Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 1
áiÞgui SUNNUDAGS- Hl LEIÐARINN Auðlegð og asi Á engum tima i sögu manns- ins hafa orðið jafnörar framfar- arir og á þeirri öld er hann nú lifir, tuttugustu öld. I fyrsta skipti i árþúsunda sögu mannsins má nú með sanni segja, að margar þjóðir búi við auðlegð. Fyrir fáeinum áratug- um varð til hugtakið „vel- megunarriki”. Einn kunnasti hagfræðingur, sem nú er uppi, bandariski prófessorinn John Kenneth Galbraith, sem raunar starfaði lengi sem efnahags- ráðunautur Kennedys forseta og sendiherra i Indlandi, bjó þetta hugtak til með þvi að nefna bók, sem hann ritaði og orðið hefur eitt af kunnustu ritum aldarinn- ar um efnahagsmál, „Vel- megunarrikið” („The Affluent Society”). Bók hansvar lýsing á nútima þjóðfélagi, sem ein kennist af fullkominni tækniþró- un og sérstökum viðskiptahátt- um og hefur fært þegnum sin- um mikla velmegun. En hún var jafnframt gagnrýni á ýmsum þáttum þessa þjóðfélags. Hann varaði við ýmissi þróun innan þess, m.a. ofmati á efnahags- verðmætum og vanmati á menningarverðmætum. Jafn- framt taldi hann rikjandi kenningar i hagfræði um gildi samkeppni og viðskiptafrelsis ekki eiga við i flóknu vel- megunar- og iðnriki nútimans i sama mæli og átt hefði sér stað fyrr, þegar skipan efnahags- mála var öll einfaldari og fyrir- tæki smærri. Fyrri kynslóðir hafa eflaust gert ráð fyrir þvi, að i kjölfar tækniframfara og aukinnar vel megunar hlyti að sigla aukið öryggi og meiri lifsgleði, betra og þægilegra lif. 1 samræmi við þetta hefur það orðið markmið i stjórnmálum, að „velmegunar- rikin” verði „velferðarríki”. Það hafa verið jafnaðarmenn á Vesturlöndum, sem gert hafa velferðarrikið að stjórnmála- markmiði, og hefur sú hugmynd hlotið fylgi langt út fyrir raðir jafnaðarmanna. A siðustu árum hefur hins vegar talsvert kveðiö að gagnrýni á þessar hug- myndir og ýmsir talið ýkta áherslu hafa verið lagða á vel- ferðarsjónarmiðið, jafnvel meðal jafnaðarmanna sjálfra. En hefur „velmegunin” fært manninum betra og rólegra lif? Erfitt er að dæma um það, hvenær mannlif batnar, en ró- legra er lifið áreiðanlega ekki i velmegunarrikjum nútimans en það var áður fyrr. Þvert á móti. Eitt af einkennum nútimaþjóð- félags er asi á öllum sviðum, alla vantar tima til alls, og það, sem nefnt hefur verið „streita”, er orðið einn algengasti sjúk- dómur i velmegunarþjóðfélög- um nú á dögum. Aður fyrr hafa menn eflaust, og með réttu, bú- ist við þvi, að vaxandi velmegun mundi minnka ásókn i aukna velmegun, en hvetja til meiri menningarviðleitni. Reynslan hefur ekki orðið sú. Aukinn hag- vöxtur hefur orðið undirrót við- leitni til enn meiri hagvaxtar. Kjarabætur hafa kallað á enn meiri kjarabætur. Það hefur verið eitt megineinkenni fram- þróunarinnar i efnahagsmálum, að hlutur hvers konar þjónustu- starfa i þjóðarframleiðslunni hefur farið vaxandi. Það er jafnvel talinn mælikvarði á vel- megun þjóðar, hversu mikinn hluta tekna sinna hún notar til að njóta ýmiss konar þjónustu. En jafnframt verður æ erfiðara að fá ýmsa þjónustu, sem er heilbrigðu lifi nauðsynleg, svo sem gæslu barna og að- hlynningu að gömlu fólki. Til skamms tima hefur verið rættum þessi atriði fram og aft- ur sem þjóðfélagsleg vandamál, þvi að auðvitað hafa allir hugsandi menn gert sér ljóst, að meira eða minna leyti, að hér er um brýnt vandamál að ræða. A siðari árum hafa hagfræðingar hinsvegar farið að fjalla um þetta mál sem almennt efna- hagsvandamál. Timinn er að sjálfsögðu verðmæti. Olium er ljóst, að sérhver vinnustund á vinnumarkaði hefur aukist mjög að verðmæti. Um leið hef- ur verðmæti tómstundarinnar vaxið. Þess vegna má hún auð- vitað ekki fara til spillis. Þess vegna verður að keppast við að nota hana út i æsar. Og hvi skyldi maður ekki vilja hafa jafnmikið upp úr tómstundinni og vinnustundinni? En hvernig fer hann að þvi? Hann hefur gert það með þvi að nota meiri dýrari vörur og meiri og dýrari þjónustu á hverri tómstund. Æ dýrari hljómflutningstæki eru keypt eða æ fleiri dansleikir sóttir, farið er i fleiri ferðalög eða fleiri veislur haldnar o.s.frv. Gildi tómstundanna er m.ö.o. metið i efnahagsverð- mætum. Hér er þörf mikilvægs, en vandasams endurmats. í stjórnmálaumræðu hefur hug- takið „velferð” verið notað sem hugtak i efnahagsmálum og félagsmálum. Jafnvel i þeim skilningi er velmegun ekki hið sama og velferð, hvað þá ef við- tækari skilningur er lagður i verðferðarhugtakið. GÞG Sunnudagur 19. janúar 1975 - 15. tbl. 56. árg. L.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.