Alþýðublaðið - 30.10.1974, Side 2

Alþýðublaðið - 30.10.1974, Side 2
Uppeldisvandamálin i Framsóknarf lokknum Forystumenn Framsóknar- flokksins eru nú teknir til við uppeldisstörfin á nýjan leik. Er lögð mikil áhersla á að vinna upp aftur það, sem tap- aðist við blóðtökuna miklu i vor, þegar kjarninn úr ,,ung- liði” flokksins hvarf á braut og haslaði sér nýjan völl á vett- vangi stjórnmálanna i bræðralagi með Magnúsi Torfa og leifunum af „Sam- tökunum”. Þó að forystumenn Fram- sóknarflokksins láti sem þeim þyki harla gott að hafa losnað við hið háværa og gagnrýna strákalið, er samt reyndin sú, að þeir hafa miklar áhyggjur af þessum mannskaða. Sömu- leiðis er forystumönnum flokksins mjög i mun að plástra sárin, sem flokkurinn hefur borið, siðan á átökunum stóð, áður en til hinna eigin- legu ragnaraka kom: stofnun- ar Möðruvallahreyfingarinn- ar, lögbannsmálanna frægu og allra hrossakaupanna um „feitu” sætin á framboðs- listum Torfusamtakanna. Engum blöðum er um það að fletta, að Framsóknar- flokkurinn mátti sjá á bak ýmsum vænum sveini, áður en laukþeim innanflokksátökum, sem hér eru gerð að umtals- efni. Sveinarnir höfðu áður notið hins besta framsóknar- uppeldis og við þá voru bundnar miklar vonir — sem eðlilegt er. Þeim var ætlað að erfa óðalið, þegar stundir liðu fram. En ungir menn eru gjarna frekir til fjörsins. Lengi vel gældu þeir við þá hugmynd, að unnt væri að breyta Framsóknarflokknum, gera hann frjálslyndan, jafnvel vinstri sinnaðan flokk: víkja honum til hinnar upprunalegu h u g m y n d a f r æ ð i sam- vinnumanna. Tiltölulega sak- leysislegur ágreiningur ungu mannanna við flokksforystuna og hina ihaldsömu i flokknum varð óðar en varði að hat- römmum innanflokksátökum, ef til vill þeim hörðustu, sem orðið hafa i Framsóknar- flokknum. f þessum átökum máttu óskabörnin sin næsta litils, enda kom að þvi, að ungu mennirnir geröu sér ljóst, að Framsóknarflokknum yrði ekki breytt. Sjálfsagt fannst ýmsum. sem fylgdust með þessum átökum úr fjarlægð, að framsóknarstrákarnir gengju jafnvel einum of langt i gagn- rýninni á flokkinn sinn og for- ystumenn sina. En svo virðist, að strákarnir hafi haft mikið til sins máls. Allt um það er vist, að þeir áttu lög að mæla, þegar þeir fullyrtu, að Ólafur Jóhannesson og félagar hans myndu nota fyrsta besta tæki- færi til að endurnýja vinskap- inn við ihaldiö og mynda með þvi svokallað „sterka stjórn” og fullnægja þannig kröfum peningaaflanna i flokknum. Nú eru forystumenn Framsóknarflokksins teknir Framhald á bls. 4 Flugbjörgunarsveitinni gefnir þrír nýir bílar Lionsklúbburinn Njörður i Reykjavik ákvað i fyrra að hlaupa undir bagga með Flug- björgunarsveitinni og safna fé til kaupa á nýjum bilum fyrir sveitina, en fé það, sem deildin fær á fjárlögum og aflar sér með eigin fjáröflun hrekkur skammt til viðhalds á tækja- kosti hennar, hvað þá til viðhalds. Flugbjörgunarsveitin hefur i rúma tvo áratugi notast við gamla bila, sem hún fékk frá varnaliðinu á sinum tima, en þeir hafa verið dýrir i rekstri og félagar þurft að verja miklum tima til viðhalds og endurnýjun- ar á þeim. Njörður beitti sér fyrir þvi að keyptir voru tveir aflmiklir bil- ar frá Bandarikjunum fyrir Flugbjörgunarsveitina, og hef- ur að undanförnu verið unnið að þvi að byggja yfir þá og búa þá sem bezt til þess að geta sinnt ýmsum verkefnum, sem Flug- björgunarsveitinni eru falin. Formaður Njarðar, Jóhann Briem, afhenti svo i fyrradag, Sigurði Þorsteinssyni, formanni Flugbjörgunarsveitarinnar bil- ana formlega. Þeir kostuðu á þriðju milljón króna. Flug- björgunarsveitin hefur i sam- ráði við Rauða Kross íslands búið bilana til sjúkraflutninga og hefur Rauði Krossinn styrkt deildina til kaupa á ýmsum nauðsynlegum tækjum i bilana. Þá má geta þess, að rikissjóður og Reykjavikurborg hafa einnig styrkt sveitina i þessu máli. