Alþýðublaðið - 01.12.1974, Side 5

Alþýðublaðið - 01.12.1974, Side 5
u ár langa ferð aftur til hafn- ar. Um stund leit út fyrir, að Empire Manor og dul- arfulli farmurinn kæm- ust á öruggan stað, en á- lagið hafði verið of mikið og skipið brotnaði í tvennt rétt fyrir aftan brúna. ( afturhelmingnum var vélarrúmið og tvær lestar og hann sökk strax, en framhlutinn, sem í var gullið, flaut áfram log- andi. Smith skipstjóri og sjálfboðaliðar hans fóru aftur yfir á Kenogami ög þá var ákvörðunin tekin. Það vissi enginn hvílík verðmæti voru geymd í brennandi framlestinni og kanadísku sjóliðarnir álitu skipið stefna öðrum skipum í hættu. Skipað var að sökkva Empire Manor. En skipið neitaði að deyja. Mörgum tylftum af fjögra tommu sprengjukúlum var skotið á logandi skutinn. Brúin og mastrið héldust enn á floti. Loks gaf Kenogami f lakinu banahöggið. Tvær stórar sprengjukúlur komu á sprengingu í Empire Manor og það hvarf í gráar bylgjur Atlantshafsins. 30 AR Það liðu 30 ár áður en mannlegt auga leit það aftur. Sjóherinn hafði óafvit- andi gefið fiskunum f jár- sjóð. Um 1960 hafði breska f jármálaráðuneytið sam- band við björgunarfélag i Southampton og spurðist fyrir um, hvort hægt væri að bjarga gullstöngunum. Þeir könnuðu svæðið og sögðu að það væri tækni- lega óhugsandi. 10 árum seinna álitu menn hins vegar, að þróun á sviði kafara og björgunar- tækni væri það mikil, þrátt fyrir erfiðleikana, að rétt væri að reyna. ( júlí í fyrra var gerður út leynilegur leiðangur á 1302 tonna björgunarskip- inu Droxford, sem er skráð í eigu The Risden Beazley Marine Comp- any. B jörgunartæki skipsins og 34 manna á- höfn fengu nóg að gera næstu mánuði. Veðrið var mjög slæmt, en Droxford sendi tvær köf unarkúlur sínar, sem í voru tveir björgunarsér- fræðingar niður 330 fet á sjávarbotn. Þegar kafararnir fundu flakið sáu þeir gul Istangirnar milli hundruð tonna af stál- plötum og ryðguðum vélahlutum. í bjarma sterkra neð- ansjávarlampa sáu þeir skutinn liggjandi á sjávarbotni eins og neð- ansjávarf jall þakinn þangi og þara. Horn stál- platanna vörpuðu óhugn- anlegum skuggum. Björgunarmennirnir not- uðu dínamit til að brjótast inn í Empire Manor. Plöt- urnar duttu við minnstu snertingu svo ryðgaðar voru þær. Kaðlar og sviðnir bjálkar lokuðu leiðinni að gullinu. Þeir voru í 12 vikur að sprengja sér leið inn í fremstu lest og loks tókst að losa síðustu stáltonnin, sem lokuðu leiðinni og köfunarkúlan var send niður í lestina. En gullið var horfið. Sjórinn hafði leyst upp kassana og gull- ið var grafið á sjávar- botn. Þá byrjaði hið seinlega og erfiða verk að leita upp gullstengurnar í sjávargróðrinum. Þær voru f luttar upp hver fyr- ir sig — ein og ein í einu. Loks voru þær allar komnar til skila og Emp- ire Manor var skilið eftir að eilífu í myrkri og kyrrð úthafsins. Droxford kom til Eng- lands með gull að verð- mæti rúm milljón pund í lestinni. Vopnaðir verðir fóru með gullstengurnar til Englandsbanka. Fjársjóðurinn var loks kominn á sinn stað eftir 30 ár. ;kt vegna misskilnings. Teday Kennedy jr. er hugrakkastur alira Kennedy-anna í nóvember í fyrra var hægri fótur Edwards og Joan Kennedys tekinn af fyrir ofan hné. Edward varð 13 ára 26. september í ár og hann þjáðist af mjög sjaldgæfri tegund krabbameins, sem kemur fram í sinunum, sem tengja vöðva við bein. Þessi gerð af krabba- meini breiðist hægar út en beinkrabbi og því ekki álitin jaf nlifshættuleg. Það er erfitt fyrir tólf ára dreng að missa annan fótinn og ekki síður fyrir Kennedy, en læknarnir eru ekki einir um að hrósa Teddy fyrir sl. ár. Landar