Alþýðublaðið - 31.01.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 31.01.1975, Side 1
VIÐ EIGUM NÚ FYRST OG FREMST AÐ EFLA FERÐA- LÖG OKKAR SJÁLFRA UM EIGIÐ LAND blendiverksmiðjuna líklega flutt í næstu viku SMYGLFUNDUR! Lögreglan i Kópavogi stöðvaði i fyrrinótt bil einn, eftir ábendingu sem henni hafði borist og reyndust þar vera á ferðinni skipverjar af Reykjafossi, með smyglað áfengi. Mun þar hafa verið um að ræða 13 kassa.eða 156 flöskur af sterku vini, sem þeir voru með á leiðinni frá Hafnarfirði, þar sem skipið ligg- ur. Frumrannsókn málsins fór fram i Kópavogi, en siðan var það afhent Rannsóknarlögreglunni i Hafnarfirði, sem nú hefur það i athugun. samgðngumálaráðherra ,,Ég hef sagt það skýrt og skorinort, að meðan ég er samgönguráðherra, verða engar „Paradís- ar”-framkvæmdir i Krisuvik. Ég tel að okkur standi nær aðrar fram- kvæmdir i ferðamálum og þá fyrst og fremst að efla ferðalög Islendinga innanlands”, sagði Hall- dór E. Sigurðson, sam- gönguráðherra i viðtali við Alþýðublaðið i gær. A þriðjudaginn birti Al- þýðublaðið viðtal við Ragnar Ragnarsson, hótelstjóra KEA á Akur- eyri. 1 viðtalinu, sem bar fyrirsögnina ,,Nú eigum við að snúa okkur að inn- lendum „túristum”,” sagði Ragnar m.a.: „Fækkun erlendra ferða- manna hérlendis er bein afleiðing af velheppnuð- um áróðursherferðum i heimalöndum þeirra, þar sem mikil áhersla er lögð á að fólk ferðist innan- lands, en sem minnst til annar.ra landa. Slikar herferðir eru i gangi i flestum löndum öðrum en Islandi og ég held að ekki sé seinna vænna að við reynum að byggja ferða- málin innanlands meir á Islendingum sjálfum i stað þess að miöa allt við útlendinga”. 1 viðtalinu gagnrýndi Ragnar störf sérfræðinga frá Samein- uðu þjóðunum, sem unnið hafa áætlanir um fram- kvæmdir i ferðamálum hér á landi. Meðal þess, sem sérfræðingarnir leggja mikla áherslu á er áætlanagerð um „ferða- mannaparadis” i Krisu- vik fyrir erlenda ferða- menn. „Ég hef ekki viljað standa i vegi fyrir þvi, að þessir menn lykju sinu verki”, sagði samgöngu- ráðherra i viðtali við Al- þýðublaðið i gær. „Það starf verður þá upp á framtiðina, þvi lifið hefur kennt mér að segja aldrei aldrei. En nú standa okk- ur önnur verkefni nær og þar vil ég taka undir orö Ragnars i viðtalinu við ykkur um nauðsyn þess að efla ferðalög tslend- inga sjálfra um landiö. Við erum nú með endurskoðun á ferðamál- unum i gangi, meðal ann- ars erum við að endur- skoða lagafrumvarpið frá i fyrra og markmiðið er að þessi endurskoðun verði til þess að efla ferðalög tslendinga um tsland”. HALLDÓR E. SIGURÐSSON: | Engin ..túristaparadís” í Krísuvík á meðan ég er Frumvarp um málm- neinar ákvarðanir um notkun þessarar orku, en iðnaðarráðherra benti á I samtalinu við blaðið, að almenn raforkunotkun innanlands færi að sjálf- sögðu vaxandi ár frá ári. ,,Við fáum vinnu og betri nýtingu á okkar nýja slátur- húsi með þessu m ó t i ", s a g ð i Finnur Kristjáns- son í símtali við Al- þýðublaðið i gær. Kaupfélag Þing- eyinga á Húsavík hefur undanfarin tvö ár unnið nokk- „Nú er að