Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 3
I. Eignir 31. des. 1974 1. HREIN EIGN SKV. MEÐFYLGJANDI EFNAHAGS- REIKNINGI. í þennan lið færa þeir einir, sem eru bókhalds- -skyldir skv. lögum nr. 51/1968 og fylgir þá frá þeim efnahgsreikningur. 2. Bústofn skv. meðf. landbúnaðarskýrslu. Framtölum bænda og ann- arra, sem bústofn eiga, skulu fylgja landbúnaðarskýrslur og færist bústofn skv. þeim undir þennan lið. 3. Fasteignir. Fasteignir skal telja til eignar á gildandi fasteignamatsverði skv. aðalmati sem gildi tók 31. des. 1971 eða siðar staðfestum matsgjörðum fyrir árslok 1974. Ef staðfest fasteignamat á full- byggðu mannvirki er ekki fyrir hendi má þó áætla matsverð. Metnar fasteignir ber að til- greina i lesmálsdálk og kr. dálk á þann veg er hér greinir: Rita skal nafn og heiti hverrar sérmetinnar fasteignar i les- málsdálk eins og það er tilgreint I fasteignamatsskrá. Sé fasteign staðsett utan heimilissveitar framteljanda ber einnig að til- greina það sveitarfélag þarsem fasteignin er. 1 fasteignamatsskrám er hverri fasteign skipt niður i ýmsa matshluta eða matsþætti. T.d. er jörðum i sveitum skipt i eftirtalda matsþætti: tún, land, hlunnindi, ibúðarhús, útihús o.s.frv. öðrum sérmetnum fasteignum er skipt i eftirtalda matshluta eða -þætti: land eða lóð, hlunnindi, sérbyggðar (sér- greindar) byggingar eða önnur mannvirki. Hins vegar er sér- byggðum byggingum ekki skipt eftir afnotum t.d. i ibúðar- og verslunarhúsnæði sem vera kann i sömu sérbyggðri bygg- ingu. 1 lesmálsdálk ber að tilgreina einstaka matshluta eða -þætti fasteignarinnar sem eru i eigu framteljanda, á sama hátt og með sama nafni og þeir eru tilgreindir i fasteigna- matsskrá. Sá matshluti eða -þáttur ekki að fullu eign framteljanda ber að geta eign- arhlutdeildar. Séu sérbyggð- ar byggingar notaðar að hluta til ibúðar og að hluta sem atvinnurekstrarhúsnæði ber einnig að skipta þeim eftir afnotum og skal skiptingin gerð i hlutfalli við rúmmál. Sérregl- ur, sbr. næstu málsgrein, gilda þó um skiptingu leigulanda og leigulóðir til eignar milli land- eiganda og leigutaka. Fjárhæð fasteignamats hvers matshluta eða -þáttar skal færð i kr. dálk i samræmi við eignar- eða afnotahlutdeild. Eigendur leigulanda og leigu- lóða skulu telja afgjaldskvaðar- verðmæti þeirrar til eignar. Afgjaldskvaðarverðmætið er fundið með þvi að margfala árs- leigu ársins 1974 með 15. 1 les- málsdálk skal tilgreina nafn landsins eða lóðarinnar ásamt ársleigu en i kr. dálk skal til- greina ársleigu x 15. Leigjendur leigulanda og leigulóða skulu telja sér til eignar mismun fast- eignamatsverðs og afgjalds- kvaðarverðmætis leigulandsins eða -lóðarinnar. 1 lesmálsdálk skal tilgreina nafn landsins eða lóðarinnar svo og fullt fasteignamatsverð lóðarinnar eða landsins eða þess hluta, sem framteljandi hefur á leigu, og auðkenna sem ,,L1.” en i kr. dálk skal tilgreina mismun fast- eignamatsverðs og afgjalds- kvaðarverðmætis (sem er land- eða lóðarleiga ársins 1974 x 15). Mannvirki, sem enn eru i byggingueða ófullgerð, svo sem hús, ibúðir, bilskúra og sumar- bústaði, svo og ómetnar við- byggingar og breytingar eða endurbætur á þegar metnum byggingum eða öðrum mann- virkjum, skal tilgreina sérstak- lega i lesmálsdálki undir nafni skv. byggingarsamþykkt eða byggingarleyfi og kostnaðar- verð þeirra i árslok 1974 i kr. dálk. Eigendum slikra eigna ber að útfylla húsbyggingarskýrslu sem fylgja skal framtali. Hafi eigandi bygginga eða annarra mannvirkja, sem byggð eru á leigulandi eða leigulóð, ekki greitt leigu fyrir landið eöa lóð- ina á árinu 1974 ber land- eða lóðareiganda að telja faseigna- matsverð lands eða lóðar að fullu til eignar. 