Alþýðublaðið - 31.01.1975, Side 2

Alþýðublaðið - 31.01.1975, Side 2
 „Þú ert allra laglegasta stúlka”. ,,Ó, þú mundir alveg eins segja það, þó að þér þætti það ekki”. ,,Já, og þér mundi þykja það, þó að ég segði það ekki”. * ,,Ég hef oft verið beðin um að giftast”. „Hverjir hafa beðið þig um það? ” „Pabbi og mamma”. * „Hann segir, að sér finnist ég skemmtilegasta stúlkna i bænum. A ég að bjóða honum heim?” „Nei, lofaðu honum að hafa þessa skoðun framvegis.” Jf „Láki og Lauga ætla að ganga i heilagt hjónaband!” „Lauga! Ég hélt, að hún þættist ekki trúa á þessi hjónabönd!” „Það hélt Láki lika!” „Hvað ertu að klippa úr blað- inu?” „Það er frétt um mann, sem sótti um skilnað, vegna þess að konan hans leitaði alltaf i vösum hans.” „Hvað ætlar þú að gera við úr- klippuna?” „Láta hana i vasa minn.” Jf „Hvernig get ég fengiö mann- inn minn til að tala um það við mig, hvernig verslunin gangi?” „Spurðu hann, hvort hann ætli ekki að fá sér bil.” Hann: „Hvers vegna þykir konum vænna um fegurð sina en gáfur?” Hún: „Af þvi að maðurinn er sjaldnast blindur, þótt hann sé nautheimskur.” Jf „Er konan þin sparsöm?” „Stundum. Hún hafði aöeins 26 kerti i f jörutiu ára afmælis- tertunni i gærkvöldi.” * Húi W að skrifa syni þeirra, sen '^r' nýtrúlofaður: „Elsku drt..„_.inn minn! Hvilik gleðifregn! Viö faðir þinn er- um i sjöunda himni! Það hefur lengi verið heitasta ósk okkar, að þú eignaðist góða konu. Góð kona er besta eign hvers manns. Hún eykur þaö góða, sem með honum býr, og upp- rætir það vonda.” Bréfinu lauk meö eftirskrift með annarri hendi: „Mamma þin skrapp eftir frimerki. Forðastu kvenfólkið, fiflið þitt!” Lúðrasveit Hafnarfjarðar Samband bankamanna 40 ára Samband islenskra bankamanna er 40 ára um þessar mundir. Upp- haflega voru það starfsmenn Landsbankans og Útvegsbank- ans, sem voru stofnaðilar og á Haraldur Jóhannesson (t.h.) fyrsti form. sambandsins og Hannes Pálsson núverandi form. sambandsins. fyrsta ári bættust svo starfsmenn Búnaðarbankans við. 1 lok þess árs voru félagar 144, en eru nú 1500. Aöild að sambandinu geta átt allir starfsmenn banka og spari- sjóöa. Markmið sambandsins er að vinna að bættum kjörum félaga sinna og þó enn meir að vinna að aukinni menntun bankamanna. Sambandið rekur i þvi skyni Bankaskóla i húsnæði sinu á Laugavegi 103. Þá gengst það fyrir námskeiðum, hefur gefið út Bankablaðið i 40 ár og sendir frá sér fréttabréf mánaðarlega. Allnáið samband hafa banka- menn við Norðurlöndin og eru i sambandi norrænna banka- manna. í tilefni af afmælinu mun sam- bandið gangast fyrir hátiðahöld- um I vor og gefa út sögu sfna, sem einn af stofnendum, Einvarður Hallvarðsson, er að skrifa. |4b;fí | - CENCISSKRÁNINC Nr- 20 - 30- janóar 1975. Skrað írá Eimng KI. 13,00 Kaup Saia 29/1 1975 1 Bandaríkjadollar 118,60 119, 00 30/ i 1 Sterlingspund 282, 00 283, 20 * - - 1 Kanadadollar 118,80 119,30 * - - 100 Danskar krónur 2137,50 2146,50 * - - 100 Norskar krónur 2350, 80 2360,70 * - - 100 Sænskar krónur 2968,40 2980, 90 * - - 100 Finnsk mörk 3381, 30 3395,60 ♦ - - 100 Franskir frankar 2743, 40 2755, 00 * - - 100 Belg. frankar 339, 50 340, 90 * - - 100 Svissn. frankar 4759, 10 4779, 20 * - - 100 Gyllini 4877,60 4898, 20 * - - 100 V. -t>ýzk mörk 5086, 00 5107,50 * - - 100 Lírur 18, 52 18, 60 * 29/1 - 100 Austurr. Sch. 714,80 717, 80 - - 100 Escudos 488, 70 490, 70 - - 100 Pesetar 210, 95 211,85 30/1 - 100 Yen 39. 81 39, 98 * 2/9 1974 100 Reikningskrónur- 99,86 100, 14 Vóruskiptalönd 29/1 1975 1 Reikningsdollar - 118,60 119, 00 Vöruskiptalönd * Breyting frá sfðustu skráningu. 