Alþýðublaðið - 21.01.1975, Síða 2
ST1ÚRNMÁL
Sameinaðir stöndum
vér.
Verslunarmál i Reykjavik
hafa lengi verið almenningi
nokkuð torskilin. Menn furða
sig á þvi, að kaupmönnum
skuli vera bannað að veita
þjónustu sina á öðrum timum
en þeim, sem stórverslanir
telja sér henta. Smákaup-
maður, sem reiðubúinn er aö
leggja á sig þá aukalegu vinnu
að hafa verslun sina opna
lengur en almennt gerist svo
viðskiptavinirnir geti hagnýtt
sér þá aukalegu þjónustu, má
það alls ekki að viðlagðri sekt
vegna þess, að það kæmi stór-
verslununum illa. Sú röksemd
ernotuð, að þjónustuvilji smá-
kaupmannsins yrði til þess að
hækka vöruverð i verslunum,
þótt smákaupmanninum hafi
aldrei dottið i hug að auka
álagningu sina sakir þessarar
þjónustu.
Enn furðulegri eru þó þær
reglur, sem settar eru kvöld-
sölustöðum um leyfilegan
söiuvarning. Þeim er afhentur
listi yfir vörur, sem þær mega
selja. Sem dæmi má nefna, að
þær mega selja kaffi, en alls
ekki te, þær mega selja súkku-
laðikex, en alls ekki súkku-
laðilaust kex og svona má
lengi telja. Borgarstjórnar-
ihaldið, sem sett hefur þessar
reglur, litur á þær sem ófrá-
vikjanleg boðorð, er alls ekki
megi hnika til undir nokkrum
kringumstæðum.
Reyfarahöfundurinn Ian
Fleming kemur einhvers stað-
ar i bókum sinum fram með
þá tilgátu, að tedrykkja Eng-
lendinga sé orsökin fyrir hruni
heimsveldisins. Má vera, að
hér sé fundin skýringin á þvi,"
að borgarstjórnarihaldið vilji
alls ekki leyfa kvöld-
sölustöðum að selja Reyk-
vikingum te eins og kaffi.
E.t.v. óttast Birgir ísleifur, að
of mikil tedrykkja Reykvik-
inga kunni að orsaka
valdahrun Reykja vikur-.
ihaldsins. Sú skýring er a.m.k.
ekkert verri eða fjarstæöu-
kenndari, en hver önnur.
En hver skyldi vera
skýringin á þvi, að þegar rætt
er um að heimila kvöldsölu-
stöðum tesölu á borgarstjórn-
arfundum skuli það vera einn
helsti talsmaður Verslunar-
mannafélags Reykjavikur,
Magnús L. Sveinsson, sem ris
þar upp á afturfæturnar?
Hvernig tengist tesala að
kvöldlagi kjarabaráttu versl-
unarfólks — og hvaða eðlis-
munur er á tesölu og kaffisölu
i þvi sambandi? Spyr sá, sem
ekki veit. Nema skýringin sé
sú, að Magnús hafi eitthvað
misskilið slagorðið gamla:
„Sameinaðir stöndum vér” og
haldi það vera mottó um
samskipti launþega og vinnu-
veitenda — og þá fyrst og
fremst þeirra vinnuveitenda,
sem eru andvigir tesölu eftir
að farið er að skyggja.
SB
MINNING
BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON. PRENTARI
F. 29. des. 1917 - D. 1. jan. 1975
Þegar Alþýðuhús
Reykjavikur reis af grunni
hérna við Hverfisgötuna i mai
1936 flutti Alþýðuprentsmiðjan
aftur inn i það nýja húsnæði,
sem henni var þar ætlað — og
þar mun Brynjólfur Kristinn
Björnsson, prentari, sem lést
s.l. nýársdag, hafa byrjað að
læra prentiðn. Nokkru áður
hafði hann gerst sendisveinn á
ritstjórn Alþýðublaðsins og mun
það hafa verið fyrir tilstilli
Finnboga Rúts Valdimars-
sonar, ritstjóra þá, sem
Brynjólfur hóf nám sitt. Þvi
lauk hann seint á árinu 1940 og
vann næsta óslitið sem vél-
setjari þar til fyrir nokkrum
árum, að hann réðst i Rikis-
prentsmiðjuna Gutenberg og
vann þar siðan meðan heilsan
leyfði. Var hann þvi um 35 ára
skeið starfsmaður Alþýðublaðs-
ins af þeim tæpu 40 árum, sem
hann þjónaði prentlistinni.
