Alþýðublaðið - 25.11.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.11.1974, Blaðsíða 12
alþýðu n RTflfil Bókhaldsaóstod með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KOPAVOGS APÓTEK Opið öli kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 Hvað segja þeir um töku þýska veiðiþjófsins? ÆTLUM AÐ HERÐA AÐGERÐ IR GEGN ÞJÓÐVERJUM Ólafur Jóhannesson, dóms- málará&herra: „Já, það er meiningin að herða aðgerðir gagnvart Þjóð- verjunum vegna siendurtek- inna brota þeirra i islenskri fiskveiðilandhelgi”, sagði Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, er blaðamaður Alþýðublaðsins spurði hann i gær, hvort rikisstjórnin hefði tekið upp ákveðnari og harð- ari stefnu varðandi gæslu og eftirlit innan 50 sjómilna markanna. Dómsmálaráðherra sagði ennfremur i samtali við Alþýðublaðið: ,,En annars hefur handtaka aldrei verið neitt markmið i sjálfu sér, heldur að torvelda Þjóðverj- um veiðarog koma i veg fyrir, að þeir gætu fiskað innan fisk- veiðimarkanna. Það hefur verið stefnt að þvi að reyna að komast að bráða- birgðasamkomulagi við Vestur-Þjóðverja, en þó með þvi ófrávikjanlega skilyrði, að verksmiðjuskipum og frysti- togurum yrði ekki hleypt inn fyrir fiskveiðimörkin. Þessa ófrávikjanlegu kröfu fyrir bráöabirgðasamkomulagi viröast V.-Þjóðverjar ekki hafa skilið til þessa. Þess vegna er að mlnum dómi eðli- legt, að hert sá á aðgerðum gegn þeim — eftir þvi sem geta okkar framast leyfir”. Gagnrýnt hefur verið m.a. af hálfu skipherrans, sem stjórnaði töku vestur-þýska togarans Arcturus, hve skipa- kostur Landhelgisgæslunnar er litill miðað við það viðáttu- mikla svæði, sem íslenska fiskveiðilögsagan spannar nú orðið. Um þetta sagði Ólafur Jóhannesson: „Ég er sam- mála þvi, að skipakosturinn þyrfti að vera meiri. En spurningin er um það, hversu miklu fé fjárveitingavaldið vill veita til gæslunnar”. Fréttir af töku vestur-þýska togarans bárust islenskum fjölmiðlum erlendis frá og fyrstu fréttir af þessum at- burði birtust erlendis eftir fulltrúum útgerðar togarans, en ekki Islensku landhelgis- gæslunni eða stjórnvöldum. Hver er skýringin á þessu, Ólafur Jóhannesson? ,,MIn skýring er sú, að ekki sé hægt fyrir fram eða meðan á handtöku stendur að skýra frá henni. Slikt hefði hugsan- lega i þessu tilfelli getað leitt til þess, að aðrir þýskir togar- ar — eða önnur þýsk skip — hefðu komið á vettvang og komið hefði til meiri árekstra. Hins vegar var ekki hægt að hindra, að togarinn sendi út frétt um atburðinn, áður en hann var tekinn, og einhverjir næðu sendingum hans. Þetta er sem sagt eingöngu út frá löggæslusjónarmiði, en ekki til þess að sniðganga frétta- menn út af fyrir sig”. „Það má segja, að málstað- ur Islendinga i landhelgismál- inu sé kynntur frá hverju sendiráði, auk þess sem allir sendimenn tslands á alþjóða- fundum, hjá Sameinuðu þjóð- unum og annars staðar, hafi það sérstaka verkefni að kynna málstað Islendinga. Annars býst ég við þvi, að farið verði að vinna sérstak- lega að kynningu landhelgis- málsins erlendis með 200 milna lögsöguna I huga”. Að lokum sagði Ólafur Jó- hannesson i samtalinu við Alþýðublaðið: „Bæði yfir- menn flugvélarinnar og gæsluskipsins, sem tók vestur- þýska togarann, munu gefa skýrslu um atburðinn við rétt- arhöldin. Að siðustu vil ég taka fram, að mér sýnist sennilegt, að leggja verði I framtiðinni enn meiri áherslu á notkun flug- véla við gæslu fiskveiðiland- helginnar”. — Fagna því að lögum sé komið yfir ill- ræmdan veiðiþióf ur hafi þau áhrif, að Vestur- Þjóðverjar og aðrir, sem eru svipaðrar skoðunar og þeir, ættu að sannfærast um, að við meinum allt, sem við höfum sagt i þessu lifshagsmunamáli okkar og látum einskis ófreist- að til framgangs þvi. Karvel Pálmason, alþingis- maður, Samtök frjálslyndra: „Ég fagna þvi að sjálfsögðu, að