25 ára í dag 1 dag er Lúðrasveit Hafnar- fjarðar 25 ára. Fyrsti stjórnandi hennar var Albert Klahn, um 12 ára skeið, eða þar til hann féll frá. Þá tók Jón Ásgeirsson tón- skáld við sveitinni og stjórnaði henni i 3 ár, unz Hans Ploter Fransson varð stjórnandi hennar. Þessi 25 ár hefur lúðra- sveitin starfað með miklum þrótti og verið snar þáttur i menningarlifi Hafnfirðinga. Einnig hefur hún gert viðreist og ferðast um meginland Evrópu, leikið i sjónvarþ og út- varpsstöðvar erlendis. Þá má geta þess til gamans, að hún lék i beinni útsendingu frá Loftleiða Hótelinu i útvarpsstöðina i Vinarborg fyrir nokkrum árum. 1 tilefni afmælisins ætlar lúðrasveitin að halda hljóm- leika i Bæjarbiói i Hafnarfirði laugardaginn 1. febrúar kl. 3 e.h. Formaður Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Einar Sigur- jónsson. Lágmarkskröfur! Furðuleg deila er nú upp komin milli ráðamanna Kjarvalsstaða og félags islenzkra myndlistarmanna. Virðist hafa þrútnað svo óvild eða fjandskapur, aö „myndlistarmenn” lýsa staðinn i bann fyrir sýningar verka sinna manna og hóta þvi að veita „enga listræna aðstoð” við sýningar á þeim stað. Þetta er nú raunar nokkuð óljóstfyrir almenning. Hvað þýðir, að veita listræna að- stoð við sýningar? Er það máske að aðstoða við að hengja myndir upp á vegg, eða hvað? Spyr sá, sem ekki veit. Auðvitað er það rétt, að þar kann að vera nokkur vandi á höndum. Það liggur nefnilega ekki alltaf á ljósu hvernig á að snúa myndum, sem ýmsir af nútima lista- mönnum eru aö bisa við aö framleiða. En ef saman er hvernig þær snúa, hvaða vanda er hér við glíma? Okkur hefur veriö sagt i nokkra áratugi, að „myndlistarmenn” væru aö gera athyglisverðar tilraunir um nýsköpun listforma. Vel má vera rétt, að þetta sé og hafi verið ætlunin og ein- lægur ásetningur. Okkur hefur ennfremur verið sagt, að með þessum háttum eigi að ala þjóðina upp i að kunna að njóta listarinnar! Samt virðist almenningur vera fremur daufgerður enn sem komið er i þessari tegund „listneyzlu”, þó að framboðið sé æriö. Að sjálfsögðu er þó oftast eitthvað keypt á sýningum. Til þess geta legið margar ástæður. Til er fólk, sem er hreinlega á safnarastigi. Þar er ekki ætið spurt um andleg eða veraldleg verðmæti, sizt andleg. Tvihöfðaðir kálfar og höfuðskeljar af ferhyrndum hrútum geta sómt sér prýðilega i safni, að þess mati. Enn eru til „listsnobbar”, sem taka fullyrðingar „listgagn- rýnenda” full hátiölega, og fleira mætti nefna. En það er vissulega ein at- hyglisverð yfirlýsing, sem fram kemur frá myndlistar- mönnum i þessari furðulegu deilu. Við gerum aðeins lág- markskröfur i mati á þvi sem sýna á almenningi, eða eitthvað i þeim dúr, er haft eftir formanninum! Ætlihérsénú ekki fundinn lykillinn að þeirri ráðgátu, sem það er fyrir æði mörg- um, hvað veslings mennirnir eru að fara, hvert þeirra leiðarljós er i „listsköpun- inni?”. Að sjálfsögðu er það ekki frekar skilgreint, hversu langt niðri þetta lágmark sé sett. Það er nú annar og langtum örðugri sálmur! En allt um það virðist þó, að þeirra mati, lágmarkið vera til, þótt sá sannleikur hafi mönnum ekki ætið veriö alltof auðsær. Aftan i þessum hug- leiöingum hlýtur þó að hanga ein eða tvær smáspurn- ingar. Hvenær hefur þaö gerzt i veraldarsögunni, að lifvæn listaverk hafi verið sköpuð með þvi að gera aöeins lág- markskröfur? Og er ekki slikur hugsunarháttur llklegastur til að framleiða aðeins lista- menn i lágmarki? Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÖMABÚÐIN BL0MASKRE YTINGfl R ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N Dúnn í GlflEIIBflE /ími 84200 0 Föstudagur 31. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.