Brynjólfur Björnsson var
fæddur i Hafnarfirði 29 des.
1917. Hann var sonur Björns
Jónssonar frá Iðu i Biskups-
tungum og konu hans, Guðrúnar
Brynjólfsdóttur frá Kaldbak i
Hrunamannahreppi.
Arið 1942 kvæntist Brynjólfur
eftirlifandi konu sinni.
Kristjönu Franklinsdóttur, og
eignuðust þau sex börn, nú öll
uppkomin, og auk þess munu
þau hjón hafa alið upp fóstur-
dóttur.
Ég, sem þessar linur rita, var
ekki kunnugur heimili
Brynjólfs, en ég var starfsfélagi
hans um 35 ára skeiö. Fyrir
tæpum þrjátiu árum réðust þau
hjón í að byggja sér ibúarhús
eins og svo margur fyrr og
siðar. Húsið byggðu þau á
Kársnesi i Kópavogi og reis það
af grunni fyrr en varði, þótt
skotsilfrið væri litið, þörfin brýn
og atorkan og dugnaðurinn
nægur.
Þetta er i fáum orðum saga
Brynjólfs. Hún er saga fjöl-
margra annarra, sem með
dugnaði og reglusemi komast af
og vel það, sjá siðan góðan
ávöxt iðju sinnar, stundum
slitnir fyrir aldur fram. Ég á
margar góðar endurminningar
um Brynjólf, sem vinnufélaga
— mann hinn drengilegasta á
alla lund, iðinn og atorkusaman
með afbrigðum sem telst til
kosta þegar um er að ræða
seinunna vinnu eins og setning
við dagblað var þá. Ég sá
Brynjólf á s.l. sumri er hann
kom hvatur og sporléttur þar
að, sem ég málaði við hús mitt
og við töluðum saman stutta
stund, grunlausir um, að það
væru siðustu samfundir okkar.
Ég þakka Brynjólfi liðnar
stundir i hinu sameiginlega
starfi okkar og striti fyrir
Alþýðublaðið um langt skeið.
Meyvant Hallgrimsson
Lesendaþjónu st a
Alþydliblacfeins
Óska eftir ódýru pianói.
Simi 17614.
GENGISSKRÁNING
Nr. 12 - 20. januar 1975.
SkráC írá EininK Kl. 13,00 Kaup Sala
30/12 1974 1 Bandaríkjadollar 118,30 118,70
16/1 1975 1 Sterlingspund 278,30 279,50
17/1 - 1 Kanadadollar 119, 20 119, 70
20/1 - 100 Danskar krónur 2089,05 2097,85 *
- - 100 Norskar krónur 2304, 80 2314,60 *
- - 100 Sænskar krónur 2910, 60 2922,90 *
- - 100 Finnsk mörk 3330, 05 3344, 15 *
- - 100 Franskir frankar 2701, 30 2712,70 *
- - 100 Bele. frankar 332, 25 333, 65 *
- - 100 Svissn. frankar 4629, 05 4648,65 *
17/1 - 100 Gyllini 4791, 80 4812, 10
20/1 - 100 V. -Pyzk mörk 4973, 70 4994, 70 *
17/1 - 100 Lfrur 18,25 18, 33
20/1 - 100 Austurr. Sch. 701,75 704,75 *
16/1 - 100 Escudos 480,70 482,70
17/1 - 100 Pesetar 210,40 211, 30
13/1 - 100 Yen 39, 30 39. 46
2/9 1974 100 Reikningskrónur- Vö ru s kiptal önd 99,86 100, 14
30/12 “ 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 118, 30 118, 70
♦ Breyting frá síðuatu skráningu.
