Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 3
EYJOLFUR KONRÁÐ KOMMISS- AR? Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum rit- stjóri Morgunblaðsins, er nú talinn líklegastur sjálf stæðismanna til þess að hljóta stöðu „kommissars" við Framkvæmdastofnun ríkisins. Eins og áöur hefur komiö fram i fréttum hafa fulltrúar SFV og Alþýöubandalagsins i „kommisserahópnum” — þeir Bergur Sigurbjörnsson og Guömundur Hjartarson — lát- iö af þeim störfum, en i lögum um Framkvæmdastofnunina er gert ráð fyrir þvi, að sér hver ný rikisstjórn geti ráöiö sina „kommissara”. Þá er einnig töluvert til um- ræöu i stjórnarherbúðunum aö gera verulegar breytingar á lögunum um Framkvæmda- stofnun rikisins — m.a. i þá átt, að takmarka mjög völd hennar og þá einkum og sér i lagi i fjárfestingalánamálum. MJOLKURDAGUR Á FÖSTUDAGINN „Mjólkurdagur” skal föstu- dagurinn næstkomandi heita. Það eru fyrirtæki mjólkuriönað- arins, sem aö deginum standa og er þá ætlunin að kynna lands- mönnum nýjar mataruppskrift- ir, þar sem mjólkurvörur eru uppistaöan. Fyrir tveimur ár- um var haldinn sérstakur „skyrdagur”, þar sem meðal annars var efnt til samkeppni um skyruppskriftir, Af þessu innvegna magni fóru 46 milljónir kg i hreina neyslu, þar er þó súrmjólk innifalin. Þá hafa farið i allskonar vinnslu um 69 milljón kg. á árinu, sem um er rætt. Smjörframleiösla nam á þessum sama tima 1727 tonnum. Aftur á móti hefur smjörsalan verið drjúgum meiri eöa 2152 tonn. Það er um 34% aukning á heildarsölu, en fyrstu 9 mánuði ársins nam söluaukning allt að 50% miöað viö jafnlangan tima áður. ís- lendingar eru nú á góöum vegi meö aö eta upp sitt smjörfjall, þvi aö birgðir i árslokin voru að- eins 221 tonn á móti 646 tonnum áöur. Framleiösla rjóma nam 1 milljón tonna. Framleiösla alls- konar osta nam röskum 2100 tonnum. Þar af hafa selst innan- lands um 1050 tonn. Ostasalan hefur ekki aukist nema um ná- lægt 3%, þegar frá eru taldir bræddir ostar (smurostar) þar hefur salan aukist um 43%. Ostabirgðir i landinu þann 1. september námu 678 tonnum. Skyrframleiðslan nam 1708 lestum. Það hefur allt selst inn- anlands enda eru Islendingar eina þjóðin, sem framleiöir og neytir þessa réttar. Eigi aö siö- ur hefur framleiðslan dregist saman um 2% á árinu. Allar lík- ur benda til aö framleiösla á Yogurt sé ástæðan fyrir þessu, en af þeirri vöru voru fram- leiddir um 290 þús litrar. Nokkuð var framleitt af mjólkurdufti, sem einkum tveir staðir á landinu framleiða, mjólkurbúin á Blönduósi og mjólkurbú Flóamanna. Af ný- mjólkurdufti voru framleidd um 35 tonn, en af undanrennudufti 303 tonn. Þessi vara selst yfir- leitt á góöu veröi, en hún er not- uð bæði i bakstur og ennfremur i fóðurblöndu. Bændur nota mikið kálfafóður, sem undanrennu- duft er notað i. Við duftið er bætt feiti, s.s. bræddum mör og ým- iss konar steinefnum, s.s. fosfór og kalki og þykir það gefa ágæta raun.” l.okt.'71 l.des. '72 l.sept.'73 I4.apr.'74 l.okt.'74 1. Afskriftir 29.415.- 43.038.- 57.645.- 60.119.- 87.750.- 1 . , 1 1 11 • 1 J 99,900- 2. Ber®in 23.408.- 28.160.- 40.480.- 54.560.- 84.480.- 89,760- 3. Smuming 2.182,- 2.200.- 3.250.- 4.350.- 5.600.- 6000- 4. HJólbarðar 6.750.- 7.318.- 8.263.- 9.888.- 6.390.- i4ooo- 5. Varahlutir 12.300.- 14.600.- 17.100.- 18.810.- 26.500.- 38000- 6. Viðgerðir 14.400.- 18.600.- 24.000.- 42.000.- 52.860.- 54000- 7. Abyrðartr, 5.873.- 6.438.- 7.515.- 12.004,- 14.006.- 14006- 8. Kaskótrygging 5.594.- 14.652.- 17.176.