sérstaka
umönnun og læknishjálp.
Stefán og Wilfred eru báðir á
Flattich-hælinu i Stuttgart i V-
Þýskalandi.
„Fólk heldur að uppeldisfræð-
ingar séu einhverjir undralækn-
ar”, segir Dieter Schwald, 35
ára gamall forstöðumaður hæl-
isins. „Auðvitað erum við það
ekki, en við gerum allt, sem við
getum til að hjálpa þessum
börnum, sem eiga svo erfitt með
að umgangast og hafa éðlileg
samskipti við fólk. Viö höfum
hér rúm fyrir 20 eðlilega gefna
drengi á aldrinum frá átta til
fjórtán ára, sem þjást af tauga-
veiklun, sem hamlar getu
þeirra til að umgangast fólk.
Þessum drengjum getum viö
veitt uppeldisfræðilega með-
höndlun og gæslu. Þessi sér-
hæfða stofnun hefur þann kost,
að hér er hægt að vinna mark-
vist og með árangri að lækningu
drengjanna”.
Dieter Schwald er lærður upp-
eldisfræðingur og læknir, en
Flattichhælið er uppeldisfræði-
legt heilsuhæli og starfrækt af
evangeliska kirkjufélaginu i
Stuttgart. Hælinu er skipt i tvær
deildir, og tekur hvor 10 drengi.
Þar eru leikherbergi, lækninga-
stofur, vinnuherbergi, leiksvið,
leikfimisalur, ljósmyndastofa
og samkomusalur. Einnig er
iþróttavöllur i tengslum við
stofnunina. I garðinum er gam-
all langferðabill. A honum geta
allir hamast að vild og eyðilagt
það sem þeir geta. Það er til að
veita þeim útrás.
Undir umsjá
sérfræðinga
Hvorri deild er stjórnaö af
átta hámenntuðum starfsmönn-
um. Auk þeirra eru svo for-
stöðumaðurinn og staðgengill
hans, Friedhelm Buckert.
Starfsmennirnir eru ýmist fé-
lagsfræöingar með æðri mennt-
Drengirnir una
sér vel
Einu sinni á ári gengur hver
drengur undir geðrannsókn.
Þegar niðurstöður þeirra liggja
fyrir taka starfsmenn hælisins,
sálfræðingurinn og kennari
drengsins ákvörðun um, hvaða
uppeldisaðferð skuli beitt. Þær
eru breytilegar eftir atvikum,
þar sem orsaka skapbresta
drerigjanna er að leita i mis-
munandi áhrifum, sem þeir
hafa orðið fyrir á heimilunum.
Engin algild forskrift er þekkt i
þessu efni.
Leitast er við að efla sam-
bandið milli drengjanna og for-
eldra þeirra. Foreldrarnir
mega færa þeim gjafir. Oft er
það plötuspilari, sem þeir óska
sér, og stundum mega þeir fara
heim til sin um helgar. Engin á-
stæða þykir til að halda drengj-
unum frá foreldrunum, en það
kemur ekki ósjaldan fyrir, að
drengjunum er það litið til-
hlökkunarefni að fara heim.
Þeim finnst andrúmsloftið á
hælinu ánægjulegra og heil-
brigðara en heima, þótt allt liti
vel út á yfirborðinu.
„Mamma er oft bálreið eða
kuldaleg og lemur mig”, sagði
einn drengjanna við sálfræðing-
inn.
„Við förum lika oft i smá-
ferðalög með drengina”, sagði
einn starfsmaður hælisins, „svo
sem skiðaferðir, eða við dvelj-
um um tima á sveitabæ, allt eft-
ir árstima. Það þykir drengjun-
um gaman”.
Þetta eru þó ekki eingöngu
skemmtiferðalög heldur liður i
lækningunni. Drengirnir þurfa
að læra að umgangast fólk og
hver annan.