í hreinskilni
sagt
eftir Odd A. Sigurjónsson
Iðni við kolann
Varla liður sá dagur, að við
séum ekki fóðruð á þvi i
fréttum útvarps og sjón-
varps, að einhverstaðar á
járðarkringlunni séu unnin
„hermdarverk”. Þetta þarf
nú I sjálfu sér ekki að vera
neitt sérstakt furðuefni um
fréttamiðil.
Hitt er öllu skrýtnara,
hvaða merking er lögð i orðið
frá hálfu fréttamanna og þó
máske enn athyglisverðara
hverjir taldir eru vinna
„hermdarverkin” og hverjir
sleppa við þá einkunn. Ef ég
man rétt, barst orðið hermd-
arverk fyrst á mínar fjörur i
ummælum Guðrúnar Ósvif-
ustsdóttur, þegar bræður
hennar og eiginmaður komu
frá vigi Kjartans Ólafsson-
ar: „Mörg gerast nú hermd-
arverkin. Ég hefi spunnið
tólf álna garn, en þú hefur
vegið Kjartan.” Guðrún var
auðvitað engin hversdags-
kona, hvorki I orði eða á
borði, og það er nokkuð auð-
séð hvaða merkingu hún
leggur I orðið hermdarverk.
Hér á hún við að fréttnæmir
hlutir hafi gerzt.
Allir, sem hafa lesið Lax-
dælu, vita að hún eggjaði
ákaft til vigs Kjartans, og
hefur þvi sizt talið það neitt
illvirki. Ennþá siður var af-
rekið, að spinna tólf álna
garn, neitt i þá veru. En
hvorttveggja var sannarlega
saga til næsta bæjar.
Sjálfsagt er að benda á, að
I Islendingasagnaútgáfu,
sem próf. Guðni Jónsson
annaöist, eru ummæli Guð-
rúnar tilfærð sem morgun-
verk I stað hermdarverka,
hvað sem þvi veldur. En þó
að ætla megi, að þeirra tima
útvarpsmenn, þ.e. afritarar
sagnanna, séu hér á ferðinni,
sýnist sá hlutur þó betri, að
breyta um orð, sem þeir hafa
máske ekki skilið, heldur en
nota alranga merkingu eins
og nú er gert.
Hér mætti nú umræðum
um „hermdarverk” út-
varpsmanna vera lokið, ef
ekki kæmi fleira til. Það
virðist nefnilega ekki vera
sama, hver i hlut á. Þannig
er t.d. algengt, að talað sé
um hinn „ólöglega, Irska
lýðveldisher”, sem vinni
hermdarverk, og þar er átt
við illvirki s.s. sprengjutil-
ræði, sem lemstra eða drepa
saklausa og óviðbúna borg-
ara. Fleiri skæruliðasamtök
eru einnig metin á sama
hátt.
En svo er til eitt fyrirbæri,
sem er ekki dreift við þvilik-
um hlutum. Lengst austur i
Asiu er fólk, sem ber I frétt-
unum hið virðulega heiti
„Þjóðfrelsisfylkingin I Viet
Nam. Þar virðast nú ekki al-
deilisvera maðkarnir i mys-
unni. Það sjá nú auðvitað
lika allir menn, að það er
ekki aldeilis sama, hvort
vopnlausir borgarar eru
sprengdir i loft upp i nafni
þjóðfrelsis, eða af „ólögleg-
um her”! t.d.
Sennilega fer aldrei hjá þvi
að mat manna verði ærið
misjafnt. Samt hlýtur það að
vera skrýtið I augum þeirra
sem á horfa og eyrum þeirra
semáhlýða, ef samskonar
verk eru lofsverð hjá einum
og lastverð hjá öðrum. Og að
„hlutlaus” fréttamiðill láti
slikt henda sig, getur senni-
lega naumast flokkast undir
annað en meiriháttar
„hermdarverk” i orðsins
réttu merkingu.
Hafnartjarðar Apótek
Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
BLÓMABÚÐIN
BLQMASKREYTIN&flR
DUttfi í GtflEflBRE
ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N /ími 84300
y
0
Þriðjudagur 21. janúar 1975.