núhefurnáðst sá áfangi að koma lögum yfir einn þessara illræmdu veiðiþjófa innan is- lenskrar fiskveiðilögsögu. Það mætti ætla, að einhver stefnubreyting hafi orðið hjá rikisstjórninni varðandi gæslu landhelginnar og veiðiþjófnaði Vestur-Þjóðverja þar. Um áhrif þessa atburðar á hugsanlega samningsgerð við Vestur-Þjóðverja um veiði- heimildir innan 50 milnanna vil ég aðeins segja það, að ég er andvigur samningum við þá og ég held, að þessi atburð- Ummæli skipherrans á varðskipinu Ægi hafa vakið athygli. Þó að ég hafi ekki heyrt þau sjálfur, hygg ég að hann hafi mikiö til sins máls um vandkvæði á gæslu land- helginnar vegna ónógs skipa- kosts. Sé svo, er hér um svo mikilvægt mál að ræða, að stjórnvöld mega einskis til spara I þeim efnum.”— VERID AÐ FRAMFYLGJA ÍSLENSKUM LÖGUM Forsætisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu siðdegis i gær, þar sem segir: „Rai- mund Hergt, sendiherra Sam- bandslýðveldisins Þýska- lands, gekk i dag á fund Geirs Hallgrimssonar, forsætisráð- herra, og flutti honum harðorð mótmæli rikisstjórnar sinnar vegna töku togarans Arcturus BX-739 I gær. Forsætisráðherra áréttaði sjónarmið tslendinga og kvað málið nú i höndum dómstól- anna.” t stuttu samtali við Alþýðu- blaðið sagði Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, enn- fremur um töku togarans Arc- turus: „Þýski togarinn braut með itrekuðum hætti gegn fyrir- mælum varðskips og ég vil á- rétta það, sem fram kemur i fréttatilkynningunni, og enn- fremur að með tökunni er ver- ið að framfylgja islenskum lögum. Nú er dómstólanna að kveða upp sinn dóm vegna meints landhelgisbrots togar- ans og er málið nú i höndum dómstólanna.” Sjálfsagt að taka þá, færa til hafn- ar og dæma þá Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands tslands: „Mér þykir I sjálfu sér vænt um, að þetta skuli hafa gerst. Það er alveg sjálfsagt, þegar svo vel liggur við eins og þarna var, að taka erlendu landhelgisbrjótana.færa þá til hafnar og dæma þá. Hér er beitt sömu aðferðum og áður hefur verið beitt gagn- vart Bretum og þessum áð- feröum eigum viö að beita. „Hins vegar er ég alveg sammála skipherranum, sem stjórnaði töku þýska togar- ans, að við þurfum að fá fleiri gæsluskip og jafnframt fleiri flugvélar. Þetta eru alltof fá skip til að þau geti annast gæslu innan þeirra fiskveiði- lögsögu, sem við höfum tekið okkur. Sennilega þyrftum við að hafa minnst sex fullkomin skip til að annast eftirlit og gæslu landhelginnar. Það hefur nú sannast, hve mikilvægar flugvélarnar eru i þessu efni. Þær komast yfir ólikt stærra svæði en skipin, en góð samvinna flugvélar og skips getur orðið að ómetan- legu gagni.”— VONANDI VISBENDING UM AUKNA HÖRKU Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins: „Ég er mjög ánægður með töku togarans. Við Alþýðu- bandalagsmenn höfum verið mjög óánægðir með þá lin- kind, sem okkur viröist, að Landhelgisgæslan hafi sýnt gagnvart landhelgisbrotum vestur-þýskra togara. Vonandi er þetta visbending um meiri hörku framvegis I gæslu islensku fiskveiðiland- helginnar.” FIMM á förnum vegi Hvernig Ifst þér á töku vestur-þýska togarans? Pétur Eyfjörö, kjötiðnaöarmaö- ur: „Mér list vel á togaratök- una, sérstaklega af þvi að þetta var I þriðja skiptið á einum sól- arhring, sem hann framdi land- helgisbrot.” Hansina Jónsdóttir, húsmóöir: „Mérlist mjög vel á hana, þetta tókst mjög vel, og Þjóðverjarnir áttu þetta auðvitað skiliö.” Einar Arnason, ieigubilstjóri: „Mér list mjög vel á þetta. Þetta hefði þurft að gera fyrr, þvi fyrr, þvi betra,” Gisli Ragnarsson, járnamaöur: „Það eina rétta sem þeir hafa gert i langan tima. Ég er mjög ánægður með þetta, og þeir ættu að gera meir af þessu.” Guöni Ingvarsson, iönnemi: „Bara mjög vel. Mér fannst rétt að farið.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.