- 17.785.- 20.966.- 22900- 9. Blfreiðaskattur I.508.- I.696.- 1.904.- 2.212.- 2.212.- 2212- 10. tftvarpsgjald 980.- 1 • £ 00 572.- 0 0 0 11. Ymislegt 2.440.- 2.600.- 3.000.- 4.000.- 5.500.- 7 500- 104.850,- 140.172,- 180.905.- 225.728.- 306.264.- 347.258. Alþýðublaðið birti i gær frétt um það, að reksturskostn- aður bifreiðar af gerðinni Wolkswag- en 1300 væri nú 347.258 krónur á ári. Taflan hér til hlið- ar sýnir útreikninga F.Í.B. um meðaltals- kostnað við rekstur slikrar bifreiðar sið- ustu árin miðað við verðlag á hverjum tima. HORNIO SKERUM UPP HERðR GEGN HEM KÚMS OG KYNFÆRA Guðmundur skrifar: Guðmundsson „Fyrr i vetur urðu nokkrar umræður um klámritasölu hér á landi.Eitt dagblabið bað nokkra lesendur sina að segja álit sitt á þessum málum. Þaö kom fram siðar, aö bóksalar, sem flytja inn danska klámblaðið Rapport, heföu hætt við aö selja eitt eintakið, þeim hafði þótt það of svæsið. Margir undrast, að bók- salar skuli yfirleitt hafa þetta skolpræsablað á boðstólum i verslunum sinum. Það er sýnis- horn af sumu þvi versta, sem þróast hefur i Danmörku á siðari árum og Danir hafa oröið frægir fyrir — að endemum. 1 einu eintakinu af Rapport er t.d. grein með myndum af stutt- klæddum og buxnalausum stúlkum. önnur grein með myndum af stuttklæddum og buxnalausum stúlkum. önnur grein með myndum segir frá manni, sem sogar vatn inn um afturendann og spýtir þvi svo aftur út um endaþarminn. Enn er sagt fráfrönskum skötu- hjúum, sem eru gift, en þó svo „frjáls”, að þau geta vel hórast með öðrum, ef svo ber undir. Hömlur skulu bannfærðar! Lengi lifi frelsið, lika frelsið undan velsæminu, a.m.k. ef maður getur grætt peninga á ósömanum, og þess vegna láta þau Rapport birta af sér margar ljósmyndir, þar sem þau eðla sig i rúminu. 1 blaðinu eru margar auglýsingar frá fólki, sem óskar eftir elsk- hugum, frillum og friðlum. Jafnvel hjón vantar önnur hjón til saurlifisiðkana með sér. — Þetta er blaðið, sem bóksala- félagið flytur inn — að því er virðist helst i gustukaskyni við Dani. En þeir selja fleiri blöð i sama dúr. Ég nefni Qui. Það er ósvikið klámblað og gæti verið búið til i pútnahúsi, svo skolleitt er efni þess. Mottó útgefenda gæti verið: „Saurlifnaður, það er okkar lif!” En Islendingar sjálfir skulu lika standa sig i samkeppninni i þessum iðnaði, þó að þeir séu fáir og smáir i landinu kalda. Eitt islenska subbublaðið heitir Samúel. Eg veit ekki betur en það hafi verið auglýst sem unglingablað, enda eru það vafalaust aöallega unglingar sem lesa það. Þið foreldrar, hvaða hugmyndir gerið þið ykkur um ritstjóra, sem bjóöa börnum ykkar upp á efni með fyrirsögnum eins og þessum: „Nauðguðu mér allir, smituðust af lekanda”. „Krafturinn milli fótanna”. „Ég er nektarfyrir- sæta”. „Oft hef ég sofnað, ef ég hef verið liggjandi i stellingu”. „Þeir héldu mér, meðan þeir rifu utan af mér fötin. Eftir að hafa nauðgað mér hlupu þeir i burtu”. „Jón Björgvinsson ræöir við- 17 ára stúlku, semhefur upplifað nær allar sóðahliðar mannlifsins ”. „Nágranni minn fór að reyna viö mig, og ég kunni ekkert illa við það”. — Skrýtlur þessa blaðs bera með sér, að útgef- endur kunna best við sig i heimi kláms og kynfæra. Blaðið býður offjár i greiðslu til handa stúlkum, sem vilja leyfa myndatökur af sér fyrir blaðið. Hvar er menningarreisn bóksalafélagsins? Hvar er sam- kennd og ábyrgðartilfinning? Ég veit ekki, hvort þeir selja allir islensk klámblöð. En útlendi saurinn er svakalegur. Af hverju moka þeir ekki út? Útgefendur og seljendur slikra blaða græða peninga á þvi að höföa til lægstu hvata mannsins, draga það, sem er fagurt og gott i réttu samhengi, niður i svaðið. Það er verið að byrla æskunni eitur. 