Alþýðublaðið - 15.02.1975, Síða 5

Alþýðublaðið - 15.02.1975, Síða 5
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri örn Halldórsson Ritstjórn: Skipholti 19, simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf, ÖGRUN VIÐ ASl öllum hugsandi mönnum hefur lengi verið það ljóst, að íslendingar standa andspænis mjög erfiðum vanda i efnahagsmálum. Þetta var ljóst þegar fyrir einu ári, en rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar, sem þá hafði misst þingmeirihluta sinn, neitaði samt sem áður að vikja með þeim afleiðingum, að landið var stjórnlaust allan s.l. vetur. Þetta stjórnleysi var auðvitað til þess eins fallið að magna vandann. Á s.l. vori hafði þvi enn syrt i álinn og ljóst var þá þegar, að samræmdar og árangursrikar að- gerðir þyldu enga bið. Jafnframt var auðsætt, að til þess að árangur gæti náðst, sem i senn tryggði frambúðarlausn vandans og það, að byrðunum yrði skipt réttlátlega niður á þegna þjóðfélagsins þyrfti til að koma sem viðtækust samvinna rikisstjórnarinnar og hagsmunaaðila og þá fyrst og fremst verkalýðshreyfingarinnar. Einmitt þess vegna krafðist Alþýðuflokkurinn þess, að samstarf yrði haft við verkalýðs- hreyfinguna um lausn vandans. Þeirri kröfu Al- þýðuflokksins var algerlega visað á bug og sú rikisstjórn, sem mynduð var — rikisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins — tók upp þá stefnu að hafna öllu samráði við verka- lýðshreyfinguna jafnvel þótt verkalýðshreyf- ingin byði það að eigin frumkvæði. Er nú að koma i ljós, hverjar afleiðingar sú stefna hefur haft i för með sér fyrir þjóðina og svo harkalega hefur rikisstjórnin veitst að verkalýðshreyfing- unni og svo ákaft hefur hún ögrað henni og snið- gengið hana að engu likara er, en að rikisstjórn- in sé beinlinis að hvetja til átaka á vinnumark- aðinum. Siðustu aðgerðir rikisstjórnarinnar, sem gengisfellingin virðist aðeins vera upphafið að, eru gerðar án nokkurs samráðs við verkalýðs- hreyfinguna og eru tilkynntar á þeim tima sem verkalýðshreyfingin á viðræður við rikisstjórn- ina um hvernig sé hægt að leiðrétta að einhverju leyti þær kjaraskerðingar, sem hlutust af þeim ráðstöfunum, er rikisstjórnin gerði fyrir nokkr- um mánuðum. 1 þvi sambandi hefur verkalýðs- hreyfingin sérstaklega rætt um aðgerðir i hús- næðismálum og i skattamálum. En verkalýðs- hreyfingin hefur engin svör fengið frá rikis- stjórninni um þessi mál. Fundir samninga- nefnda verkalýðshreyfingarinnar með rikis- stjórninni hafa verið einbert sjónarspil. Þeir hafa engan árangur borið og af rikisstjórnarinn- ar hálfu aðeins verið til þess að tefja timann. Einasta svarið, sem verkalýðshreyfingin hefur fengið, er tilkynning stjórnvalda um 20% gengislækkun og fréttir um, að rikisstjórnin hyggist hnykkja enn betur á með skattahækkun- um og nýjum álögum umfram þær, sem til- kynntar hafa verið. Með þessu móti hefur rikisstjórnin nú þrýst lífskjörum almennings niður á það stig, sem óhugsandi er að þolað verði, einsog segir i sam- þykkt miðstjórnar ASl. Jafnframt hafa atvinnu- rekendum verið gefnar milljarðafúlgur af sparifé landsmanna án þess að nokkurt