hans segja líka, að ungi Teddy sé sá táp- mesti allra Kennedy- anna. Þessi ungi drengur með Ijósa hárið hef ur líka sýnt slíkan kjark og vilja- þrek, að hann hlýtur að vekja aðdáun og undrun. Lítum á árið, sem hefur liðið frá uppskurðinum. Meðan drengurinn lá á skurðborðinu var spennt- ur á hann gerivfótur úr álröri og gúmmí. Hann var þegar kominn á hann, þegar hann vaknaði eftir svæfinguna. Það er mjög sjaldan, sem settur er gervifótur strax á fólk, sem limur er tekinn af. Þessi aðferð er 10 ára og kemur í veg fyrir bólgur, örvar endurhæfingu og gerir fyrst-u hreyfingarn- ar auðveldari. Þar á ofan koma svo sálræn áhrif, því að áfaliið yfir að lik- amshluti er skorinn af, verður minna. Daginn eftir uppskurð- inn steig Teddy í gervi- fótinn og með hverjum deginum sem leið, jók hann þrýstinginn á hann og gekk nokkur skref. Eftir hálfan mánuð reyndi hann að ganga í leikfimissal sjúkrahúss- ins. Heimilislæknirinn, Covalt, Hyatt, sem skar hann og sjúkraþjálfari voru viðstaddir. Þegar dr. Covalt hafði heilsað Teddy, sem sat í hjólastól, sagði hann: ,,Þá reynum við að rísa á fætur, Teddy”. Strákur- inn tók um bríkurnar á hjólastólnum og reis hægt upp. Hann stóð álútur með titrandi hné. ,,Réttu úr þér, Teddy", sagði læknirinn. Drengurinn rétti úr sér og stóð graf- kyrr. Hann steig eitt skref og annað. Andlitið sýndi sársaukadrætti, þegar hann steig i gervi- fótinn með öllum þunga, en hann gekk tólf skref að rimlaveggnum, greip um rimil, sneri sér við og brosti. Dr. Covalt var mjög hrifinn. Þetta hafði tekið bæði kjark og krafta, en drengnum tókst það. Frá þessari stundu fór Teddy daglega tvisvar sinnum í íþróttasalinn og framfar- irnar voru miklar. Nú gat hann fengið góðan gervi- fót. Læknarnir mæltu með einurh, sem unnt var að spenna á með færri reimum og þvi auðveldari í notkun. Teddy fór til gervilimasérfræðinga og þar var gert mót af stubbnum. Gervibeinið átti að koma í stað hluta lærleggsins og alls fót- leggs og því var settur í þaðgervihné, sem gengur fyrir vökvaþrýstingi. Tveim dögum síðar var gervifóturinn tilbúinn og Teddy fór af sjúkrahús- inu með tvær hækjur. Eftir fáeinar vikur í endurhæfingu var hann aftur kominn í bekkinn sinn í drengjaskóla St. Al- bans í Washington og að loknu skólaári fékk Teddy prófskírteini með góðum einkunnum, þrátt fyrir spítaladvölina. Hálfum mánuði eftir sjúkrahússvistina skoð- aði dr. Covalt Teddy og fullvissaði foreldrana um, að sonur þeirra gæti seinna meir dansað, hlaupið, farið á skíðum, siglt og spilað boltaleik. Þannig virðist líka raunin verða á, en framfarir drengsins eru hraðari en nokkurn dreymdi um. í janúarbyrjun ók hann á þrihjóli, f jórum mánuð- um eftir uppskurðinn stóð hann sex klukkustundir á skíðum daglega í Color- ado. Tvö smáskíði voru fest við stafina til að hann héldi betur jafn- væginu. Mánuði síðar fór hann með föður sínum til Sovétríkjanna og æddi með myndavélina um hálsinn um söfn, kirkjur og torg eins og aðrir ferðamenn. I júnílok f laug hann ásamt f jórum vinum sínum til Irlands og þar ferðuðust þeir um í smábíl í mánuð. Teddy á langa leið að baki frá því, að hann steig sín fyrstu skref í desember í f yrra á ógrón- um stubbi. Snemma vors getur hann hent hækjun- um. Teddy minnist aldrei á aflsmunina. Hann er Kennedy og hefur þv' hæfileikann til að láta fortíðina um hið liðna. Það er nútiðin og fram- tíðin, sem máli skipta og þetta f jölskyldueinkenni hefur Teddy. Banda- ríkjamenn kalla hann hugrakkasta Kennedy- inn, sem enn hefur lifað. Sunnudaaur 1. desember 1974. 0

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.