Alþýðublaðið - 01.12.1974, Side 4

Alþýðublaðið - 01.12.1974, Side 4
Gull á hafsbotni í þrjátí í myrkri og ískulda 330 fet undir yfirborði At- lantshafsins er hópur kafara kominn að auðæf- um í mynd gullstanga. i rúm 30 ár hafa 69 gull- stangir, sem eru rúmlega milljón punda virði á markaðnum legið á ó- hreinum sjávarbotninum umkringd ryðguðum plöt- um, sem eru leifarnar af f lutningaskipinu, sem átti að flytja gullið til Englands. Nú liggur gull- ið vel geymt í hvelfingu Englandsbanka í London eftir þessa merkilegu björgunartilraun, sem fór svo leynt. Með þessu var bundinn endir á einn kynlegasta atburðinn, sem kom fyrir iheimsstyrjöldinni síðari. Þegar f lutningaskipið „Empire Manor" sökk 200 mílur suður af Cape Race við Nýf undnaland í janúar 1944 flutti skipið gullstangir. Þetta var skotmark, sem hver kaf- bátaforingi hefði verið stoltur af að skjóta niður, en það voru mistök, þegar „Empire Manor" var sökkt og gulltjónið ó- heppni hjá Bandamönn- um, því að það var kanadískt herskip, sem sendi gullið á sjávarbotn. UNGT SKIP ,, Empire Manor" entist stutt. Short Brothers í Sunderland byggðu skipið 1943. Það var eitt af mörgum gufuskipum af sömu gerð, sem hermála- ráðuneytið pantaði á stríðsárunum til að flytja fryst kjöt. Það var annars konar varningur, sem settur var í fremstu lestina að morgni 22. janúar 1944, þegar skipið sigldi úr höf ninni í New York til að sigla í 40 skipa lest, sem send var til Englands. Þetta var þriðja og ör- lagarikasta ferð hennar. Kvöldið áður komu vopnaðir verðir með stóra kassa niður að skipi og þeir voru bornir niður í fremstu lestina. Látið var í veðri vaka, að þetta væru vélarhlutar, en það voru raunar gullstangir, sem voru hluti af láns- og leigusamningi milli Stóra Bretlands og Bandaríkj- anna. ERFITT FERÐALAG Fyrstu fimm daga ferðalagsins gerðist svo sem ekkert nema hvað veðrið var vont, en það hafði hver einasti sjó- maður, sem sigldi í þess- um skipalestum lært að þola. Veðrið var óvenju vont veturinn 1943—44. Síðustu þrjá mánuði 1943 var ofsaveður á Norður- Atlantshafi í 72 af 92 dög- um! Að morgni þess 28. janúar sigldi skipalestin hægt áfram í ofviðrinu. H.R.M. Smith skipstjóri á „Empire Manor" var uppi í brú kl. 8.42 til að breyta um stefnu. Flutningaskipin 40 í skipalestinni breyttu sí- fellt um stöðu innbyrðis. Stjórnborðs megin við skipið sigldi bandaríska Liberty-skipið Edward Kavanagh. Um leið og skipin beygðu rakst stefnið á Edward Kavan- agh stjórnborðsmegin á Empire Manor við f jórðu lest. Það kom gat á síðu skipsins undir yfirborði sjávar og gráar öldur Atlantshafsins streymdi inn í mikið skemmt skip- ið. Vélamennirnir forð- uðu sér, þegar kaldur sjórinn flæddi inn í vélar- rúmið og kom í veg fyrir að dælur og vélar ynnu. Empire Manor velktist hjálparvana um í ósjón- um og byrjaði að sökkva meðan skipið hallaðist mikið á stjórnborða. LINA UM BORÐ Kanadíska skipið Keno- gami sigldi umhverfis Empire Manor til að vernda það fyrir hugsan- legum kafbátaárásum, en aðrir bátar reyndu að koma línu um borð til að unnt væri að draga skipið. Þrátt fyrir óveðrið tókst það hvað eftir annað, en línan brast hverju sinni. Ástandið varð verra um borð á Empire Manor, þegar sjórinn streymdi inn í lest nr. 3, en í þeirri lest voru tunnur með ef n- um, sem í kviknaði og eldslogarnir blossuðu upp um lúgurnar. Engin dæl- anna var nothæf og mennirnir reyndu að slökkva eldinn með því að hella á hann vatni úr föt- um. Meðan eldurinn var hvað mestur skipaði Smith skipstjóri mönnum sínum að yfirgefa skipið. Þeir komust allir frá borði í fjóra björgunar- báta og um borð í Keno- gami. Skipið hélt sig alla nóttina nálægt brennandi skipinu og birtan frá því hlaut að gera öll hin skip- in að auðveldri bráð kaf- báta nasistanna. Næsta morgun logaði enn í skipinu. Smith skip- stjóri vildi ekki yfirgefa það, ef einhverjar líkur væru á að bjarga því. Hann ákvað að f ara af tur um borð með sjálfboða- liða og honum tókst það um leið og dráttarbátur f rá sjóhernum kom. Dráttartaug var komið i skipið og nú hófst hin Gullstöngum, sem voru milljón punda virði sök 0 Sunnudagur 1. desember 1974

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.