,,Af árangri þeirra í iþróttum
getum við mikið lært um það,
hvernig lækningunni miðar á-
fram”, segir Friedhelm Buck-
ert. Auk iþróttaiðkana vinna
margir drengirnir að leirmuna-
gerð og aðrir eru i likamsæfing-
um. Það eru notaðar læknis-
fræðilegar leikæfingar. Knatt-
leikur, einkum að gripa knött-
inn, er sérstaklega árangursrik-
ur. „Þessi leikur gefur góða
hugmynd um ástand barnsins”,
segir forstöðumaðurinn. ösjálf-
rátt lætur drengurinn i ljós til-
finningar sinar og ótta i leikn-
um, en það gera þeir ekki ann-
ars sjálfrátt. t leikjunum endur-
speglast afstaðan til hinna full-
orðnu og af þvi má ráða, hver á-
stæðan sé fyrir þvi, hvernig
komiö er fyrir þeim.
Tilfinningin fyrir
eigin verðleikum
Þetta er einmitt það, sem
reynt er að gera fyrir Stefán.
Hann hefur ekki verið lengi á
hælinu. ölleru þau, sálfræðing-
urinn, kennslukonan og hinir
starfsmennirnir, sammála um
að drengirnir þurfi að hafa mik-
ið fyrir stafni. Það þarf að efla
sjálfstraust þeirra. Stefán má
ekki halda, að hann sé settur hjá
og þeirri tilfinningu verður að
eyða. Það besta, sem hægt er að
gera fyrir hann, er að gera hann
að félaga og hefja hann þannig
upp. Hann á að verða aðstoðar-
maður eða deildarstjóri i litlum
hópi og það er gerð tilraun með
litinn hóp, sem gerir likamsæf-
ingar. Helst eiga ekki að vera
fleiri en þrir i hópnum.
„Þannig stundum við Stefán
nokkur ár. Við beitum öðrum
aðferðum við Wilfred. Og það er
reynt að hjálpa öllum drengjun-
um á hælinu, hverjum á sinn
hátt. En hvað svo? Það er á-
hyggjuefnið. Ekki aðeins i
Flattich-hælinu”.
Hvað tekur við?
A Flattich-hælinu, sem og á
öðrum slikum stofnunum,
spyrja menn sig oft: Hvað verð-
ur um drengina, þegar þeir eru
komnir á þann aldur, að þeir
verða að fara? Hvað verður um
Stefán, þegar hann verður 15
ára? Móðir hans vill helzt ekki
fá hann heim um helgar. Mað-
urinn er viðráðanlegri, ef hann
sér ekki drenginn. Hvaða fram-
tið á Stefán i slikri fjölskyldu?
Það er augljóst, að i svona til-
fellum þarfnast drengirnir ekki
aðeins hjálpar, heldur og for-
eldrarnir lika. En jafnvel nán-
ustu tengsl við heimilið koma þá
að litlu gagni, þvi foreldrarnir
vilja ekki láta sannfærast um
hina réttu orsök þessa ástands,
og ekki þýðir að segja: „Góða
kona, það er ekki allt með felldu
með hjónaband ykkar”.
Hér gildir ekki almenn afsök-
un foreldra: „Ég ræð ekkert við
barnið”, heldur hið gagnstæða
og sorglega: „Ég þoli ekki
pabba og mömmu”. Drengur,
sem er orðinn heilbrigður, litur
á fjölskyldu sina sem sjúka fjöl-
skyldu, og er fimmtán ára
drengur fær um að horfast i
augu við það? Það er spurning-
in.
Eins og áður segir, þekkist
ekkert töframeðal við slikum
vandamálum. Menn vita aðeins,
að erfiðleikarnir liggja ekki i að
koma dreng i jafnvægi á tveim-
ur eða þremur árum — þeir
liggja i að koma lagi á fjöl-
skyldulifið.
Ef til vill næst betri árangur,
ef hælunum verður fjölgað
nægilega og þeim séö fyrir hæf-
um starfskröftum, sem geta
ekki aðeins sinnt börnunum,
heldur einnig foreldrunum, og
eftir þvi verðum við að biða. En
hvorki Stefán né hinir drengirn-
ir geta beðið eftir þvi. Lausn
þarf að finnast fljótlega, ef
starfsemin i Stuttgart á að bera
árangur til langframa. A Flatt-
ich-hælinu vita þeir aðeins:
„Við munum sifellt fá fleíri börn
— börn, sem við verðum að
senda heim aftur, og lika önnur,
sem við verðum að finna aðra
lausn fyrir”. (INP)
Martina I.Kischke:
KAPITALIST 1,
SEM EKKI ' ■ 1
VILL VERA ÞAÐ
Hannsheinz Porst, 49 ára
gam-11 stór-atvinnurekandi,
settist niður i fyrra og skrifaði
bréf, sem á að likindum eftir að
hafa mikil áhrif. Bréfið var
stilað til Dieter Reiber, sem er,
ásamt Porst, einn þriggja for-
stjóra Porst-samsteypunnar.
