Alþýðublaðið - 28.11.1974, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.11.1974, Síða 3
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, á aðalfundi LÍÚ á Akureyri í gær Verðmæti útfluttra sjávarafurða 1973 var 19,3 milljarðar og jókst um 64% en 51 % þar af kom vegna hærra verðs Hlutdeild Sjávarút- vegsins árið 1973 í heild- arútf lutningnum jókst úr 84,2% í 89,4%, þegar ál- framleiðslan er ekki meðtalin. Verðmæti útfluttra sjávarafurða var um 19.300 milljónir króna, og hafði aukist frá árinu áð- ur um 7.500 milljónir króna, eða um 64%, sem stafaði af auknum út- flutningi að magni um 13% og um 51% af hækk- uðu verðlagi. Aflaverðmæti fiski- skipaflotans var um 9,3 milljarðar og haföi hækk- að um 49% á árinu. Árið 1973 einkenndist af góðu árferði fyrir sjávar- útveginn i heild, en veið- arnar urðu verulega af- skiptar í skiptingu arðs milli veiða og vinnslu. UTGERÐ OG FISKVINNSLA VERÐA AÐ FÁ FULLTRÚA í STJÚRN FISKVEIÐASJÚÐS Eins og okkur er öllum kunn- ugt, er Fiskveiðasjóður Islands ein hinna mikilvægustu stofn- ana i sjávarútveginum, þvi hann lánar fiskiskipaeigendum og fiskvinnslufyrirtækjum stofnlán. Sambærilegum sjóð- um annarra atvinnuvega er stjórnað af kjörnum fulltrúum viðkomandi atvinnugreina, en svo hefur aldrei verið um Fisk- veiðasjóð, þótt meginhluti fjár- magns hans komi frá sjávarút- veginum sjálfum. I stjórn hans sitja 5 bankastjórar rikisbank- anna. Fyrirkomulag þetta er nú orðið með öllu óþolandi og verður að fá ráðna bót á þvi hið fyrsta með þvi að fulltrúi frá út- gerðinni og annar frá fisk- vinnslunni fái sæti i stjórn sjóðs- ins. Nýlega hafa vextir Fiskveiða- sjóðs verið hækkaðir um 64 0/0, eða úr 5 1/2 0/0 i 9 0/0, og nýjar. skuldbindingar settar um láns- kjör til viðbótar gengistr. lána, sem viðgengist hefur um langt skeið. Þessar nýju skuld- bindingar voru settar af siðustu rikisstjórn og hafa nú verið auknar af þeirri, sem nú situr varðandi fiskvinnslustöðvar. Þessi nýju ákvæði eru um verð- tryggingu lána miðað við visi- tölu byggingarkostnaðar. Er flestum erfittað finna samhengi milli lána, sem tryggð eru með veði i fiskiskipi, og kostnaðar- verði á steinsteypu, járni, timbri og vinnulaunum i bygg- ingariðnaði. Visitala þessi hefur hækkað um 65—70 0/0 það sem af er árinu, en á sama tima hafa eldri fiskiskip lækkað i verði vegna rekstrarerfiðleika. Nauðsynlegt er, að menn geri sér ljóst, að með þessu ákvæði er verið að leggja snöru um háls útvegsmönnum, sem þeir komast ekki úr, ef ekki er komið i veg fyrir strax, að ákv,örðun þessi nái fram að ganga. 50 MILURNAR HAFA REYNST LÍTIL VÖRN Útfærsla landhelginnar i 50 milur hefur enn ekki haft telj- andi áhrif á minnkun sóknar frá þeim fiskveiðiþjóðum, sem hér hafa mest stundað veiðar. Vonandi rætist úr i þeim efn- um á næsta ári, þegar fisk- veiðitakmörkin verða færð út i 200sjómilur og samningar við aðrar þjóðir um aðlögunar- tima falla úr gildi. Kemur þá vonandi ekki til þess, að samið verði um frek- ari aðlögun, nema þá i stuttan tima á bilinu milli 50 og 200 milna, ef hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna veitir okkur ekki strax full yfirráð yfir 200 milna fiskveiðilög- sögu. Verögildi loönumjöls aðeins helmingur þess sem verölagsgrundvöllurinn byggist; TAPIÐ A SKUTTOGARA KOMIÐ í TVÆR MILLJ- — ÓNIR Á MÁNUÐI Nú er verðgildi loðnumjöls aðeins helmingur þess, sem lagt var til grundvallar við verðlagn- ingu á loðnu á siðustu vertiö. Sú reynsia, sem fengisthefur á þessu ári, bendir að minu mati mjög eindregið til þess, að brýna nauðsyn beri til, að framleiðendur mjöls og lýsis bindist allsherjarsamtökum um sölu á afurðum sinum. Grundvöllur loðnuveiðanna hefur hrunið frá siðustu vertið vegna verðfalls á mjöli. HORNIÐ KAUPVERÐ BÁTSINS GÆTI FARIÐ í ÞREFALT UPP- RUNALEGT SAMNINGSVERÐ Ólafur Björnsson skrifar: „Fyrir skömmu flutti þáttinn, um daginn og veginn, Jóhann Antonsson