1 stað ástar, tryggðar, ábyrgðar og heilbrigðs hjúskapar kemur losti, stundar- svölun, sem skilur eftir ægilegan tómleika og lifsleiða og gefur alranga mynd af undirstöðuþáttum mannlegs lifs, einangra fólk og gerir það dáðlaust. Hér er mein, sem þarf að vinna gegn. Allir góöir menn ættu að leggja lið i þeirri baráttu. Skólastjórar kennarar, kirkjumenn. bindindisleiðgogar, skerið upp herör! Látið heyrast i ykkur, lika i þessu máli. Það er verið að eyðileggja unga fóikið okkar og grafa undan þjóðfélaginu. Réttum unga fólkinu hjálpar- hönd. Þetta er neyðarkall.” FRÉTTIR A siðastliðnu ári var hafin bygging á aðeins 786 nýjum i- búðum i Reykjavik, en árið á undan hófst bygging á samtals 1.133 nýjum ibúðum i höfuð- borginni. Nú um áramótin voru i ( smiðum i Reykjavik samtals 1.318 ibúðir, þar af eru 606 i- búðir fokheídar eöa meira. A árinu 1974 voru teknar i notkun samtals 918 nýjar Ibúð- ir, þar af 168 i einbýlis- og rað- húsum úr steinsteypu, 745 i öðrum ibúðarhúsum úr stein- steypu. Langflestar ibúðanna, sem teknar voru i notkun á sl. ári, eru fjögurra herbergja i- búðir i fjölbýlishúsum, 368 talsins, tveggja herbergja i- i búðir, 191, þriggja herbergja ibúðir, 121, fimm herbergja i- búðir, 54. Alls var lokið við að byggja i Reykjavik á sl. ári húsnæði að stærð 85.981,3 rúmmetrar, og 667.627 rúmmetrar, og er það 2,7% meira en árið 1973.- * Samningamál bátasjó- manna og togaramanna eru nú bæði komin til sáttasemj- ara. Til stóð að halda fund um togarasamningana i dag, en honum var frestað að beiðni atvinnurekenda að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns Sjó- mannasambands tslands. Sagði Jón, að næsti fundur um togarasamningana hafi verið boðaður nk. þriðjudag. Fundur um bátakjarasamn- . ingana verður svo haldinn hjá sáttasemjara kl. 2 i dag, mið- vikudag. • Þeim fjölgar smám saman, sem ganga i hjónaband hjá borgardómaraembættinu i Reykjavik. Arið 1974 fóru 172 hjónavigslur fram hjá em- bættinu, en voru 144 árið áður. Hjónaskilnuðum fjölgar einn- ig ár frá ári. I fyrra voru af- greidd 550 hjónaskilnaðarmál hjá embættinu á móti 526 árið 1973 og leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng voru 198 (175). Þingfest dómsmál voru 5137, en afgreidd mál 5010. Dæmt var i 2208, áskorunar- mál voru 1666, sættir urðu i 618, hafin þ.e. dregin til baka voru 459 mál, kjörskrármál voru 47 og vitnamál 12. Árið 1973 voru 4621 mál þingfest en 4737 mál afgreidd. • Þeim, sem skráöir eru at- vinnulausir, fjölgaði um 292 i desember. Um áramótin voru þeir 611 á 31 stað af þeim 61, sem skráningin nær til, en voru 319 á 22 stöðum i nóvem- berlok. Flestir voru skráðir atvinnulausir á Vopnafirði eða 75 (voru 37 i nóvemberlok) þá Húsavik 68 (19) og siðan Reykjavik 66 (52). A 18 stöðum á landinu voru fleiri en 10 atvinnulausir um áramótin, en atvinnulausum á skrá haföi fækkað i desember á sjö stöðum. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Kópavogi og Garðahreppi heldur fund fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.30 i Félagsheimilinu i Kópavogi, efri sal. Fundarefni: 1. Fundarstörf 2. Upplestur 3. örn Eiðsson segir frá þvi sem er að gerast i Garðahreppi. Stjórnin o Miðvikudagur 15. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.