eftirlit sé með þvi, hvernig þeir ráðstafa þeirri eigna- og teknaaukningu, sem af þvi mun hljótast. Verkalýðshreyfingin mun að sjálfsögðu ekki sitja aðgerðarlaus hjá þegar slikir atburðir ger- ast. Hún hefur boðið samstarf. Það samstarf hefur rikisstjórnin ekki þegið. Nú verður hún að taka afleiðingunum af þvi. lalþýöul FRÁ ALÞINGI Sighvatur Bjðrgvinsson um efnahagsráðstafanirnar Stjórnin hvessir kutann Almenningur skattlagður fyrir forréttindastéttirnar Eins og frá var skýrt I Alþýöu- blaðinu I gær tók Sighvatur Björgvinsson, alþm., til máls á fundi neöri deildar Alþingis s.l. miövikudagskvöld, þegar fjallaö var um frumvarp rikisstjórnar- innar um ráöstafanir vegna geng- isfellingarinnar. Gagnrýndi Sig- hvatur mjög harðlega efnahags- stefnu rikisstjórnarinnar, sem hann sagði mótast af þvi aö flytja grlðarlega fjármuni frá fólkinu i landinu til forréttindastéttanna. Næstur á undan Sighvati talaöi Pétur Sigurösson, alþm., og gagnrýndi hann ráðstafanir stjórnarinnar harölega. Sagöi hann m.a., aö útgeröarmenn væru engin heilög stétt, sem ekki mætti gagnrýna og lauk ræöu sinni með þvi aö segja: ,,og haföu þetta Sverrir Hermannsson”, en sjálfstæðisþingmaöurinn Sverrir Hermannsson er einn helsti tals- maður útgeröarmanna á Alþingi. í upphafi ræðu sinnar vék Sig- hvatur Björgvinsson að þessum ummælum Péturs Sigurössonar. Sighvatur sagði: ,,Ég vek athygli þingheims á þvi, aö sá maöur, sem lauk hér máli sinu með þeim orðum: ,,og hafðu þaö Sverrir Hermanns- son.” Sá maður, sem lýsti ástand- inu þannig, að hann teldi þjóöina nú gjaldþrota eftir setu núv. rikisstj. Sá maöur, sem sagði: ,,Ég veit ekki meir.” Sá maður, sem spuröi: „Hvað um verka- lýöshreyfinguna?” Sá maður, sem sagöi: „Hvaða ósköp eru aö gerast?” Sá maöur, sem sagöist mótmæla þeim fyrirætlunum rikisstj. að leggja á nýja skatta. Sá maður, sem sagöi: „Afleiöing- arnar af þeim aögerðum, sem nú er veriö aö tilkynna, eru óöaverö- bólga i þjóöfélaginu.” Þessi maö- ur, hv. 8. þm. Reykv. Pétur Sig- urðsson er kjörinn hingaö á Alþ. fyrir Sjálfstæöisfl. Þetta er dæmi um þá upplausn sem nú rikir i stjórnarherbúöunum. Þetta dæmi um þaö ósamkomulag, sem nú rikir innan stjórnarflokkanna. Þetta er dæmi um þaö, aö jafnvel stuöningsmenn rikisstj., sem fylgja verkalýöshreyfingunni aö málum, gera sér nú ljóst hvaö er aö gerast. Þetta er dæmi um skoðanir Péturs Sigurössonar, „og hafðu þaö Sverrir Hermanns- son”. Hnefahögg í andlit verka lýöshrey f inga r og stjórnarandstöðu Þetta er i annað skiptiö á tæp- um 5 mánuöum, sem núverandi rikisstjórn leggur til alvarlegrar atlögu við lifskjör almennings i þessu landi. Þetta er i annaö skiptiö á innan viö hálfu ári, sem til gengisfellingar er gripiö. Og hvaöa timi er valinn til þess aö gripa til þessara ráðstafana? Þaö er valinn sá timi, þegar verka- lýöshreyfingin stendur i samn- ingaviðræðum viö hæstv. rlkisstj. til þess aö reyna aö rétta sinn hlut frá siöustu árásum hennar á al- menning og launþega I þessu landi. Við eigum aö baki ár meö 50% veröbólgu. Viö eigum að baki ár með 36% kjaraskerðingu. Verkalýöshreyfingin hefur komiö aö máli viö rikisstj. og