Alþýðublaðið - 28.11.1974, Page 6

Alþýðublaðið - 28.11.1974, Page 6
lír Snemma á haustmorgni. Þrjá kilómetra út af Helgolandi varpa fjórir menn sér i sjó- inn. Þeir eiga að vera 27 sólar- hringa i neðan- sjávarrann- sóknastofu á 23 metra dýpi. Þetta er visinda- tilraun á frum- býlingsstigi, sem á eftir að verða mannkyn- inu til góðs. En Norður- sjór er ekki gjöf- ull staður fyrir slikar tilraunir. Norðursjórinn er eitthvert hættulegasta og erfiðasta köfun- arsvæði heims- ins, þvi að út- sýnið er lélegt, ölduhreyfing- arnar, lifshættu- legir straumar og lágt hitastig valda þvi. Jafn- vel sterkasti ljóskastari dreg- ur ekki lengra en tvo metra i þeirri menguðu súpu, sem Norð- ursjórinn er á köflum. Fjór- menningarnir vita, að lifið er að veði . . . Hér er UVL-neðansjávarrannsóknarstöðin á 23 metra dýpi 3 kílómetra undan Helgolandi. Tæknilegar staöreyndii 42 rúmmetrar, mesta vinnsludýpi 100 metrar, þungi á landi 102 tonn, í sjó 22 tonn. Fjórir menn í áhöfn, æfður kafat 27 SOLARHRINGAR A I Mennirnir fjórir, sem hætta sér í sjóinn vita, að þeir hætta lífinu um leið. Yfirmaður þeirra, dr. Otto Kinne prófessor, segir þetta umbúðalaust. „Norðursjórinn er hættu- legur og við vinnum f rumbýlingsstörf in". Hingað til hefur þetta verk kostað 2 mannslíf og 30 milljónir króna, en þessar rannsóknir eiga að vera öllu mannkyninu í hag í framtíðinni. Könn- uðurnir sjálfir kalla þær UVL-neðansjávarrann- sóknarstof una (under- vandslaboratoriet). Þar starfa sérfræðingar, vís- indamenn, sem eru bæði ungir, djarfir og hraustir. Fjórmenningarnir eiga að vera í sjónum í 27 sólarhringa. Þeir eiga að vinna á 23 metra dýpi, borða þar og sofa — og f á aldrei að koma upp á yfirborðiðá meðan. Einn þeirra er haffræðingur- inn dr. Peter Jatzke. Eft- ir þetta verk verður hann aðeins nokkra daga í landi, því að fyrirhuguð er 10 daga för aftur. Áður hef ur hann verið 21 sólar- hring á hafsbotni, svo að hann hef ur 58 köf unarsól- arhringa, sem er met hjá þýskum köfurum. En f jórmenningarnir, sem eiga að kafa í Norð- ursjóinn hugsa ekkert um þetta. Til þess eru þeir of ákafir. Þeir hlakka til að kynnast nýja „blauther- berginu", sem verkfræð- ingarnir í aðalrannsókn- arstöðinni smíðuðu handa þeim. Nú fá þeir loks að reyna nýja „þurrbúning- inn", sem var sérstak- lega hannaður með tilliti til aðstæðna. Þeir spyrja sjálfa sig um, hvort lyfið, sem þeir eiga að reyna sé nú raunverulega hjálp eða hvort þeir eigi einu sinni enn að fá hlustar- verk á hafsbotni. Eftir tvo metra sjá þeir ekki út úr augunum leng- ur, því að þeir synda í grágrænum menguðum sjó. í Norðursjó sjá menn aldrei nema tvo metra f rá sér. Jaf nvel sterkustu Ijós þýða ekki — því að Ijósið endurspeglast frá milljónum örsmárra ein- inga, sem fljóta um. Slæmt útsýni, miklar bylgjur, sem orsakast af vindi, hliðarstraumar og lágur sjávarhiti eru or- sakir þess, að svo hættu- legt er að kafa í Norður- sjóinn. AAilljónir manna hafa horft á myndir Jean Jacques Coustau og Haas og líta á hafið sem fagra og litríka veröld, sem bylgjast og bærist með glæsibrag. — Bandaríkjamenn, Rússar, Japanir og Frakkar hafa kafað dýpra en við, segir prófessor Kinne, sem stýrir líffræðideiIdinni á Helgolandi. — Sá, sem tekur köfunarpróf í Norð- ursjónum getur hins veg- ar kafað hvar sem er. Yfirmaður tæknideild- ar neðansjávarrannsókn- arstofunnar, Gunther Lunther, verkfræðingur, er ekki jafnhæverskur. — Bandaríkjamenn hafa byggt „gæðarann- sóknastof ur", sem þeir setja upp nálægt kóralrif- um þar sem útsýnið er 30 metrar og straumar æskilegir, vatnið heitt, en þeir gætu lært mikið af okkur, ef aðstæður væru 0 Fimmtudagur 28. nóvember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.