Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1975, Blaðsíða 2
Popphljómsveit Gunnars Þórðarsonar... Hljómleikar á vegum Félags íslenskra hljómlistarmanna í Átthagasal Hótel Sögu... Félag Islenskra Hljóm- listarmanna heldur hljómleika á sunnudaginn í Átthagasal Hótel Sögu/ og byrja þeir kl. 21. Á hljómleikunum koma fram 18 manna hljóm- sveit F.i.H. Jasskvintett Gunnars Ormslev og popphljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Tilefni hljómleíkanna er ráð- stefna sem haldin verður nú um helgina á vegum Nordjass. Nordjass- nefndin er nýstofnuð á vegum Nomus (sam- starfsnefndar um nor- ræna tónlist) og hélt hún fyrsta fund sinn í Kaup- mannahöfn í fyrravor. Er nefndinni ætlað að fjalla um aukna sam- vinnu hljómlistarmanna á noröurlöndum, þeirra er leika Jass, popp og aðra alþýðutónlist. All- gott samstarf er talið hafa náðst í þessum efn- um hvarvetna um norðurlönd/ og má þar nefna sem dæmi Jass- hátíð sem haldin var í Molde í sumar, og hátigjna, sem haldin var í Kaupmannahöfn i októ- ber s.l. Á báðum stöðum vakti þátttaka íslending- anna Péturs östlunds og Leifs Þóra rinssona r mikla athygli. Nordjass- ráðstefnuna hér sitja eftirtaldir: Stig Rönn- quist (Finnland), Steinar Kristiansen (Noregur), Nisse Sandstróm og Rog- er Waklis (Svíþjóð) og Chresten Larsen og Erik Moseholm (Danmörki Allir eru þeir þekktir hljóðfæraleikarar og for- ystumenn í jass og popp- tónlist á norðurlöndum. Fulltrúar islands á ráð- stefnunni verða: Gunnar Ormslev og Gunnar Þórðarson (F.i.H.) og Jón Múli Árnason (Nomus og ríkisút- varpið). Ekki er að efa, að margt manna verður á hljóm leikunum, enda ekki á hverjum degi sem hér eru haldnir tónleikar hvað þá með þetta mörg- um úrvals hljóðfæraleik- urum. Athyglisverð er hljómsveit sú er Gunnar Þórðarson hefur sett samanaf þessu tilefni, og ræddi Brambolt stuttlega við hann til að fræðast um „popphljómsveitina". Gunnarsagði: „í þessari hljómsveit eru valdir menn í hverju plássi. Það eru fyrir utan mig þeir: Ari Jónsson á trommur, Áskell Jónsson á flautu og hinar og þessar tunn- ur, Pálmi Gunnarsson sem leikur á bakka, Jakob Magnússon mun leika á píanó og Halldór Pálsson á allt og tenó- saxafón. Við höfum æft dálítið saman að undanförnu, þannig að hér er alls ekki hægt að segja að um „jamm" sé að ræða. En við munum sem sagt leika þarna nokkur lög sem við höfum æft saman og ég held að þetta ætti að geta orðið bara nokkuð gott." Þá er ný hljómsveit að lita dagsljósið, en hún er þó svo nýf ædd, að ekki er búið að skýra hana enn þá. Þeir sem þessa hljómsveit skipa eru: Ari Jónsson, sem lemur Gunnarsson sem mun þenja bassa og væntan- lega syngja ásamt Ara, Ömar Óskarsson, leikur á orgelið og píanóið og Tom Lansdown mun leika á gítar. Það var mál til komið að einhverjir létu til sin taka í hljóm- sveita r ley sinu, og piltarnir þessir eru ekki af verri endanum, allir þrautþjálfaðir hljóm- listarmenn og færir. Þeg- ar Brambolt hafði sam- band við Ara hafði hann þetta um málið að segja: „Jú það er rétt, við erum byrjaðiraðæfadáiítið, þó að við byrjum ekki að spila alveg á næstunni. Við höfum ætlað okkur þegar til kemur, að spila mest „ameríkulinuna", það er að segja þessa amerísku tónlist sem er mjög vinsæl erlendis, og hefur upp á síðkastið notið vaxandi vinsælda hérlendis. Innan í milli munum við svo f létta vin- sælustu lögin". o Sunnudagur 19. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.