viljaö semja viö hana um einhverjar bætur. Verkalýöshreyfingin hefur boðiö hæstv. rikisstj. samstööu, hún hefur boðið henni samkomu- lag, hún hefur rétt fram hönd sina á móti hæstv. rikisstj. til þess aö reyna aö ná einhverju samkomu- lagi við hana um aögeröir. Stjórn- arandstaöan hefur gert þaö lika. Fyrir tveimur dögum var þaö til- kynnt hér á Alþingi aö stjórnar- andstaöan væri reiöubúin til samningaviöræöna viö rlkisstj. um hvernig eigi aö leysa máliö. En hvert er þaö svar, sem hæstv. rikisstj. gefur i kvöld? Þaö er hnefahögg i andlit verkalýös- hreyfingarinnar i landinu og stjórnarandstööunnar. Þaö er til- kynning um enn eina nýja áraáa á lifskjör almennings i þessu landi. Þetta er svar stjórnarinnar viö tilboði verkalýðshreyfingarinnar og stjórnarandstööunnar um aö reyna aö taka þessi mál til sam- eiginlegrar úrlausnar meö hæstv. rikisstj. Stjórn forréttindastéttanna Allt frá þvi, að núv. hæstv. rikisstj. var mynduð hafa ráðh. Sighvatur Björgvinsson hennar og áörir málssvarar haft þungar áhyggjur af afkomu at- vinnuveganna i þessu landi. Af- komu forstjóranna. Afkomu fyr- irtækjanna. En þaö hefur veriö minni áhyggjur aö merkja á hæstv. rikisstj. og málsvörum hennar fyrir afkomu heimila launþega i landinu. Ný rikisstjórn i þessu landi hef- ur hafið til valda nýja stétt, stétt forstjóranna, stétt fjármagnseig- endanna. Þar ná Frams.og Sjálf- st.fl. saman. En þeir hafa gleymt annarri stétt manna. Þeir hafa gleymd öldruöum þeir hafa gleymt öryrkjum, þeir hafa gleymt sjúkum, þeir hafa gleymt láglaunafólki á sama tima og þeir hafa staðið aö yfir 50% verðbólgu á einu ári, yfir 36% kjararýrnun á einu ári. Þaö hefur verið tekiö hér fram m.a. af 8. þm. Reykjav. Pétri Sigurðssyni, sem kjörinn var á Alþingi fyrir Sjálfst.fl. i siö- ustu kosningum, aö þessi rikis- stjórn hafi enga heildarstefnu mótað. Hún hefur starfað meira en hálft ár, en allan þann tima hafa aðgeröir hennar einkennst af smáskammtalækningum. Hæstv. ráöherrar eru skottulæknar i isl. efnahagsmálum. Það er mikið rætt um þaö af hæstv. rikisstjórn að atvinnu- reksturinn á Islandi, fyrirtækin, forstjórararnir, þeir séu sjúkir. Hæstv. rlkisstjórn litur á sig sem einkahjúkrunarkonu þessara for- réttindastétta og hvernig á aö koma sjúklingnum til heilsu? Þaö á aö beita skuröarhnifnum á blóð- æöar almennings i landinu. Þaö er búiö aö gera þaö i hálft ár og þaö er veriö aö gera þaö enn. Þaö á aö taka almenningi blóö, til þess aö veita þvi inni sjúkar æöar at- vinnurekstrarins i landinu, sem rikisstjórnin segir nú aö hangi á heljarþröminni. Bildurinn skal brýndur, kutinn skal skerptur, al- menningur skal skorinn. Þaö er ekki furöa þó Morgunblaöiö æpi daglega, skera, skera, niöur, nið- ur, hausa, hausa. Og hverja á ab skera, skera? Hverjir skulu niö- ur, niður? Hverja skal hausa, hausa? Það er almenningur i landinu. Þaö eru launþegarnir. Þetta er hróp Morgunblaðsins. Þaö á aö skera af launþegum i landinu allar þær kjarabætur, sem þeir hafa unnið sér'I umliön- um árum. Það á aö skera sjúkra- sjóðina, það á aö skera atvinnu- leysistryggingarnar, það á að skera af launþegum I landinu