Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 3
JUBAS A SVIBIHU Þeirra stærsti galli er, að þeir eru ekki pott- þéttir, og á ég þar við, að maður getur alls ekki gengið út frá þvi sem visu, þegar maður ætlar á ball með þeim, að þeir verði þar upp á sitt besta. Þetta er þó alveg afsakanlegt, hér i okkar popptónlistarlifi, þar sem það er alls ekki hægt að ætlast til þess af hljómsveitum, hversu góðir sem meðlimir hennar kunna að vera, að þeir séu eins og trekktir upp fyrir hvaða ball sem er tilbúið i stuðið. Taka verður hér sérstakt tillit til þess, hversu erfitt upp- dráttar góðir hljómlistarmenn hér eiga. Þeir þurfa að spila út um allar sveitir til þess að hafa eitthvað upp úr þessu, og vinnst litill sem enginn timi til að sinna þvi sem þeir helst vildu gera. Þetta gerir þeim óneitanlega erfitt fyrir. Og það mega Júdas eiga, að þegar þeir taka sig til, þá standa fáar hljómsveitir þeim framar, og Brambolt hefur orðið vitni að þvi, að undan- farin tvö ár, hefur þeim skiptum sem þeir félagar leggja sig alla fram, farið fjölgandi til muna, og er það mjög jákvætt. Brambolt heyrði i henni á balli, þar sem hún spilaði fyrir dansi hjá einum menntaskóla bæjarins, og þar spiluðu þeir af mikilli innlifun, og voru á fullu allan timann, og engrar deyfðar eða leiða gætti hjá hljómsveitarmönnum. Tónlist þeirra var vönduð, og örugglega flutt, og þeir voru allir mjög samæfðir. Þá átti lagaval þeirra einnig mjög vel við þann hóp sem þarna var saman kominn. Það verður þvi hér með sagt, að Júdas er tvimælalaust meðal bestu pop/rock-hljóm- sveita um þessar mundir á Islandi. Sparks, eru bresk hljómsveit, sem getiö hafa sér gott orð þar i landi, og undanfarnar vikur hafa menn verið að taka eftir þeim hériendis. Aðaiuppistaða hljómsveitarinnar má segja að séu bandarísku bræðurnir, Ron og Russel Mael. Þeir komu til Engiands fyrir nokkrum árum, og hófu þá að leika með þar- lendum hljómlistarmönnum, uns þeir fyrir stuttu síðan stofnuðu Sparks. Þeir urðu fljót- lega mjög þekktir, og er það fyrst og fremst að þakka sérkennilegum tónlistar-og söngstil þeirra bræðra. Sú plata sem hafði úrslitaáhrifin á frægð þeirra heitir þvi furðulega nafni BPiflMBQLT UMSáÚW: GI5LI 5\)EiWW LDFT55QW „Kimono my house”, en á henni eru meðal annarra, lögin „Talent is an asset” og „Amateur hour”, en það siðar- nefnda varð mjög vinsælt i Bretlandi i sumar. En síðan þessi plata þeirra kom út, hafa orðið nokkur mannaskipti i hljómsveitinni, og urðu þau fyrst og fremst vegna þess að hinir meðlimir hljómsveitar- innar þoldu ekki yfirráð þeirra Mael-bræðra innan hljóm- sveitarinnar. Þegar „Kimoni” kom út, skipuðu hljómsveitina Sparks: Russel Mael, sem sér um sönginn, Ron Mael, sem annaðist pianó og orgelleik, Adrian Fisher, sem spilar á gitar, Martin Gordon, sem þenur bassann, og Dinky Diamond, sem lemur húðirnar. Nú munu að minnsta kosti tveir siðastnefndu vera hættir, en ekki er Brambolt kunnugt um hverjir tóku við. Nýjasta plata þeirra Sparksmanna heitir „Propaganda”, en hún er nýkomin út erlendis, og ætti þvi að berast hingað fyrir jól. Eins og fyrr segir, er tónlist þeirra mjög sérkennileg, og söngur þeirra gcfur alls ekki til kynna að hér séu karlmenn á ferð, en þetta er þó nijög skemmtileg hljómsveit, og einkar athyglis- verð, og minnir mann sterklega á Change. Nýjasta lag þeirra á vinsældarlistum erlendis heitir „Wonder girl”. Country life/Roxy music Island Það hefði verið gaman, þar sem ég er mjög hrifinn af tónlist Roxy Music, og hef fylgst með þeim frá byrjun, að geta skrif- að, að þessi nýja plata þeirra sé mjög góð, ef ekki ofsaleg. En, svo er þvi miður ekki. Siðasta plata þeirra.” Amazona” lofaði mjög góðu, og var eins konar fullkomnun á þvi sem þeir höfðu áður gert. En liklega hefur Bryan Ferry eitt of miklum tima i sinar eigin plötur, eða þeim hefur hreinlega misheppn- ast, hvers vegna sem það nú gæti verið. Platan er ekki léleg, en hún bregst vonum einlægra aðdáenda, og umslagið bætir þar ekkert úr skák. Þarna er engu að siður að finna ágæt lög, en þau jafnast ekkert á við það sem á undan er komið. Hið