Alþýðublaðið - 25.11.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1974, Blaðsíða 2
STJÓRNMÁL Það voru merkileg orð, sem höfð voru eftir Ragnari Arn- alds, nýendurkjörnum for- manni Alþýðubandalagsins, i leiðara Þjóðviljans á sunnu- daginn, en þau voru tekin úr setningaræðu formannsins á landsfundi, sem Alþýðu- bandalagið efndi til um helg- ina.Þar segir i niðurlagi: „Eins er um lifskjör al- mennings, sem aldrei hafa verið betri en i tið fráfarandi stjórnar. Framundan er að vlsu hörö varnarbarátta og harðnandi timar. Sóknin til betri lífskjara hefur veriö stöðvuð”.Þó aöhinir sjálfskip- uðu alþýðuforingjar, sem I 3 ár hituöu ráöherrastólana fyrir hönd Alþýöubandalags- ins og sumir þingmenn þess reyni meö hjálp skriffinnanna á Þjóðviljanum að hreinsa Al- þýöubandalagið af þvf, hvern- ig nú er komiö i kjaramálum launþega, eru þeir ófáir Al- þýðubandalagsmennirnir, sem ekki taka þátt I þeim kattarþvotti. Er nema von, að launþegar, sem fylgt hafa Alþýðubanda- laginu að málum i trausti þess, að þar væri sannur verkalýösflokkur, málsvari islenstu-a launþega, skjöldur þeirra og sverð, gagnrýni þá herra, hvað sem þeir annars heita, Ragnar, Magnús eða Lúðvik, sem bera höfuðábyrgð á stjórnleysi i efnahagsmálum þjóðarinnar I valdatið hinnar svokölluðu vinstri stjórnar og hinir nýju stjórnarherrar Ihalds og framsóknar nýta sér nú út i æsar? Ragnar Arnalds segir, að sóknin til betri lifskjara hafi verið stöðvuð. En hvenær skyldi hún hafa stöðvast? Það gerðist um sama leyti og verkalýðshreyfingin undirrit- aði gildandi kjarasamninga, sem gerðir voru undir eins konar eftirliti ráöherra Al- þýðubandalagsins. t framhaldi af þessum samn- ingum, sem allir eru sammála um, að hafi fært þeim mest, sem mestar höfðu tekjurnar fyrir, en þeim minnst, sem við bágustu kjörin bjuggu fyrir, lögðu sjálfir alþýðuforingj- arnir i Alþýðubandalaginu á ráðin um stöðvun á greiðslu verölagsbóta. Þeir eiga ásamt Ólafi Jó útgáfuréttinn á fyrstu bráðabirgðalögunum, sem bönnuöu, að hinar gifurlegu verðhækkanir á öllum sviðum yrðu bættar I launum. A sama tima fullyrtu þessi sömu herramenn, að allt væri I stak- asta lagi i efnahagsmálum. Ef um einhverja erfiöleika væri að ræöa, þá væru það smá- vægileg bókhaldsvandkvæði. Vist er um það, að sókn lág- launafólks til betri lifskjara var stöðvuð einmitt I valdatið þeirrar rikisstjórnar, sem Al- þýðubandalagið átti aðild að, og þá jókst launamisrétti meira hér á landi en dæmi eru um I langan tima áður. Að slikt gerist einmitt i valdatið þeirrar rikisstjórnar, sem for- ingjar Alþýðubandalagsins syngja lof og dýrð i tima og ótima, er engin tilviljun. Þess- ir menn bera ekki skynbragð á efnahagsmál. Þeir eru meira eða minna snarvilltir i hug- myndafræði, sem ekkert á skyit við raunveruleika H.E.H. Hart deilt um upplýsingamiðlun stjórnvalda Okkar fréttir koma að utan Harðar umræður urðu á Al- þingi I gær milli Ólafs Jóhann- essonar, dómsmálaráðherra og Sighvatar B jörgvinssonar alþm., um fréttaþjónustu Is- lenskra stjórnvalda varðandi atburði landhelgismálsins. Upphafið var það, að í ræðu, sem Sighvatur flutti um frum- varp til laga um upplýsinga- skyldu stjórnvalda, vék hann örfáum orðum að slðustu við- burðum landhelgismálsins — töku vestur-þýska togarans Arcturus milli kl. 4 og 5 I fyrra- dag — og gagnrýndi, að enn einu sinni skyldu fyrstu fréttir af slikum viöburðum berast ts- lendingum erlendis frá. Benti hann á, að Islenskir aðilar hefðu ekkert um málið sagt fyrr en mörgum klst. eftir aö atburður- inn heföi gerst — og mörgum klst. eftir, að frá honum hefði verið sagt f erlendum fjölmiðl- um. Rifjaöi hann upp, hversu oft áþekk atvik varðandi samskipti islenskra fjölmiðla og stjórn- valda heföu orðiö meðan land- helgisdeilan við Breta stóð sem hæst og vitnaði I þvi sambandi til ummæla Kúnstner Hansens i Strompleiknum, sem sagöi: Upphefð min kemur að utan. Mætti segja það sama um Isl. stjórnvöld, þvi Islendingar hefðu oftsinnis fengiö fyrstu fréttir sinar af aðgerðum þeirra I landhelgismálinu að utan. Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, brást reiður við og flutti langa ræðu af þessu til- efni. Sagðist hann ekki vita bet- ur, en að samskipti stjórnvalda og islenskra fjölmiðla vegna landhelgismálsins hefðu ávallt verið góð, en hins vegar væri það ekki vani löggæslumanna að tilkynna fyrirfram hvenær þeir hygðust handtaka lög- brjóta. Væri þetta I fyrsta sinn, sem hann vissi til þess, að slik gagnrýni á fréttaflutning af landhelgismálinu hefði verið borin fram á opinberum vett- vangi. Hann hefði ávallt verið reiðubúinn til þess að veita is- lenskum fjölmiðlum allar upp- lýsingar um það mál og sama máli gegndi um alla þá aöila innanlands, sem um það fjöll- uðu. I þessu sambandi ræddi for- sætisráðherra sérstaklega um þá njósnastarfsemi, sem sumir tslendingar hefðu áður og fyrri stundað fyrir erlenda togara um feröir og verustaði varðskipa og þjóöin heföi fordæmt. Væri ekki til heilla að feta I slika slóö. Sighvaatur svaraði þvl til, aö þaö væri bæöi ómaklegt og með öllu ástæðulaust af ráðherra, að likja islenskum blaðamönnum, sem væru að reyna að afla frétta af atburðum landhelgis- málsins, við menn, sem stund- uðu njósnir um ferðir varðskipa Í0k\ f® ilf # CENCIS5KRANING Nr. novem^er 1V7 4. SlcraÖ frá Eining Kl. 13,00 Kaup Sala 21/11 1974 1 Bandaríkjadollar 117,40 117,80 25/11 1 Sterlingspund 272, 40 273, 60 * 21/11 - 1 Kanadadollar 118, 95 119,45 25/11 - 100 Danskar krónur 2009, 50 2018,10 * - - 100 Norskar krónur 2175, 20 2184,40 * - - 100 Sænskar krónur 2738, 45 2750, 15 * - - 100 Finnsk mörk 3175, 05 3188,55 * 22/11 - 100 Franskir frankar 2505, 85 2516,55 25/11 - 100 Belg. frankar 313, 25 314, 55 - - 100 Svissn. frankar 4268, 20 4287,00 * - - 100 Gyllinl 4555, 50 4574,90 * - - 100 V. -Þýzk mörk 4739, 50 4759, 70 * - - 100 Lírur 17, 57 17, 64 * - - 100 Aueturr. Sch. 662, 06 664, 90 * - - - 100 Escudoa 472, 80 474, 80 * 22/11 - 100 Peeetar 206, 00 206, 90 25/11 - 100 Yen 39, 10 39, 26 # 2/9 - 100 Reikningskrónur- 99,86 100, 14 Vöruskiptalönd 21/11 - 1 Reikning sdollar - 117,40 117,80 Vöruskiptalönd « Breytlng frá siBuetu skráningu. HAFNARSTRÆTI 22 (Gamla smjörhúsið) SIMI 2-77-27. Auglýsið í Alþýðublaðinu 28660 fyrir erlenda togaramenn. Hvatti hann dómsmálaráðherra til þess að taka þau orð sin aft- ur. Þá sagði hann það rangt vera hjá ráðherra, að Islenskir blaðamenn hefðu ekki gagnrýnt fréttaflutning stjórnvalda af at- burðum landhelgismálsins. Þvert á móti hefðu blaðamenn oftsinnis gagnrýnt stjórnvöld mjög harkalega fyrir, hversu seintog illa hafi gengið að fá frá þeim fréttir eða staðfestingar á fréttum frá öðrum aðilum um atburði landhelgismálsins. Ætti sú gagnrýni vart að hafa fariö fram hjá ráöherranum. Þá minnti Sighvatur á þau ummæli ráðherrans frá þvi I þorska- striðinu við Breta, hve oft er- lendar fréttastofur flyttu rangar og ófullnægjandi fregnir af at- buröum málsins og sagði, að eina svarið hlyti að vera það, að Islensk stjórnvöld yröu fyrri er- lendum aðilum til þess að flytja fregnirnar og gætu þannig strax i upphafi haft þau áhrif, að fréttirnar yröu réttar og full- nægjandi. Sagöi hann skyldu Is- lenskra blaða vera þá, aö reyna að flytja landsmönnum fregnir af þvl, sem gerðist I þessu mikla lifshagsmunamáli þjóð- arinnar og skylda stjórnvalda væri að sjá svo um, að islensku fjölmiðlarnir fengju þær fréttir réttar og öruggar strax frá fyrstu hendi en þyrftu ekki að byggja á frásögnum erlendra fréttastofa. Hvatti hann dóms- málaráðherra til þess að beita sér fyrir slikri sjálfsagðri breytingu á samskiptum stjórn- valda og islensku fjölmiðlanna. Ólafur Jóhannesson tók aftur til máls, og sagði, að ummæli sin bæri ekki að skilja svo sem hann heföi veriö að likja is- lenskum blaðamönnum við „togaranjósnara”. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Nám erlendra mála. Smáþjóð eins og okkur Is- lendingum er veruleg nauð- syn að læra framandi tungu, vegna umfangsmikilla sam- skipta við aðrar þjóðir. Þarf- laust er, að rekja það frekar og veröur ekki gert hér. Á hinn bóginn er auðvitað eng- an veginn sama, hvernig að þvi verki er staðið. Fram til siðustu tima hefur málanám fallið I svipuðum farvegi, lengstaf. Aðaláherzlan hefur verið lögð á textakunnáttu og málfræði, en siður á fram- burð. Með haldgóðri texta- kunnáttu og málfræði hefur erlenda málið verið, og hlýt- ur að vera, mikill styrkur fyrir námið i okkar eigin tungu, enda er næsta torvelt að hugsa sér staðgóða kunn- áttu I erlendu máli, ef kunn- átta I okkar eigin er ekki minnst feti framar. Ef við skiljum ekki og höfum ekki kunnáttu I íslenzkum hug- tökum, hversu miklar likur höfum við þá til að nema merkingu hinna erlendu? Þetta ætti öllum að vera á- kaflega auðskilið. En þvi miður verður ekki betur séð, en aö skilningi á þessu ein- falda lögmáli sé verulega að hraka. Hættulaust væri aö mestu, ef hér væri ekki um að ræöa hóp, ég vil segja harösnúinn hóp manna, sem illu heilli, hafa náð alltof miklum tökum og áhrifum i fslenzka skólakerfinu og á þann hátt getað komið i framkvæmd hugmyndum sinum. Þetta kann að virðast harður dómur, einhver vildi máske segja sleggjudómur. En biöum nú dálitið við. Ein- hverntíma var sagt. Af á- vöxtunum skuluð þér þekkja þá, og er raunsannur máls- háttur. Ég hefi átt þess kost, að vera áhorfandi að þessu hin síðari ár og i nægilega stórum skóla, til þess að eiga að geta metið árangurinn án þess að vera bundinn við of litið úrtak, sem naumast væri marktækt. Þvi er ekki að neita, að ég horfði með nokkurri forvitni, jafnvel eftirvæntingu á, hvernig stóraukin framburðar- kennsla gæfist. Ég neita þvi ekki, að ég batt nokkrar von- ir viö, að betri tækifæri nem- enda, til þess að tjá sig á málinu, gæti orðið þeim hvati til þess að leggja sig betur fram við námið yfir- leitt i málinu. Hins var auð- vitað ekki að dyljast, að þar eð vikustunda fjöldi var ekki aukinn, myndi textakunn- áttu óhjákvæmilega hraka, miðað við vetrarstarf. Þetta er svo augijóst að engin þörf er langrar umræðu. Kakan verður ekki bæði geymd og etin. Segja má, að hér gæti komið til hjálpar að auka timann, sem til námsins fer, eins og raunar hefur verið gert með þvi að færa mála- námið neðar á skólastigin, niður I barnaskólana. Þá rekum viö okkur aftur á þá einföldu staðreynd, að kunn- áttan i eigin máli verður fjöt- ur um fót. Hún er hvorki nægilega yfirgripsmikil né traust til þess að á henni verði reist staðgóð og næg þekking á erlenda málinu, sem við skal fást. Hér erum við komin i slæma sjálf- heldu. Lakast af öllu er þó, að það virðist vera harðsoðin ætlun þeirra, sem ráöa, að halda þessu til streitu. Auð- vitað er hægt, að blekkja með þvi að draga úr t.d. prófkröfum, svo að ekki hatti um of fyrir. Við þekkjum það býsna vel, alltof vel, að það er fleira en krónan, sem heldur nafninu, þó gildið breytist. Hafnartjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÖMABÚÐIN BLQMASKRE YTINGfl R ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA i KR0N Dúm í GlflEflBflE /ími 84200 - - 0 Þriðjudagur 26. nóvember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.