all- ar félagslegar réttarbætur, sem þeir hafa unniö sér. Sá er boð- skapur Morgunblaðsins. Hvernig var svarað? Það er von að hæstv. rikisstj. hvessi nú bildinn einu sinni enn. Þeir hæstv. ráðherrar, sem i dag hafa tekið ákvöröun um það, aö gera enn nýja atlögu að almenn- ingi i landinu, gera sér það ekki ljóst, aö láglaunafólkiö i landinu hefur aöeins 34 þús. kr. I laun á mán. fyrir dagvinnu. Samkvæmt útreikningum um hvað venjuleg meöalfjölskylda á lslandi þarf aö hafa til að framfleyta sér, þá þarf súi fjölákylda aö hafa 75 þús. kr. Ög ég spyr hæstv. rikisstjórn: Hvar á verkafólkið, sem nú er verið að segja upp i Keflavik, aö ná þessum 40 þús. sem þaö vantar til þess að lifa mannsæmandi lifi? Ég spuröi um þetta í, sjónvarps- þætti fyrir viku. Þa spuröi ég hæstv. sjávarútvegsráðherra á þessa lund: „Það hefur verið til- kynnt af atvinnurekendum i Keflavik, aö nú standi yfir upp- sagnir á öllu láglaunafólki, sem starfaöi viö fiskibjuver I Keflavik. Hvað ætlar þú aö gera? Hverju ætlar þú aö svara þessu fólki?”, spurði ég. Og hvert er svarið? 20% gengislækkun! Það er svariö, sem fiskverkafólkið i Keflavik fær frá hæstv. rikisstjórn. Almenning á ekki að skattleggja fyrir heimilisrekstri forstjóranna. Okkur hefur verið sagt það hér, aö afkoma sjávarútvegsins væri slök, fyrirtækin I sjávarútvegin- um væru að leggja upp laupana. Þab hafa veriö geröir meöaltals- útreikningar á þessu, sem eiga aö sýna, aö allt sé i kalda koli i sjávarútveginum. Einasta leiöin sé sú, aö taka enn nýjan skatt af launþegum þessa lands og flytja hann yfir til fyrirtækja og for- stjóra i sjávarútvegi. . Ég og Alþfl. neitum aö viður- kenna þessa niðurstöðu. Við neit- um aö fallast á aö þær séu réttar. Hvers vegna neitum við þvi? Vegna þess einfaldlega, að viö vitum þaö einsog almenningur i landinu veit þaö, aö þetta eru ekki réttar tölur. Þaö má vel vera að út af fyrir sig sé þetta rétt niður- staöa þegar reiknaö er út frá þeim forsendum, sem gefnar eru. En við vitum þaö, t.d. Vestfirð- ingar, aö afkoma útgerðarfyrir- 'tækja og fiskvinnslustöðva á Vestfj. hún er ekki svona. Vest- firðingar kunna aö reka útgerbar- fyrirtæki, þeir sýna ekki svona afkomu, og viö neitum aö trúa þvi, viö neitum aö samþykkja þaö og við neitum aö styöja þaö, aö al- þýða landsins sé skattlögð fyrir forstjóra og framkvæmdastjóra, sem ekki kunna að reka sin fyrir- tæki. Ég neita þvi að það sé lagö- ur skattur á launþega til þess að tryggja hallalausan rekstur út- gerðarfyrirtækis, sem rekur bif- reiö útgeröareigandans. Ég neita þvi, aö alþýöa Islands og laun- þegar á Islandi séu skattlögö til þess aö mæta hallarekstri útgerö- ar, sem rekur eiginkonu forstjór ans. Ég neita þvl, aö almenningur á Islandi sé skattlagöur til þess að mæta halla útgeröarfyrirtækis, sem rekur börn forstjórans. Ég neita þvi aö almenningur á Is- landi sé skattlagöur til aö mæta halla útgeröarfyrirtækis, sem rekur heimili útgjeröarforstjf- ans. Ég neita þessu. Þetta er spilling. Þarna þarf aö skera upp. Hæstv. rikisstjórn hefur hvesst Laugardagur 15. febrúar 1975

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.