full- komna „Roxy-Sound” sem allt- af hefur verið að finna, og hinar sérstæðu útsendingar, virðast hafa týnst á leiðinni i stúdióið. En þróun er þróun, og við verð- um bara að biða og vona að þeim takist betur upp næst. Odds and Sods / The Who Track Hér er á ferðinni ein elsta starfandi hljómsveit frá árunum i kringum 60, og láta ekkert á sjá þrátt fyrir það. Platan sem hér er um að ræða hefur inni að halda gömul lög, sem ekki hafa komið út áður, utan tvö „Pure and Easy” og „I’m the face” sem er fyrsta íagið sem gefið var út með þeim. Nú gæti maður freistast til að halda að hér væri eitthvert safn af rusli, sem ætti að fara að græða á peninga. Svo gæti lika veriö, ef um aðra væri að ræða, en það er ekki tilfellið hér. Lögin á þessari plötu eru hvert öðru betra, þó svo að þau spanni langt timabil i sögu hljóm- sveitarinnar. Platan byrjar á tveim mjög skemmtilegum lögum eftir John Entwistle, „Postcard”, og „Now I’m a farmer. Siðan kemur kröftugt lag eftir Townsend, „Put the money down”. Þetta er einstæður fengur fyrir alla gamla Who- aðdáendur, og einnig kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast ferli Who. t alla staði mjög góð plata. K.C. and the sunshine band K.C. kallar aðalsprauta þess- ararsólskinsgrúbbu sig, en mun raunar heita Casey. Þeir kom- ust á vinsældarlista i sumar með lagið Queen of clubs, ágætis lag, sem greip mann fljótt. Það veldur manni þvi vonbrigðum, að þessi plata þeirra skuli ekki vera betri en hún er. Hér er um að ræða miðlungsgóða hljómlistarmenn sem eru að spila miðlungsgóða tónlist. Platan er ekki léleg, en hún nálgast það að vera það, og er það einkum þvi að kenna, að hún hefur ekki haft nægan tima til að vinna að þessari plötu sinni, og viröist kastað til hönd- unum við gerð hennar. Til dæm- is nær platan i heild alls ekki þeim lágmarkstima, sem hægt er að ætlast til að breiðskifa teygisig yfir. Viröist þeir þannig vera i efnishraki. Annars er þarna að finna ágæt lög, svo sem „I need a little lovin!”, I’m a pushover”, og svo „Queen of clubs”. Fyrir næstu plötu, ættu þeir að gefa sér nægan tima, og þá gæti útkoman orðið mjög góð. Rock me gently / Andy Kim Þessi nýja plata Andy Kim, byrjar á laginu „Rock me gently”, sem kom honum i efstu sæti vinsældalistanna fyrir skömmu. Ef einhverjir kynnu að halda, að hann geti bara gert eitt og eitt gott lag, ætlað til vinsælda, þá skjátlast honum i þvl efni. Hér er á ferðinni mjög skemmtilegur lagasmiður, og enn skemmtilegri flytjandi lag- anna. Það er ferskur og skemmtilegur blær yfir lögunum, og þau gripa mann við fyrstu heyrn. Hann minnir tals- vert á Neil Diamond, en þó ekki það mikið, að það sé til skaða, og útsetningar hans eru fjöl- breyttari, og mjög lifandi, ásamt þvi að vera vandaðar. Hvergi ber á þvi að lögin séu ofhlaðin hljóðfærum, og nýstár- legar útsetningar koma þeim öllum á sinn rétta stað i lög- unum. Lögin sem ég tók fyrst eftir, og finnst best að byrja að hlusta á eru „Hang up those rock and roll shoes”, „Fire, baby I’m on fire”, Here comes the morning”, og svo auðvitað „Rock me gently”. Vel þess virði að fá sér hana. The place I love / Splinter Dark horse records Ein af fyrstu plötunum, sem gefnar eru út af nýstofnuðu p 1 ötu f y r i rtæki George Harrisons, „Dark horse records”, og verður ekki annað sagt en að hann byrji vel. Splint- er samanstendur af tveim ungum mönnum, sem virðast hafa það sér til ágætis að vera all þokkalegir lagasmiðir. Þeir fara þarna troðnar slóðir, og fátt er um einhverjar nýjungar á plötunni. Tvö fyrstu lögin, „Gravy Train”, og „Drink all day” eru skemmtileg á að hlýða og i f jörugra lagi, en yfirleitt er platan i rólegra lagi. Þetta er fyrst og fremst plata sem nýtur sin i ró og næði, og það mætti segja mér að hún vendist mjög vel, og að ef ég skrifaði um hana eftir svo sem hálfan mánuð myndi ég telja hana betri. Útsendingar allar eru vandaðar, þó að stundum sé hljóöfærum ofaukið. Það má búast við góðu af Splinter i framtiðinni, og þessi frumraun þeirra er nokkuð góð. Sunnudagur 1. desember 1974, o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.