1 bréfinu sagði hann, ,,að hann
vilji losa sig undan allri ábyrgð
sem atvinnuveitandi. Að lokum
mun ég eftirláta börnum minum
peninga, en engar arðbærar
eignir. Þangað til geta þeir, sem
vilja, ekki aðeins eyðilagt allt,
heldur og rekið mig á dyr eða
gert mér lifið óbærilegt. Ég mun
samt alltaf hafa nóg fyrir mig
að leggja, og meira en það, og
þvi hef ég tekiö þessa
ákvörðun.”
Samráð við starfsfólkið
I nóvember i fyrra var
ákvörðun hans svo birt opinber-
lega. 1 veislufagnaöi eftir aðal-
fund samsteypunnar, sem fram
fór i Meistersingerhöllinni i
Niirnberg, birti þessi mynda-
vélaframleiðandi, forleggjari
m.m. samstarfsmönnum sinum
þá ákvörðun, aö hann heföi
áformað aö breyta
rekstrargrundvelli fyrir-
tækjanna gjörsamlega og á þá
leið, ,,að hugtakið atvinnuveit-
andi verði ekki lengur til, enda
eigi atvinnurekandi ekki að
gera kröfu til að stjórna eða
hirða ágóða.” Með öörum
orðum — hann vill hafa samráð
við starfsfólkið um stjórn fyrir-
tækjanna og afsala sér öllum
ágóða af þeim.
Porst er ekki fyrsti þýski at-
vinnurekandinn, sem vill ekki
vera „kapitalisti” lengur. Aörir
atvinnurekendur og samsteypur
hafa áður tekið svipaða
ákvörðun, svo sem Elmar
Pieroth, sem rekur vinverslun,
og forleggjarinn Bertelsmann.
Allir vilja þeir, að starfsmenn
fyrirtæjanna fái ágóðahlut.
Ástæður Porsts.
Akvörðun sina um þetta rök-
studdi Porst þannig: „Þaö eru
tvær meginástæður, sem liggja
til grundvallar, og hér þarf
skjótra og gagngeröra
breytinga við. Sú fyrsta er: Ég
tel, að þeim ágóða sem fyrirtæki
aflar, sé ranglega skipt og þar
gæti óréttlætis. önnur: And-
stæðuna, sem er á milli vinnu-
þega og vinnuveitanda, tel ég
óeðlilega, óskynsamlega og
óskiljanlega. Þetta hvort
tveggja þarf aö breytast og að
þvi stefni ég.”
Menn hafa hæðst opinberlega
að Porst og samstarfsmenn
hans létu fyrst tortryggni óspart
i ljós. Forseti iðnaðar- og
verslunarráðs Nurnberg talaði
jafnvel um „fjarstæðukenndar
einsetumannshugmyndir —
draumóra.” En nú hafa
skoðanir breytst og nýsköpunin
er farin að taka á sig mynd.
Porst-samsteypunni, en i henni
eru firmaö Photo-P.orst,
myndaverksmiðjan „Eurocop”
og tölvu- og skýrsluvélafyrir-
tækið „Exdata”, auk timarita-
forlags, er stjórnað af
miðstjórnarfélagi.
Eigendur þess eru Porst-
hlutdeildarfélagiö, sem hefur
hlutafé að upphæö fimmtán
milljónir marka, og nýstofnað
starfsmannahlutdeildarfélag.
Porst á að fá 7,5 % ársvexti af
sinum fimmtán milljónum
marka, en siðan rennur allur
ágóðinn til hlutdeildarfélags
starfsmannanna, en eigendur
þess verða allir starfsmenn
Porstfyrirtækjanna, en þó sem
óvirkir félagar. Það er skilyrði
fyrir eignarhluta I starfs-
mannafélaginu, að viðkomandi
hafi unnið óslitið hjá sam-
steypunni i a.m.k. eitt ár og sé
eldri en 21 árs.