4. Vélar, verkfæri og áhöld. Hér skal færa i kr. dálk bók- fært verð landbúnaðarvéla og - tækja skv. landbúnaðarskýrslu. Enn fremur skal hér færa eignarverðmæti véla, verkfæra, tækja og áhalda, annarra en bif- reiða, sem ekki eru notuð i at- vinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi. sbr. tölulið 1. Slikar eignir skulu teljast á kaup- eða kostnaðar- verði i kr. dálk. Heimilt er þó að lækka þetta verð um 8% fyrn- ingu á ári miðaða við kaup- eða kostnaðarverð svo og u:n áöur reiknaða fyrningu. Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaup- eða kostnaðarverði. Fyrning þessi kemur aðeins til lækkunar á eign en ekki til frádráttar tekj- um. 5. Bifreið. Hér skal færa i kr. dálk kaup- eða kostnaðarverð bifreiða sem ekki eru notaðar i atvinnu- rekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi, sbr. töiuliðl. Heimilt er þó að lækka verðiö um 10% fyrninguá ári miðaða við kaup- eða kostnaðar verö svo og um áður reiknaða fymingu. Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaupverði. Fyrning þessi kemur aðeins til lækkunar á eign en ekki til frádráttar tekjum. 6. Peningar. Hér á aðeins að færa peninga- eign um áramót en ekki aðrar eignir svo sem vixla og verð- bréf. 7. Inneignir. Hér skal færa i kr. dálk sam- tölu skattskyldra innstæðna og verðbréfa i A-lið, bls. 3, i sam- ræmi við leiðbeiningar og útfyll- ingu hans. 8. Hlutabréf. Rita skal nafn hlutafélags i lesmálsdálk og nafnverð hluta- bréfa i kr. dálk ef hlutafé er óskert. Sé hlutafé skert skal að- eins færa raunverulegt verð- mæti þess til eignar. 9. Verðbréf, útlán, stofnsióðsinnstæður o.fl. Hér skal færa i kr. dálk sam- tölu eigna i B-lið, bls. 3, i sam- ræmi við leiðbeiningar um út- fyllingu hans. 10. Eignir barna. Hér skal færa i kr. dálk samtölu skattskyldra eigna barna i E-lið, bls 4, i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans, nema farið sé fram á sér- sköttun barns (barna) til eignarskatts. 11. Aðrar eignir. Hérskalfæra þær eignir (aðr- ar en fatnað, bækur húsgögn og aðra persónulega muni) sem eigi er getið um hér að framan. II. Skuldir alls Hér skal færa i kr. dálk sam- tölu skulda i C-lið, bls. 3, i sam- ræmi við leiðbeiningar um út- fyllingu hans. III. Tekjur árið 1974 1. Hreinar tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi skv meðfylgjandi rekstrarreikningi eða landbúnaðarskýrslu. Framtölum þeirra sem bók- haldsskyldir eru skv. ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald skal fylgja rekstrarreikningur. Þeir sem landbúnað stunda skulu nota þar til gerða landbúnaðar- skýrslu. 2. Hreinar tekjur af eignaleigu. þ.m.t. útleiga íbúðarhúsnæðis samkv. meðfylgjandi rekstrar- yfirliti. Hafi framteljandi tekjur af eignaleigu, án þess að talið verði að um atvinnurekstur sé að ræða i þvi sambandi, ber honum að gera rekstraryfirlit þar sem fram koma leigutekjur og bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld sem eru tengd þessari teknaöflun. Sé slikra tekna aflað i atvinnurekstrar- skyni ber að gera rekstrar- reikning skv. tölulið 1. Hafi framteljandi tekjur af útleigu ibúðarhúsnæðis, hvort heldur hann telur það vera i at- vinnurekstrarskyni eða ekki ,ber honum að gera rekstrar- yfirlit þar sem fram koma leigutekjur frá hverjum ein- stökum leigutaka svo og leigu- timabil og fasteignamat út- leigðs ibúðarhúsnæðis og hlut- deildar i lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins út- leigða, svo sem fasteignagjöld, viðhaldskostnað og vaxtagjöld, sem beint eru tengd þessari teknaöflun. Enn fremur skal telja fyrningu húsnæðisins sem nemur eftirfarandi hundraðs- hlutum af fasteignamati hins útleigða húsnæðis: Ibúðarhúsn. úr steinsteypu 1,0% Ibúðarhúsn. hlaðiðúr steinum 1,3% Ibúðarhúsn. úr timbri 2,0% Frádráttarbær viðhalds- kostnaður nemur eftirfarandi hundraðshlutum af fasteigna- mati hins útleigða húsnæðis: Ibúðarhúsn.