duga eða drepast,” hugsar hann eflaust sá litli. Nánar um skautaíþróttina á I 12 uð af lambakjöti í neytendapakkn- ingar til sölu á Bandaríkja- markaði. „Það má segja að þetta sé enn á tilrauna- stigi,” sagði Finnur ennfremur. „Við pökk- um kjötið eftir sama fyrirkomulagi og Ný- Sjálendingar og höfum náð nokkrum árangri með þvi að vera með vandaðri vöru og betur frágengna, þannig að tæknilega séð og hvað vinnuna snertir er þetta i góðu lagi. En við eigum i kapp- hlaupi við dýrtiðina. Þótt verð hafi farið hækkandi erlendis, þá vex dýrtiðin hér innan- lands miklu örar, svo við eigum í varnarbar- áttu. Við höfum þó ekki viljað gefast upp.” Arið 1974 voru flutt út tæp fjörutiu tonn af kjöti þannig pökkuðu. Verð er nú um 260 islenskar krónur fyrir kilóið miðað við afhendingu i New 'York. SJÁLENDINGA Á AMERÍKUMARKAÐI HÚSVÍKINGAR KEPPA VIÐ NÝ- alþýðu »e FOSTUDAGUR 31. janúar 1975 — 25. tbl. 56. árg „Mér þykir liklegt, að i næstu viku verði lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp um stofnun og rekstur járnblendiverk- smiðju, sem staðsett verði I Hvalfirði”, sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, i sam- tali við Alþýðublaðið i gær. Sagði ráðherrann, að i frumvarpinu yrði miðað við, að eignaraðild að verksmiðjunni verði þannig háttað, að ts- lendingar eigi 55%, en bandariska félagið Union Carbide 45%. 1 samtalinu kom fram, að raforkuþörf fyr- irhugaðrar járnblendi- verksmiðju sé 60-68 megavött, en raforkuna mun verksmiðjan fá frá Sigölduvirkjun. Fullgerð mun raforkuframleiðsla Sigölduvirkjunar verða 150 megavött. Eins og fram kom i Al- þýðublaðinu s.l. miðviku- dag, hafa viðræður farið fram milli islenskra stjórnvalda og ÍSAL um stækkun álversins i Straumsvik. Hefur m.a. verið rætt um stækkun 2. kerskálaverksmiðjunnar. Samkvæmt upplýsing- um Gunnars Thoroddsen myndi raforkuþörf ál- versins, ef af stækkun kerskálans yrði, aukast um 20 megavött. Þannig er auðsætt, að verði af stofnun málm- blendiverksmiðjunnar og umræddri stækkun ál- versins i Straumsvik, mun sú raforka sem þá verður eftir til ráðstöfun- ar frá Sigölduvirkjun vera 64-70 megavött. Ekki hafa verið teknar Bið kann að verða á leigu Norgtobal Einhver bið kann á þvi að verða, að gengið verði frá leigu á norska verk- smiðjuskipinu Norglobal. 1 fyrradag samþykkti gjaldeyrisnefnd að veita heimild til gjaldeyrisyfir- færslu fyrir leigunni með þeim skilyrðum, að Út- vegsbankinn teldi hana i lagi. Útvegsbankinn er viðskiptabanki leigutak- anna og til hans var sótt um gjaldeyri. Hins vegar hafði bankinn ekki gefið út gjaldeyrisheimildina i gærkvöldi. Leiguupphæð skipsins er 65 milljónir islenskra króna og skulu 20 milljón- ir greiddar i upphafi. Það sem nú stendur á, er að Útvegsbankinn sem hefur orðið mjög litinn gjaldeyri, jafnvel svo, að einhver hluti þessarar upphæðar þarf að fara um Landsbankann, hefur sett það skilyrði fyrir út- gáfu gjaldeyris- heimildarinnar, að stað- greiðsla kæmi á móti. Þá greiðslu höfðu leigutakar ekki innt af hendi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.