Ágóðinn er áfram í
fyrirtækinu.
Að visu verður ekki um
ágóðahluta i reiðu fé að ræða i
upphafi. Ágóðinn verður
áfram i fyrirtækinu, en er
færður hverjum gildum starfs-
manni til tekna og eignar á
eignarreikningi hans. Hverfi
starfsmaður úr þjónustu fyrir-
tækisins, af öðrum ástæðum en
þeim, að hann sé kominn á eftir-
launaaldur, fær hann eignar-
hluta sinn, eins og hann er,
þegar hann lætur af störfum,
endurgreiddan, en þó ekki fyrr
en eftir fimm ár, og þá I reiðufé.
Sérhver starfsmaður fær þó
vexti af eignarhluta sinurn.
Blaðamaðurinn Stephan Burg
segir: „Tekjur starfsmanna
Porstsamsteypunnar verða þvi
hér eftir ekki aöeins launin, eins
og hingaö til, heldur einnig
ágóðahlutinn, sem er að visu
ekki greiddur jafnóðum i reiðu
fé, og að auki vextir, sem vaxa
eftir þvi sem eignarhlutinn
eykst ár frá ári. Verði ágóði af
rekstrinum, eins og hingað til,
mun hlutafjáreign starfsmann-
anna aukast um nokkrar
milljónir á ári hverju. Þegar frá
liður verður eignarhluti starfs-
mannanna þá oröinn stærri en
Porsts, og þannig munu
starfsmennirnir að lokum
eignast fyrirtækin að mestu eða
öllu leyti.”
Starfsmenn bera líka tap
En starfsmennirnir, sem
þannig eru orðnir hluthafar og
þátttakendur i fyrirtækjunum,
hirða ekki aðeins ágóða — þeir
eru jafnframt ábyrgir fyrir tapi,
taka sem sé þátt i áhættunni.
Blaðamaðurinn segir þannig frá
þessu: „Eins og eignarhluti
starfsmannanna getur aukist ár
frá ári, getur hann og minnkað,
er illa árar, ef tap verður á
rekstrinum, þvi að allir verða
hluthafarnir að bera ábyrgð á
tapi, þeas. með hlutafjáreign
sinni eða ágóðahluta. Sá fræði-
legi möguleiki er þvi fyrir
hendi, aö i mjög slæmu árferði
verði tap á rekstrinum, sem eti
upp það, sem græðst hafði. Og
vissulega getur þetta komið
fyrir. En verði tapið meira en
nemur eign starfsmannanna,
ber Porst ábyrgð með hluta sin-
um i fyrirtækinu”.
En Porst er ekki aðeins að
hugsa um að gera starfs-
mennina að meðeigendum.
Hann ætlast einnig til að
þeir taki þátt I stjórn fyrir-
tækisins. Þetta þýöir, að starfs-
menn þurfa ekki að hlýða
fyrirskipunum yfirmanna
sinna skilyrðislaust, þvi að
hver sá, sem telur sig ekki
sem yfirmaður vill gera, getur
farið með yfirmanni
deildarinnar til næstæðsta
manns fyrirtækisins og rætt
málið. Verði hann ekki ánægður
með þann úrskurð, sem þá er
felldur, getur hann gengið á
fund stjórnar fyrirtækisins og
þar verður skorið úr ágreiningi
með afli atkvæða.
Enginn árekstur
Þetta þýðir fyrst og fremst, að
ákvarðanir verða ekki teknar af
forstjórunum einhliöa, eða að-
eins ræddar á forstjórafundum,
heldur skal haft samráð við
starfsmennina. Sumarleyfi og
önnur leyfi frá störfum, launa-
kerfið og vinnutiminn — allt
þetta verður rætt og um það
fjallað á fundum nefndar þar
sem nefndarmenn verða
kjörnir af eigendunum (starfs-
mönnunum). Endanlegar á-
kvarðanir eru þó ekki gildar,
fyrr en aðalstjórn fyrirtækisins
hefur samþykkt þær. Fram að
þessu hafa engir árekstrar átt
sér stað i rekstrinum. (IN-
Press).
GT
Föstudagur. 18. október. 1974
Föstudagur. 18. október. 1974