úrsteini 1,5% Ibúðarhúsn. úr timbri 2,0% Hreinar tekjur eða rekstrar- tap skv. rekstraryfirliti ber þvi að leiðrétta um mismun gjald- færðs viðhaldskostnaðar og frá- dráttarbærs viðhaldskostnaðar með áritun á rekstraryfirlit og færa siðan hreinar skattskyldar tekjur í 2. tölulið III. kafla eða rekstrartap I 12. tölulið V. kafla framtals. 1 þessum tölulið má ekki telja tekjur af útleigðu ibúðarhús- næði sem framteljandi lætur öörum i té án eðlilegs endur- gjalds, þ.e. ef ársleiga nemur lægri fjárhæð en 4% af fast- eignamati ibúðarhúsnæðis og lóðar. Slikar tekjur ber að telja i 3. tölulið III. kafla framtals. 3. Reiknuð leiga af íbúðarhúsnæði: a. sem eigandi notar sjálfur. Af ibúðarhúsnæði, sem fram- teljandi notar sjálfur, skal húsaleiga reiknuð til tekna 4% af fasteignamati ibúðar- húsnæðis (þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat ibúðarhúsnæðis. Sé ibúðarhúsnæði i eigu sama aðila notað að hluta á þann hátt sem hér um ræðir og að hluta til útleigu skal fast- eignamati húss og lóðar skipt hlutfallslega miðað við rúm- mál, nema sérmat i fast- eignamati sé fyrir hendi. A sama hátt skal skipta fast- eignamati húss og lóðar þar sem um er að ræða annars vegar ibúðarhúsnæði og hins vegar atvinnurekstrarhús- næði I sömu fasteign. 1 ófullgerðum og ómetnum ibúðum, sem teknar hafa verið i notkun, skal reiknuð leiga nema 1% á ári af kostn- aðarverði i árslok eða vera hlutfallslega lægri eftir þvi hvenær húsið var tekið i notkun og að hve miklu leyti. b. sem eigandi lætur öðrum I té án eðlilegs endurgjalds. Af ibúðarhúsnæði, sem fram- teljandi lætur launþegum sinum (og fjölskyldum þeirra) eða öðrum i té án endurgjalds eða lætur þeim i té án eðlilegs endurgjalds (þ.e. gegn endurgjaldi sem lægra er en 4% af fasteigna- mati ibúðarhúsnæðis og lóð- ar. skal húsaleiga reiknuð til tekna 4% af fasteignamati þessa ibúðarhúsnæðis i heild svo og af fasteignamati lóð- ar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat ibúð- arhúsnæðis. I ófullgerðum og ómetnum ibúðum gildir sama viðmiðun og i a-lið. 4. Vaxtatekjur. Hér skal færa i kr. dálk sam- tölu skattskyldra vaxtatekna i A- og B-liðum, bls. 3, i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu þeirra. 5. Arður af hlutabréf- um Hér skal færa arð sem fram- teljandifékk úthlutaðan á árinu af hlutabréfum sinum. 6. Laun greidd i peningum I lesmálsdálk skal rita nöfn launagreiðenda og launaupp- hæð i kr. dálk. Ef vinnutimabil framteljanda er aðeins hluti úr ári eða árs- laun óeðlilega lág skal hann gefa skýringar i G-lið, bls. 4, ef ástæður svo sem nám, aldur, veikindi o.fl. koma ekki fram á annan hátt i framtali. 7. Laun greidd i hlunnindum a. Fæði: Skattskyld fæðis- hlunnindi: 1) Fullt fæði innan heimilis- sveitar: Launþegi, sem vann innan heimilissveitar sinnar, skal telja til tekna fullt fæði sem vinnuveitandi lét honum i té endurgjaldslaust (frítt). Rita skal dagafjölda i lesmálsdálk og margfalda hann með 375 kr. fyrir fullorðinn og 300 kr. fyrir barn, yngra en 16 ára, og færa upphæðina til tekna. Fjárhæð fæðisstyrks (fæðis- peninga) skal hins vegar telj- ast að fullu til tekna. Sama gildir um hver önnur full fæð- ishlunnindi, látin endur- gjaldslausti té, þau skal telja til tekna á kostnaðarverði. 2) Fæðisstyrkur (fæðispening- ar) á orlofstima. Fjárhæð fæðisstyrks (fæðis- peninga), sem launþega er M I Sunnudagur 19. janúar T975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.