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar, sem starfað hefur i um það bil átta ár, hefur gefið sveitinni þriðju bifreiðina og er hún nýkomin til landsins. Að sögn Sigurðar Þorsteinssonar, er ótrúlegt, hve miklu konurnar hafa komið i framkvæmd og hve mikils fjár þær hafa aflað, og eiga þær mikinn þátt I að Flug- björgunarsveitin hefur getað endurnýjað tækjakost sinn. Þegar allar þrjár bifreiðarnar verða komnar i notkun, verður Flugbjörgunarsveitin mjög vel búin til þess að veita aðstoð, þegar vá ber að höndum. Mjög kostnaðarsamt er að reka björgunarsveit á borð við Flugbjörgunarsveitina, jafnvel þótt þeir, sem starfa á vegum hennar fái ekki greitt neitt fyrir störf sin. Flugbjörgunarsveitin hefur einn fjáröflunardag á ári og selur þá merki til ágóða fyrir starfsemina. Fjáröflunardagur- inn er 2. nóvember, eða á laugardaginn kemur. Þess má geta, að formaður fjáröflunar- nefndar sveitarinnar er Einar Gunnarsson málarameistari. Þá annast kvennadeildin um- fangsmikla fjáröflun, og verður hún á sunnudaginn kemur, 3. nóvember. Þá munu konur flug- björgunarsveitarmanna selja kaffi að Hótel Loftleiðum og halda basar með munum, sem þær hafa unnið. Flugbjörgunarsveitin I Reykjavik var stofnuð 1950, en síðan hafa veriö stofnaðar flug- björgunarsveitin á Akureyri, Hellu á Rangárvöllum, I Skóg- um, Vik i Mýrdal og Varmahlið i Skagafirði. GENGISSKRÁNING Nr. 195 - 29.október 1974. Skrát5 frá Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 9/10 1974 JÖandaríkjadollar 117, 70 118, 10 25/10 - 1 Sterlingspund 274, 45 275, 55 22/10 - 1 Kanadadollar 119,50 120, 00 29 M0 - 100 Danskar krónur 1978, 45 1986.85 * 28/10 - 100 Norskat krónur 2136, 15 2145. 25 29/10 - 100 Sænskar krónur 2689,15 2700, 55 * - 100 Finn8k mörk 3111, 60 3124, 80 ♦ - - 100 Franskir frankar 2504, 95 2515,55 ¥r - 100 Belg. frankar 308, 75 310, 05 * - 100 Svissn. frankar 4125. 20 4142, 70 * - - 100 Gyílini 4464, 5 5 4483, 45 * - - 100 V. -JÞyzk mörk 4576, 70 4596, 20 4« - - 100 Lfrur 17, 64 17, 72 + - - 100 Austurr. Sch. 641,85 644, 55 * - - 100 Escudos 465, 50 467,50 * 15/10 - 100 Pesetar 205, 10 206,00 25/10 - 100 Yen 39, 22 39, 39 2/9 100 Reikningflkrónur- Vöruakiptalönd • 99, 86 100, 14 9/10 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 117, 70 1 18, 10 ¥t BreytinR frá sfðustu ekráningu. Ályktun pings I.N.S.Í. .Verkalýðshreyfingin hefur brugðist meg- inverkefni sínu’ A siðasta þingi INSI, sem haldið var um fyrri helgi, var m.a. gerð eftirfarandi ályktun um verkalýðsmál (litillega stytt): „Verkalýðshreyfingin á Islandi hefur um margra ára skeið alls ekki verið vanda sinum vaxin, og kemur þar margt til að sjálfsögðu. Það sem er þyngst á metunum er að hún hefur algjörlega brugðist þvi meginverkefni sinu að breyta þjóðfélagskerfinu og sniða það við þarfir rikisins. Það virðist undantekningalaust hafa valist menn til forustu fyrir verkalýðsfélögin, menn sem telja það skyldu sina að gætahagsmuna sins pólitiska flokks heldur en umbjóðenda sinna. Það sjá það allir að samningar hafa einkennst af þvi hverjir hafa setið að völdum i þjóðfélaginu i það og það skiptið. Þvi er það skýlaus krafa þings INSI að verkalýðshreyfingin eignist sitt eigið pólitiska afl. En það afl verður ekki til þó að nokkrir verkalýðsforingjar sitji á Alþingi, sem fulltrúar hinna ýmsu pólitisku flokka. Það afl verður best tryggt með markvissri verkalýðsfræðslu og áróðri innan hreyf- ingarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa mikil og slæm Itök I verka- lýðshreyfingunni, þannig að forustumenn innan hennar eru ýmist hægri eða vinstri menn, þessir foringjar standa yfirleitt svo vel saman að ekki kemst hnifur á milli þeirra, svo skritið sem það ann- ars er. Þeir standa saman gegn öllum breytingum innan verkalýðs- hreyfingarinnar”. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. BLÓMABÚÐIN A Dúnn W JLJJUUU ALFHEIMUM 6 SIMI: 33978 — 82532 í GlflEJIBflE I ÞAÐ B0RGAR SIG /ími 84200 BLQMASKRE YTINGrfl R |aðverzlaIkron| 0 Miðvikudagur. 30. október. 1974.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.