viðskiptafræðingur. Viðskiptafræðingurinn útskýrði fyrir tilheyrendum, hvernig lægi á borðinu fyrir þann, sem keypti bát, að tuttugu og fjór falda fé sitt á fjórum árum. Ekki er ég fróður um lærdóm sliks fræðings, en eitt er vist, að litið vissi þessi fræðingur um kaupverð báta, sem hann þó taldi auðveldast fyrir sig að notast við, sem dæmi um verð- bólgugróða. Hvort þessi fræð- ingur hefur nú verið eins fáfróð- ur og málflutningur hans benti til, eða hann hefur verið að þjóna lund sinni, með visvitandi rangfærslum, skal ósagt látið. Til upplýsinga fyrir þá sem ekki hafa lært viðskiptafræði, vil ég hér með koma á framfæri einu raunverulegu dæmi um út- gerðagróða. Um mitt ár 1967 var samið um smiði á bát i Sviþjóð. Samn- ingsverð s. kr. 563.750.00 (Isl. kr. 4.718.869,00). Aður en leyft var að skrifa undir samning varö að leggja inn i viðkomandi viðskiptabanka á lokaöa bók, 33% af samningsverði að við- bættum áætluðum heimsigl- ingakostnaði, samtals kr. 1.700.000,00. 67% af verði var tekið að láni i s. kr. 377.720,00 sem skildi greiðast með 14 af- borgunum á 7 árum, frá afhend- ingu bátsins, s.kr. 26.979,50 hvert sinn. (Isl. kr. 225.822,00) Fyrir 50% af væntanlegu er- lendu láni (Isl. kr. 1.600.000,00) varð að setja fasteignatrygg- ingu. Lán fengust engin utan sænska lánið sem Fiskveiðasjóður skuldbatt sig til þess að yfirtaka jafnóðum á samningstimanum miðað við isl. kr. þegar samn- ingur var gerður. Samningsverð breyttist ekki i s. kr. og báturinn var afhentur nálægt tilsettum tima. Vel hefur gengið með bát- inn, og tekist hefur að standa skil á öllum afborgunum. Sú fyrsta varð yfir 300.000,00 isl. kr. Siöast þegar greitt var þurfti að greiða fsl. kr. 773.971,00 i stað 225.822,00 sem upphaflega var ætlað, og enn er eftir ein afborg- un i s. krónum. í dag hvilir hærri upphæð á bátnum i isl. krónum talið, en i upphaflegum samningi, þvi Fiskveiðasjóður hefur lánað að sinum hluta til þess að greiða niður erlenda lánið. Þau lán eru að verulegum hluta gengis- tryggð. Ógerlegt er að vita hvað þessi bátur muni endanlega kosta, en vel gæti það orðið þrefalt upp- runalegt samningsverö. Vafa- mál er hvort hægt verður að halda þessum bát i rekstri vegna mannaskorts, en vist er að afborganir halda áfram að falla i gjalddaga. Báturinn hefur verið auglýst- ur til sölu um nokkurt skeið, en enginn hefur spurt um, hvað hann ætti að kosta, hvað þá meir. Þessi er útkoman i reynd eftir sjö ár. Málum er sem sagt þann veg komið að fjöldann allan af bátum er hvorki hægt að reka né selja.” Meðaltekjur háseta á f iskiskipat lotanum eru taldar hafa verið um 850 þúsund krónur að með- altali á árinu 1973, eða um 31% hærri en meðal- tekjur verkamanna, sem eru taldar hafa ver- ið um 650 þúsund krón- ur. Afkoma sjávarút- vegsins hefur á árinu 1974 orðið fyrir miklum og óvæntum breytingum til hins verra, þegar bor- ið er saman við af komu hans á árinu 1973. Afkomuhorfur einstakra greina eru nú mjög slæmar. Gert er ráð fyrir, að bátaflot- inn, að frátöldum loðnubátum, verði rekinn með 670 milljóna króna halla á árinu 1974, þrátt fyrirbæturúr Aflatryggingar- sjóði að upphæð um 350 milljónir króna. Þó er talið, að hagnaður á loðnuflotanum verði um 550 milljónir króna. Aætlað er, að hallarekstur togaranna muni nema um 800 milljónum króna á árinu. Rekstrargrundvöllur þeirra er enginn, og við siðustu efna- hagsráöstafanir var enn slegið á frest að horfast i augu við staðreyndir málsins. Ljóst er, að atvinnulifið viðs vegar um landið stendur og fellur með rekstri þessara skipa. þvi að fjölmörg byggð- arlög hafa ekki á öðru að bvggja. Skuldasöfnun vegna reksturs skipanna hlýtur að taka enda, þega haft er i huga, að hallarekstur þeirra er nú nær tvær milljónir króna á íánuði, en var i fyrra talinn ■in milljón á mánuði og þótti úinnum nóg um. Fimmtudagur 28. nóvember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.